Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIí) ÞRIÐJUDAGUR 40. SEPTEMBBR 1991 Tölvuvetrarskóli 10-16 ára © Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 ára! Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! Næstu námskeiö hefjast 20. og 21. september. 4r <&> Tölvn.nn vprkfmAihiánnctan ^ % Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - flmm ór í forystu HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 L . Vefnaður Myndvefnaður I Tóvinna Prjóntækni Dúkaprjón 3. okt.-18. 7. okt.-25. 1. okt.- 5. 3. okt.- 7. 5,okt,- 9. Fatasaumur(jakkarog buxur) 3. okt.-21. Þjóðbúningasaumur 5. okt.-30. Bútasaumur 2. okt.- 6. Leðursmíði 2.okt.- 6. Þæfíng fyrir börn og fullorðna 5. okt.-26. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. nóv. kl. okt.kl. 10.00-13.00 Skrifstofa skólans verður opin frákl. 13-18, 10. og 12. sept. Aðra virka daga frá kl. 16-18. Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. V Námskeið í október * ■l 19.30-22.30 19.30-22.30 19.30-22.30 19.30- 22.30 13.30- 16.30 19.30- 22.30 10.00-13.30 19.30-22.30 19.30-22.30 A 1 I . J Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjallað um norræna læknaráðstefnu um siðfærði í læknisfræði og nýja ritröð í læknifræði. Frá vinstri á myndinni eru Knud Rasmussen, Julie Skæraasen, Leif Hansen, Haukur Þórðarsson, Örn Bjarnason og Guðjón Karl Reynisson frá bókaútgáfunni Iðunni. Fremst á myndinni má sjá þrjú fyrstu ritin í nýrri ritröð í læknisfræði. Norræn læknaráðstefna: Áhersla á rannsóknir á erfðavísum og glasafrjóvgun NORRÆNNI læknaráðstefna þar sem fjallað var um siðfræði í lækn- isfræði lauk á Hótel Sögu á sunnudag. Ráðstefnur sem þessar eru haldnar annað hvert ár en að sögn Hauks Þórðarssonar, formanns Læknafélags Islands, eru áhersluefni breytileg. Megináherslan var að þessu sinni lögð á rannsóknir á erfðavísum, glasafrjóvgun og tengd efni. Tekist hefur samvinna með bókaútgáfunni Iðunni, Lækna- félagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og Læknablaðinu um út- gáfu handbóka og fræðirita á sviðið Læknisfræðis og skyldra greina. Fyrstu þrjú verkin, Heimspeki Iæknisfræðinnar - kynning, Siðfræði og siðamál lækna, og Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð, eru komin út. Rannsóknir á erfðavísum Á kynningarfundi um útgáfu rit- anna þriggja og ráðstefnuna kom fram að áhersla hefði verið lögð á rannsóknir á erfðavísum á ráðstefn- unni. Haukur Þórðarsson, formaður Læknafélags íslands, sagði að nú hefði læknavísindin náð svo langt að hægt væri að rannsaka litningar í genum manna og spá þannig fyr- ir um hvort Iíklegt væri að þeir fengju tiltekna sjúkdóma. Minntist hann þar sérstaklega á innsúlínháða sykursýki, nokkrar tegundir krabb- ameins og ýmis konar liðamótasjúk- dóma. Nú væri svo komið að fjöl- mörg fyrirtæki, einkanlega í Banda- ríkjunum, hagnýttu sér þessa tækni til þess að komast að heilsufari þeirra sem sæktust eftir vinnu hjá ■ þeim. Læknar hefðu víða tekið þá ákvörðun að taka að sér rannsókn- ir af þessu tagi ef atvinnuumsækj- endur veittu til þess leyfi en Hauk- ur sagði að nú hefðu risið upp stór- fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sér- hæfðu sig í þjónustu af þessu tagi. Ekki væri endilega víst að þar kæmu læknar við sögu og yki þjón- usta fyrirtækjanna erfíðleika við eftirlit með rannsóknunum. Efa- semdir komu fram á ráðstefnunni um hvort veita ætti aðgang að erfð- afræðilegum upplýsingum um ein- staklinga. Danski erfðafræðing- urinn Leif Hansen talaði einnig um að erfitt væri að hafa eftirlit með rannsóknum af þessu tagi. Hægt væri að senda sýni til lítilla rann- sóknastofa og einfalt væri að senda þau úr landi. Glasafrjóvgun Norski prófessorinn Julie Skæra- asen hélt fyrirlestur á ráðstefnunni sem meðalannars tjallaði um glasa- fijóvgun. í máli hennar kom fram að Norðmenn hefðu fyrstir Norður- landaþjóða sett lög um glasafijóvg- un en þar hefði einnig fyrsta glasa- bamið fæðst. Hún sagði að tækni við glasafijóvgun væri orðin nokkuð stöðluð en á fundinum kom fram að samt sem áður væri ekki nema 10% árangur af glasafijóvgun í Bretlandi. Haukur Þórðarsson sagði að enn væri beðið eftir fjárveitingu til þess að framkvæma glasafijóvg- un hérlendis. Annað, svo sem þekk- ing, læknar og húsnæði, væri þegar fyrir hendi. í þessu sambandi benti Haukur á að alltaf væri spurning var í forgangsröðinni ætti að setja glasafijóvgun en í máli Knuds Ras- mussen frá Noregi kom fram að þar í landi hefðu glasafijóvganir haft töluverðan forgang hvað varð- ar fjárveitingar frá ríkinu. Ný ritröð í læknisfræði Ritin þijú, sem bókaútgáfan Ið- unn hefur gefið út í samvinnu við Læknafélag íslands, Læknafélag Reykjavíkur og Læknablaðið, eru Heimspeki læknisfræðinnar - kynn- ing eftir Hendrik R. Wulff, Stig Andur Petersen og Raben Rosen- berg, Siðfræði og siðamál lækna eftir Örn Bjamason og Rökvís sjúk- dómsgreining og meðferð eftir Hendrik. R. Wulff. í tilkynningu um útgáfuna segir að Heimspeki læknisfræðinnar - kynnig sé skrifuð fyrir alla þá sem áhuga hafi á heimspeki og lækning- um. Höfundamir séu lyflæknir, geðlæknir og vísindaheimspeking- ur. Þeir leggi áherslu á mikilvægi læknavísinda en að vísindanálgun- inni verði að breyta og að taka mið af því að sjúklingar séu ekki ein- göngu líffræðilegar vélar, heldur sjálfmeðvitaðar mannverur. Siðfræði og siðamál lækna tekur fyrir nýja sjúkdómsímynd með til- liti til líffræðilegra, sálrænna, fé- lagslegra og andlegra þátta. í bók- arauka eru læknalög, lög Læknafé- lags íslands, siðareglur, starfsregl- ur siðanefndar og gerðardóms, Einnig ýmsar samþykktir alþjóð- legra samtaka og stofnana. Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð fjall- ar um undirstöðu klínískrar ákvarðanatöku. Þýðandi erlendu bókanna er Öm Bjamason höfundur Siðfræði og siðamála lækna. Kennsla hefst um miðjan september Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 4ra ára aldri. Innritun og allar upplýs- ingar í síma 620091 kl. 11.00-15.00 daglega. LETT Atk: Eldri nemendur Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Afhending skírteina fer fram í skólanum laugardaginn 14. september kl. 14.00-16.00. BALLETTSKÓLI Guðbjargar Björgvins, íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi. Félag ísl. listdansara. Doktorspróf í guðfræði SIGURJÓN Árni Eyjólfsson lauk doktorsnámi frá Christian- Albrechts-Uni- versitat í Kiel þann 6. júli síð- astliðinn. Doktorsritgerð hans ber þýska heitið „Rechtfert- igung und Schöpf- ung in der Theo- logie Werner Elerts“. Ritgerðin Ijallar um kenningar hins lútherska guðfræðings Werners Elerts um túlkunarfræðilegt hlutverk hinnar lúthersku réttlætiskenningar fyrir veruleikamat kristindómsins. í rit- gerðinni er gerð ítarleg grein fyrir lögmáls- og fagnaðarerindistúlkun Werners Elerts og hvemig hann endurmetur og dýpkar hinn lút- herska lögmálsskilning. Ritgerðin var unnin undir hand- leiðslu prófessors Eberhards Wöl- fels, sem sat í dómnefnd um ritgerð- ina ásamt prófessor Hans Joachim Birkner. Prófdómarar við doktors- prófið voru prófessorarnir Eberhard Wölfel, Gottfied Maron og Reiner Preul. Sigurjón er fæddur 14. mars 1957. Hann er stúdent af náttúru- fræðisviði frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann lauk embættis- prófí frá guðfræðideild Háskóla Is- lands haustið 1984. Að loknu námi starfaði Siguijón á Vistheimilinu á Vífílsstöðum, eða þar hann hélt til framhaldsnáms við Christian- Albrechts-Universitat í Kiel 1986. Foreldrar Siguijóns eru Eyjólfur K. Siguijónsson löggiltur endur- skoðandi og Unnur Friðþjófsdóttir. Eiginkona hans er Martina Brogm- us sérkennari og eiga þau tvær dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.