Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 21 Reuter Astralir of feitir Yfir fjórðungur fullorðinna Ástrala fellur ekki að þeirri hugmynd manna að ákjósan- legast sé að vera grannur og íþróttamannslegur, ef marka má niðurstöður rannsóknar þar í landi sem birtar voru á miðvikudag. Samkvæmt þeim eiga 33% karlmanna við offitu- vandamál að stríða og 24% kvenna eru of þungar. Ahangend- ur Milli Van- illi fá bætur Chicago. Reuter. ARISTA, hljómplötufyrirtæki og dreifingaraðili söngvaranna Milli Yanilli, sem gerðu sig bera að því að syngja ekki inn á hljóm- plötur sínar, hefur fallist á að greiða þeim Bandaríkjamönnum, sem keyptu miða á hljómleika og plötur hljómsveitarinnar, skaðabætur. Um tíu milljónir Bandarikja- manna sóttu hljómleika og keyptu plötur hljómsveitarinnar og nær sáttagjörðin, sem gerð var hjá dóm- ara i Chicago í Bandaríkjunum í gær, til þeirra. Skaðabæturnar verða þó ekki háar. Þeir, sem keyptu hljómplötu með hljómsveit- inni, fá frá 60 til 180 ÍSK eftir því hvort um litla plötu, stóra plötu, snældu eða geisladisk er að ræða. Þeir sem enn eiga rifrildi af hljóm- leikamiðum fá 150 ÍSK. Milli Vanilli skaust upp á stjörnu- himininn með látum. Söngvarar hljómsveitarinnar, Rob Pilatus og Fav Morvan, voru blásnauðir lista- menn í leit að frægð og frama í Þýskalandi þegar þeim var gert til- boð um að hreyfa varirnar við orð, sem aðrir sungu. Og þeir gátu ekki hafnað tiiboðinu frekar en Fást Goethes. Þetta gerðu þeir hvað eft- ir annað á tónleikum og eitt skipti bar svo við dauðaþögn sló á salinn þegar segulband bilaði, en þeir stóðu áfram uppi á sviði og hreyfðu varir sínar í gríð og erg án þess að gefa frá sér hljóð. A endanum viðurkenndu þeir að hafa þóst syngja og í nóvember á síðasta ári voru þeir sviptir Grammy-verðlaunum, sem þeir höfðu fengið fyrir að vera bestu nýgræðingarnir á tónlistarsviðinu. Nú eru uppi kröfur um að hljóm- plötufyrirtækið gefi upp hveijir sungu lög Milli Vanilli í raun. s kelltu þér í leikhús ! Sala ahgangskorta hefst mánudaginn 2. september kl. 14.00 Kortin gilda á eftirtalin verkefni: Dúfnaveislan leiftrandi skemmtunarleikur eftir Halldór Laxness. Þetting nýtt íslenskt nútímaverk eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Ljon ■ sibbuxum eftir listfræbinginn og fræbimanninn Björn Th. Björnsson. Rugl í ríminu sprenghlægilegur farsi eftir Johann Nestroy. Þrugur reibinnar sígilt meistaraverk eftir John Steinbeck. Kortagestir leikársins 1990-1991 hafa forkaupsrétt á sætum sínum frá mánudeginum 2. sept. til fimmtudagsins 5. september. Verb abgangskorta: Frumsýningar: kr. 11.500,- Abrar sýningar kf. 6.400,- Til elli- og örorkulífeyrisþega kr. 5.500,- gegn framvísun persónuskilríkja. Miðasalan veröur opin daglega frá kl. 14-20 í Borgarleikhúsinu. Sími í miöasölu er 680680 Greibslukortaþjónusta Leikkwll man yjungl Korthafar verða sjálfkrafa meðlimir í nýjum klúbbi ^ Leikfélagsins. Nánari upplýsingar í W* miðasölu. Líttu vib hjá okkur og fábu þér kaffisopa. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími 680680 BORGARLEIKHÚSIÐ Nýja veitingabúðin í kjallara Borgarleikhússins verúur opin fyrir sýningar og í leikhléi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.