Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 7

Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 Sauðárkrókur: Mörg umferðar- óhöpp um helgina Sauðárkróki. UM HELGINA urðu 6 umferðaróhöpp í Skagafirði og á Sauðár- króki. A aðfaranótt sunnudags var ekið á mann á Vatnsskarði og slasaðist hann allmikið. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Sauðárkróki þar sem hann dvelur enn. Þá valt bifreið við bæinn Mar- Að sögn lögreglu virðist seint bæli í Seyluhreppi en ekki urðu verða ofbrýnt fyrir fólki hve nauð- meiðsli á fólki. Norðan við bæinn Vatn á Höfðaströnd valt bíll með fimm ungmennum og er bíllinn gjörónýtur en allir sem í honum voru sluppu ómeiddir og er það að sögn með ólíkindum. A þessum stað er rnikil lausamöl og vegurinn af þeim sökum varasamur og mun allstór steinn hafa fests í hjólskál framhjóls með þessum afleiðing- um. Á sunnudag var svo árekstur á mótum Aðalgötu og Eyrarvegar á Sauðárkróki og eru bílarnir mikið skemmdir eða ónýtir en ökumenn og farþegar sluppu án meiðsla. Þá fór bíll út af veginum á Höfða á Höfðaströnd en ekki urðu meiðsli á fólki. Við bæinn Tjarnir í Sléttuhlíð valt bifreið og hafnaði á hjólunum og skemmdist nokkuð og voru ökumaður og farþegi flutt- ir í Sjúkrahús Skagfirðinga en meiðslin voru óveruleg. Nýtt gæsaveiði- tæki á markaðinn: Hátalarar lokka gæsir Tækið bannað á Norðurlöndum NÝTT gæsaveiðitæki er komið á markaðinn. Um er að ræða segulbandstæki með útihátölur- um. Þetta kemur í stað gömlu veiðiflautunnar og hefur þann kost fram yfir hana að veiði- menn þurfa ekki lengur að læra að herma eftir dýrunum. Marg- ir skotveiðimenn hafa áhyggjur af því að þetta muni leiða til að veiði muni nú margfaldast en engar reglur eru hér á landi um hve mikið megi veiða af gæsum. „Ef þetta verður almannaeign lýst mér ekki á vertiðina," sagði Sólmundur Einarsson skotveiði- maður í samtali við Morgunblaðið. „Tæki eins og þetta hlýtur að hafa margfalt meiri magnveiði í för með sér en hefur mjög neikvæð áhrif á veiðiskapinn sem íþrótt enda hafa svona tæki verið bönnuð mjög víða, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Þar að auki er aldrei að vita hvaða áhrif svona nýjungar hafa á stofninn. Engar reglur eru til hérlendis um hve mikið megi skjóta öfugt við t.d. Bandaríkin þar sem allt slíkt er njörvað niður.“ Páll Hersteinsson veiðistjóri -agði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri ekki ólöglegt hér á landi samkvæmt núgildandi veiði- lögum. Vertíðin væri ennþá ekki hafin og því hefði engin reynsla fengist af þessari nýjung ennþá. Þetta nýja veiðitæki er segul- bandstæki með kröftugum hátöl- urum. Með því fylgja átta tegund- ir dýrahljóða, hljóð úr ref, þremur gæsategundum og fjórum anda- tegundum. Veiðihúsið selur svona tæki og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur það selst vel. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! synlegt er að haga akstri eftir aðstæðum og sérstaklega þar sem komið er út á malarvegi þar sem lausamöl og steinkast geta orsak- að stórslys eins og dæmin sanna. - BB. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Arekstur við bæinn Hemlu UM miðjan dag á sunnudag varð allharður árekstur við bæinn Hemlu rétt austan við Hvolsvöll. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust báðir mjög mikið. Bílarnir stefndu í austurátt er óhappið varð og ætlaðir annar bíllinn sem var jeppi að fara fram- úr fólksbíl sem sveigði þá til vinstri í veg fyrir jepp- ann. Mun fólksbíllinn hafa ætlað að beygja upp að Hemlu. Snerist hann á veginum og lenti útí skurði. Stúlka sem var í fólksbílnum var flutt til læknisins á Hvolsvelli en reyndist hún ekki hafa slasast. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli gekk umferðin í Rangárvallasýslu ótrúlega vel um þessa miklu um- ferðarhelgi. Talið er að hátt á annan tug þúsunda hafi verið á ferðinni um sýsluna vegna hestamanna- mótsins á Hellu, íþróttahátíðar HSK á Hvolsvelli, svifflugmóts og fleira. Mikið var af tjöldum á öllum tjaldstæðum enda veður milt og gott. - SÓK. Gámastöðvar ■ mikilvægur hlekkur í breyttri umgengni við úrgang Gámastöðvar eru á þessum stöðum: Mosfellsbær og Kjalarnes: Viö hesthúsabyggöina í Mosfellsbæ. Tilbúin í júnílok. Norðausturhverfi Reykjavíkur og Árbær: Viö Sævarhöföa. Seltjarnarnes og Vesturbær: Viö Ánanaust. Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaða- hreppur: Miðhrauni 20, Grafarvogur: Viö Gylfaflöt. Tilbúin í lok júlí. Bráöabirgöastöö viö gamla Gufunesbæinn veröur í notkun til júlíloka. Austurbær, Fossvogur: Viö Sléttuveg, vestan Borgarspítala. Opin enekki fullbúin. Kópavogur: Viö Dalveg viö áhaldahús. Opin til bráöabirgöa þar til ný stöö tekur viö í júlí. Það er áríðandi að allir íbúar höfuð- borgarsvæðisins taki virkan þátt í flokkún úrgangs og noti gámastöðvar til þess að losa sig við málma, grjót, timbur, spilliefni, garðaúrgang og pappír. Stöðvarnar eru einungis ætlaðar fyrir smærri farma og eru opnar alla daga kl. 10.00 - 22.00. Þjónusta þeirra er ókeypis. Ath. Þeir sem koma með umhverfis- spillandi efni snúi sér til gæslumanns. Sýnum ábyrgð okkar á umhverfinu í verki - flokkum úrganginn og notum gámastöðvarnar. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs, Gufunesi, Sími 676677, Bréfasími 676690. Efnamóttaka sími 676977.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.