Morgunblaðið - 17.08.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1991
27
Fjórðungsúrslitin í Brussel:
Karpov fór í gang
í fjórðu umferðinni
___________Skák_______________
Margeir Pétursson
ANATÓLÍ Karpov, fyrrum
heimsmeistari, náði loksins að
sýna sitt rétta andlit í fjórðu
umferð áskorendaeinvígjanna
er hann vann Anand í 43 leikjum
með hvítu og tók forystu í
einvíginu. Fyrstu þremur skák-
unum lauk með jafntefli, eftir
að hafa átt vænlega stöðu í
fyrstu skákinni lenti Karpov í
miklum kröggum í þeirri næstu
og það jaðrar við kraftaverk
að hann skuli hafa sloppið með
jafntefli í þriðju skákinni. Hin-
um skákunum þremur í fjórðu
umferð lauk með jafntefli. Þeir
Júsupov, Kortsjnoj og Gelfand,
sem höfðu hvítt glutruðu allir
snemma niður frumkvæði því
sem hvítur fær með upphafs-
leiknum.
Þegar fjórar skákir af átta hafa
verið tefldar má draga ýmsar
ályktanir af ganginum í fyrri hlut-
anum. Timman virðist eiga alls-
kostar við og sömuleiðis hefur
Short teflt undanfarnar þijár
skákir mun betur en Gelfand. Þá
virðist um ákveðinn styrkleikamun
að ræða í einvígjunum Karpov-
Anand og Ivantsjúk-Júsupov og
ættu hinir fyrrnefndu að sigra, svo
framarlega sem þeir verða ekki
fyrir frekari skakkaföllum í tíma-
hraki.
Ef þessi spá reynist rétt verða
þrír af fjórum keppendum í undan-
úrslitunum með á heimsbikarmót-
inu hér í Reykjavík, þeir Karpov,
ívantsjúk og Timman.
Fimmta umferð fjórðungsúrslit-
anna verður tefld í dag og hafa
þá Anand, ívantsjúk, Timman og
Short hvítt. Sú sjötta verður tefld
á morgun.
Karpov vann glæsilega
Eftir ótrúlegan vandræðagang
og slembilukku í fyrstu þremur
skákunum gegn Anand tefidi
Karpov fjórðu skákina afar vel.
Hann virtist mæta vel undirbúinn
til leiks og eftir aðeins ellefu leiki
lagðist Anand í þunga þanka og
fékk verri tíma á skákklukkunni
í fyrsta sinn í einvíginu. Hann virt-
ist þó ekki hagnast mikið á því
að hugsa lengi, því hann valdi
fulidjarfa áætlun. Að þessu sinni
lét Karpov ekki skjóta sér skelk í
bringu, hann lokkaði peð Indveij-
ans fram í eigin herbúðir þar sem
þau féllu á endanum. í þessari
skák sýndi Karpov gríðarlegan
styrk sinn bæði í stöðumati og
útreikningum.
Það er hætt við að róðurinn
verði þungur fyrir Anand í seinni
hluta einvígisins og reyndar getur
Indveijinn ekki reiknað með að fá
aftur önnur eins tækifæri og hann
klúðraði í þeirri þriðju.
Hvítt: Anatólí Karpov
Svart: Vyswananthan Anand
Slavnesk vörn
I. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 -
Rf6 4. Rc3 - e6 5. e3 - Rbd7
6. Dc2 - Bd6 7. Be2 - 0-0 8.
0-0 — dxc4 9. Bxc4 — De7 10.
h3 - a6 11. e4
Eftir 11. Hdl væri komin upp
sama staða og í fyrstu einvígis-
skákinni, en þá fékk Anand góða
stöðu eftir 11. — b5 12. Bd3 — c5.
II. - e5 12. Hdl - b5 13. Bfl
— c5 14. d5 — c4
Að venju teflir Anand eins
hvasst og hann mögulega getur
en í þetta sinn gengur dæmið ekki
nægilega vel upp, því framsækin
peð hans á drottningarvæng'verða
mjög veik. En ef hann léti þessa
framrás hjá líðast léki hvítur 15.
b3 og stæði þá greinilega betur.
15. a4 — Hb8 16. axb5 — axbð
17. Ha5! - b4 18. Ra4 - Dd8
19. Ha7 - b3 20. De2 - Rc5
21. Rxc5 - Bxc5 22. Hal - c3
Nú virðist hvítur þutfa að leika
22. bxc3 — b2 23. Bxb2 — Rxe4
(Skiptamunsfórnin 23. — Hxb2!?
24. Dxb2 — Rxe4 kemur einnig
til greina, því hvítur getur ekki
varið f2) 24. Dxe4 — Hxb2 og
svartur hefur virka stöðu fyrir
peðið. En Karpov sýnir nú af sér
mikla dirfsku og nákvæmt stöðu-
mat:
23. Rxe5! c2?
Anand stenst ekki þá freistingu
að tryggja sér valdað frípeð uppi
á annarri reitaröð, en eftir það er
þó hæpið að stöðu hans verði
bjargað, hvítu mennirnir verða of
virkir. Nauðsynlegt var að halda
spennunni í stöðunni og leika 23.
- De8 24. Rd3! (Alls ekki 24.
Rc6? - Rxe4! 25. Rxb8 - Bxf2+
og svartur vinnur) — Rxe4 25.
Rxc5 — Rxc5, þótt möguleikar
hvíts séu betri eftir 26. Dc4!
24. Hd3 - De8 25. Rc6 - Hb6
Nú þýðir ekkert að leika 25. —
Rxe4, því hvítur hefur valdað g3
reitinn. Framhaldið gæti orðið: 26.
Rxb8 - Bxf2+ 27. Khl - Rg3+
28. Hxg3 — Bxg3 29. Rc6 —
Dxe2 30. Bxe2 - He8 31. Ha8
og vinnur.
26. Be3! - Rxe4 27. Bxc5 -
Rxc5 28. He3 - Dd7 29. Dc4 -
Hxc6
Þar sem peðið á b3 feilur eftir
undanhald riddarans eða 29. —
Dd6 30. Hc3, kýs Anand frekar
að láta af hendi skiptamun, en það
dugir skammt. Lokin teflir Karpov
af öryggi.
30. dxc6 - Ddl 31. Hel - Dd6
32. Dc3 - Dd5 33. c7 - Bb7
34. Ha5 - Re4 35. Hxd5 - Rxc3
36. Hd3 - Ra2 37. Hxb3 - Bc8
38. Bc4! - g6 39. Ha3 - cl=D
40. Hxcl — Rxcl 41. Hc3 — He8
42. Hxcl — He7 43. Bfl og An-
and gafst upp.
ívantsjúk er betur
undirbúinn
„Krónprinsinn", hinn 21 árs
gamli Vasilí ívantsjúk komst vel
frá jafnteflisskák sinni við Júsupov
á fimmtudaginn. Ivantsjúk lagði
Nimzoindversku vörnina á hilluna
eftir ófarirnar í annarri skákinni
en beitti í staðinn mjög hvössu
afbrigði drottningarbragðs, hinni
svonefndu Ragozin vörn. Sú byij-
un reyndist honum einmitt mjög
vel í síðustu umferð Tilburg-stór-
mótsins í fyrra, er hann lagði
Júgóslavann Predrag Nikolic að
velli og náði að deila efsta sætinu.
Júsupov hefði því átt að búast við
þessu, en samt lenti hann í þekktri
stöðu sem gefur hvíti enga vinn-
ingsmöguleika.
Hvítt: Artúr Júsupov
Svart: Vasilí Ivantsjúk
Drottniiigarbragð
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3
- d5 4. Rc3 - Rbd7 5. Bg5 -
Bb4 6. cxd5 — exd5 7. e3 — c5
8. Bd3
Nikolic lék 8. Bb5!? í áður-
nefndri skák þeirra ívantsjúks í
Tilburg.
8. - Da5 9. 0-0 - c4 10. Bf5 -
0-0 11. Dc2 - He8 12. Rd2 -
g6 13. Bh3 — Bxc3 14. bxc3 —
Re4 15. Rxe4 — dxe4 16. Bxd7
- Bxd7 17. Bf4 - Bc6
Það hefur verið vitað um nokkra
hríð að þessi leið sem Júsupov
hefur valið væri sízt lakari á svart.
Hann er nú t.d. kominn með meira
rými. í skákinni Pinter-Sosonko,
Haninge 1988 lék svartur 17. —
He6!? Viðbrögð Júsupovs við þess-
um fræðilega ósigri eru athyglis-
verð, hann fórnar peði til að opna
d línuna. Peðsfórnin dugar til að
tryggja honum öruggt jafntefli.
18. d5!? - Dxd5 19. Hfdl - Da5
20. Hd4 - Had8 21. Hadl -
Hxd4 22. Hxd4 - Hd8 23. Bd6
- Hd7 24. Dd2 - Dd8 25. h3 -
f6 26. Bc5 - b6 27. Hxd7 -
Dxd7 28. Dxd7 - Bxd7 29. Bd6
- g5 30. a3 - Kf7 31. Bb8 -
a6 32. Bc7 - b5 33. Bd8 - h5
34. Kh2 — Kg6 35. Kg3 og hér
var' samið jafntefli.
Kortsjnoj er langt frá sínu
bezta
Með tvo vinninga undir varð
Viktor Kortsjnoj að ieggja allt í
sölurnar í fjórðu skákinni gegn
Timman. Það er hins vegar greini-
legt að Timman leggur áherzlu á
að teflá af öryggi og tapa ekkif
Hann svaraði nú Mikenas árás
Kortsjnojs (3. e4) í enska leiknum
á mun rólegri hátt en í hinni æsi-
spennandi annarri skák.
Hollendingurinn valdi afbrigði
sem er ekki hátt metið í fræðun-
um, en Kortsjnoj bar svo mikla
virðingu fyrir byijanakunnáttu
hans að hann breytti sjálfur út af,
áður en Timman gafst færi á að
koma með endurbætur sínar á
fyrri taflmennsku svarts. Eftir
mistök Kortsjnojs í 21. leik jafnaði
Timman taflið auðveldlega.
Hvítt: Viktor Kortsjnoj
Svart: Jan Timman
Enski leikurinn
1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6 3. e4
- c5 4. e5 - Rg8 5. Rf3 - Rc6
6. d4 - cxd4 7. Rxd4 - Rxe5
8. Rdb5 - a6 9. Rd6+ - Bxd6
10. Dxd6 - f6 11. Be3 - Re7
12. Bb6 - Rf5 13. Db4!?
Kasparov hefur lagt bæði An-
drei Sokolov (á heimsbikarmótinu
í Belfort 1988) og Alexander
Beljavskí (í Linares í ár) að velli
á mjög sannfærandi hátt með því
að leika 13. Dc5 í stöðunni, en
Kortsjnoj lætur ekki reyna á
hvernig Timman ætlaði að endur-
bæta taflmennsku þeirra.
13. - Rc6 14. Dc5 - De7 15.
0-0-0 - Dxe5 16. Bxc5 - d6
Timman gefur peðið til baka til
að losa um stöðuna og ná biskupa-
parinu af hvítum.
Vasilí ívantsjúk
17. Bxd6 - Rxd6 18. Hxd6 -
Ke7 19. c5 - Bd7 20. g3 -
Hac8 21. Bh3?
Aðeins tveimur leikjum síðar
neyðist Kortsjnoj til að viðurkenna
að þetta séu mistök. 21. Bg2 hefði
hindrað svart í að losa um sig eins
og í skákinni. Eftir 21. — Re5 22.
Hhdl - Hhd8 23. Bxb7 - Hxc5
24. Bxa6 hefur hvítur unnið peð.
21. - Re5 22. Hhdl - Hhd8 23.
Bg2
23. b4? - a5 24. a3 - Rc4
gengur ekki
23. — Hxc5 24. Bxb7 — a5 25.
Be4 - Rg4 26. H6d2 - f5 27.
Bg2 - Rf6 28. f4 - Hb8 29.
Hel - h6 30. Hd4 - Hb4 31.
Hedl - g5 32. a3 - Hxd4 33.
Hxd4 - Rg4 34. h4 - Re3 35.
Bf3 - gxh4
Hér hefði Timman getað reynt
að tefla til vinnings með 35. —
Rfl!?
36. gxh4 - Bc6 37. Be2 - Rd5
38. Kd2 — Rxc3 39. bxc3 — Be4
40. Hc4 - Hd5+ 41. Ke3 - Kd6
42. Hc8 - Hc5 43. Ba6 og hér
var samið jafntefli.
Short virðist kunna tökin á
Gelfand
Hinn 23ja ára gamli Sovétmað-
ur frá Minsk, Boris Gelfand er
einn sex skákmanna sem náð hafa
að ijúfa 2.700 stiga múrinn síðan
stigaútreikningar hófust fyrir
rúmum 20 árum. Hinir eru Bobby
Fischer, Karpov, Tal, Kasparov og
ívantsjúk. Hann reiknaðist með
þessi himinháu stig um síðustu
áramót, en hefur síðan lækkað í
2.670.1 fyrra spáði Kasparov hon-
um miklum frama en hefur síðan
dregið í land og sagði nýlega í
viðtali að Gelfand hlyti að eiga
við einhver sálræn vandamál að
stríða sem hindruðu framfarir.
Eftir auðveldan sigur í fyrstu
einvígisskákinni við Short hefur
Gelfand leikið gróflega af sér í
öllum þremur skákunum eftir það.
Sú fjórða var engin undantekning.
Short hefur farið að ráðum Predr-
ags Nikolic, sem tapaði naumlega
einvígi fyrir Gelfand í janúar, en
Júgóslavinn sagði eftir það að lyk-
ilatriðið gegn Rússanum væri að
koma honum út í stöður þar sem
hann gæti ekki nýtt mikla byijana-
kunnáttu sína og frábæra reikni-
hæfileika. Hann ætlar sem sagt
Gelfand sömu kosti og sterku
tölvuforriti! Harðir dómar Kasp-
arovs og Nikolic eru þó ekki fylli-
lega sanngjarnir gagnvart þessum
unga og hæfileikaríka skákmanni,
sem á enn eftir að sanna tilkall
sitt til sætis á meðal 10 beztu
skákmanna heims.
Short valdi aftur óvenjulegt af-
brigði drottningarbragðs í Ijórðu
skákinni sem virtist gefa Rússan-
um þægilega stöðu, en eftir mjög
slaka taflmennsku hans í miðtafl-
inu náði Short örlitlu frumkvæði.
Eftir nokkuð þóf gaf Gelfand hon-
um síðan kost á hárréttri skipta-
munsfórn. Fórnin hefði átt að gefa
Short kost á að vinna þriðju skák-
ina í röð, en hann lék tvívegis af
sér í tímahraki og sat síðan uppi
með ívið lakara endatafl. Gelfand
reyndi lengi að þæfa það til sig-
urs, en án árangurs.
Miðað við gang einvígisins til
þessa ætti Short að eiga alla
möguleika á að komast í undanúr-
slitin.
Hvítt: Boris Gelfand
Svart : Nigel Short
Drottningarbragð
1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 -
Rf6 4. Rf3 - Rbd7 5. Bg5 -
Be7 6. e3 - 0-0 7. Hcl - He8
í annarri skákinni lék Short 7.
— b6, sem er einnig óvenjulegt.
8. Bd3 — dxc4 9. Bxc4 — c5 10.
0-0 - a6 11. a4 - Rb6 12. Bb3
— cxd4 13. Dxd4!?
Hinn kunni byijanasérfræðing-
ur Lev Polugajevsky mælir með
13. exd4 í slíkum stöðum.
13. - Dxd4 14. Rxd4 - Bd7 15.
a5 - Rc8 16. Hfdl?
Það er furðulegt að Gelfand
skuli ekki fylgja framrás a peðsins
eftir með 16. Ra4. Nú jafnar Short
taflið auðveldlega. og nær síðan
frumkvæðinu.
16. - Rd6 17. f3?! - Hac8 18.
e4 - Hc5! 19. Bd2
Til greina kom 19. Rd5!? og
framhaldið gæti orðið 19. — exd5
20. Hxc5 — Rdxe4 21. Bxf6 —
Bxc5 22. fxe4 - Bg4 23. Hd2 -
gxf6 24. Bxd5 — b6 og niðurstað-
an yrði jafntefli
19. - Hec8 20. Rce2 - Rb5 21.
Rxb5 - Bxb5 22. Rc3 - Be8 23.
Hal - Kf8 24. Bel - Rd7 25.
Bf2 - H5c6 26. Re2 - Re5 27.
Rd4 - Hd6 28. h3 - Rc6 29.
Rxc6 - Hdxc6 30. Khl - H6c7
31. Bd4 - Bb5 32. Bc3 - g6
33. Hd2 - Ke8 34. f4?! - Kf8
35. Hadl
35. - Hxc3! 36. bxc3 - Hxc3
37. Ba2 - Ha3
Nákvæmará var 37. — Bc6! 38.
Hd3 — Hc5 með góðum vinnings-
möguleikum á svart. Nú nær Gelf-
and mótspili:
38. f5! - exf5?
Betra var 38. — gxf5 39. exf5
- Bc6! 40. Kh2 - exf5 41. Bd5
- Hxa5 42. Bxc6 — bxc6 og svart-
ur ætti ekki að þurfa að beijast
fyrir jafnteflinu eins og í skákinni.
39. exf5 - gxf5 40. Bd5 - Hxa5
41. Bxb7 - Ha4 42. Hd4 -
Hxd4 43. Hxd4 - Kg7 44. Hf4
- Bd7 45. Bxa6 - Be6 46. Bd3
- Bd6 47. Hfl - Kg6 48. Hcl
- h5 49. Bc4 - Bg3 50. Kgl -
h4 51. Kfl - Kg5 52. Ke2 -
Kf4 53. Kd3 - Bf2 54. Ke2 -
Bg3 55. Bd3 - Ke5 56. Hc5+ -
Kd4 57. Ha5 - Bd5 58. Kf 1 - f4
Staðan eftir 58. — Bxg2+ 59.
Kxg2 — Kxd3 60. Hxf5 — Ke4
61. Hxf7 mun vera fræðilegt jafn-
tefli, en Short telur greinilega
óþarfa að treysta á það.
59. Be2 - Be4 60. Bh5 - f6
Hér fór skákin í bið.
61. Bf3 - Bd3 62. Be2 - Bc4
63. Ha3 - Bc2 64. Ha6 - f5 65.
Ha3 - Be4 66. Bf3 - Bd3 67.
Be2 - Bc2 68. Ba6 - Bc4 69.
Ha5 - Ke3 70. Ha3+ - Kd2 71.
Bc8 - Bd3 72. Kgl - Ke2 73.
Ha5 - Bf2 74. Khl - Bg3 75.
Bxf5 - Bxf5 76. Hxf5 - Kfl
77. Ha5 - Kf2 78. Ha2+ - Kfl
79. Ha3 - Kf2 80. Hb3 - Kfl
81. Hf3+ - Kel 82. Kgl - Ke2
83. Ha3 - Bf2+ 84. Khl - Bg3
85. Ha2+ - Kfl 86. Hb2 - Bf2
87. Hc2 - Bg3 88. Hcl+ - Kf2
89. Hc3 - Kfl 90. Hf3+ - Kel
91. Hxg3
Smágrín í lokin.
91. — fxg3 og samið jafntefli.