Morgunblaðið - 30.08.1991, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
IPKOTTIR FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991
47
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ
KORFUKNATTLEIKUR
Sovétmaður til Skallagrfms
„KROPATSJEV kemurtil með
að styrkja lið okkar rnikið,"
sagði Birgir Mikaelsson, þjálf-
ari Skallagríms frá Borgarnesi,
nýiiða í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Skallagrímur hefur
fengið Sovétmanninn Maxím
Kropatsjev til liðs við sig.
Kropatsjev, sem er sovéskur
landsliðsmaður, er 26 ára og
2,05 m. Hann leikur stöðu miðherja
og er sterkur í fráköstum og skor-
ari mikill: Hann hefur leikið tvö sl.
ár með CSKA Moskvu. „Kropatsjev
er leikmaður sem leikur fyrir liðið
og hann er ákveðinn sóknarleik-
maður, léikinn, fljótur og hreyfan-
legur,“ sagði Birgir.
Sovétmaðurinn mun leika sína
fyrstu leiki með Skallagrím á af-
mælismóti Vals að Hlíðarenda um
helgina, en átta úrvalsdeildarlið
taka þátt í mótinu.
Skallagrímur hefur einnig fengið
Elvar Ævarsson frá Akranesi til
liðs við sig og þá eru miklar líkur
á að Valsmaðurinn Jón Bender leiki
með liðinu, en hann er að flytjast
til Borgarness. „Við erum með mjög
ungt lið og reynum að leika sem
flesta æfingarleiki í september til
að undirbúa okkur sem best fyrir
hina hörðu keppni í úrvalsdeild-'*’’"
inni,“ sagði Birgir Mikaelsson.
Búbka
brást
ekki
- er mest á reyndi
SERGEJ Búbka, stangarstökkv-
arinn f rábæri frá Sovétríkjun-
um, vann gull í greininni eins
og búist var við, en lenti þó í
vandræðum, sem líklega má
rekja til meiðsla ífæti. Hann
reyndi þar af leiðandi ekki við
heimsmet, eins og hann hafði
sagst ætla að gera.
Bubka stökk hæst 5,95 m sem
er 15 sentímetrum frá heims-
meti hans, en næsti maður fór yfír
5,90 m. Það var Ungveijinn Istvan
Bagyula, sem Búbka hefur spáð að
verði næsti stangarstökkvari sem
bijóti 6 m múrinn.
Ungverjinn, sem er aðeins 22
ára, þjarmaði að heimsmethafanum
og Búbka var aðeins einu stökki frá
því að missa af verðlaunasætif"
Bagyula fór yfír 5,90 m í fyrstu
tilraun og Búbka, sem mistókst að
fara yfir þá hæð f fyrstu tilraun,
neyddist til að láta hækka rána í
5,95 m. Hann náði heldur ekki að
svífa yfir þá hæð í fyrstu tilraun —
og varð því að komast yfir í þeirri
næstu, ellegar lenda í sjötta sæti!
En, eins og svo oft áður þegar
mest liggur við, sýndi Búbka hvað
í honum býr. Stökk auðveldlega
yfir við mikinn fögnuð eiginkonu
sinnar og tveggja barna sem vorj*
meðal áhorfenda á Þjóðarleikvang-
inum í Tókýó.
Ungvetjinn reyndi þrívegis við
5,95 m en tókst ekki að fara yfir
og Búbka andaði léttar. Þar með
var þriðja gullið á jafn mörgum
heimsmeistaramótum í höfn hjá
honum. Að þessu sinni stökk hann
aðeins fjórum sinnum, fyrst yfir
5,70, næstu tvær tilraunir mistók-
ust, og síðan kom sigurstökkið.
Keppnin í stangarstökkinu tók fjóra
og hálfa klukkustund.
Þórdís
stökk
1,79 m
Þórdís Gísladóttir komst ekki
f úrslitakeppnina í há-
stökki. Þórdís stökk 1,79 m og
varð í 25. sæti af 28 keppendum
í undankeppninni í gær. Tólf
stúlkur komust í úrslit, en engin
stökk yfir 1,92 m, sem var hæð-
in sem tryggja átti stúlkunum
öruggt sæti í úrslitum. ÞæríTT
stúlkur sem stukku yfir 1,88 m
komust í úrslit. Fimm stúlkur
stukku 1,90 m og sjö 1,88 m.
Árangur Þórdísar er nfu sent-
ímetrum frá íslandsmeti hennar,
1,88 m, sem hún setti 19. ágúst
í fyrra.
Reuter
Bandaríkjamennirnir Greg Foster (t.v.) og Jack Pierce skælbrosandi eftir að þeir komu hnífjafnir í mark í 110 m grindahlaupinu í gær. Þeir fengu sama tíma
— hlupu á nýju meistaramótsmeti — en gamla kempan Foster var dæmdur sigurvegari, sagður sjónarmun á undan.
ÚRSLIT
Gríðarleg spenna
- og frábær árangur í 110 m og 400 m grindahlaupi
GAMLA kempan Greg Fosterfrá Bandaríkjunum, sem orðinn
er 33 ára, vann ígær þriðju gullverðlaun sín í 110 m grindahlaupi -
á jafn mörgum heimsmeistaramótum. En tæpt var það; Foster
og landi hans Jack Pierce fengu sama tíma en Foster hlaut gull-
ið. Var talinn sjónarmun á undan. Spennan var lítið minni í 400
m grindahlaupi kvenna, þar sem Evrópumeistarinn Tatjana
Ledovskaja frá Sovétríkjunum náði næst besta tíma sögunnar
og varð rétt á undan Sally Gunnell frá Bretlandi.
HMíTókýó
400 m grindahlaup kvenna
1. TatjanaLedovskaja, Sovétr.....53,11
2. Sally Gunnell, Bretlandi......53,16
3. Janeene Vickers, Bandar.......53,47
4. Sandra Farmer-Patrick, Bandar.53,95
5. Kim Batten, Bandar............53,98
6. Anita Protti, Sviss...........54,25
7. HeikeMeissner,Þýskal..........55.26
8. Margaríta Ponomarjova, Sovétr.55.27
110 m grindahlaup
1. Greg Foster, Bandar...........13,06
2. Jack Pierce, Bandar...........13,06
3. Tony Jarrett, Bretlandi.......13,25
4. Mark Mckoy, Kanada............13,30
5. Dan Philibert, Frakklandi.....13,33
6. Vladímír Shíshkín, Sovétr.....13,39
7. Florian Schwarthoff, Þýskal...13,41
8. LiTong, Kína..................13.46
400 m hlaup karla
1. Antonio Pettigrew, Bandar.....44.57
2. Roger Black, Bretlandi........44,62
3. Danny Everett, Bandar.........44,63
4. Roberto Hemandez, Kúbu........44,86
5. Andrew Valmon, Bandar.........45,09
6. Ian Morris, Trinidad/Tobago...45,12
7. Susumu Takano, Japan..........45.39
8. Mark Gamer, Ástralíu.........45,.47
Stangarstökk
1. Sergej Bubka, Sovétr...........5.95
2. Istvan Bagyula, Ungveijal......5.90
3. MaksímTarasov, Sovétr..........5.85
4. Rodion Gataullín, Sovétr.......5.85
5. P. Widen, Svíþjóð..............5.75
■Þetta er Norðurlandamet hjá Widen.
6. T. Bright, Bandaríkj...........5.75
7. H. Fehringir, Austurriki.......5.60
8. Thierry Vigneron, Frakklandi...5.60
Tugþraut
Staðan efstu manna eftir fyrri dag (100 m
hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 400 m
hlaup):
1. Dan O’Brien, Bandaríkjunum....4.602
(10.41 sek., 7.90 m, 16.24 m, 1.91
m, 46.53 sek.)
2 Michael Smith, Kanada.........4.534
(10.81/7.68/15.69/2.09/47.53)
3 Christian Schenk, Þýskalandi..4.347
(11.37/7.55/15.77/2.18/50.19)
Greg Foster hefur þar með sigr-
að í 110 m grindahlaupi á öll-
um heimsmeistaramótunum til
þessa; fyrst í Helsinki 1983, síðan
í Róm 1987 og loks í gær. Og hann
segist ekki af baki dottinn — til-
kynnti að hann myndi reyna að
vinna fjórða gullið á næsta móti, í
Stuttgart 1993. Sú breyting hefur
nú verið samþykkt að halda heims-
meistaramótið á tveggja ára fresti
í stað fjögurra áður; verður sem
sagt ætíð árið fyrir og eftir
Ólympíuleika.
Foster og Pierce komu hnífjarnir
í marki á 13,06 sek. sem er nýtt
meistaramótsmet. Eftir að dómarar
höfðu skoðað sjónvarpsupptöku af
hlaupinu úrskurðuðu þeir Foster
sigurvegara.
Pierce, sem er 28 ára og missti
naumlega af verðlaunum á síðasta
heimsmeistaramóti er hann varð
fjórði, náði betra viðbragði í gær,
en Foster var kominn fram úr við
þriðju grind. Allt virtist stefna í
öruggan sigur hans, bilið jókst, en
Pierce átti frábæran endasprett og
virtist ætla að sigra, en gamla brýn-
ið hélt sínu.
Annar besti tími sögunnar
Tatjana Ledovskaja frá Sov-
étríkjunum, silfurverðlaunahafi á
síðustu ólympíuleikum, hljóp 400 m
grindahlaup á 53,11 sek. í gær og
næjdi í gullið. Enginn hefur hlaupið
hraðar nema landa hennar Marína
Stepanova er hún setti núgildandi
heimsmet sem er 52,94 sek. Gunn-
ell frá Bretlandi varð önnur á 53,16
og er það þriðji besti árangur sem
náðst hefur í greininni. Hún hefði
átt að geta enn betur, en henni
urðu á mistök er hún stökk yfir
síðustu grindina og því fór sem
fór. Hún og bandaríska stúlkan
Sandra Farmer-Patrick voru að
nálgast þá sovésku en báðum urðu
á mistök á lokasprettinum.
Tugþrautin
Fyrri keppnisdagur í tugþraut
var í gær. Bandaríkjamaðurinn Dan
O’Brien hefur forystu með 4.602
stig, Kanadamaðurinn Michael
Smith er annar með 4.534 og þriðji
Þjóðveijinn Christian Schenk með
4.347.
O’Brien var með góða forystu
framan af, en brást síðan bogalistin
í hástökkinu og Smith dró á hann.
Bandaríkjamaðurinn, sem á best
2,13 m í hástökki, fór aðeins yfir
1,91 m í gær. Munurinn var þá
aðeins 18- stig eftir fjórar greinar,
en með góðri frammistöðu O’Briens
í síðustu greininni, 400 m hlaupi,
jókst bilið á ný. Hann náði þar besta
árangri sínum, 46,53 sek. — bætti
sig um ríflega sekúndu.
O’Brien, sem er frá Oregon, er
25 ára og margir þjálfarar og aðrir
fijálsíþróttasérfræðingur telja hann
hafa meiri hæfíleika í tugþraut en
nokkurn annan sem komið hefur
fram á sjónarsviðið. Á skólaárunum
var hann meira fyrir ljúfa lífið en
íþróttaæfingar, en hefur nú snúið
til heilbrigðara lífernis og það er
að skila sér.
O’Brien hefur 25 stigum meira
eftir fyrri dag en Bretinn Daley
Thomspson hafði, er hann setti
heimsmetið sem enn stendur —
8.847 stig — á ólympíuleikuhum í
Los Angeles 1984. Möguleikar
Bandaríkjamannsins á að bæta
heimsmetið eru þó ekki miklir.
Bæði var hve illa honum gekk í
hástökkinu sem fyrr segir og í dag
spreytir hann sig m.a. í stangar-
stökki og 1.500 m hlaupi, sem eru
slökustu greinar hans.
2. FLOKKUR
KR meistari
KR-ingar urðu í gærkvöldi
íslandsmeistarar í 2. flokki
karla í knattspyrnu. Þeir sigruðu
ÍA 3:1 á Skaganum. Ein umferð
er eftir af mótinu, en ekkert lið
getur náð KR að stigum. Fram
er í öðru sæti og ÍA í því þriðja.
KR og Fram mætast í síðustu
umferðinni.