Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIí) ÞRIÐJUDAGUR 40. SEPTEMBBR 1991
Tölvuvetrarskóli 10-16 ára
©
Frábært 12 vikna námskeiö fyrir börn og unglinga 10-16 ára!
Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum!
Næstu námskeiö hefjast 20. og 21. september. 4r
<&> Tölvn.nn vprkfmAihiánnctan ^
%
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ór í forystu
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
L .
Vefnaður
Myndvefnaður I
Tóvinna
Prjóntækni
Dúkaprjón
3. okt.-18.
7. okt.-25.
1. okt.- 5.
3. okt.- 7.
5,okt,- 9.
Fatasaumur(jakkarog buxur)
3. okt.-21.
Þjóðbúningasaumur 5. okt.-30.
Bútasaumur 2. okt.- 6.
Leðursmíði 2.okt.- 6.
Þæfíng fyrir börn og fullorðna
5. okt.-26.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
nóv. kl.
okt.kl. 10.00-13.00
Skrifstofa skólans verður opin frákl. 13-18, 10. og
12. sept.
Aðra virka daga frá kl. 16-18.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800.
V
Námskeið í október *
■l
19.30-22.30
19.30-22.30
19.30-22.30
19.30- 22.30
13.30- 16.30
19.30- 22.30
10.00-13.30
19.30-22.30
19.30-22.30
A
1
I
. J
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjallað um norræna læknaráðstefnu um siðfærði í læknisfræði og nýja ritröð í læknifræði. Frá vinstri
á myndinni eru Knud Rasmussen, Julie Skæraasen, Leif Hansen, Haukur Þórðarsson, Örn Bjarnason
og Guðjón Karl Reynisson frá bókaútgáfunni Iðunni. Fremst á myndinni má sjá þrjú fyrstu ritin í nýrri
ritröð í læknisfræði.
Norræn læknaráðstefna:
Áhersla á rannsóknir á
erfðavísum og glasafrjóvgun
NORRÆNNI læknaráðstefna þar sem fjallað var um siðfræði í lækn-
isfræði lauk á Hótel Sögu á sunnudag. Ráðstefnur sem þessar eru
haldnar annað hvert ár en að sögn Hauks Þórðarssonar, formanns
Læknafélags Islands, eru áhersluefni breytileg. Megináherslan var
að þessu sinni lögð á rannsóknir á erfðavísum, glasafrjóvgun og
tengd efni. Tekist hefur samvinna með bókaútgáfunni Iðunni, Lækna-
félagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur og Læknablaðinu um út-
gáfu handbóka og fræðirita á sviðið Læknisfræðis og skyldra greina.
Fyrstu þrjú verkin, Heimspeki Iæknisfræðinnar - kynning, Siðfræði
og siðamál lækna, og Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð, eru
komin út.
Rannsóknir á erfðavísum
Á kynningarfundi um útgáfu rit-
anna þriggja og ráðstefnuna kom
fram að áhersla hefði verið lögð á
rannsóknir á erfðavísum á ráðstefn-
unni. Haukur Þórðarsson, formaður
Læknafélags íslands, sagði að nú
hefði læknavísindin náð svo langt
að hægt væri að rannsaka litningar
í genum manna og spá þannig fyr-
ir um hvort Iíklegt væri að þeir
fengju tiltekna sjúkdóma. Minntist
hann þar sérstaklega á innsúlínháða
sykursýki, nokkrar tegundir krabb-
ameins og ýmis konar liðamótasjúk-
dóma. Nú væri svo komið að fjöl-
mörg fyrirtæki, einkanlega í Banda-
ríkjunum, hagnýttu sér þessa tækni
til þess að komast að heilsufari
þeirra sem sæktust eftir vinnu hjá
■ þeim. Læknar hefðu víða tekið þá
ákvörðun að taka að sér rannsókn-
ir af þessu tagi ef atvinnuumsækj-
endur veittu til þess leyfi en Hauk-
ur sagði að nú hefðu risið upp stór-
fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sér-
hæfðu sig í þjónustu af þessu tagi.
Ekki væri endilega víst að þar
kæmu læknar við sögu og yki þjón-
usta fyrirtækjanna erfíðleika við
eftirlit með rannsóknunum. Efa-
semdir komu fram á ráðstefnunni
um hvort veita ætti aðgang að erfð-
afræðilegum upplýsingum um ein-
staklinga. Danski erfðafræðing-
urinn Leif Hansen talaði einnig um
að erfitt væri að hafa eftirlit með
rannsóknum af þessu tagi. Hægt
væri að senda sýni til lítilla rann-
sóknastofa og einfalt væri að senda
þau úr landi.
Glasafrjóvgun
Norski prófessorinn Julie Skæra-
asen hélt fyrirlestur á ráðstefnunni
sem meðalannars tjallaði um glasa-
fijóvgun. í máli hennar kom fram
að Norðmenn hefðu fyrstir Norður-
landaþjóða sett lög um glasafijóvg-
un en þar hefði einnig fyrsta glasa-
bamið fæðst. Hún sagði að tækni
við glasafijóvgun væri orðin nokkuð
stöðluð en á fundinum kom fram
að samt sem áður væri ekki nema
10% árangur af glasafijóvgun í
Bretlandi. Haukur Þórðarsson sagði
að enn væri beðið eftir fjárveitingu
til þess að framkvæma glasafijóvg-
un hérlendis. Annað, svo sem þekk-
ing, læknar og húsnæði, væri þegar
fyrir hendi. í þessu sambandi benti
Haukur á að alltaf væri spurning
var í forgangsröðinni ætti að setja
glasafijóvgun en í máli Knuds Ras-
mussen frá Noregi kom fram að
þar í landi hefðu glasafijóvganir
haft töluverðan forgang hvað varð-
ar fjárveitingar frá ríkinu.
Ný ritröð í læknisfræði
Ritin þijú, sem bókaútgáfan Ið-
unn hefur gefið út í samvinnu við
Læknafélag íslands, Læknafélag
Reykjavíkur og Læknablaðið, eru
Heimspeki læknisfræðinnar - kynn-
ing eftir Hendrik R. Wulff, Stig
Andur Petersen og Raben Rosen-
berg, Siðfræði og siðamál lækna
eftir Örn Bjamason og Rökvís sjúk-
dómsgreining og meðferð eftir
Hendrik. R. Wulff.
í tilkynningu um útgáfuna segir
að Heimspeki læknisfræðinnar -
kynnig sé skrifuð fyrir alla þá sem
áhuga hafi á heimspeki og lækning-
um. Höfundamir séu lyflæknir,
geðlæknir og vísindaheimspeking-
ur. Þeir leggi áherslu á mikilvægi
læknavísinda en að vísindanálgun-
inni verði að breyta og að taka mið
af því að sjúklingar séu ekki ein-
göngu líffræðilegar vélar, heldur
sjálfmeðvitaðar mannverur.
Siðfræði og siðamál lækna tekur
fyrir nýja sjúkdómsímynd með til-
liti til líffræðilegra, sálrænna, fé-
lagslegra og andlegra þátta. í bók-
arauka eru læknalög, lög Læknafé-
lags íslands, siðareglur, starfsregl-
ur siðanefndar og gerðardóms,
Einnig ýmsar samþykktir alþjóð-
legra samtaka og stofnana. Rökvís
sjúkdómsgreining og meðferð fjall-
ar um undirstöðu klínískrar
ákvarðanatöku.
Þýðandi erlendu bókanna er Öm
Bjamason höfundur Siðfræði og
siðamála lækna.
Kennsla hefst
um miðjan
september
Byrjenda- og framhaldsflokkar
frá 4ra ára aldri.
Innritun og allar upplýs-
ingar í síma 620091
kl. 11.00-15.00 daglega.
LETT
Atk:
Eldri nemendur
Kennsla fyrir
byrjendur og
lengra komna.
Afhending skírteina fer fram
í skólanum laugardaginn
14. september kl. 14.00-16.00.
BALLETTSKÓLI
Guðbjargar Björgvins,
íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi.
Félag ísl. listdansara.
Doktorspróf í guðfræði
SIGURJÓN Árni
Eyjólfsson lauk
doktorsnámi frá
Christian-
Albrechts-Uni-
versitat í Kiel
þann 6. júli síð-
astliðinn.
Doktorsritgerð
hans ber þýska
heitið „Rechtfert-
igung und Schöpf-
ung in der Theo-
logie Werner Elerts“. Ritgerðin
Ijallar um kenningar hins lútherska
guðfræðings Werners Elerts um
túlkunarfræðilegt hlutverk hinnar
lúthersku réttlætiskenningar fyrir
veruleikamat kristindómsins. í rit-
gerðinni er gerð ítarleg grein fyrir
lögmáls- og fagnaðarerindistúlkun
Werners Elerts og hvemig hann
endurmetur og dýpkar hinn lút-
herska lögmálsskilning.
Ritgerðin var unnin undir hand-
leiðslu prófessors Eberhards Wöl-
fels, sem sat í dómnefnd um ritgerð-
ina ásamt prófessor Hans Joachim
Birkner. Prófdómarar við doktors-
prófið voru prófessorarnir Eberhard
Wölfel, Gottfied Maron og Reiner
Preul.
Sigurjón er fæddur 14. mars
1957. Hann er stúdent af náttúru-
fræðisviði frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Hann lauk embættis-
prófí frá guðfræðideild Háskóla Is-
lands haustið 1984. Að loknu námi
starfaði Siguijón á Vistheimilinu á
Vífílsstöðum, eða þar hann hélt til
framhaldsnáms við Christian-
Albrechts-Universitat í Kiel 1986.
Foreldrar Siguijóns eru Eyjólfur
K. Siguijónsson löggiltur endur-
skoðandi og Unnur Friðþjófsdóttir.
Eiginkona hans er Martina Brogm-
us sérkennari og eiga þau tvær
dætur.