Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 20

Morgunblaðið - 09.06.1991, Side 20
ko ieei iKui. .e HUOAaiMnuB aiöAUavfUOflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991 eftir Brynju Tomer „MER þykir vænt um hvali og höfrunga. Mér þykir líka vænt um blóm og flugur. Mér þykir vænt um þig og mér þykir vænt um íslenska mosann sem ég velti mér uppúr í gær. Ég elska — af öllu hjarta — lífið, jörðina og allt sem á henni iifir. Þess vegna drep ég hvorki moskítóflugur né maura... þess vegna vil ég að við umgöngumst jörðina af virðingu... Ég vil sjá alþjóðlega mið- stöð fyrir umhverfisvernd rísa á íslandi, þessum demanti heims- ins.“ Ani Moss er 43 ára gömul og býr að staðaldri í Los Ajige- les. Hún og maður hennar, Jerry Moss, einn eigenda A & M-út- gáfufyrirtæksins, eru milljónamæringar í dollurum. Hún var fyrir- sæta í fimmtán ár og kynntist höfrungum fyrir nokkrum árum þegar hún synti í sjó við strendur Hawaii þar sem hún á sumar- hús. „Þú hefur höfrunga- augu,“ segir hún af barnslegri einlægni í upphafi samtalsins við furðu lostinn blaðamann, sem áttar sig ekki strax á að þetta eru gullhamrar. ni Moss minnir mig á skógardísina sem ég sá aldrei nema þegar ég lokaði augunum sem bam. Hún er eins og ævintýrapersóna, falleg með sítt ljóst hár og djúp grænblá augu. Þegar hún talar notar hún augna- ráðið óspart og snertir viðmælanda sinn oft og mikið, eins og til að minna á að hún er raunveruleg en ekki ímyndun. Henni finnst sjónar- mið íslendinga í hvalveiðimálum skiljanleg, en henni finnst ímynd „hvalveiðiþjóðarinnar íslands“ öm- urleg. „Ég kom fyrst til íslands í fyrrahaust og átti þá von á að sjá glottandi Islendinga, vopnaða spjót- um, drepa hvali og seli meðfram allri strandlengjunni. Það er ímynd- in, sem hvalfriðunarsinnar hafa dregið upp um allan heim. Það var þess vegna mikill léttir að koma til Islands og sjá hvernig þessum mál- um er í raun og veru háttað hér,“ segir Ani. Við ræðum saman í Blómaskrúði á Hótel Sögu á sama tíma og alþjóðlega hvalveiðiráð- stefnan fer fram. „Sjónarmið íslendinga í hvalveið- imálum eru skiljanleg," segir Ani. „Þið eruð stolt þjóð sem sættið ykkur ekki við að öfgahópar þvingi ykkur eða kúgi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið veiðið þið fá dýr og spurning hvort þau eru ekki pínulítið dýrkeypt." Mikið finnst mér þessi kona snjöll. Hún talar af þvílíkum sann- færingarkrafti og þvílíkri einlægni að það er unun að hlýða á skoðan- ir hennar. Hún heldur áfram: „Ég veit að ég er ekki eina manneskjan sem hafði þessa skekktu og ýktu hugmynd um Island og mér finnst sorglegt til þess að hugsa að jafn yndislegt fólk á jafn yndislegu landi skuli ekki njóta meiri sannmælis." A Rættvið Ani Moss umnm- hverfis- vernd, hvalveiðar og drauma Hún virðist meina hvert einasta orð af einlægni, þó allar líkur séu á að á prenti virðist orð hennar hið mesta smjaður. Hún líkir íslandi við dem- ant. „Þetta er í annað sinn sem ég kem til Islands og ég hef aldrei kynnst öðru eins landi!“ segir hún. „Island er eins og demantur. Hér er hreint loft og hreint vatn, og besti fiskur sem ég hef borðað. Ég borða alla jafna hvorki fisk né kjöt, en ákvað að smakka físk hér og ég sé ekki eftir því. Af hveiju skipu- Ani Moss: „Mig dreymir um heilbrigt fólk á þessari fallegu jörðu.“ Morgunblaðið/KGA ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.