Morgunblaðið - 30.08.1991, Side 16

Morgunblaðið - 30.08.1991, Side 16
Ktft íöJOA ,UC HUOA.U JTKOi alQj'i.iav: J9>:0 . MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30: ÁGÚST 1991' Stórmót sunnlenskra hestamanna: Góð tilþrif í rysjóttu veðri _________Hestar______________ SigurðurJónsson VEÐRIÐ setti sitt mark á Stór- mót sunnlenskra hestamanna sem haldið var á Gaddstaðaflöt- um á Hellu 22.-25. ág-úst. Þar komu saman tveir bestu hestar í hverri grein frá hestamanna- félögunum í Arnes- og Rangár- vallasýslu. Kröftugar skúrir gengu yfir öðru hverju en þrátt fyrir það tókst knöpum ótrú- lega vel að ná fram kostum hrossanna. Dyggir áhorfendur, allt ákafir hestamenn, sóttu mótið og létu ekki á sig fá þótt regnið helltist yfir heldur settu í herðarnar, sáu til að ekkert færi fram hjá þeim og voru ósparir á athugasemdir í brekkuspjallinu. Það var athyglisvert að fylgjast með unglingakeppninni og gefa því gaum hvernig unga fólkið ber sig að við að ná fram eiginleikum hrossanna. „Mér finnst krakkar- nir sýna góðar framfarir. Það er greinilegt að reiðmennskan batn- ar og ég held það sé ásetuein- kunninni mikið að þakka. Svo er greinilegt að hún hefur líka óbein áhrif á alla því ásetan hefur líka batnað hjá þeim eldri. Þetta ger- ist vegna þess að fólk fer að velta ásetunni fyrir sér þegar ungling- arnir eru að keppa og fylgjast einnig með þeim þegar þeir und- irbúa sig. Það er vaxandi áhugi hjá unglingum fyrir hestamennsk- unni og núna er greinilegt að strákarnir eru í sókn og stelpur- nar halda sínu,“ sagði Rosmarie Þorleifsdóttir. Það voru auðvitað átakapunkt- ar í keppninni og skin og skúrir hjá keppendum en kannski eink- um hjá eigendum bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Það fór óneitanlega um Matthías Garðarsson eiganda Dreyra þegar hann varð að láta í minni pokann í síðasta skeiðsprettinum en þrátt fyrir það hafði Dreyri sigur og eigandinn gat vart leynt feginleik sínum. Ahorfendum fjölgaði verulega í blautri brekkunni þegar bestu kynbótahryssurnar voru kynntar. Og stoltið og gleðin leyndi sér ekki í svip Hjalta Jóns Kjartans- sonar í Hlöðutúni þegar hann tók við veglegri leirstyttu fyrir bestu 6 vetra hryssuna í héraði. Það voru sviptingar í gæðinga- keppninni og líka hjá unglingun- Ánægð með góðan árangur Pegasusar: Kristjana Kjartansdótur eigandi og knapinn Helgi Kjartansson bróðir hennar. um. „Þetta var frábært,“ sagði eigandinn Kristjana Kjartansdótt- ir þegar ljóst var að Pegasus hafði sigur í B-flokki. Og Annie B. Sig- fúsdóttir var ekki síður ánægð með að ná öðru sætinu en hún kom inn í úrslitin í fjórða sæti á Stjörnu. Og bróðir hennar, Sigfús, var einnig brosmildur þegar hann sigraði í yngri flokki unglinga. Helgi Eggertsson á Ás lék svipað- an leik og Annie þegar hann náði fyrsta sætinu í A-flokki gæðinga eftir að hann kom annar inn í úrslitin á eftir Vigni Siggeirssyni á Topp. En þeir Vignir og Toppur sem komu inn í úrslitin í fyrsta sæti fengu slæma útreið hjá ein- um dómaranum sem dæmdi þá í 5. sæti þegar tveir aðrir voru með þá í öðru sæti. Við þetta lentu þeir í 3. sæti. Úrslit B-flokkur gæðinga: 1. Pegasus frá Mykjunesi, einkunn 8,54, eigandi Kristjana Kjartansdóttir, knapi Helgi Kjartansson. 2. Stjarna frá Stóru-Mástungu, einkunn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ás og Helgi Eggertsson sigruðu í A-flokki gæðinga, með þeim á myndinni er eigandinn Guðmundur Ingvarsson. 3. Signrður Oli Kristinsson, Sleipni, á Verðanda frá Hjálmholti. 4. Guðmundur Valgeir Gunnarsson, Sleipni, á Gusti frá Arnarstöðum. 5. Birna Káradóttir, Smára, á Brana frá Iláholti. Unglingar yngri flokkur: 1. Sigfús B. Sigfússon, Smára, á Skenk frá Skarði. 2. Kristín Þórðardóttir, Sleipni, á á Kolgrími. 3. Maríanna Rúnarsdóttir, Ljúf, á Múla frá Reynistað. 4. Helgi Gíslason, Ljúf, á Dropa frá Hvíteyrum. 5. Kristmundur H. Guðmundsson, Geysi, á Berki. 150 m skeið: 1. Áki frá Laugarvatni 14,59 sek., eig- andi og knapi Þorkell Þorkelsson. 2. Nótt frá Brautarholti 15,00 sek., eigandi og knapi Magnús Svavarsson. 3. Hind 16,60 sek., eigandi Aldís Páls- dóttir, knapi Reynir Aðalsteinsson. 250 metra skeið: 1. Dreyri frá Stóra-Hofi 24,0 sek., eigandi Matthías Garðarsson, knapi Ragnar Þór Hilm- arsson. 2. Vani frá Stóru Laugum 24,7 sek., eigandi og knapi Erling Sigurðsson. 3. Kolur frá Skollagróf 24,8 sek., eig- andi Bjarkar Snorrason, knapi Magnús Svavarsson. 300 metra brokk:l. Krummi 38,8 sek., eigandi Guðmundur Viðars- son, knapi Þorkell Þorkelsson. 2. Vinur frá Laugarvatni 40,6 sek., eigandi Freyja Þorkelsdóttir, knapi Þorkell Þorkelsson. 350 metra stökk: 1. Subarú-Brúnn, 27,0 sek. 2. Reykur frá Nýjabæ, 28,5 sek, eig- andi Pétur Kjartansson, knapi Guð- mundur Jakob Jónsson. 3. Óði-Brúnn 29,0 sek., eigandi Guð- mundur Þórðarson, knapi Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir. Kynbótahross: Stóðhestar: 6 vetra og eldri: Vinur frá Sumarliðabæ 7,86. 5 vetra stóðhestar: Topar ffa Sandhóla- feiju 7,68. 4ra vetra stóðhestar: Mörður frá Syðra-Skörðugili 7,14. Hryssur: 6 vetra og eidri: Folda frá Lundi 8,07. Best i héraði Perla frá Hlöðutúni 8,01. 5 vetra hryssur: Staka frá Litlu- Sandvík 7,94. 4ra vetra hryssur: Fiðla frá Garðabæ 8,11. Afkvæmasýning. Blettur frá Húsatóftum 8,08. Ánægðir unglingar í yngri keppnisflokki: Frá vinstri Kristmundur H. Guðmundsson, Geysi, Helgi Gíslason, Ljúf, Maríanna Rúnarsdóttir, Ljúf, Kristín Þórðardottir, Sleipni, og Sigfús B. Sigfússon, Smára. 8,32, eigandi Sigfús Guðmundsson, knapi Annie Sigfúsdóttir. 3. Flassi, einkunn 8,40, eigandi Margrét Magnúsdóttir, knapi Sveinn Jónsson. A-flokkur gæðinga: 1. Ás frá Ási, einkunn 8,41, eigandi Guðmundur Ingvarsson, knapi Helgi Eggertsson. 2. Hvinur frá Hvassafelli, einkunn 8,36, eigandi Siguijón Pálsson, knapi Aðal- steinn Aðalsteinsson. 3. Toppur frá Rauðafelli, einkunn 8,46, eigandi Siguijón Sigurðsson, knapi Vignir Siggeirsson. Unglingar eldri: 1. Sigríður Theodóra Kristinsdóttir, Geysi, á Vöku frá Strönd. 2. Líney Kristinsdóttir, Loga, á Eld- ingu frá Torfastöðum. TAU-MERKIPENNAR A BOLI - DUKA - GLUGGATJOLD OG FL. FL. MArtliné VIÐ LEIK OG STÖRF < Færeyja- og Græn- landsflug reyklaust FÆREYJA- og Grænlandsflug Flugleiða verður reyklaust frá og með 1. september. Félagið var meðal fyrstu flugfélaga í heimi að banna reykingar í innanlands- flugi eftir að ítrekaðar kannanir meðal farþega bentu til að yfir- gnæfandi meirihluti væri því hlynntur. í upplýsingum frá Flugleiðum kemur fram að með reykingabanni í flugi til Færeyja og Grænlands sé allt flug með Fokker-vélum félagsins reyk- laust. „Farþegar hafa verið mjög ánægðir með „reyklaust" innan- landsflug og því töldum við ekki rétt að bjóða þeim uppí reyk- mettaðar vélar sem voru að koma úr Færeyja- og Grænlandsflugi," segir í frétt frá Flugleiðum. Nú stendur yfir könnun meðal farþega í flugi Flugleiða til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar um hvort þeir yrðu hlynntir „reyklausu“ Norðurlandaflugi. Ef mikill meiri- hluti er fylgjandi því að reykingar verði bannaðar á þessum leiðum mun félagið gera það til reynslu í þrjá mánuði frá og með 1. nóvem- ber. Við teljum að það sé í raun tímaspursmál hvenær allar reyking- ar verða bannaðar í flugi. Nú þegar er búið að banna reykingar í innan- landsflugi í Bandaríkjunum í ferð- um allt að 6 klukkustundum. Það þýðir að nánast allt innanlandsflug vestra er „reyklaust“. í flugi innan Norðurlandanna eru reykingar bannaðar í flugi sem er allt að 90 mínútur," segir í fréttatilkynningu frá Flugleiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.