Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 46
- 46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 HANDKNATTLEIKUR Sterkur hópur til Aþenu Sigurður Bjamason er kominn ílandsliðshópinn, semtekurþáttíHM 21 ársliða SIGURÐUR Bjarnason, lands- liðsmaður í handknattleik, sem leikur með Grosswall- stadt í Þýskalandi, hefur fengið grænt Ijós hjá Gross- waliatadttil að leika með íslenska landsliðinu í heims- meistarakeppni 21 árs lands- liða, sem verður í Aþenu fjórðatil 14. september. Sigurður, sem hefur ekki leik- ið með 21 árs landsliðinu um tíma, mun koma með að styrkja liðið mikið. Hann er ekki eini leik- maðurinn í liðinu sem lék með a-landsliðinu sl. vetur, því að í lið- inu leika Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni og Selfyssingamir Einar Sigurðsson og Gústaf Bjarnason. Annars er landsliðshópurinn skipaður sterkum leikmönnum: Markverðir: Hallgrímur Jón- asson, ÍR, Axel Stefánsson, KA og Ingvar Ragnarsson, Stjörn- unni. Aðrir leikmenn: Einar Sigurðs- son, Selfossi, Róbert Rafnsson, Sigurður Bjarnason verður með í Aþenu. ÍR, Sigurður Bjarnason, Gross- wallstadt, Gunnar Andrésson, Fram. Petrekur Jóhannesson, Stjörnunni, Dagur Sigurðsson, Val, Magnús Sigurðsson, Stjörn- unni, Jason Ólafsson, Fram, Jó- hann Ásgeirsson, ÍR, Páll Þórólfs- son, Fram, Björgvin Rúnarsson, Víkingi, Gústaf Bjamason, Sel- fossi og Finnur B. Jóhannsson, Val. Þjálfari liðsins er Gunnar Ein- arsson og liðsstjóri Vigfús Þor- steinsson. Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, fer einnig með liðinu til Áþenu. íslénska liðið leikur í riðli með Brasilíumönnum, Dönum og Sov- étmönnum. Þess má geta að íslenska liðið iék gegn Sovét- mönnum á móti á Spáni í sumar og vann þá með átta marka mun, en Sovétmenn eru heimsmeistarar 21 árs liða og urðu sigurvegarar á Spánarmótinu, en íslenska liðið hafnaði þar í fjórða sæti. Sigurður Bjamason lék ekki með liðinu á Spáni. LYFTINGAR , Kán setti íslandsmet Kári Elíson kraftlyftingamaður frá Akureyri setti nýiega ís- landsmet í bekkpressu í 75 kíló flokki þegar hann lyfti 180,5 kíló- um. Metið settið Kári á minningar- móti um Orm sterka Stórólfsson, sem fram fór í Reykjavík í síðustu viku. Með því að lyfta 180,5 kílóum bætti Kári eigið met um hálft kíló, en þessi árangur færir honum þriðja sætið á heimslistanum það sem af er þessu ári. GOLF ISveitakeppni GSÍ hefst á morgun. Fyrsta deildin verður leikinn í Leirunni, 2. deildin í Vestmannaeyjum og 3. deildin á Húsavík. Leiknar verða 72 holur í 1. og 2. deild en 36 í þriðju. ■Opið mót verður einnig í Mosfellsbænum og verður það bæði á morgun og á sunnu- dag. Leiknar verða 36 holur. ■Hótel Stykkishólmur verður haldið í Stykkishólmi á morgun og verða leiknar 18 holur. Kylfingar fá góðan afslátt af gist- ingu í tilefni dagsins. ■Opið mót verður hjá Keili á morgun. Leiknar verða 18 holur. ■Keppt verður um Framfarabikarinn í Hvammsvík á morgun. Þetta er fyrir þá sem eru með 24 eða meira í forgjöf. ■Opið LEG-mót verður hjá Nesklúbbnum á sunnudaginn kl. 9. Keppnisfyrirkomulag verður betri bolti. faémR FOLK SKYLMINGAR Med sverðið að vopni Skylmingarfólk sérfram á bjartari tíma með tilkomu erlends þjálfara URSLIT Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Búlgarski þjálfarinn Nickolay Mateev vopnaður sverði og formaður Skylm- ingarfélags Reykjavikur, Örn Leifsson. ■ JOSEF Hickersberger, fyrr- um landsliðsmþjálfari Austurríkis, eða „Færeyjavinurinn" eins og hann er kallaður í Þýskalandi, var á miðvikudaginn rekinn sem þjálfari Diisseldorf, eftir að félagið hafði tapað fyrstu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Þetta er met frá því að Þjóðverjar tóku upp úrvals- deildina 1963. Rold Schafstall, fyrrum þjálfari Bochum, tekur við stjórninni hjá Diisseldorf. ■ ERICH RutemöUer, þjálfari FC Köln, var látinn taka poka sinn í gær, eftir að Köln tapaði, 0:4, fyrir Nurnberg á miðvikudaginn. _ Udo Lattek, sem hefur verið ráð- " ^gja.fi hjá féíaginu, mun taka við þjálfun liðsins á ný. ■ DRAGAN Stojkovic hjá Ver- óna hefur verið dæmdur í sex leikja bann, eftir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið í æfíngaleik. Bras- ilíumaðurinn Alemao hjá Napolí fékk þriggja leikja bann og Paolo Maldini hjá AC Milan fékk tveggja leikja bann. ■ TVEIR leikmenn í frönsku 1. deildarkeppninni, Pólveijinn Ric- hard Tarziewicz hjá Nancy og Jean-Guy Wallemme hjá Lens voru reknir af leikvelli á miðviku- daginn. Alls hafa 23 leikmenn feng- ~-ýð að sjá rauða spjaldið í deildinni, sem hófst fyrir fimm vikum. ■ STUART Penrce hjá Notting- ham Forest verður ekki valinn í landsliðshóp Englands, sem leikur vináttuleik gegn Þjóðverjum á Wembley 11. september. Ástæðan i er að hann hefur verið dæmdur í bann hjá enska knattspyrnusam- bandinu. Tveir aðrir leikmenn sem hafa verið dæmdir í bann, Steve McMahon, Liverpool og Nigel Martyn, Crystal Palace, verða heldur ekki valdir til að leika. ■ ERNESTO Paulo hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu í knattspymu til bráðabirgða. Hann stjórnar liðinu í vináttuleik gegn Wales í Cardiff 11. september. Hann er 37 ára. Jorge Salbado, formaður brasilíska sambandsins, ^ sagði að landsliðsþjálfari yrði ráðinn fjólt- lega. SKYLMIIMGAÍÞRÓTTIN á sér ekki langa sögu hér á landi og er enn sem komið er ein af þeim íþróttagreinum sem lítið fer fyrir. Iðkendur eru um fjör- utíu en skylmingarmenn sjá f ram á bjartari tíma með til- komu Búlgarans Nickolay Mateev sem mun þjálfa byrj- endur sem lengra komna hjá Skylmingarfélagi Reykjavíkur. Fram til þessa hafa skylminga- menn ekki haft neinn þjálfara sem nægjanlega þekkingu hefur haft á þeim þremur tegundum vopna sem notuð eru í íþróttinni og segir Örn Leifsson formaður Skylmingarfélagsins að það hafi óneitanlega staðið íþróttinni fyrir þrifum. „Margir hafa hætt vegna þess að þeir hafa ekki getað æft sig með uppáhaldsvopninu sínu og það er vissulega leiðinlegt því að við viljum gjarnan gera íþróttina vinsælli hér á landi. Skák iíkamans Það er stundum talað um skylm- ingar sem „skák líkamans" og er þá átt við að útsjónarsemi og lagni geta haft fullt eins mikið að segja eins og kraftur og snerpa. Eldri skylmingarmenn hafa oft á tíðum næmari skilning á íþróttinni. Stór þáttur í skyhningum felst í því að* koma andstæðingnum á óvart og reynsla og hæfileikar til að gabba andstæðinginn skipta því miklu máli. Það má því segja að skylming- ar sé íþrótt fyrir alla aldurshópa og til að mynda er elsti keppandinn sem æfir skylmingar í félaginu 65 ára og sá yngsti tólf ára. Flestir eru þó á bilinu tvítugs til þrítugs. Það geta því allir stundað íþrótt- ina en það er athylisvert að ákveðn- ir hópar virðast sækjast meira í íþróttina heldur en aðrir. Nokkuð er af fólki sem tengist listum á einn eða annan hátt eins og til dæmis hljóðfæraleikarar og listmálarar. Raunvísindahópurinn er einnig áberandi og nokkrir verkfræðingar eru í hópnum. „Það kann að vera að margir hafi fyrirfram mótaðar hugmyndir um íþróttina en líkiega er ekki nein einhlít skýring á því á hvernig þessu stendur," segir Orn. Mateev, búlgarski þjálfarinn sem ætlar að fræða íslendinga um skylmingar byijaði að æfa skylm- ingar þegar hann var tólf ára gam- all og hann segir sjálfur að það sé mjög góður aldur til að byrja í íþróttinni. Mateev var uppgötvaður árið 1972, þá gekk skylmingarþjálf- ari á milli barnaskóla í Búlgaríu og valdi drengi til Iiðs við sig. Mateev varð síðan atvinnumaður í íþróttinni á austur-evrópska vísu og tvívegis var hann í silfurliði Búlgara á HM. „Tólf til þrettán ára aldur er góður aldur til að byija og reikna má með að tvö ár taki fyrir ur.ga krakka til að ná færni í íþróttinni. Ég held að þess verði ekki langt að bíða að við getum skotið öðrum Norður- landaþjóðum aftur fyrir okkur. Enn er þó langur vegur í það að við náum þeim þjóðum sem lengra eru komnar,“ segir Mateev sem er 31 árs og fékkst við þjálfun í heima- landj.sínu áður en hann kom hingað til lands. Lítið hefur farið fyrir alþjóðleg- um samskiptum hjá íslenskum skylmingamönnum en breytinga kann að verða á því á næstunni. Skylmingasambandið hefur í hyggju að sækja um aðild að Al- þjóða skylmingasambandinu en að- ild að því er skilyrði þess að hægt sé að keppa á mótum á vegum þess. Skylmingafélagið hefur verið mjöj: virkt eftir komu Búlgarans og Islandsmótið er þriðja mótið sem félagið hefur staðið fyrir síðan í vor. Þá mættu um 25 manns á byijendanámskeið í vor og annað byijendanámskeið verður í sept- ember. Skylmingar íslandsmótið í skylmingum var haldið fyrir nokkru í íþróttahúsi IR við Túngötu og urðu úrslit þessi með einstökum vopnum: Karlar Foilsverð 1. Jónmundur Guðmarsson. 2. Kristján Leósson. 3. Brynjar Karlsson. Sabre-sverð 1. Brynjar Karlsson. 2. Jónmundur Guðmarsson. 3. Örn Leifsson. Epee-sverð 1. Bryryar Karlsson. 2. Jónmundur Guðmarsson. 3. Kristján Leósson. Konur Foil-sverð 1. Una Sveinbjarnadóttir. 2. Guðrún Jóhannsdóttir. 3. Auður Jóhannesdóttir. Sabre-sverð Auður Jóhannesdóttir. 2. Guðrún Jóhannsdóttir. 3. Una Sveinbjamadóttir. Epee-sverð 1. Una Sveinbjamadóttir. 2. Guðrún Jóhannsdóttir. 3. Auður Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.