Morgunblaðið - 30.08.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 30.08.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 3 Cazal á Kjar- valsstöðum Á morgun verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða sýning á verkum franska listamannsins Philippe Caz- al, sem ber nafnið „Annars vegar - Hins vegar“. Að sögn Gunnars Kvaran, forstöðumanns Kjarvals- staða, er Cazal talinn meðal þriggja skærustu stjarnanna í franskri myndlist um þessar mundir. Hann sé jafnframt í fararbroddi þeirra myndlistarmanna í Evrópu, sem byggi á myndmáli auglýsinga. Þessi sýning sé unnin í samvinnu Kjarv- alsstaða og fjögurra listasafna í Frakklandi og þegar henni ljúki verði hún sett upp í Finnlandi og jafnvel í Tallinn í Eistlandi. Sýning- in stendur til 6. október og er opin daglega frá klukkan 10 til 18. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Uppsagnirnar hjá Aðalverktökum: RC-Cola upp úr... Helmingi starfsmanna véladeildar sagt upp UPPSAGNIR allt að 40 starfs- manna í véladeild Islenskra aðal- verktaka verða birtar þeim í dag. Margir þeirra voru ráðnir tímabundið en í hópnum eru menn sem starfað hafa hjá fyrir- tækinu um árabil. Jón Rúnar Halldórsson, trúnað- armaður starfsmanna véladeildar- innar segir að sér virðist að í vetur verði helmingi færri starfsmenn í deildinni en verið hafa í sumar. Jón Rúnar segir að engin við- brögð við uppsögnunum hafi verið ákveðin af hálfu starfsmanna. Erf- itt sé um vik því að ástæðan fyrir uppsögnunum nú sé mikill sam- dráttur í framkvæmdum, einkum jarðvinnu. Að sögn Jóns Rúnars er þungt hljóð í mönnum vegna upp- sagnanna, enda sé nú mjög erfitt að fá vinnu á Suðurnesjum. Það sé þó svolítil huggun að Aðalverktakar muni líklega bjóða þeim almenna verkamannavinnu. Samkvæmt upplýsingum Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis þýðir það launalækk- un sem nemur 3 til 5 þúsund krón- um á viku. ' .00 er líka langódýrast! ROYAL CROWN COLA 1 Meðalverð í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu 10.08.91. RC og Coke eru í margnota umbúðum með 10 kr. skilagjaldi en Pepsi í einnota umbúðum með 6 kr. skilagjaldi. fyrír bragðið og verðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.