Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 Verður orku- lindin auðlind? lAJíraORO eftirBjörn S. Stefánsson Þótt erfítt sé að trúa því, að milljarðafyrirtæki taki ákvarðanir eða fresti ákvörðunum um verkefni sem standa í marga áratugi, vegna dægursveifina af ýmsu tagi, virðist engu að síður ijóst að svo er í ein- hverjum mæli. (Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 21. apríl 1991.) Þetta var sagt í tilefni af þeirri frétt, að þeir sem nú auka helzt álkaup sín eiga viðskipti við aðra en þau fyrirtæki sem rætt er við vegna álvers á Keilisnesi, og dragi það úr líkum á því, að álverinu verði komið upp. Fleiri dæmi mætti nefna um, að vísað hefur verið til dægursveiflna sem ráði áhuga á orkufrekum iðjuverum hér á landi. Hrossabóndi sagði mér, að það væri regla, þegar sunnanmaður kæmi til hans að fala hross, að hann kæmi við annan mann, og hefði fylgdarmaðurinn það hlutverk að gera lítið úr kostum hestsins. í Keilisnesmálinu koma annað veifið fram athugasemdir (frá orkukaup- endum?) um að í Venesúela a fáist orka á miklu lægra verði en hér sé rætt um. Ég hef reynt að skilja framkomu orkukaupenda, eins og þeir hefðu að leiðarljósi að ná kaupum með sem minnstum kostnaði og sem minnstum skuldbindingum með því m.a. að 1) leifa hófanna hjá orkuframleið- anda sem hefur lítið svigrúm og semja helzt ekki við aðra en þá sem eiga orkuna tilbúna og geta því iiia frestað því að koma henni í verð, 2) Þrengja svigrúm orkuframleið- andans, 3) halda sem lengst eigin svigrúmi, WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir iSsiirtoiuisuir Jéini§@®ini Is ©@ Vesturgötu 16 - Simar 14680-13280 4) bera saman orkuframleiðendur sem hafa svo ólíkar forsendur, að orkuseljandi geti lítið vitað hvernig staða hans er metin, 5) hafa eigin enda lausa með því að hafa ekki fullt umboð, en hnýta enda orkuframleiðandans, 6) koma áhættunni á orkuframleið- andann. Það lítið sem íslenzkur blaðales- andi getur séð á spilin, virðist samn- ingamönnum orkukaupenda takast vel að fylgja slíkum ieiðbeiningum, eins og rekja má í sömu röð: 1) Eftir virkjun Blöndu verður til hér nokkur orka, sem ekki eru talin sérstök not fyrir í bráð og má því teljast fastur kostnaður. Þeir, sem til þessa hafa ráðið samningum um orkusölu, eru menn sem hafa verið sannfærðir um, að aðeins með henni sé að vænta hagvaxtar fyrir þjóðar- búið. Vegna fjarlægðar frá orku- mörkuðum er enginn almennur markaður fyrir mikla orku. Ráða- menn hafa því talið svigrúm lands- manna þröngt og ekki farið leynt með það. 2) Orkukaupendur hafa með því að draga lappirnar í samningum sett íslendinga í' þá stöðu að telja sig verða að ná samningum með æ lakari skilyrðum (það virðist þó ekki eiga við um núverandi forsæt- isráðherra sem talar öðruvísi). 3) Ég hef enga vitneskju um hvað fyrirtækin hafast að til að leita annarra úrræða. Iðulega eru íslend- ingar minntir á, að í Kanada og Venezúela bjóðist miklu lægra orkuverð en hér. 4) Orkuverð og stjórnarfar á ís- landi og í Venezúela eru svo ólík fyrirbæri, að íslendingar geta illa gert sér grein fyrir samkeppnis- stöðu sinni. Þannig má þrýsta á þá til að semja um lægra orkuverð eða sættast á minni ábyrgð. Skyldi vera leikið eins í Venezúela? 5) Umboðsleysi orkukaupenda er að minnsta kosti á tveimur stigum. Þtjú sjálfstæð fyrirtæki standa að Atlantsálshópnum. Enn aðrir ráða fjármögnun að loknum orkusölu- samningum. Fyrirtækin stofna sérstakt fyrirtæki án fjárhags- ábyrgðar þeirra. Þegar sér fram á, að eitt atriðf bindist (t.d. fram- kvæmdakostnaður), nýtast þeir hagsmunir, sem Islendingar telja sig hafa eignazt þar, til að þrýsta ★ Pitney Bowes Frfmerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Björn S. Stefánsson „Þeir, sem til þessa hafa ráðið samningum um orkusölu, eru menn sem hafa verið sann- færðir um, að aðeins með henni sé að vænta hagvaxtar fyrir þjóðar- búið“. niður öðru, svo sem orkuverði og orkukaupaábyrgð, ella eigi þeir á hættu að missa- af samningum. (Mikill framkvæmdakostnaður táknar miklar framkvæmdatekjur). 6) Orkukaupandi er tregur til að ábyrgjast orkukaup undir öllum kringumstæðum og vill binda orku- verð álverði um áratugi, en það er óræð stærð. Slíkt samrýmist ekki lögum um Landsvirkjun, þar sem kveðið er á um, að stórsala á orku megi ekki hækka verð til almenn- ings, en það gæti orðið við slíka tengingu við órætt álverð. Alþingi getur vitaskuld breytt lögunum. Annað ráð var bent á í vetur, að stofna sérstakt fyrirtæki til að selja álverinu orku. Því var svarað af kunnugum, að slíkt fyrirtæki fengi lakari lánskjör til virkjunar en Landsvirkjun. Það sýnir mat lánar- drottna á þeirri ábyrgð sem orku- sala til álvers gæti lagt á almenna kaupendur Landsvirkjunarorku. Ungur heyrði ég iðnaðarráðherra tala á héraðsmóti Sjálfstæðisflokks- ins í Vestur-Húnavatnssýslu (það var sumarið 1954). Hann gat þess, að maður nokkur hefði harmað það við sig, að svo_ mikið af vel ræktan- legri jörð á íslandi væri enn lítt nýtt. Ræðumaður (Ingólfur Jóns- son) kvaðst líta á slíkt land sem auðlind sem vel mætti geyma, þar til hennar yrði þörf og hana mætti nýta, svo að svaraði kostnaði, Er því ekki eins farið með orkulindirn- ar? Þar er vandinn sá, að það þarf nokkurra áratuga reynslu til að skera úr um hagkvæmni orkusölu- samnings. Forsendur geta breytzt þannig, að engir verði dregnir til ábyrgðar, enda yrðu þeir horfnir af vettvangi, þegar dæmið mætti gera upp. Þetta er ólíkt annarri nýsköpunarviðleitni stjórnvalda undanfarið í atvinnugreinum (fisk- eldi, loðdýrarækt), þar sem miklu styttra er í skuldaskil. Höfundur stundar þjóðfélagsrannsóknir. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 símar 678555 og 30400. • r Slysagildrur í umferðimii á Hafnarfjarðarvegi eftir Gyðu Jóhannsdóttur Það er sífellt verið að trýna fyrir ökumönnum að sýna varkárni og tillitssemi í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys. En hvað með þá sem eiga að sjá um merki og umferðarskilti á vegum til þess að tryggja að ökumenn nái áttum í umferðinni? Staðsetning og hönnun á umferðarskiltum er afar þýðingarmikið atriði til þess að ökumenn séu ekki í vafa um hvað framundan er á akreinunum og geti hagað akstri sínum eftir því. Til dæmis um það er umferðarskil- tið sem á að sýna afleggjarann út í Arnarnes. Það sést ekki á það fyrir tveim skiltum sem eru fram- an við það. Á öðru stendur Garða- bær, en á hinu Spennið beltin. Á Hafnarfjarðarvegi er mikill umferðarþungi og að jafnaði er keyrt þar á 80 til 95 km hraða. Ef keyrt er hægar, eða á lögboðn- um hraða, eru menn í bráðri hættu. Þetta kannast allir bílstjór- ar við sem keyra þessa leið. Ökumenn „sikk-sakka“ á milli akreina, gefa stefnuljós um leið og beygt er, eða ekki, en hugsa um það eitt að komast sem fyrst fram úr og bölva þeim sem keyra hægt. Eftir að ég lenti í árekstri á Hafnarfjarðarvegi fyrir skömmu og var svo lánsöm að sleppa með skrekkinn og tjón á bílnum vildi ég kanna orsakir fýrir því óhappi, en ég hef yfír 40 ára reynslu í akstri. Að athuguðu máli og eftir viðtöl við fólk sem keyrir til og frá Hafnarfirði að staðaldri, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að fleiri en ein slysagildra sé á þess- ari leið. I Fossvogi er samtenging milli akreina sem lögreglan kallar „keðjuna", vegna þess að þar var áður strengd keðja sem kom í veg fyrir að bílar kæmust þar yfir. Nú hefur keðjan verið íjarlægð og bifreiðar úr hvorri áttinni sem er, taka U-beygjur af vinstri akrein- um, án þes að nokkur aðstaða sé fyrir hendi til þess. Sunnan Kópavogslækjar, skammt frá umferðarbrúnni sem liggur yfir í Arnarnesið geta bílar einnig tekið U-beygjur af vinstri akreinum, eins og á „keðjunni" en þarna er umferðin með hrað- asta móti vegna halia vegarins niður að Kópavogslæknum. Þar var keyrt á minn bíl þegar ég hægði á til þesg. að taka U-beygju, en ungur bílstjóri sem var á mikl- um hraða sýndi bæði ökuleikni og snarræði með því dælda aðeins hliðina á bílnum mínum um leið og hann hentist fram úr og hafn- aði utan vegar. Með þessu kom hann í veg fyrir aftanákeyrslu sem hefði haft í för með sér alvarlegt uipferðarslys. Þegar ég hafði samband við vegaeftirlitsmann á skrifstofu Vegagerðar ríkisins og spurði hvort léyfilegt væri að taka U- beygjur á þessum stað kvað hann svo vera. „En hversvegna er þá ekkert merki sem gefur það til kynna?“ spurði ég. „Það vita þetta allir,“ svaraði vegaeftirlitsmaður- Gyða Jóhannsdóttir „Umferðarslysin eru ógnvekjandi og þau eru hlutfallslega mun fleiri hér á landi en annars staðar. Ef breyting á að verða á því þarf fyrst og fremst að leita or- sakanna fyrir því að svo er.“ inn, sem kvaðst búa í Kópavogi og að það væri þægilegt fyrir Kópavogsbúa að geta tekið þarna beygju, en væri einnig mikið notað af lögreglu. Það liggur ljóst fyrir að þar sem U-beygjur eru leyfðar þurfa að vera örvar eða ör.nur umferðar- merki og aðreinar til þess að öku- menn geti minnkað hraðann áður en beygjan er tekin. Ef svo er ekki á að loka þessum eyðum með hindrunum sem lögregla og vega- gerðarmenn geta fjarlægt þegar þeir eru að athafna sig þar og sinna skyldustörfum. Umferðarslys eru ógnvekjandi og þau eru hlutfallslega mun fleiri hér á landi en annars staðar. Ef breyting á að verða á því þarf fyrst og fremst að leita orsakanna fyrir því að svo er. íslendingar mættu sýna meiri kurteisi í um- ferðinni. íslenskur læknir sem hef- ur búið tólf ár i Svíþjóð og flutti fyrir skömmu heirn með fjölskyldu sína, Iét svo ummælt að hann hafði séð fleiri umferðarslys í Reykjavík á einum mánuði en á heilu ári í Svíþjóð. Ég gafst upp á því að reyna að ná til einhvers í „kerfinu" sem hefði með þau atriði umferðarmála að gera sem ég hef hér vakið at- hygli á, en vænti þes að Vegagerð ríkisins, Forvarnadeild umferðar- mála, Umferðarráð, Umferðar- máladeild lögreglunnar, eða aðrir sem láta sig varða umferðarör- yggi, lesi þessar línur og ráði bót á slysagildrum á Hafnarfjarðar- vegi. Höfundur er í samstarfsnefnd félaga eldri borgara í Keykjavík. Lögreglan kallar þetta „keðjuna".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.