Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 26
MöiiGWMflíjiíy ÞÉibJÚb'Xó'u'á' i o‘.'sÖií'Í'Émber '1991
íslensk bankastarfsemi:
Msskilningur að ekki
ríki virk samkeppni
- segir Valur Valsson formaður Sam-
bands íslenskra viðskiptabanka
VALUR Valsson, forraaður Sambands íslenskra viðskiptabanka vísar
á bug þeim orðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að í skjóli þess
að bankar hér á landi búi ekki við virka samkeppni geti þeir hækkað
vexti á einum tíma til að bæta sér upp tap á öðrum. Valur segist þó
vera sammála nauðsyn þess að bankarekstur hafi aðhald eins og ann-
ar atvinnurekstur og því styðji hann fyrirætlanir um að opna íslenskan
fjármagnsmarkað.
„Ég hélt að auglýsingastríð banka
og sparisjóða og ríkissjóðs og verð-
bréfafyrirtækja um sparifé lands-
manna hefði ekki farið framhjá nein-
um. Það eru 40 bankar og sparisjóð-
ar sem keppa um spariféð, bæði inn-
byrðis og við aðra, fyrst og fremst
ríkisvaldið sjálft," sagði Valur Vals-
son þegar Morgunblaðið bar undir
hann ummlæli Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra í bréfi til Seðlabank-
ans, og sem birt var í Morgunblaðinu
á sunnudag.
Valur sagði að á síðustu árum
hefði samkeppni um útlán einnig
aukist til muna. Traust fyrirtæki og
stofnanir leituðu nú tilboða í lán, og
þar kepptu bankarnir m.a. við opin-
bera fjárfestingarlánasjóði, verðbréf-
amarkaði og erlenda banka, sem
hefðu keppt við banka hér um
margra ára skeið, þótt þeir hafi ekki
útibú á íslandi.
„Arangur af þeirri samkeppni má
sjá á því að þriðjungur skulda Islend-
inga er við erlenda banka. Því er það
að mínu viti misskilningur að hér
ríki ekki virk samkeppni, og hún er
vissulega af hinu góða. Ég tek undir
það með forsætisráðherra að nauð-
synlegt sé að bankastarfsemi, eins
og annar atvinnurekstrur, hafi nægi-
legt aðhald af þessu, og ég styð
það, að fjármagnsmarkaður verði
opnaður eins og sendur til að gera
1993,“ sagði Valur.
Bankar og sparisjóðir hækkuðu
þeir allir samtímis í ágústbyijun vexti
álíka mikið, á þeim forsendum að
hærri verðbólga en áætlað var hefði
valdið misræmi á vöxtum verð-
tryggðra og óverðtryggðra lána, sem
þurfti að bæta upp. Þegar Valur var
spurður hvort trúverðugt væri að
tala um samkeppni banka þegar
þetta væri haft í huga, svaraði hann,
að ekki væri óeðlilegt að menn brygð-
ust eins við á sama tíma vegna þess
að sömu menn hefðu fengið sömu
upplýsingamar á sama tíma.
„Þetta voru viðbrögð við því að
Iánskjaravísitalan hækkaði meira en
von var á. I útlöndum breytast vext-
ir næstum samtímis hjá bönkum, og
það er merki um mikla samkeppni
þegar menn verða að aðlaga sig fljótt
að verðlagi hvers tíma,“ sagði Valur.
Hann sagði ennfremur, að sér
þætti það tíðindum sæta, að forsætis-
ráðherra segði í bréfí sínu, að nálg-
ast eigi vaxtamálin hér á landi með
svipuðum hætti og í nágrannalönd-
unum. „Ég ætla að ráðherrann boði
með þessu stefnubreytingu frá fyrr-
verandi forsætisráðherra, og hafni
handafli, en hvetji til markaðslegra
aðgerða til að stýra vaxtaþróuninni
því þannig er því háttað í nágranna-
löndunum,“ sagði Valur.
Hann sagðist að lokum sakna þess
að í bréfi forsætisráðherra væri ekki
fjallað um háa raunvexti og verð-
tryggingu, sem hvorttveggja skapi
mikinn vanda í vaxtamálum. Valur
sagðist telja að lækkun raunvaxta
væri óhjákvæmilega tengd því
hversu vel tækist að draga úr eftir-
spurn ríkisins eftir innlendu lánsfé.
Þá væri sá verðtryggingarhalli, sem
orðið hefði hjá bönkum og sparisjóð-
um vegna misræmis í reglum um
verðtryggingu, dæmi um vanhugsuð
afskipti stjómmálamanna undanfar-
inna ára af vaxtamálum, og sem
hefði að vissu leyti sett vaxtamálin
í sjálfheldu.
Morgunbiaðið/Árni Sæberg
Sýning á verkum Muggs
Sýning á verkum Guðmundar Thorsteinssonar,
Muggs, var opnuð í Listasafni íslands á laugardag.
A sýningunni eru 93 verk, sem spanna feril lista-
mannsins. Hann lést langt fyrir aldur fram, aðeins
33 ára, árið 1924. Meðal gesta við opnun sýningar-
innar voru frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands
og Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Þau
sjást hér við opnunina ásamt Beru Nordal, forstöðu-
manni Listasafnsins.
Deilt um vinnubrögð á fram-
kvæmdasljórnarfundi VMSI
Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands samþykkti
ályktun á fundi sínum í Borgarnesi á sunnudag þar sem harðlega
er mótmælt áformum'ríkisstjórnarinnar um auknar álögur og hækk-
un á þjónustugjöldum ásamt því að niðurgreiðslur landbúnaðarvara
verði lækkaðar. Segir að þessi áform torveldi gerð kjarasamninga
á þeim grunni sem þjóðarsáttasamningamir vora gerðir á. Tillagan,
sem flutt var af Birni Grétari Sveinssyni, formanni verkalýðsfélags-
ins Jökuls á Höfn í Hornafirði í lok tveggja daga fundar framkvæmda-
stjórnarinnar til undirbúnings þingi VMSÍ í næsta mánuði, var sam-
þykkt með sex atkvæðum aðal- og varamanna, en fimm sátu hjá.
Karl Steinar Guðnason, alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn og vara-
formaður Verkamannasambands íslands, segir að tillagan sé af pólit-
ískum rótum runnin og með þessum vinnubrögðum sé farið fjölda
ára aftur í tímann. Björa Grétar Sveinsson segir að um verkalýðspó-
litík sé að ræða en ekki flokkspólitík
„Við vorum að ljúka tveggja daga
fundi, þar sem ríkti mikil eining.
Þegar ég er að slíta fundi er borin
fram viðkvæm pólkitísk tillaga öllum
að óvörum án þess að ráðgast við
nokkurn mann. Við höfum haft það
vinnulag í Verkamannasambandinu
að bera okkur saman og hafa sam-
vinnu í viðkvæmum málum og með
þessum vinnubrögðum er farið fjölda
ára aftur í tímann," sagði Karl Stein-
ar í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagðist einnig vera í grund-
vallaratriðum á þeirri skoðun að ef
ekki tækist með spamaði og niður-
Vaxtamál:
Ekki tilefni til
að beita handafli
- segir Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri
Birgir Isleifur Gunnarsson banka-
stjóri Seðlabankans segir að ekki
sé tilefni til að beita „handafli"
eða lögum um Seðlabanka til að
knýja banka til að lækka vexti.
Hann segist heldur ekki skilja
bréf Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra til Seðlabankans sem
fyrirmæli um slíkt.
í bréfi Davíðs Oddssonar segir að
Seðlabankanum beri að beita þeim
tækjum, sem hann hafi yfir að ráða,
og fortölum til að veita bönkunum
það aðhald sem þá skorti vegna ófull-
kominna markaðsaðstæðna. í því
efni sé ekki verið að mæla með bein-
um fyrirmælum og tilskipunum.
Birgir ísleifur Gunnarsson sagði
við Morgunblaðið, að Seðlabankinn
hefði átt í viðræðum við bank-ana
eftir síðustu vaxtahækkun þeirra í
ágústbyijun. Vonast væri til að þær
leiddu til sameiginlegrar niðurstöðu
um hvemig best væri að taka á því
misvægi sem orðið hefði milli verð-
tryggðra innlána og óverðtryggra
útlána. Gert væri ráð fyrir að þau
mál færu að skýrast undir miðjan
mánuðinn.
skurði að ná niður ríkissjóðshallan-
um þá myndi það verða til þess að
eyðileggja kjarasamninga vegna
þess að vaxtastigið yrði svo hátt.
Það væri alveg ljóst að þessi tillaga
væri af pólitískum rótum runnin,
enda hefði engum verið sýnd tillagan
fyrirfram. „Ef þessi vinnubrögð eru
það sem koma skal þá er friðurínn
úti 1 Verkamannasambandinu,"
sagði Karl Steinar ennfremur.
Bjöm Grétar SveinSson sagðist
ekki hafa búist við að það yrðu deil-
ur út af þessari ályktun út á við,
þetta væri það sem þau hefðu verið
að gera í framkvæmdastjórn VMSÍ
undanfarin ár, ekki síst meðan síð-
asta ríkisstjórn sat. Hann sagði að
í fréttum í Ríkisútvarpinu á laugar-
dag hefðu komið fram upplýsingar
um auknar álögur, meðal annars 400
milljóna króna skerðingu á niður-
greiðlum. Þeir hefðu fengið fréttina
senda upp í Borgarnes og í fram-
haldi af því hefði þessi ályktun orðið
til. „Það er rétt að ég lagði fram
tillöguna undir liðnum „Önnur mál“
sem er síðastur á dagskrá. Það var
verið ijalla um ályktanir fyrir þingið
og það má segja að ef til vill hefði
maður átt að koma með þetta þar
undir, en mitt mat var það að þetta
ætti að koma undir liðnum „Onnur
mál“ þar sem þetta var ekki á dag-
skránni sem slíkt. Það má líka snúa
dæminu við og spyija: Nú hlýtur til
dæmis formaður fjárhagsnefndar
alþingis að hafa haft þessar upplýs-
ingar undir höndum. Við erum að
undirbúa næstu kjarasamninga. Af
hveiju er okkur ekki sagt frá þessu?
Við heyrum þetta í fréttum, en í
fréttinni segir að það hafi verið skýrt
frá þessu inn á flokksstjómarfundf
Alþýðuflokksins. Þá vil ég einnig
taka það sérstaklega fram af því það
er verið að tala um pólitískar ofsókn-
ir, að atkvæðagreiðslan fór ekki eft-
ir pólitískum Iínum,“ sagði Björn
Grétar.
Aðspurður hvort hann teldi ekki
eðlilegt að hafa samvinnu um svona
tillögur sagði hann að fréttin hefði
legið frammi og oft hefði verið álykt-
að af minna tilefni. „Við rekum verk-
alýðspólitík þarna og höfum gert,
það er ósköp einfalt mál. Ég bið
menn að nefna dæmi um annað ef
það er ekki rétt. Auðvitað skil ég
að menn geta lent í erfiðum aðstæð-
um þegar þeir eru til dæmis annars
vegar formaður fjárhagsnefndar Al-
þingis, sem er meðal annars lykil-
maður í að koma svona tillögum í
gegn, og hins vegar starfandi form-
aður Verkamannasambandsins. Það
hljóta að vera einhverjir hagsmunaá-
rekstrar, en það er bara ekki mitt
vandamál. Ég tel að þetta þurfi eng-
an dilk að draga á eftir sér, einfald-
lega vegna þess að það er ekkert
nýtt að menn séu að takast á um
skoðanir,“ sagði Bjöm Grétar.
Ályktunin er svohljóðandi í heild:
„Fundur framkvæmdastjórnar
Verkamannasambandsins, haldinn í
Borgarnesi 8. september, mótmælir
harðlega áformum ríkisstjórnarinnar
sem fram komu í fréttatíma ríkisút-
varpsins í gær, um auknar álögur
og hækkun á þjónustugjöldum
ásamt því að niðurgreiðslur Iandbún-
aðarvara verði lækkaðar. Öll þessi
áform munu gera samningsgerð erf-
iðari og rýra möguleika til þess að
hægt verði að gera kjarasamning
sem byggi á þeim grurini sem síð-
asti kjarasamningur lagði. Verka-
mannasambandið varar við alvarleg-
um afleiðingum þeirra áforma sem
lýsa sér í hugmyndum ríkisstjómar-
innar um næstu íjárlagagerð þar
sem gjaldtaka á almenning er veru-
lega aukin.“
Níu aðalmenn eiga sæti í fram-
kvæmdastjóm VMSI auk sjö vara-
manna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins voru ellefu mættir
og greiddu eftirtaldir tillögunni at-
kvæði auk Björns Grétars: Björn
Snæbjörnsson, varaformaður Ein-
ingar á Akureyri, Halldór Björnsson,
varaformaður Dagsbrúnar í Reykja-
vík, Einar Karlsson, frá verkalýðsfé-
lagi Stykkishólms, Guðríður Elías-
dóttir, formaður verkakvennafélags-
ins Framtíðarinnar í Hafnarfirði, og
Karítas Pálsdóttir, frá verkalýðsfé-
laginu Baldri á Isafirði. Þeir sem
sátu hjá voru auk Karls Steinars:
Jón Karlsson, formaður verkamann-
afélagsins Fram á Sauðarkrók,
Ragna Bergmann, formaður verka-
kvennafélagsins Framsóknar í
Reykjavík, Snær Karlsson, formaður
fiskvinnsludeildar VMSÍ _og starfs-
maður þess og Guðrún Ólafsdóttir,
varaformaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur.
Tveir aðalmenn í framkvæmda-
stjórn gátu ekki mætt á fundinn,
þeir Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar og VMSI, og
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
verkamannafélagsins Hlífar í Hafn-
arfirði.
--------------
N orðurlandamót
barnaskóla í skák:
Islenska
sveitin í
fyrsta sæti
SVEIT íslands sigraði á Norður-
landamóti barnaskólasveita í
skák, sem haldið var í Kaup-
mannahöfn dagana 5.-8. septemb-
er síðastliðinn. Fulltrúi íslands á
mótinu var skáksveit Æfingaskóla
K.H.Í., og hlaut hún 13‘Æ vinning
af 20 mögulegum. í öðru sæti varð
sænska sveitin með 12Vz vinning,
og í þriðja sæti varð norska sveit-
in með 12 vinninga.
íslenska sveitin var skipuð þeim
Arriari E. Gunnarssyni á 1. borði,
sem hlaut 3'h vinning, Braga Þor-
finnssyni á 2. borði, sem hlaut 4 vinn-
inga, Birni Þorfinnssyni á 3. borði,
sem hlaut 3 vinninga, og Frey Karls-
syni á 4. borði, sem einnig hlaut 3
vinninga. Varamaður var Oddur
Ingimarsson, en hann tefldi enga
skák. Fararstjóri og fyrirliði var Ólaf-
ur Guðmundsson, kennari við
Æfingaskólann.