Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 27 Eldur logaði frá miðju skipi og afturúr, stjórnborðsmegin, og í íbúðum um borð í Bylgjunni. líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá frystikistu sem var í stjórn- borðsgangi skipsins. Ekkert hafði verið unnið í skipinu frá því síðdeg- is á föstudag en rafmagn var á skipinu um landtengingu. Geir Jón sagði að tjón á skipinu væri mjög mikið. Allt í íbúðum skipsins væri ónýtt. Tæki í brú stórskemmd eða ónýt og sömuleið- is klæðning á millidekki. Sagði hann ljóst að tjónið næmi tugmillj- ónum. Matthías Óskarsson, útgerðar- maður Bylgju VE, sagði í samtali við Morgunblaðið að Bylgja hefði farið í Skipalyftuna síðastliðinn þriðjudag og ráðgert hefði verið lCJt Reykkafarar könnuðu vistarverur um leið og það var mögulegt vegna elds og hita. að skipið færi niður að nýju næsta miðvikudag. „Það var verið að setja asdik í bátinn og það var aðal ástæðan fyrir því að við fórum í slipp,“ sagði Matthías. Hann sagði að tjónið á skipinu væri mikið og ljóst að skipið yrði frá veiðum að minnsta kosti í þijá til íjóra mánuði. Grímur V estmannaeyjar; Milljónatjón eftir bruna í Bylgju VE V estmannaeyj um. MILLJÓNATJÓN varð í Bylgju VE á sunnudagsmorgun er eld- ur kom upp í skipinu þar sem það stóð í Skipalyftunni í Eyj- um. Allttiltækt lið slökkviliðsins í Eyjum var kvatt út og tók slökkvistarfið þrjá og hálfan klukkutíma. Skipið er mikið skemmt eftir brunann og er talið að Ijónið skipti tugmilljón- um. Selfoss: Brúarsýning- in opintil 15. september Selfossi. SÝNINGIN sem sett hefur verið upp í Tryggvaskála og gefur sögulegt yfirlit yfir samgöngur, byggingu Ólfusárbrúar og þróun þétt- býlis á Selfossi verður opin til 15. september. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að framlengja hana. Hún verð- ur opin klukkan 16-19 þessa daga nema helgina 14. og 15. september kl. 14-19. Sig. Jóns. Slökkviliðið var kvatt út um klukkan ellefu. Þá lagði reyk frá skipinu, þar sem það stóð uppi í Skipalyftunni. Er slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur, reykur og hiti í skipinu. Að sögn Elíasar Baldvinssonar, slökkviliðsstjóra, voru allar aðstæður til slökkvi- ' starfs mjög erfiðar. „Aðkoman var vægast sagt hryllileg,“ sagði hann. Hann sagði að þeir hefðu reynt nýja aðferð við slökkvistarfíð, sem var reyklosun við yfirþrýsting og gafst það vel og opnaði slökkviliðs- mönnum leið að eldinum inni í skipinu. Elías sagði að mestur eld- ur hefði verið aftarlega í stjórn- borðsgangi skipsins en annars hefði verið eldur frá miðju skipi og afturúr, stjómborðsmegin, og í íbúðum skipsins. Slökkviliðinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins um klukkan hálf þijú en eftir það var staðin vakt í skipinu fram eftir degi. „Við fengum nýjan slökkvibíl í vor og hann er aldeilis búinn að sanna gildi sitt síðan hann kom. Við höfum nú þurft að kljást við tvo stóra skipsbruna á stuttum tíma og ég veit ekki hvernig þetta hefði farið hjá okkur ef nýja bíls- ins hefði ekki notið við. í það minnsta hefði örugglega gengið erfiðlega að ráða niðurlögum elds- ins í Bylgjunni ef við hefðum ekki haft nýja bílinn," sagði Elías Bald- vinsson, slökkviliðsstjóri. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, rannsóknarlögreglumanns, er talið DJ OKMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Umboðsmenn um land allt. Örugg eldamennska meö Tefal óhöldum Með Tefal álpotta ogpönnur ertu með óbrigðul áhöld í böndunum. Tefal hefur í dag heimsforystu í framleiðslu FTPE-húðaðra eldunaráhalda. Einkenni þeirra er sterk húð serti ekki flagnar en vamar því algerlega að matur festist við. Léttleiki og jöfn hitadreifing gera eldun með Tefal mjög þægilega. Tefal áhöldin hœfa öllum gerðum eldunartækja. Fáðu þérpotta ogpönnur í úrvalsflokki, á einkar hagstœðu verði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.