Morgunblaðið - 30.08.1991, Side 31

Morgunblaðið - 30.08.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 31 Engiiin veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur eftir Garðar Björgvinsson Það er enginn vafi á því að ísland er eitt besta land jarðarkringlunnar. Eignarréttur okkar á þessu landi hangir nú á bláþræði. Bandalög ann- arra þjóða gerast nú aðgangsharðari en nokkru sinni fyrr við að ná tang- arhaldi á auðlind okkar og landkost- um. Islendingar eru rétt eins og sof- andi hvítvoðungar á meðan verið er að smá gefa eftir í þá veru að bind- ast með einhveijum hætti þessum þjóðum sem ekki geta lifað án auð- lindarinnar á landgrunni Islands. Við íslendingar þurfum ekki um neitt að semja, við eigum þessa auð- lind. Einstaklingar þessa lands verða nú að vakna og gera sér grein fyrir því að nú er tími til að standa sam- an. Það er nógur markaður fyrir affurðir okkar í Japan og víða um heim allan án nokkurra þvinguna- raðgerða og skuldbindinga. Lög nr. 3815/51990 Ég vil hér með benda landsmönn- um á að kynna sér þessi lög, því þau ein sanna hve varhugavert er að treysta um of á dómgreind núver- andi forráðamanna þjóðarinnar (þó vil ég undanskilja forsætisráðherra vegna þess að hann á engan þátt í lögum þessum). Lög þessi eru um stjórnun fiskveiða. Lög þessi fela ekki í sér nein fiskverndunarsjónar- mið. Lög þessi eru ein allsheijar hápólitísk hagsmunabarátta. Til hvers eru lög? Lög eru í mínurn huga samin í þeim tilgangi að auðvelda einstakl- ingum dagleg samskipti. Lög eiga því að vera eins einföld og kostur er á. Lög eiga aldrei að verða að vopni til ofbeldisaðgerða eins og lög nr. 38 eru. Lög nr. 38 gætu komist fyrir á einni blaðsíðu. Að vísa mönnum út í opinn dauðann er of langt gengið I lögum nr. 38 er gert ráð fyrir að bátar innan 6 brúttótonna afli sér viðmiðunar til endanlegs veiði- kvóta á næstu þremur árum. Þetta þýðir einfaldlega, að menn sækja sjóinn meira af kappi enn forsjá, því um líf eða dauða er að tefla fyrir fátækar fjölskyldur út um alla lands- byggðina. Er þetta atriði í lögunum byggt á fiskverndunarsjónarmiðum? Nú hyggjast duglegir menn taka á honum stóra sínum, menn eru nú þegar famir að færa fisk á milli skipa á hafí úti, menn eru einnig farnir að gera ráð fyrir þrem áhöfn- um á sama' bátnum til að ná sem mestum afla. Þetta er kannski í anda fískverndunarsjónarmiða? En þetta allt undirstrikar það sem ég áður sagði, einfaldar leikreglur eru bestar. Toppur er það eina rétta Varðandi afla smábáta, og jafnvel allra skipa, þá er aflatoppur það manneskjulegasta fyrirkomulag sem hægt er að hafa. Öllum er ljóst að sókninni í fiskinn þarf að stjórna, en það má gera án illinda, án ofbeld- is, án mismununar á milli einstakl- inga og landshluta. Aflareynsla næstu 3 ár felur í sér óviðunandi mismunun á milli einstaklinga og landshluta vegna þess að t.d. aflast illa á Húsavík en vel í Sandgerði. Eftir 3 ár er bátur Húsvíkingsins lítils virði en bátur Sandgerðingsins ef til vill tugmilljóna virði. Er þetta í anda jákvæðrar byggðastefnu, svo ekki sé minnst á frelsi mannúð og bræðralag? í ijósi svörtu skýrslunnar þurfa allir að taka á sig ábyrgð, sjó- menn sem og allt landsins fólk, það er Ijóst. Menn yrðu að sætta sig við mismunandi háan topp milli ára. Flestum eigendum báta innan 6 brúttótonna nægir að fá 40 tonn af þorski, ,það eru ef til vill um 20% af þessum smábátaflota sem þurfa állt upp í 80-90 tonn. Það er fleira til í sjónum en þorskur og ýsa. Það er vandalaust að stjórna veiðum hér við land án illinda og mismununar. Sala veiðileyfa Sala veiðileyfa er hugarfóstur fólks sem aðeins þekkir fisk á mat- borði sínu, fólks sem hefur ekki Garðar Björgvinsson „í ljósi svörtu skýrsl- unnar þurfa allir að taka á sig ábyrgð, sjó- menn sem og allt lands- ins fólk, það er ljóst.“ reynsiu af rekstri útgerðar. Til skoð- ana þessa fólks þarf samt að taka tillit ef við ætlum okkur að lifa í sátt og samlyndi í landinu, því allir hafa sama rétt. Það er ekki ósann- gjarnt að útgerðin borgi toll af hveiju tonni sem skilað er á land. Þetta fé gæti runnið beint frá fisk- kaupanda í ríkissjóð. Það þarf ekki lengi að velta vöngum yfir svo sjálf- sögðum hlut því velferðarþjóðfélag þarf fjármagn. 600 kr. á hvert tonn af þorski væri ekki til að kála neinni útgerð og samsvarandi á aðrar fisk- tegundir. Lög nr. 38 eru byggð á sjúk- legri stjórnunarástríðu og eiginhagsmunahvöt Aðeins 3 dögum fyrir þingslit í maí 1990 voru þessi lög afgreidd, þegar ekki var lengur tími til að hugsa rökrétt, það var verið að fjalla um mikilvægasta málefni þjóðarinn- ar. I lögum þessum var meðal ann- ars ákvæði um að þeir smábátar sem hafin var smíði á fyrir 1. maí skyldu vera fullkláraðir á tímabilinu 18. maí til 18. ágúst. Sem reyndur báta- smiður segi ég, það er ekki hægt fyrir einni mann að fullgera bát í þessum stærðarflokki á 3 mánuðum. Guðni Ágústsson, alþingismaður, viðurkenndi fyrir mér að I hans huga hafi sá tími sem gefmn var á smíði þessara báta verið miðaður við ára- mótin ’90-’91 en ekki 18. ágúst. Sjá einhveijir fiskverndunarsjónarmið að baki þesSarar tímapressu? Þessi tímapressa er ofbeldisaðgerð í nafni laga. Níu alþingismenn fengu eftir- þanka, þökk sé þeim fyrir að sýna samviskuvott. Þeir óskuðu eftir að- stoð hjá lagastofnun Háskólans und- ir stjórn Sigurðar Líndal, lagapró- fessors. Niðurstaða: Stjórnarskrár- brot. Menn spyija eftir hveiju sé beðið með það að fella þessi lög og byija á nýjum grunni með frelsi og mannúð að leiðarljósi samkvæmt einkunnarorðum Sjálfstæðisflokks- ins í kosningabaráttunni. Höfundur er útgerðarmadur. AUGLYSINGAR KENNSLA Frá Nýja tónlistar- skólanum Innritun fyrir skólaárið 1991-92. Nemendur frá sl. ári mæti mánud. 2. eða þriðjud. 3. sept. milli kl. 17 og 19 og stað- festi umsóknir sínar með greiðslu á hluta skólagjalds. Inntökupróf fyrir nýnema í hljóðfæraleik og söng verða miðvikud., fimmtud. og föstud. 4.-6. sept. Skráning í prófin ferfram í símum 39210 og 39215 frá kl. 16 mánud. 2. sept. Innritun í forskóla barna 6-8 ára verður í skólanum frá mánudegi til fimmtudags. Skólastjóri. Frá Myndlista: og handíðaskóla íslands Kennsla hefst mánudaginn 2. sept. kl. 8.30. Skólastjóri. TILKYNNINGAR Tilkynning Með tilvísun til 10. gr. laga nr. 49 frá 16. maí 1974, sbr. lög nr. 49 frá 16. mars 1951, er hér með skorað á þá, sem eiga ógreidd iðgjöld til Lífeyrissjóðs sjómanna, að gera nú þegar skil á þeim til sjóðsins. Hafi ekki verið gerð skil á öllum vangoldnum iðgjöldum innan 30 daga frá birtingu þessar- ar tilkynningar, mun verða óskað uppþoðs- sölu á viðkomandi skipi (lögveði) til fullnustu skuldarinnar. Reykjavík, 27. ágúst 1991. F.h. Lífeyrissjóðs sjómanna, Tryggingastofnun ríkisins. FÉLAGSSTARF Kópavogsbúar! Skemmtikvöld veröur í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, í kvöld, föstudaginn 30. ágúst. Húsið veröur opnað kl. 21.00. Gestur kvöldsins.verður dr. Gunnar Ingi Birgisson, forseti bæjarráðs. Guðni Stef- ánsson mætir með harmónikuna. Léttar veitingar á vægu verði. Mætum öll og stillum saman strengi fyrir veturinn. Sjálfstæðisfélagið Edda. Dagskrá aðalfundar Kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestfjarða- kjördæmi dagana 31. ágúst og 1. september að Núpi í Dýrafirði Laugardagur 31. ágúst. 1. Fundarsetning kl. 16.00. 2. Skýrsla stjórnar - Einar Oddur Kristjánsson, formaður. 3. Kosning nefnda. 4. Ræður þing manna. Aðalfundi siðan frestað til sunnudags 1. september kl. 11.00 árdegis. Kvöldveröur kl. 18.30. Málfundur kl. 20.00. Fundarefni: Gjaldtaka í sjóvarútvegi og framtíð byggðastef nunnar. Framsaga: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastj. Norðurtangans. Almennar umræður - pallborðsumræða. Héraðsmót sjálfstæðismanna kl. 11.00. Dúndrandi dans og léttar uppákomur i umsjá kjördæmissamtaka ungra sjálfstæöismanna í Vestfjarðakjördæmi. Sjálfstæðisfólk í öllum flokkum er að sjálfsögðu hvatt til að mæta á þessa skemmtun. Dagskrárlok kl. 03.00. Sunnudagur 1. september. 5. Framhald aðalfundarstarfa kl. 10.00. Matarhlé kl. 12.30-13.30. 6. Aöalfundarstörf - kosningar. Fundarslit eigi síðar en kl. 16.00. FELAGSLIF FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 s. 11798 19533 Helgarferðir 30. ágúst - 1. sept. 1. Þórsmörk/Langidalur. Gönguferðir um Mörkina viö allra hæfi. Notið tímann með Ferðafélaginu i Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskáia. Það er eins og veörið skipti ekki máli þegar njóta á ferðar í Þórsmörk - þægilegt gönguland og notaleg setustofa i Skagfjörðsskála ef rignir. 2. Óvissuferð. Hin árlega óvissuferö Ferðafé- lagsins er ávallt spennandi enda leitast við að kanna fáfarnar slóðir í óbyggðum. Gist í húsum. Farmiöasala og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins. Enn eru ekki allar ökufærar slóðir kunnar ferðafólki - kynnist ykkar eigin landi með Ferðafélagi Is- lands. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Dagsferðir sunnu- daginn 1. september 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Stoppað 3-4 klst. i Þórsmörk. Nægur tími til þess að litast um í næsta nágrenni skálans. Verð kr. 2.300,- 2) Kl. 08.00 Álftavatn v/Fjalla- baksleið syðri. Fjölbreytt landslag - mikill nátt- úrufegurö. Ökuferð - stuttar gönguferðir. Verð kr. 2.500,- 3) Kl. 09.00 Skarðsheiði - Skessuhorn Gengið frá Skorradal. Verð kr. 1.700,- 4) Kl. 09.00 Berjaferð fjölskyldunnar. Ekið áleiðis í Skorradal. Verð kr. 1.700,- 5) Kl. 13.00 Nesjavallavegur - Borgarhólar. Ekið um nýja Nesjavallaveginn og gengið þaðan á Borgarhóla (410 m. y. s.). Þægileg göngu- leið. Verð kr. 1.100,- Brottför frá Umferðarmiðstöö- inni, austanmegin. Frítt f. börn í fylgd fullorðinna. Farmiðar i dagsferðirnar seldir við bil. Upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. H ÚTIVIST GRÓFIHNI1 • REYKJAYÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Laugardaginn 31. ágúst Vígsluhátíð á Fimmvörðuhálsi Ennþá eru nokkur sæti laus í sérstaka dagsferð. Bókanir á skrifstofunni. Sunnudagur 1. sept. Kl. 8.00 Heklugangan - lokaáfangi Nú er stóra stundin runnin upp. Ganga á Heklu er alltaf merkur atburður, en hefur sérstakt gildi nú, þar sem margir hafa gengið meira og minna alla leið úr Reykjavík. Athugið breyttan brottfarartíma. Kl. 13.00 Berjaferð Önnur náttúrunytjaferð haustsins. Sjá nánar í laugardagsblaðinu. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.