Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.09.1991, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 28 Azerbajdzhan: Tugþúsundir manna mótmæla forsetakosningum Baku. Reuter. TUGÞUSUNDIR þjóðernissinna efndu til mótmæla í Azerbajdz- han í suðurhluta Sovétríkjanna á sunnudag er efnt var til forseta- kosninga í lýðveldinu. Aðeins einn var í framboði, Ayaz Mut- alibov, fyrrum kommúnistaleið- Friðarráðstefna fyr- ir Miðausturlönd: Israelar hóta að sitja heima Jerúsalem, Washington. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra Israels, sagði í gær að Isra- elar tækju ekki þátt í friðarráð- stefnu fyrir Miðausturlönd ef fulltrúar Palestínumanna á ráð- stefnunni uppfylltu ekki skilyrði sem þeir settu. Með þessu eru ísraelar taldir vilja gera minna úr ágreiningi vegna fjármálaábyrgða sem George Bush Bandaríkjaforseti vill fresta að sam- þykkja til þess að spilla ekki mögu- leikum á að ráðstefna verði haldin. Deilan um fulltrúa Palestínu- manna hefur verið helsta hindrun í vegi friðarráðstefnu sem stefnt hefur verið að í október. ísraelar hafa þar til í gær forðast að segja hver viðbrögð þeirra yrðu líkaði þeim ekki skipan sendisveitar Pa- lestínumanna. Þeir vilja hvorki að Plestínumenn frá austurhluta Jerú- salem verði í sveitinni né menn sem tengjast Frelsissamtökum Palestín- umanna (PLO). togi, sem hefur verið sakaður um að hafa stutt misheppnað valda- rán sovéskra harðlínukommún- ista í ágúst. Helsti andstæðingur hans, jafnaðarmaðurinn Zard- usht Ali-Zade, hafði dregið fram- boð sitt til baka og hvatt til þess að kosningunum yrði frestað. Efnt var til fjöldafundar í mið- borg Baku, höfuðborgar Azerbajdz- hans, þar sem leiðtogar Þjóðfylk- ingarinnar, hreyfingar azerskra þjóðernissinna, gagnrýndu Mut- alibov og hvöttu Azera til að snið- ganga forsetakosningamar. „Þetta eru ólýðræðislegar kosningar,“ sagði einn þeirra, Ebulfez Elcibey. „Við verðum að fá eftirlitsmenn frá lýðræðislegum ríkjum. Við þurfum að kjósa nýtt þing. Fyrr getum við ekki efnt til lýðræðislegra forseta- kosninga.“ Mótmælendurnir minntust einnig 200 manna, sem biðu bana í götu- bardögum í Baku í janúar í fyrra. Sovéskir skriðdrekar réðust þá inn í borgina til að koma á lögum og reglu eftir átök milli Azera og Arm- ena. Embættismenn sögðu á sunnu- dag að 78,7% kjósenda hefðu neytt atkvæðisréttar síns. Leiðtogar þjóð- ernissinna höfðu sagt fyrir kosning- arnar að stjórn lýðveldisins myndi falsa úrslitin og spáð því að aðeins 15% myndu greiða atkvæði. Þing Azerbajdzhans lýsti yfir sjálfstæði lýðveldisins skömmu eftir misheppnað valdarán harðlínu- kommúnista í ágúst. Azersk stjórn- völd taka nú þátt í viðræðum að minnsta kosti tíu sovétlýðvelda um stofnun nýs, laustengds sambands fullvalda ríkja. FAA vill að hönnun knývenda verði breytt Fyrirskipar skoðun á hreyflum Boeing-757 Seattle. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) fór þess á leit við helstu flugvélaframleiðendur heims um helgina að þeir tækju hönnun knývenda á þotum sínum til end- urskoðunar. Er þetta gert í fram- haldi af rannsókn á hreyflum Boeing-767 þotunnar sem fórst á flugi yfir Tælandi 26. maí sl. Tilmælum FAA er einkum beint til þriggja stærstu framleiðenda farþegaflugvéla, bandarísku verk- smiðjanna Boeing og McDonnell Douglas og frönsku verksmiðjanna Airbus. Heimildir herma að sérfræðingar FAA hafí nokkrar áhyggjur af kný- vendum tveggja hreyfla þotna á borð við Boeing 757 og 767, Airbus A300, A310, A320 og A330 og McDonnell Douglas MD-11. Komið hefði í ljós við hreyfiltilraunir í vind- göngum að þotur á borð við Boeing- 767 gætu snarsnúist og oltið ef knývendar kæmu skyndilega á hreyfil sem beitt væri af fullu afli. Fullsannað þykir að annar hreyf- ill þotu Lauda-flugfélagsins, sem fórst á flugi yfir Tælandi, hafi skyndilega knývent er þotan var að klifra í um 24.000 feta hæð skömmu eftir flugtak frá flugvellin- um í Bangkok. Auk þessa fyrirskipaði FAA skoðun á knývendum flugvéla af gerðinni Boeing-757, sem knúnar eru Pratt & Whitney PW2000- hreyflum. Fengu flugfélög fyrir- mæli um að ljúka skoðun þessari í dag og gær, en hún var fólgin í því að ganga úr skugga um rafteng- ingar og að skipta um þéttingar í hluta knývendibúnaðarins. Flugslysið yfir Tælandi: Staðfest að knývendir olli slysinu Bangkok. Reuter. SUTHEP Theparak, flugmar- skálkur, formaður nefndar sem rannsakaði orsakir þess að þota austurríska flugfélagsins Lauda Air fórst með 223 mönnum yfir Tælandi 26. maí sl., staðfesti í gær, að bilun í knývendi annars hreyfils þotunnar hefði ráðið örlögum flugvélarinnar. „Við getum staðfest að knývend- ir orsakaði óhappið," sagði Thepar- ak. Hann sagðist ekki vilja útskýra nánar hvað gerst hefði og sagði að formleg yfirlýsing um orsök slyssins yrði gefin út í Bandaríkjunum 18. september, eftir viðræður við full- trúa þarlendrar stofnunar (NTSB) sem rannsakar og fjallar um slys við farþegaflutninga. Komið hefur fram í fréttum að vísbendingar fundust fljótlega eftir slysið er bentu til þess að annar hreyfill þotunnar hefði skyndilega knývent 15 mínútum eftir flugtak er þotan klifraði undir fullu afli í 24.000 hæð. Liðsmenn Inkatha mótmæla í sjálfstjórnarhéraðinu Thokoza á sunnudag. Þeir bera hefðbundin vopn blökkumanna. % Blökkumannahreyfingar í Suður-Afríku: Friðarsáttmáli í sjónmáli þrátt fyrir mannskæð átök Jóhannesarborg. Reuter. LEIÐTOGAR tveggja stærstu blökkumannahreyfinganna í Suður-Afr- íku, Nelson Mandela, sem leiðir Afríska þjóðarráðið, og Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokks Zúlúmanna, lýstu í gær yfir að þeir væru staðráðnir í að skrifa undir friðarsáttmála til að binda enda á átök á milli liðsmanna hreyfinganna. Þeir gáfu þessar yfirlýsing- ar þrátt fyrir að átök í sjálfstjórnarhéruðum blökkumanna hefðu bloss- að upp um helgina og a.m.k. 57 menn fallið. Þrír menn vopnaðir AK-47 rifflum gerðu 300 félögum í Inkatha fyrirsát á sunnudag og drápu 24 þeirra. Varð þetta til að hleypa af stað hatrömmum átökum í sjálfstjómar- héruðunum, með þeim afleiðingum að alls 57 manns létu lífið og fjöl- margir særðust. Þetta gerðist aðeins sex dögum áður en skrifa átti undir friðarsáttmálann, en yflr 2.000 manns hafa látið lífíð í átökum blökk- umanna á síðastliðnum tólf mánuð- um. Stjórnvöld hvöttu til þess að ró kæmist á og veittu lögreglunni leit- ar- og handtökuheimildir í sjálf- stjómarhéruðunum Thokoza, Voslor- us, Katlehong og Tembisa, og veitti henni einnig aukið valdsvið í Soweto, fjölmennasta héraðinu. Buthelezi sagði í sjónvarpsviðtali að hann myndi mæta á friðarráð- stefnuna um næstu helgi og skrifa undir sáttmálann. „Eg vil beina því til félaga okkar að þeir ættu ekki að flnna til vanmáttar eða hræðslu vegna þess sem gerst hefur,“ sagði hann. „Við munum ekki hvika frá markmiðum okkar, hvað sem öllum skothríðum úr AK-74 rifflum líður.“ Mandela sagði á fréttamannafundi að Afríska þjóðarráðið myndi einnig skrifa undir sáttmálann. Hann sagði að árásin á Inkatha-félagana væri greinilega tilraun til að koma í veg fyrir að skrifað yrði undir friðarsátt- mála. Þrír hvítir hægrisinnaðir öfga- menn hættu í gær átta vikna hungur- verkfalli og sögðu að þeim hefði mistekist að telja forseta Suður-Afr- íku, F.W. de Klerk, á að fella niður ákærur á hendur þeim. Mennimir hófu hungurverkfallið í júlí og kröfðust þess að verða veitt sakaruppgjöf líkt og 1.100 félögum Afríska þjóðarráðsins. De Klerk kvað uppúr með það í síðustu viku að mennirnir væru ekki pólitískir fangar og að réttað yrði í máli þeirra, en þeir era ákærðir fyrir morð og morðt- ilraun. Mennimir þrír eru félagar í öfgasam- tökum hvítra, Orde Boerevolk (Sam- tökum Búaþjóðarinnar). ixsvE/r Langar þin aú starfa í hjálgaisveit? Hjálparsveit skáta í Garðabæ býður þeim, sem áhuga hafa á hjálparsveit- arstarfi, á kynningarfund í húsnæði sveitarinnar við Bæjarbraut fimmtu- daginn 12. september nk. kl. 20.00. Við leitum að fólki frá 17 ára aldri, sem áhuga hefur á björgunarstörfum, námskeiðum og ferðalögum tengdum þeim. Á fundinum munum við kynna störf okkar í máli og myndum. Láttu sjá þig!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.