Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.1991, Page 1
48 SIÐUR B 184. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins 69 farast í flug- slysi á Indlandi Imphal, Indlandi. Reuter. FARÞEGAFLUGVÉL af gerðinni Boeing 737 frá Air India hrapaði í gær í norðausturhluta Indlands. 69 manns voru um borð í vélinni og eru þeir allir taldir af, að því er haft var eftir Ranbir Singh, yfirráðherra Manipur-ríkis. Flak vélarinnar fannst á hæð skammt frá þorpi, sem er í um 45 kílómetra fjarlægð frá Imphal, höf- uðborg Manipur. Var flakið alelda. Vélin var á leið frá Kalkútta til Imphal þegar hún hrapaði. Lágskýj- að var á svæðinu er slysið varð en skilyrði að öðru leyti góð. Deepak Gogoi, yfirverkfræðingur á flugvellinum í Imphal, sagði við Reuter-fréttastofuna að ef til vill hefði bilun komið fram í sjálfvirku lendingarkerfí vélarinnar, sem varð Júg’óslavía: Skotið á þyrlu EB-manna Belgrad. Reuter. SKOTIÐ var í gær á þyrlu sem í voru eftirlitsmenn Evrópu- bandalagsins á flugi yfir átaka- svæðum í Króatíu. Þyrlan lask- aðist en farþegarnir sluppu með skrekkinn. Þyrlan var af gerðinni Alouette og varð að lenda henni við sveitabæ í nágrenni bæjarins Novska, suðaustur af Zagreb, höf- uðborg Króatíu. Tveir eftirlits- menn EB voru um borð auk tveggja manna áhafnar. Skotið var á þyrluna nærri bæn- um Okucani þar sem serbneskir skæruliðar og þjóðvarðliðar Kró- atíu börðust. Sjónarvottar sögðu að nokkurt mannfall hefði orðið í átökunum. Skotbardagarnir eru brot á vopnahléssamkomulagi því sem forsætisráð Júgóslavíu lýsti yfir fyrir skemmstu. til þess að hún hrapaði í gær. „Ver- ið gæti að kerfinu hafi verið gefin upþ röng hæðartala þegar flug- mennirnir voni að búa sig til lend- ingar,“ sagði Gogoi. Tvær þyrlur indverska flughers- ins voru sendar til að leita vélarinn- ar. Flugmenn þeirra komu ekki auga á flakið fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að flugturninn á Imphal-flugvelli missti talstöðvar- samband við vélina. Þyrluflug- mennirnir gátu greint lík eins manns. Þeir sögðu að eldar hefðu enn logað í vélinni rúmum fjórum klukkustundum eftir að hún átti að lenda í Imphal. Björgunarmenn voru enn að reyna að bijóta sér leið að flakinu í gærkvöldi. Engir vegir liggja að slysstaðnum og eru þeir því fót- gangandi. Keuter Friðrik mikli á heimleið Á miðnætti aðfaranótt sunnudags verða bein Friðriks mikla Prússakonungs endurgreftruð við Sanssouci- höllina nærri Berlín að viðstöddu fyrirmenni á borð við Helmut Kohl kanslara. Þýskir hermenn í bænum Hechingen í Baden-Wúrttemberg fluttu kistu Friðriks mikla í gær um borð í lestarvagn sem síðan hélt áleiðis til Potsdam. Vagninn var smíðaður árið 1905 og notaði Vilhjálmur II keisari hann við hátíðleg tækifæri. Þingmenn Yerkamannaflokksins í umræðum í norska Stórþinginu um EES: Mínni áhersla á kröfuna um fríverslun með sjávarafurðir GUNNAR Berge, formaður þing- flokks norska Verkamanna- flokksins, sagði í ræðu í norska Stórþinginu í gær að menn yrðu að líta raunsætt á samningsstöð- una í viðræðönum um Evrópskt efnahagssvæði og horfast í augu við að útilokað væri að í haust næðist samkomulag um sjávarút- U Reuter Sólfíflar á akri Skoskur garðyrkjufræðingur hefur gert þessa eftirmynd málverksins Sólfíflarnir eftir hollenska listmálarann Vincent van Gogn. í eftir- myndinni sem er á kornakri í Suður-Skotlandi eru 250.000 jurtir hvorki meira né minna. Myndin er 60x75 m að flatarmáli. vegsmál sem væri jafnhagstætt og menn gerðu sér vonir um eft- ir Lúxemborgarfund ráðherra Evrópubandalagsins og Fríversl- unarbandalags Evrópu 18. júní síðastliðinn. Ummæli Berge og Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra í Stórþinginu í gær auk samþykktar miðstjórnar Verkamannaflokksins á miðviku- dag þykja bera vott um að flokk- urinn hafi ýtt kröfunni um fríverslun með sjávarafurðir inn- an EES til hliðar. Norska dag- blaðið Aftenposten gengur svo langt að segja að fiokkurinn hafi bersýnilega fallið frá þeirri kröfu. Berge vitnaði til samþykktar miðstjórnarfundar Verkamanna- flokksins frá því á miðvikudag en þar er stefnan sett á „áþreifanlegar umbætur“ á núverandi sjávarút- vegssamningi Noregs og Evrópu- bandalagsins en þó er sett fram krafa um tollfijálsan innflutning sjávarafurða á EB-markað þegar til lengri tíma er litið. Brundtland forsætisráðherra sagði um þetta efni að ekki þýddi að leggja árar í bát í EES-viðræðunum þótt ítrustu kröfum Norðmanna yrði ekki full- nægt. Umræðurnar í Stórþinginu í gær snerust að miklu leyti um hvað hefði gerst á Lúxemborgarfundin- um og hvort ríkisstjórnin hefði lagt rétt mat á stöðuna eftir þann fund. Norska stjórnarandstaðan heldur því fram að Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, hafí ját- að í ræðu sinni í gær að ekki hafi náðst pólitískt samkomulag á ráð- herrafundinum. Ráðherrann sagði að ráðherrar fjögurra EB-ríkja hefðu viðhaft ummæli í Lúxemborg um norska tilboðið í sjávarútvegs- málum sem hægt væri að túlka á ýmsa vegu. í greinargerð Eldrid Nordbo viðskiptaráðherra á fimmtudag hafði einungis komið fram að Irar hefðu gert fyrirvara varðandi tollfijálsan innflutning á laxi, síld og makríl. Stoltenberg bætti við að fulltrúar Þjóðveija, Frakka og Breta hefðu litið jákvæð- um augum á tilboð Norðmanna, það væri góður grundvöllur samkomu- lags, en tekið fram að nánar þyrfti að kanna ýmis atriði varðandi út- færslu tilboðsins. Stjórnarandstað- an henti orð Stoltenbergs á lofti og spurði hvemig í ósköpunum hefði verið hægt að túlka orð EB-ráðherr- anna um að norska tilboðið væri góður grundvöllur samkomulags sem pólitíska einingu. Sjá frásögn af umræðum í Stórþinginu á miðopnu. Boeing-767 þotur: Lofthemlar aftengdir Washington. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur fyrirskipað fiugfélög- um þar í landi að aftengja lofthemla í Boeing-767 þotum. Skýring- in er sú að lofthemlarnir fóru fyrirvaralaust í gang í þotu aust- urríska fiugfélagsins Lauda-Air yfir Tælandi fyrr á þessu ári en skömmu síðar hrapaði þotan til jarðar. í tilkynningu FAA segir að ekki sé vitað fyrir víst að bilunin í loft- hemlabúnaðinum hafí valdið flug- slysinu 26. maí síðastliðinn er þota Lauda-air fórst. Hins vegar sé vitað að hemlarnir fóru í gang vinstra megin skömmu eftir flugtak. Hlut- verk lofthemla er að draga úr hraða flugvélar við lendingu. Talið er að fyrirmæli FAA og samhljóða til- mæli Boeing-verksmiðjanna varði 168 Boeing-767 þotur víða um heim. Fyrirmælin gilda uns stjórn- búnaður lofthemlanna hefur verið endurhannaður. Ekki er ætlast til að þau hafi áhrif á starfsemi flugfé- laganna en þó er farið fram á að flugmenn áætli 5% lengri vega- lengd til flugtaks en ella. Hins veg- ar er ekki talin þörf á að lengja áætlaða lendingarvegalengd vegna þess að hún sé nú þegar nógu rúm. Talsmenn Boeing sögðust í gær íhuga að beina því til notenda Bo- eing-757 þotna, þriggja afbrigða af Boeing-737 auk Boeing-747 ,júmbó“-þotna að taka lofthemlana tímabundið úr sambandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.