Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 2
2 HU0AGUT3Ö1 GIÖAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 Stokkseyri: Meiri áhugi á sam- vinnu við Granda en Meitilinn og Gletting Grandi íhugar kaup á hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar BRYNJÓLFUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda M., segir að fyrirtækið hafi sent stjórn Hraðfrystihúss Stokkseyrar bréf 19. ágúst sl. þar sem lýst var áhuga á kaupum á hlutabréfum í Hraðfrystihúsinu. Viðræður hafa farið fram milli stjórna fyrirtækj- anna um kaupin og að sögn oddvitans á Stokkseyri hafa Stokkseyr- ingar meiri hug á samvinnu við Granda hf. en sameiningu við Meitilinn og Gletting í Þorlákshöfn. ins hafi gefist mjög vel. Verði áf kaupum Granda hf. á meirihluta hlutabréfa í Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar segir Brynjólfur að hugmyndin sé að vinna þar humar og afla úr dragnót bátanna á Stokkseyri, einkum kola, en bol- fískkvótinn yrði veiddur af togur- um Granda hf. Bolfíski yrði síðan ekið til Stokkseyrar eftir því sem með þyrfti til þess að halda uppi vinnu í Hraðfrystihúsinu. Oddviti Stokkseyrarhrepps, Gauti Gunnarsson, segir að heima- menn á Stokkseyri hafí átt frum- kvæðið að viðræðunum. Aðal- áherslan sé lögð á það af hálfu Stokkseyringa að tryggja næga og stöðuga atvinnu á staðnum og það telji menn þar betur tryggt með samningum við Granda hf. en fyrirtækin í Þorlákshöfn. Brynjólfur Bjamason segir að hlutabréfín sem Grandi hf. hafí hug á að festa kaup á séu meðal annars hlutabréf Hlutafjársjóðs í Hraðfrystihúsinu. Allt hlutafé Hraðfrystihússins á Stokkseyri er 170 milljónir og á Hlutafjársjóður 131 milljón af því. Brynjólfur segir að eitt af því sem geri kaup á hlutabréfum Hraðfrystihússins aðlaðandi fyrir Granda hf. sé að þar sé fyrir hendi þekking og búnaður til vinnslu á humri, en reynslan af sérhæfíngu í vinnslu í fiystihúsum fyrirtækis- Finnlandsforseti í heimsókn Morgunblaðið/Þorkell Mauno Koivisto Finnlandsforseti kom til landsins í einkaerindum síðdegis í gær.-Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók á móti honum á Reykjavíkurflugvelli og er myndiri tekin við það tækifæri. Í gær ræddi Koivisto við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra en í dag mun hann skoða sig um í Vestmannaeyjum. Koivisto heldur af landi brott á mánudag. Héraðsskólinn á Reykjanesi við Djúp: Er reiðubúinn að endurskoða ákvörðunina ef ástæða er til - segir menntamálaráðherra ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, segist tilbúinn til að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður héraðsskólann á Reykjanesi við Isafjarðardjúp, gefi nýjar upplýsingar um fjölda um- sókna um skólavist tilefni til. Agúst Gíslason, formaður skólanefnd- ar, segist vonast til að ráðherra endurskoði þessa ákvörðun og ekki sé útlit fyrir að nemendur skólans verði færri en undanfarin ár. Kaupþing: Hlutabréf í Stöð 2 til sölu KAUPÞING hefur auglýst til sölu hlutabréf í Islenska út- varpsfélaginu sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutabréf í félaginu eru boðin á almennum markaði. Um er að ræða lítinn hlut eða innan við 10% af nafnvirði hlutafjár félagsins sem eigand- inn hefur ákveðið að selja ef viðunandi tilboð fæst. Að sögn Jóns Snorra Snorrason- ar hjá Kaupþingi er tilboða að vænta upp úr helginni en hann sagði að bréfín væru vænlegur ljárfestingarkostur þar sem af- koma félagsins hefði verið góð á síðasta ári og spáð væri 100 millj. kr. hagnaði á næsta ári. í Daglegu lífi, fylgiblaði Morgunblaðsins á föstudög- um, er í dag fjallað um full- orðinsfræðslu. Efni blaðsins er unnið í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Á Reykjanesi hafa verið starf- ræktur grunnskóli fyrir 1. til 7. bekk og héraðsskóli fyrir 8. til 10. bekk. 'Ágúst Gíslason, formaður skólanefndar, segir að frá árinu 1987 hafi að jafnaði verið milli 30 HELGI Ólafsson samdi um jafn- tefli við Jón L. Arnason í sjöundu umferðinni á Skákþingi Islands í gærkvöldi. Þótt Helgi hafi ekki haft vinning i skákinni er hann enn efstur á mótinu með fimm og hálfan vinning. Jón L. Árna- son og Karl Þorsteins veita Helga harða keppni um fyrsta sætið. Þeir eru með fimm vinninga hvor. Önnur úrslit á Skákþinginu í gærkvöldi urðu þau að Halldór G. Einarsson vann Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson vann Snorra Bergsson. Þeir Karl Þor- Innbrot á Norðurlandi: Fjórir menn eru í haldi FJÓRIR menn eru í haldi lögregl- unnar vegna gruns um aðild að innbrotum á Norðurlandi um síð- ustu helgi. Að sögn RLR miðar rannsókn málsins vel og er talið að það upplýsist á næstu dögum. Mennirnir gerðu víðreist, brutust inn á fimm stöðum og höfðu tugþús- undir króna upp úr krafsinu. Þeir eru allir á tvítugsaldri og hafa áður kom- ið við sögu lögreglu. og. 40 nemendur í héraðsskólanum. Þar sé bæði um að ræða nemendur úr Djúphreppunum og annars stað- ar af Vestfjörðum, auk nokkurra sem lengra séu að komnir. Ágúst segir að í lok júní hafí- steins og Héðinn Steingrímsson sömdu um jafntefli. Það gerðu einn- ig þeir Sigurður Daði Sigfússon og Róbert Harðarson. Skák Þrastar Þórhallssonar og Margeirs Péturssonar fór I bið. Skákþingið fer fram í Garðaskóla og verður áttunda umferðin tefld á morgun. Skákimar hefjast klukkan 17 og er teflt til klukkan 23. Skákþingið er óvenju sterkt að þessu sinni, þar sem allir íslensku stórmeistararnir, sem stunda skák- ina að jafnaði, taka nú þátt í því. verið komnar 24 umsóknir um skólavist í vetur og þegar búið hafi verið að auglýsa eftir nemendum hafí sú tala farið upp í 30. Nú fyr- ir skömmu hafi skólanum hins veg- ar borist bréf frá menntamálaráð- herra, þar sem hann hafi sagt að leggja skyldi héraðsskólann niður vegna nemendafæðar og mál nem- endanna leyst með öðrum hætti. Nemendur úr 8. og 9. bekk fengju kennslu í grunnskólanum og nem- endur I 10. bekk yrðu hugsanlega fluttir í héraðsskólann að Núpi í Dýrafírði. Ágúst segir að svo virðist sem ráðherra hafi fengið rangar upplýs- ingar um fjölda nemenda við skól- ann. Starfsmenn ráðuneytisins hafi aðeins litið á fjölda þeirra nemenda, sem búi í þeim fjórum hreppum, sem lögsókn eigi í skólann. Þeir séu nú ellefu. Að sögn Guðmundar Oddssonar, formanns framkvæmdastjómar Al- þýðuflokksins, sér stjóm Blaðs ein- göngu um rekstur Pressunnar og Alþýðublaðsins en það sé hins veg- Ágúst segir að skólanefndar- menn voni að ráðherra falli frá ákvörðun sinni. Fjárveiting sé til skólans á fjárlögum og því líti þeir svo á, að engin heimild sé til að leggja starfsemi hans niður. Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, segist hafa fengið mótmæli við ákvörðun sinni um að leggja niður skólann frá ýmsum aðilum svo sem þingmönnum Vest- fjarða og sveitarStjórnum við ísa- fjarðardjúp. Hann segist hafa feng- ið bréf frá skólanefnd þar sem fram komi upplýsingar um að 30 um- sóknir um skólavist hafí borist og hann sé tilbúinn til viðræðna við skólanefndina um málið í ljósi þess. Mat ráðuneytisins sé, að hægt sé að réttlæta starfrækslu skólans ef þar séu 30 til 40 nemendur en ef sá fjöldi fari niður fyrir 20 sé rekst- urinn ekki réttlætanlegur. ar á valdi flokksstjómar að ákveða um sölu á Pressunni. Engin ákvörð- un þar að lútandi hafi hins vegar verið tekin og því sé of snemmt að fullyrða nokkuð um sölu á blaðinu. 16-17 þúsund nemendur í framhaldsskólum í vetur Framhaldsskóladeild mennta- málaráðuneytisins hefur unn- ið að því að leysa vanda þeirra níutíu til hundrað nýnema á framhaldsskólastigi í Reykja- vík, sem fengu syiyun um skólavist í sumarbyijun. Sam- kvæmt upplýsingum frá deild- inni hafa þessir nemendur nú fengið inni í skólum og hefja nám sitt í byijun september. Þrengsli verða töluverð í fram- haldsskólunum í Reykjavík og hið sama á við sums staðar úti á landi, einkum á Akureyri. Hjá menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að það virtist færast í vöxt að ungt fólk gerði hlé á námi sínu í eitt til tvö ár að loknu grunnskólaprófi en hæfi síðan nám á nýjan leik. Á milli sextán og sautján þúsund manns munu stunda nám í fram- haldsskólum landsins í vetur, en endanlegar tölur um fjölda þeirra liggja ekki fyrir fyrr en í lok september. Skákþing Islands: * Helgi Olafsson efst- urmeð 5Vi vinning Rekstur Pressunnar og- Alþýðublaðsins aðskilinn Á STJÓRNARFUNDI útgáfufyrirtækisins Blaðs hf. í vikunni var ákveðið að aðskilja rekstur vikublaðsins Pressunnar og Alþýðublaðs- ins. Síðastliðin þijú ár hafa þessi blöð verið gefin út af Blaði hf. sem er í eigu Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.