Morgunblaðið - 09.06.1991, Page 21
leggið þið ekki útflutning á heims-
ins besta vatni og fiski? Þetta er
lúxusvarningur!“
Ani segist vilja sjá alþjóðlega
miðstöð rísa á Islandi. „Þar yrði
miðstöð umhverfisverndar í heimin-
um og í tengslum við hana yrði
rekin fjölþjóða vísindastofnun sem
skipulegði hafrannsóknir og eftirlit
með þróun í lífríki sjávar. Það er
mikilvægt að viðhalda jafnvægi í
hafinu, grisja stofna þegar þeir eru
í ofvexti og vernda þá þegar þeir
eru í útrýmingarhættu. Þetta er
rétta landið og Islendingar eru rétta
þjóðin til að reka slíka miðstöð!
Víkingarnir, forfeður ykkar, voru
hugdjarfir könnuðir. Þeir leituðu á
ný mið og tókust óhræddir á við
framandi verkefni. Hér eru engin
alvarleg mengunarvandamál, þetta
er vel menntuð þjóð, hér er mikil
orka og hér eru allar aðstæður til
að byggja svona miðstöð. Þið eigið
ekki við eins alvarleg vandamál að
stríða og svo margar aðrar þjóðir.
Þess vegna gætuð þið notað kraft-
ana í verkefni af þessu tagi.“
Ani segist hafa orðið heilluð af
Eg átti vonáað sjá glott-
andi fslendinga, vopnaða
spjðtum
Ég trúi á kraftaverk og það
barf kraftaverk til að við
og afkomendur okkar geti
haldið áfram að búaájörö-
inni
Margir einblína á einn mála-
flokk, til dæmis hvalafriðun,
en virðast ekki siá heildar-
myndina
Eg drep ekki einu sinni
maiira
Eg trúi á æðri máttarvöld,
sem gefa okkur tækifæri
til að vinna úr hlutunum
eftir bvísem við höfum
ísjandi strax og hún kom hingað.
„Ég nýt þess að anda hérna! Hugs-
aðu þér, þar sem ég bý í Los Angel-
es sé ég ekki út á næsta götuhorn
vegna misturs og í Mexíkó eru
komnir súrefniskútar í símaklefa!“
Tilfinningalega álagið er greinilega
mikið hjá Ani núna. Umhverfismál
og verndun heimsins náttúru eru
henni mikið hjartans mál og hún
grætur í svolitla stund. Síðan tekur
hún upp þráðinn aftur: „Ég trúi á
kraftaverk og það þarf kraftaverk
til að við og afkomendur okkar
geti haldið áfram að búa á jörðinni."
— Þú segir að ímynd íslands sé
víða alvarlega brengluð. Hvalafrið-
un og umhverfisverndarmál hanga
víða á sömu spýtunni. Gæti ekki
^rkað tvímælis ef „hvalveiðiþjóðin
ísland" tæki að sér að setja á stofn
og reka alþjóðlega miðstöð fyrir
umhverfisvernd?
„Það er líklegt ef ímyndin breyt-
ist ekki. Þó ég hafi fullan skilning
á viðhorfum Islendinga í hvalveiði-
málum, finnst mér þau mál vera
lítilfjörleg miðað við það jafnvægi
sem verður að komast á í náttúru-
og dýraríkinu. Öfgahópar hafa
komið illa fram við ykkur og þess
vegna skil ég viðbrögð ykkar. Öfga-
sinnar hafa skaðað hinn raunveru-
lega málstað. Hins vegar lifið þið
ekki af hvalveiðum og ef við setjum
á vogarskálarnar annars vegar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1991
21
hagsmuni ykkar vegna veiðanna og
hins vegar afleiðingarnar, það er
að segja þessa brengluðu ímynd
víða um heim, afneitun á íslenskum
varningi og fleira, finnst mér hið
síðarnefnda vega þyngra. Ég held
að við komumst ekki langt með því
að vera öfgafull. Það er nóg að
reyna að sjá hlutina í samræmi og
gera sér grein fyrir hvað er aðalat-
riði og hvað aukaatriði. Við þurfum
að sjá heiminn í heild sinni. Um-
hverfismál hafa engin landamæri
og það skiptir ekki máli hvort meng-
un kemur frá íslandi eða Kína,
Ósonlagið þynnist jafn mikið.“
— Þér finnst kannski að við
þyrftum að víkka sjóndeildarhring-
inn?
„Já, það má segja það. Hvers
kyns öfgar gera ekki annað en eyði-
leggja. Margir einblína á einn mála-
flokk, til dæmis hvalafriðun, en
virðast ekki sjá heildarmyndina.
Það er svo margt í heiminum sem
við verðum að huga að. Við stönd-
um á tímamótum og verðum að
taka ákvörðun um hvort við viljum
að líf haldi áfram á jörðunni.“
— Hvernig fínnst þér ísiending-
ar vera á vegi staddir í umhverfis-
vernd?
„Vel. Stórkostlega! Hér er mikil
vakning í þessum efnum. Ég hef
kynnst fullt af fólki hér og finnst
það mjög meðvitað um mikilvægi
umhverfisverndar og þess að jafn-
vægi náist í lífríkinu. íslendingar
eru nefnilega ótrúlega vel að sér.
Þó þið eigið ekki við alvarleg vanda-
mál að etja vitið þið uppá hár hvað
er að gerast annars staðar í heimin-
um. Það er einmitt eitt af grundvall-
aratriðum þess að þið gætuð svo
auðveldlega rekið miðstöðina_ sem
skiptir svo miklu máli að verði til.
Hingað gæti fólk leitað lækninga
auk þess sem þetta er ákjósanleg-
asti staður í heimi til að skipu-
leggja og ræða umhverfismál í
heiminum.
Orðin töfrar og yfirnáttúrulegt
notar fólk sem hefur komið hingað
til að lýsa landinu. Þetta eru orð
að sönnu. Þetta er eins og ævintýra-
heimur og ísland er magnaður stað-
ur að ótal mörgu leyti. -í gær fór
ég til dæmis út fyrir bæinn og upp-
götvaði nýja hlið á eftirnafninu
mínu, Moss (mosi innsk. blm.). Ég
lagðist í mosann og velti mér uppúr
honum. Það var dásamleg tilfinn-
ing. Hefur þú einhvern tímann próf-
að að velta þér uppúr mosa?“ spyr
hún af þessari einlægni sem er
henni svo greinilega eðlislæg. Síðan
heldur hún áfram: „Ég veit að hér
eru stundaðar náttúrulækningar
ýmiskonar og ég trúi á kraft náttúr-
unnar. Jörðin býr yfir svörum við
svo mörgum spurningum, sem við
höfum bara ekki haft hugmynda-
flug til að spyija hana. Á heilbrigðu
landi eins og íslandi eru að sjálf-
sögðu fleíri svör við fleiri spurning-
um en í öðrum löndum."
— Þú ert dýravinur.
„ Já, mér þykir vænt um dýr.
Mér þykir vænt um höfrunga og
hvali. Mér þykir vænt um blóm og
flugur. Mér þykir vænt um mosann
sem ég velti mér uppúr í gær. Mér
þykir vænt um þig og allt sem lif-
ir. Málið er ekki flóknara en það.
Ég hef alltaf verið svona. Ég drep
ekki einu sinni maura, einfaldlega
vegna þess að hugur minn segir
mér að ég hafi engan rétt til að
svipta aðra lífveru lífinu. Ég kynnt-
ist höfrungum fyrst við strendur
Hawaii þar sem ég á hús. Þar synda
þeir í kringum fólkið og virðast
njóta samskiptanna. Þeir eru gæfír
og gáfaðir, skemmtilegustu og ynd-
islegustu dýr sem ég hef kynnst."
— Þú kemur mér fyrir sjónir sem
hugsjónamanneskja. Ertu það ekki?
„ Kannski væri réttara að segja
að ég væri draumóramanneskja.
Ég leyfi mér að dreyma. Mig dreym-
ir um heilbrigt fólk á á þessari fal-
legn jörð. Mig dreymir um betri
samskipti mannsins við náttúruna.
Ég trúi á æðri máttarvöld, sem
gefa okkur tækifæri til að vinna
úr hlutunum eftir því sem við höfum
þroska til. Til að draumar rætist
verður maður fyrst að eiga draum.
Og ég á mér draum ...“
GOLDEN-GATE fótlagaskórnir
- punktanudd í hverju spori
Sérhvert mikilvægt líffæri líkamans hefur samsvarandi
svæði á fætinum, endursvörunarsvæði eða viðbragðs-
svæði, sem hægt er að hafa áhrif á.
□höfuðnheiladingulinheilinsogæðakerfíssvæðiDskjaldkirtilin
hjarta og hjartastarfsemiDaxlasvæðiniungu og lungnasvæðiD-
magagróf, neðan bringspalaDlifurnmagingallblaðrannýrun-
briskirtillDmilta □ristillDþvagrásDsmágarnirnbotnlangin-
nýrnaskálar
GOLDEN-GATE nafnið er lögvemdað ásamt lýsingu á viðbragðs-
svæðum.
Lofið fótunum að njóta náttúrulegs nudds
Áður fyrr þurfti maðurinn ekki að ganga á malbikuð-
um götum eða steinsteypu með fætuma kreppta í
þröngum skóm. Hið náttúrulega umhverfi nuddaði
fæturna þá stöðugt og mjúkt, þegar gengið var á
engjum eða sandi. COLDEN-GATE hefur notfært
sér þekkingu sína á eðli náttúrunnar og fært hana
yfir í nútíma framleiðslu. í GOLDEN-GATE Reflex
sólanum eru litlar holur, sem orsaka stöðugt, mjúkt
nudd. GOLDEN-GATE sérfræðingarnir hafa með
þessu dregið úr áberandi sterkum núningi plast-
tappa, sem notaðir em í svipaðan nuddskófatnað.
Það er rangt að bjóða fótunum mjög sterkan nún-
ing. Sterkari núning á aðeins að framkvæma af sér-
fræðingi eða svæðisnuddara. Hins mjúka GOLD-
EN-GATE nudds er hægt að njóta allan daginn, án
þess að það valdi skaða. GOLDEN-GATE mjúka
nuddið styrkir, hressir, endurnærir og eykur virkni
tauga. Það er orkuaukandi og vekur vellíðan.
SKÓHÖLLIN, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði
SKÓTÍSKAN, Akureyri
SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR, Húsavík
VERSL. HVAMMUR, Höfn, Hornafirði
ÖND VEGISHÚSGÖGN
—---öSÍ;.
•«iB8~awi‘«ggg
| LmccAn House
= HOME FURNISHINGS ==
Lincoln House sófasettin eru ein sígildasta
sófasettalína með tauóklæði sem framleidd
eru í dag.
Þessi húsgagnalína er fró Viktoríutímabilinu
og er hún oft kölluð rómantíska línan.
Lincoln House býður upp ó gluggotjöld og
veggfóður í stíl við ókiæðið.
ROEDEAN
3ja sæta + 2 stólar kr. 178.900,- stgr.
Síðumúla 20 - sími 688799.
Opið í sumar á laugardögum
frá kl. 10-14.
HUSGAGNAVERSLUN
CHESTERFIELD-sófasett, með ekta hand-
verkuðu antikleðri fró stærsta leðurhús-
gagnaframleiðando Bretlands, Pendragon,
tryggir ekki bara lægsta verðið heldur líka
mestu gæðin.
3ja sæta sófi + 2 lágir stólar kr. 197.800,- stgr.
Stakur 3ja sæta kr. 08.900 stgr.
Stakur 2ja sæta kr. 72.900,- stgr.
Master Wing hábak kr. 59.850,- stgr.
pltrgmmMmfoifo
Meirci en þú geturímyndoó þér!