Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 14
MORÚÚNBLAÐIÐ SUN'.N'L'DAGÚR 9. JÚNÍ 1991 ai4 SYNING UM HELGINA ISLENSKIR OG AMERISKIR NUDDPOTTAR Sýning laugardag og sunnudag fra kl. 13.00 -17.00 Allur búnaður fyrir vatns og loftnudd, ouk annoro fylgihluta: * Hreinsitæki og hringrósord; * Ljós og dælurofar * Yfirbreiðslur * Votns og loftnudd * Allur fittings og tengihlutor * Klórtöflur og hreinsiefni * Leiktæki f. sundlaugor Gerið gæða og verðsamanburð - Leitið tilboða ! Við bjóðum einungis AKRYL nuddpotto því AKRYL stenst íslensko veðróttu og vatn. 10 óra þekking - solo - og þjónusta. 1AO/ STAQGREIÐSLUAFSLÁTTUR IV /0 SYNINGARDAGANA K.AUÐUNSSON HF. Sérverslun með hreinlætistæki Grensásvegi 8 - Sími: 686088 Góðan daginn! Reykteikningar ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Listamenn tileinka sér oft ákveðnar vinnuaðferðir við listsköp- un, sem síðan verður einkennis- merki þeirra; verkin þekkjast á handbragðinu, hvort sem það felst í notkun lita, teikningu, myndbygg- ingu, áhöldum eða áferð. Það er aðalsmerki góðra listamanna að ná að þroska sitt verklag og finna því nýja farvegi í hið óendanlega, og geta þannig verið skapandi og fijó- ir alla sína starfsævi. Sumir lenda hins vegar í blindgötu og geta ekki snúið við, og endurtaka sig hvað eftir annað. Fæstir listamenn eru samt svo bundnir af tækninni að þeir geri ekki tilraunir með ólíkar aðferðir, og ögri sjálfum sér til að líta hlutina nýjum augum. Oft hafa slíkar tilraunir síðan reynst vera upphafið að nýjum þroskaskeiðum og fijóum tímabilum í listsköpun viðkomandi einstaklings. Vegna þessa er alltaf athyglis- vert að fylgjast með þegar lista- menn, sem hingað til hefur mátt þekkja á ákveðnum vinnubrögðum, taka að gera tilraunir á öðru sviði;' þar gæti verið á ferðinni upphafið að nýju skeiði á listferlinum. Halldór Ásgeirsson sýnir nú í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg verk, sem hann kallar „reykteikn- ingar. Hingað til hafa verk Halldórs einkennst af sterkum litflötum og fínlegri, nákvæmri teikningu, þar sem mynstrum og táknum ýmissa menningarsvæða bregður fyrir, og virðast fljóta á yfirborði myndflat- arins, sem hefur verið unninn þann- ig að allt er slétt og fellt, og enginn pensildráttur vitnar um persónulegt handbragð. Verkin sem nú hanga á veggjunum í sýningarsalnum eru því mikil umbreyting; þau eru virki- lega það sem nafnið gefur til kynna, þ.e. teikningar, unnar með reyk af kertaloga á bakgrunn, sem lista- maðurinn hefur sérstaklega valið til þess. Reykurinn hefur svo sannarlega áður komið við sögu í myndlistinni, en óvíst að hann hafi verið notaður beint á þennan hátt, sem blýantur eða penslill. Um val sitt á þessu verkfæri, reyknum, hefur listamað- urinn eftirfarandi að segja í ávarpi til gesta: „Reykurinn er sót eldsins og eldurinn er frumkraftur, undir- staðán í menningu mannsins. Reyk- urinn er skilaboð frá einu í annað. Reykurinn er augnablikið og ég fanga hann sem vitnisburð um at- burð. Reykurinn er sýnilegur andi og andinn verður til, sest að í efni og dvelur þar í lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt þessu eru verkin á vissan hátt heimildir, vitnisburður um framkvæmdina. En hér er fleira á ferðinni. Hver mynd er sjálfstætt verk þar sem reykurinn hefur skap- að fljótandi mynstur og ímyndir, sem ýmist vinna með eða takast á við bakgrunninn. Hér skiptir efni- viðurinn miklu máli, vegna þess fj'öl- bréytta mynsturs, sem þar er að finna. Halldór hefur dregið saman gnótt litríkra gluggatjalda, sængur- vera, borðklúta o.s.frv., sem hafa lokið sínu hlutverki; tískan hefur dæmt þetta efni úr leik og það mun liggja í kössum á háaloftum og í geymslum þar til því verður fleygt — nema því sé gefið nýtt hlutverk, eins og hér hefur verið gert með því að gera það að bakgrunni reyk- teikninga. Þessi tilfinning um hið gamla og úrelta í efniviðnum er styrkt með uppsetningunni. Verkin eru aðeins fest að ofan, og síðan hengd þétt Halldór Ásgeirsson: Reykteikning. 1991. á veggina, jafnvel yfir hvert annað, þannig að gestir þurfa að fletta í gegnum þau til að njóta þess mynst- urs, sem Halldór hefur skapað með reyknum. Sýningin minnir því að vissu leyti á gamlan basar eða flóa- markað, og gefur það henni mun hlýrri heildarsvip en ef færri verk væru strekkt á blindramma og hengd upp eins og málverk. Þessar teikningar kunna að boða nokkrar breytingar í list Halldórs Ásgeirssonar. Þar sem áður voru fáir litir í heilum flötum, eru nú mismunandi blæbrigði bakgrunns og reyks, þannig að fram kemur dýpt, sem Halldór hefur lítt sinnt áður. Þar sem áður var fíngerð og nákvæm teikning ec nú fjölþætt og loðin myndgerð, þar sem ósandi kertið hefur að nokkru leyti fengið að ráða teikningunni, sem er þó ætíð í nokkru samræmi við mynstur bakgrunnsins. Hér er listamaðuinn að þreifa sig áfram í nýjar áttir, og verður gaman að fylgjast með framvindunni á næstu sýningum. Sýning Halldórs Ásgeirssonar í Gallerí einn einn stendur til 13. júní. Fornbílaklúbburinn: Breyttar reglur skipta bíl- um í fornbíla og safngripi FORNBÍLAKLÚBBUR íslands hélt aðalfund sinn á Holiday Inn þann 26. maí sl. Sljórn félagsins var endurkjörin utan Hauks Isfeld sem ekki gaf kost á endurkjöri. I hans stað var kjörinn Georg Theodórs- son. Formaður er Kristinn Snæland, ritari Sigtryggur Jónsson og gjaldkeri Hinrik Thorarensen. Félagar í klúbbnum eru nú rúmlega 500 talsins. Aðalmál fundarins voru laga- breytingar en með þeim er nú öllum sem áhuga hafa á gömlum ökutækj- um frjáls aðgangur að klúbbnum þó ekki eigi þeir gamalt ökutæki. Einnig var regla um aldur öku- tækja í klúbbnum löguð að breytt- um aðstæðum. Nú verða tveir flokk- ar ökutækja skráðir í klúbbnum. Okutæki 25 ára og eldri verða skráð sem fornbílar en hjól og ökutæki 15 til 25 ára verða skráð sem safn- gripir. Helstu baráttumálin voru reifuð en þau eru: K.E.W Hobby Háþrýstidælan Bíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! r"-"n tv REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvik. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl. 1. Að fá fornbíla skráða á númer síns tíms, (fá á þá gömul númer). 2. Fá breytt reglum um skoðun fornbíla. (Þeir verði sjaldnar skoð- aðir en bflar í daglegri notkun.) 3. Tryggingamál. (Fá ökumanns- tryggingu lækkaða á fornbílum, enda er þessum bílum ekið lítið á ári hveiju.) 4. Bygging safnahúss. (T.d. á samvinnu við Árbæjarsafn.) 5. Fjölgun félaga. (Samkvæmt skrá Bifreiðaskoðunar íslands eru nú 3339 bílar 25 ára og eldri til í landinu og því margir eigendur fornbfla utan klúbbsins). Fornbflaklúbburinn mun að venju fara í margar ökuferðir í sumar. Tveimur er lokið en átta eftir. Næsta ferð verður 6. júní nk. „Mæt- ing á rúntinn", þá þátttaka í 17. júní-hátíðarhöldum í Reykjavík, 28.-30. júní er Vestmannaeyjaferð, 11. júlí „Mæting á rúntinn", 26.-28. júlí er Sauðárkróksferð, 18. ágúst „Heiðmörk“ og 5. september enn „Mæting á rúntinn“. Sumarið 1992 er áætluð Norður- landaferð. Ferðir klúbbsins eni flestar, jafnframt því að vera skemmtiferðir, einskonar sýningar- ferðir fyrir almenning. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.