Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 > Akureyrarbær: Gerir Gosan hf. tilboð verði verksmiðja flutt FORRÁÐAMENN Akureyrarbæjar gerðu eigendum Gosan hf., sem eiga bjórverksmiðjuna Víking Brugg á Akureyri ákveðið tilboð í gær um fyrirgreiðslu, en í kjölfar þess er vonast til að öll starfsemi fyrir- tækisins verði flutt til Akureyrar. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði að ákveðið hefði verið að gera Gosanmönnum ákveðið tilboð og var þeim kynnt það í gær, en hann sagði langan veg frá því að hægt væri að skýra nú frá hvað í því fælist. Málið væri ekki komið á það stig, þar sem viðræður færu nú fram mjlii aðila. Það væri hins vegar til hagsbóta að ekki dragist SúEUen í 1929 Hljómsveitin Sú Ellen leikur í skemmtistaðnum 1929 á Akureyri um helgina, í kvöld, föstudagskvöld og annað kvöld. Hljómsveitin er frá Nes- kaupstað og hafa meðlimir hennar leikið saman í allmörg ár á dansleikjum um allt land. Sú Ellen leikur rokktónlist, þekkt lög í bland við frumsam- ið efni. Fyrir fáum árum gaf hljómsveitin úr plötuna „í örm- um nætur“ og nú nýlega var lagið Kona hljóðritað, en það er á safnplötunni Bandalög 4. Þetta er í fyrsta skipti sem Sú Ellen leikur í 1929. lengi að niðurstaða lægi fyrir. Gosdrykkjaverksmiðja Gosan er nú rekin í óhentugu húsnæði í Reykjavík og fyrirsjáaniegt að hana þurfi að flytja. Eigendur fyrirtækis- ins ræddu við fulltrúa Akureyrar- bæjar í síðustu viku þar sem rætt var um möguieika á að Akureyrar- bær kæmi að einhveiju leytí til móts við fyrirtækið yrði gosdrykkjaverk- smiðjan flutt norður og undir sama þak og bjórframleiðsla fyrirtækisins. Á fundinum í fyrri viku voru reifað- ar hugmyndir um afslátt á bygg- ingagjöldum og eða tímabundið á aðstöðugjöldum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hún á afmæli í dag! Þessi fríði hópur barna söng hástöfum í miðbæ Akureyrar í gær, en það var afmælissöngurinn sem heyra mátti um langan veg. Tilefnið var 129 ára afmæli Akureyrarbæjar, en á afmælisdögum bæjarins er að jafnaði reynt að lífga örlítið upp á bæjarbraginn með söng og hljóð- færaslætti. Afreks- og styrktarsjóð- ur stofnaður Bæjarráð hefur gengið frá til- lögum um Afreks- og styrktar- sjóð sem ætlað er að styrkja íþróttamenn og eða hópa á sviði iþrótta og tómstunda. Sjóðurinn verður í vörslu íþrótta- og tómstundaráðs. Akur- eyrarbær mun leggja fram eina milljón króna á þessu ári í sjóðinn, en einnig er gert ráð fyrir að í hann renni tekjur af sjálfsölum sem staðsettir eru í íþróttamannvirkj- um í bænum. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar kvaðst vonast til að sjóðurinn yrði lyftistöng fyrir íþróttafólk á Akureyri, jafnt þá sem leggja stund á keppni sem og aðra. Landssamband kúabænda: Vænta má breytinga til bins verra í mjólkuriðnaðinum KÚABÆNDUR segja ýmis teikn á lofti um að verulegra breytinga til hins verra sé að vænta í rekstrarumhverfi mjólkuriðnað- arins á næstunni, stuðningur hins opinbera muni minnka, útflutn- ingsbætur verið felldar niður og hugsanlegt sé að til innflutnings mjólkurafurða komi. Landssam- band kúabænda, LK, gerir því þær kröfur að þegar verði hafist handa um aðgerðir til hagræð- ingar og sparnaðar í greininni. Um þetta mál er fjallað í ályktun Sverrir Leósson formaður stjórnar ÚA: Lítið vit að gera út sjö skip í svo þröngri stöðu Skerðing aflaheimilda togara ÚA nem- ur tveggja mánaða vinnu í frystihúsinu SVERRIR Leósson formaður sljórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa segir að endurmeta þurfi stöðu félagsins alveg upp á nýtt í ljósi nær fjögur þúsund tonna aflaskerðingar sem félagið verð- ur fyrir á næsta kvótaári, en það i&Mísí HOFÐABERG veitingasala 2. hæð Glæsilegur sérréttaseðill. Laugardagur: Hliomsveit Ingimars Eydai leikur íyrir dansi fram eftir nóttu. Borðapantanir ísíma 22200. Hótel KEA hefst á sunnudaginn. Það sé sín skoðun að lítið vit sé í að reka sjö skip, eins og nú er gert í þeirri þröngu stöðu sem félagið nú er í. Skerðing aflaheimilda á kom- andi kvótaári nemur tveggja mán- aða vinnu í frystihúsi félagsins. Sverrir segir að skerðing á afla- heimildum sé mikið áfail, sem koma muni fyrst niður á sjómönnum fé- lagsins og síðan Iandverkafólki, en vitaskuld kæmi væntanlegur aflas- amdráttur niður á þjóðarbúinu öliu fyrr eða síðar. Hann sagðist draga niðurstöður fiskifræðingá í efa, sagði þá ekki á réttri leið, það væri Ijölmargir óvissuþættir sem hefðu áhrif á stærð fiskistofna og ævinlega hefðu verið sveiflur í lífríki sjávarins. „Við eigum ekki annan kost nú þegar þessi þrönga staða blasir við okkur, en að meta hana alveg upp á nýtt. Það er mín skoðun að ekkert vit sé i 'að halda úti sjö’ skipum til veiða með þennan kvóta sem félag- inu hefur verið úthlutað, en skerð- ingin nemur nær fjögur þúsund tonnum. Vissulega hefur staðið til að leggja Sólbak gamla, en við lifð- um í voninni um að hægt yrði að gera öll skipin út eitthvað áfram,“ sagði Sverrir. Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa kemur saman til fundar um miðjan september og verður skerð- ing aflaheimilda til umræðu þar. „Við verðum að horfast í augu við veruleikann og finna einhveija lausn á þeim vanda sem blasir við okkur,“ sagði Sverrir, en sú skerðing sem togarar ÚA verða fyrir á nýju kvóta- ári nemur um tveggja mánaða vinnu í frystihúsi félagsins. frá aðalfundi Landssambands kúa- bænda sem haldinn var í Þelamerk- urskóla í Hörgárdai í vikunni. Þar segir að hagsmunir mjólkurfram- ieiðenda séu óijúfanlega tengdir því að mjólkuriðnaðurinn mæti kröfum markaðarins á hveijum tíma um gott og fjölbreytt vöruúrval á hóf- legu verði, en íslenskur mjólkuriðn- aður standi fyrst og fremst höllum fæti í verðsamkeppni. Sú fram- leiðniaukning sem mjólkurframleið- endur hafi náð á síðasta áratug, hafi ekki skilað sér í lægra smásölu- verði og því geri LK þá kröfu að hafist verði handa um aðgerðir til hagræðingar og sparnaðar. Fundurinn skorar á þau 14 fyrir- tæki sem starfrækja mjólkursamlög að ganga undanbragðalaust til sam- starfs um lækkun vinnslukostnaðar, en lýsir að öðrum kosti fullri ábyrgð á hendur þeim, þar sem framtíð mjólkurframleiðslu á landinu er að verulegu leyti undir því komin hvernig til tekst. Leggja kúabændur til að framleiðendur komi sterkari inn í Samtök afurðastöðva í mjólk- uriðnaði, en á þeirra könnu verði m.a. að skipuleggja framleiðslu og gera ítarlega verkaskiptingu milli samlaga, taka ákvarðanir um fjár- festingar og gera samræmdar áætl- anir um aðgerðir til hagræðingar. Á aðalfundi LK var einnig sam- þykkt ályktun þar sem segir að fundurinn telji eðlilegt að nú þegar búgi’einafélögin hafi fengið fastan tekjustofn verði gjald til Fram- leiðsluráðs lækkað sem svarar þeim hlut sem áður var varið til búgreina- félaga. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum, formaður er Guðmund- ur Lárusson, Stekkum, en aðrir í stjórn eru Guðmundur Þorsteins- son, Skálpastöðum, Sturlaugur Eyj- ólfsson, Efri Brunná, Bjarni Mar- onsson, Ásgeirsbrekku, og Oddur Gunnarsson, Dagverðareyri. Húsin í Grófargili lagfærð Morgunblaðið/Rúnar Þðr Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á húsunum númer 23 og 25 í Grófargili, en stærstan hluta húsanna keyptu nokkrir eipstaklingar. Nýju eigendurnir brettu upp ermarnar á laugardaginn, en þá voru reistir vinnu- pallar við húsin. í húsinu verður arkitektastofa, vinnustofur listamanna, sölugallerí og kaffistofa. í þeim hluta hússins sem Akureyrarbær á verður útbúin gestavinnustofa fyrir Iistamenn og þar verður einnig komið fyrir gistiaðstöðu. Það er því mikil vinna framundan hjá þeim Páli, Ara, Gísla, Jóhannesi og Baldri, sem sjást á myndinni. Ungu piltarnir, sem eru þeim til aðstoðar heita Jón, Ellert og Jens.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.