Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Um fjárfestingar, skuld- ir og kjör launþega eftir Jón Sigurðsson Nýkomið er út rit frá Þjóðhags- stofnun, Fjárfesting 1945-1989. Þetta er ekki rit, sem margir eru líklegir til að lesa. Textinn er ekki beinlínis spennandi, en efni bókar- innar þeim mun yfirgripsmeira. Þótt höfundur þessarar greinar sé ekki læs á þá djúpristu og fræði- legu hagfræði, sem þarna er birt undir lok textans, varð bókin og þá einkum talnaefni hennar, honum til- efni til þeirra hugleiðinga, sem hér fara á eftir. Margir og þeirra á meðal höfund- ur þessarar greinar, hafa rætt opin- berlega, að það er ekki svonefnd kjarabarátta eða ófriður á vinnu- markaði, sem ákvarðar kjör launa- fólks í landinu, þegar upp er staðið, heldur afrakstur þeirrar fjárfesting- ar, sem lagt hefur verið í, aðallega undanfarna tvo áratugi eða svo og áhrifín, sem hún hefur haft á fram- leiðrn hinna vinnandi handa. Bokin, sem til var vitnað, hefur að geyma tölulegar upplýsingar um alla þessa fjárfestingu og af þeim eru hugleiðingamar sprottnar. Þær verða takmarkaðar við fjárfestingar í landbúnaði, fiskveiðum og fisk- vinnslu og tímabilið 1973-1989. Þegar fjárfesting í þessum grein- um er lögð saman og færð til verð- lags ársins 1990 kemur í ljós, að hún er í landbúnaði og vinnslu bú- vara tæpir 58 milljarðar, í fiskveið- um rúml. 83 milljarðar, í vinnslu sjávarafla rúml. 41 milljarður. Það er afar athyglisvert í þessum tölum, að fjárfesting í landbúnaði skuli hafa verið sem svarar rúmum tveimur þriðju lutum af fjárfestingu í fiskiflotanum, sem allir viðurkenna að var of mikil. Fjárfesting í land- búnaði er líka gríðarmiklu meiri en í allri úrvinnslu sjávarafla. Fjárfest- ing í úrvinnslu landbúnaðarvara, — sláturhús og allar mjólkurstöðvarnar eru hér meðtaldar, en ekki fjárfest- ing í fiskeldi um 8.800 milljónir króna og loðdýrarækt tæpar 3.400 milljónir. Landsmenn vita, að lambakjötið ber af öðrum mat og mjólk er góð. Engu að síður ættu þessar fjárfest- ingar að vera tilefni til umræðu milli þeirra, sem á þessari fjárfest- ingu hafa borið pólitíska ábyrgð og þá ekki síður meðal hinna, sem nú axla hana til framtíðar. Má telja efalaust, að í þessari miklu fjárfest- ingu í landbúnaði séu verulegir fjár- munir, sem betur hefði verið óráð- stafað og enginn hefði varið með þeim hætti sem gert var, ef hann sem stjórnmálamaður, bændafröm- uður eða sem bóndi hefði fundið til fullrar ábyrgðar á þeim eins og þeir væru hans eigin fjármunir. Fræðimenn hafa leitt að því gild rök að fískveiðiflotinn sé 25-40% of stór. Af sjálfu sér leiðir, að þetta þýðir, að a.m.k. tilsvarandi hlutfalli fjárfestingarinnar í fiskveiðum und- angengin ár hafi verið ofaukið. Þetta svarar til þess, að 17-24 milljörðum króna af fjárfestingu áranna 1973- 1989 í þessu skyni hafi verið ofauk- ið, — enn á verðlagi 1990. Sé litið svo á, að þessari offjárfest- ingu í fiskveiðum sé hlutfallslega dreift á þennan tíma miðað við fjár- festinguna eins og hún varð og geng- ið út frá þeirri sjálfsögðu staðreynd, að þetta sé nettóviðbót við erlendar lántökur á tímanum og þær vaxta- reiknaðar með 5% raunvöxtum, þýð- ir það, að 25-36 milljarðar króna af erlendum skuldum þjóðarbúsins í dag eiga rót sína í þessum offjárfest- ingum. Stjómmála- og athafna- menn, sem á þessum tíma mældu ágæti sitt í fjárfestingarútgjöldum af þessu tagi, sem þeir fengu komið til leiðar, mættu viðurkenna, þó ekki væri nema fyrir sjálfum sér, að þeirra snilli var lítil og skammsýnin þjóðinni óskaplega dýr. Fyrir hina, sem síðar eru komnir til leiks á vett- vangi stjórnmála, ætti þetta enn að vera tilefni umræðu og endurmats á aðferðum til að ráðst í fjárfesting- ar á þessu sviði. Fjárfestingin í landbúnaði hefur verið með ólíkindum. Það bætir furð- ulitlu við árlegar fjárfestingar, þegar WJUDTOl'? Kennslustaðir: Auðbrekka 17, "Lundur" Auðbrekku 25, og "Hallarsel" við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 2. - 6. sept. kl. 13 -19 í síma: 64 1111. Kennsluönnin er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Kennsla hefst miðvikudaginn 11. sept. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar | fískeldið og loðdýraræktin koma til sögunnar síðustu ár tímabilsins. Fjárfesting í fiskvinnslu verður lítilvægust í þessari skoðun. Engu að síður er öllum sem til þekkja Ijóst, að þar er líka mikilli fjárfestingu undangenginna ára ofaukið. Mikið af allri þessari fjárfestingu er arðlaus, svo það er ekki að undra, þó að taki í gagnvart kjörum al- mennings, þegar hana þarf að greiða með einum eða öðrum hætti af öðr- um tekjum. Rétt er að setja fram lítið reikn- ingsdæmi: Ef fjárfesting í fiskiflotanum er í dag 40% og mikil, 25% of mikil í vinnslu sjávarfangs og 25% í land- búnaði, — öll þessi ofijárfesting hef- ur safnast upp 1973-1989 og leitt til skuldasöfnunar og vaxtabyrði, 5% raunvaxta, svarar hún til um 88 milljarða króna. Skuldabyrðin vegna offjárfestingarinnar er þannig helm- ingur hinna erlendu skulda og um- talsverður hluti útflutningstekna þjóðarinnar fer til að greiða vexti og afborganir af þeim mistökum. Sé litið á alla fiskeldisfjárfestinguna og loðdýrarækt til viðbótar nálgast summan 100 milljarða. Menn geta svo dundað sér við að reikna, hvaða áhrif þetta hefur á skattbyrði manna og lífskjör, þegar talsvert af þessari viðbótarfjárfest- ingu veitti atvinnu, sem í raun er fölsk og skilar engu til lífskjaranna, heldur einungis bindur fólk og tekur til sín kostnað. Þetta þykir höfundi þessarar greinar ekki síður efni í pólitíska umræðu um þessar mundir en það hvort fólk greiðir einhveijum krón- um meira eða minna fyrir lyf eða hversu miklu fé á að veija til að gæta geðveikra afbrotamanna. Ekkert af þessu verður aftur tek- ið, en það er hollt fyrir stjórnmála- umræðu dagsins að horfa beint á staðreyndir og reyna að ræða þær og mál, sem þeim tengjast, af fullu raunsæi. Það á við um málefni land- búnaðar og fiskvinnslu og ekki stst fiskveiðanna, sem nú brenna á þjóð- inni. Það er á þeim sviðum sem mikilvægustu stjórnmálalegu vanda- málin kalla eftir úrlausnum þessi misseri. Og í ljósi þeirra einföldu upplýs- inga, sem hér hafa verið dregnar fram, er það ótrúleg ósvífni, þegar þeir menn, sem staðið hafa fyrir þessari óráðsfjárfestingu í fískiflot- Jón Sigurðsson „Og í ljósi þeirra ein- földu upplýsinga, sem hér hafa verið dregnar fram, er það ótrúleg ósvífni, þegar þeir menn, sem staðið hafa fyrir þessari óráðsfjár- festingu í fiskiflotanum sem „athafnamenn“, gera kröfu til að verða verðlaunaðir fyrir með því að þeim verði gef- inn einkarétturinn til afnota af fiskimiðun- um.“ anum sem „athafnamenn“, gera kröfu til að verða verðlaunaðir fyrir með því að þeim verði gefinn einka- rétturinn til afnota af fiskimiðunum. Verðmætið, sem í honum felst, vilja þeir geta notað til að geta gengið frá snilld sinni í útgerð með mikla peninga í höndum eða til að fleyta skuldasúpunni, sem þeir hafa safnað á sig með sínum óráðsgerðum og dyggri aðstoð hins opinbera, lána- sjóða og -stofana. Hitt er jafnvel enn óskiljanlegra, að þeir stjórnmálamenn skuli vera til, sem vilja sinna þessum óskum. Vel mættu þeir hugsa andartak um hagsmuni þess almennings, sem nú og framvegis geldur þessa alls í kjör- um sínum. Ungir stjómmálamenn, sem enga ábyrgð bera á þessari liðnu tíð verða að gæta sín að leggja raunsætt mat á það, sem fyrirrennarar þeirra hafa misgert í þessum efnum og taka afstöðu á nýjum og skynsamlegri forsendum. Höfundur er lögfræðingur og forstjóri Járnblendi verksmiðjunnar. Kennarabraut • Macintosh fíitvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi. Sérsniöin ágústnámskeiö fyrir kennara! 7.-15. ágúst kl. 13-16 og 19.-28. ágúst kl. 13-16. ^ v ,*v © \ <*? % Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 - fimm ár (forystu \T Til sölu 21 feta Mótunarplastbátur með Mercruiser 125 kW vél. Upplýsingar í síma 686666. Blikk Og Stál. Brottför6. september 2 dagar. Frákr. 19.900 Einstakt tækifæri til að versla í Cork, þessari heillandi stórborg á frlandi. Hausttiskan komin og tiskuvörur heimsborganna á ótrúlegu verði. f IB flí M I fl S im 11 AUST1IRSTRÆT117 • SÍMI622200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.