Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 50

Morgunblaðið - 10.09.1991, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Lárus Pétursson Hjaltested — Minning Fæddur 24. janúar 1945 Dáinn 1. september 1991 Eitt sinn verða allir menn að deyja, en það er samt alltaf jafn sárt þegar einhver manni kær yfir- gefur þetta líf. Lárus Hjaltested lést á heimili sínu þann 1. september sl. og hafði þá barist við illvígan sjúk- dóm í tæp þijú ár. í sinni hljóðu baráttu sýndi hann mikinn styrk því það er erfitt að horfast í augu við dauðann og fá þar engu breytt. Lárus er farinn frá okkur langt um aldur fram. Við hefðum öll viljað & njóta nærveru hans og félagsskapar lengur. Kynni okkar Lárusar hófust er ég kom inn í fjölskylduna með Ófeigi bróður hans og mun ég ætíð minn- ast hversu vel hann tók mér. Kynni okkar voru ekki löng en þau voru góð, en mitt í skugga sorgar og saknaðar streyma fram minningar um þær skemmtilegu stundir er við áttum með þeim hjónum Lárusi og Gróu. Ungur að árum gekk Lárus að eiga Unni Magnúsdóttur og eignuð- ust þau synina Georg Pétur og Magnús Jens en þau slitu samvist- um. Seinni kona Lárusar var eins og áður er getið Gróa Siguijónsdótt- ■1 ir. Lárus var maður hæglátur, fríður og bjartur yfirlitum. Sú ást og sú umhyggja er hann sýndi sonum sín- um og fóstursyninum Arnari var aðdáunarverð. I hjörtum okkar eigum við minn- ingu um góðan dreng sem nú hefur lokið vegferð sinni hér á jörð. Elsku Gróa, Pétur, Magnús Jens og Arnar svo og foreldrar hans Guðrún og Pétur, söknuður ykkar er mikill og megi algóður Guð gefa I ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Lárusar Hjalte- sted. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt.“ (V.Briem) Edda Tryggvadóttir Það kom sem reiðarslag er frétt- in barst sunnudaginn 1. september að Lárus mágur minn væri látinn. Lalla, en svo var hann jafnan kallaður, kynntist ég fyrir 28 árum og eigriaðist þar fljótlega góðan vin og hefur sá vinskapur haldist síðan án þess að skugga bæri á. Lalli var sonur hjónanna Guðrúnar Ófeigs- dóttur og Georgs Péturs Hjaltested næst elstur fjögurra systkina. Val- gerður elst, síðan Lárus, Ófeigur og Pétur yngstur. Ungur kynntist hann Unni Magnúsdóttur og gengu þau í hjónaband 1968. Þau byggðu sér fallegt hús í Kópavogi og eign- uðust drengina Georg Pétur og Magnús Jens, sem ávallt voru hans augasteinar. Þeim Unni auðnaðist ekki sam- búðin og slitu samvistum. Nokkrum árum seinna hitti hann eftirlifandi konu sína Gróu Siguijónsdóttur. Gróa á þijú börn og því yngsta Arnari gekk Lárus í föðurstað. Mér varð strax ljóst er ég kynnt- ist Lalla að hann var á margan hátt all- sérstæður persónuleiki. Hann var bráðgreindur bæði til munns og handa. Það sem hann tók sér fyrir hendur var alltaf vel af hendi Ieyst. Þótt manni fyndist hann ekki fara hratt við vinnu hafði hann þann ágæta eiginleika að þurfa aldrei að vinna sama verkið tvisvar því það var alltaf í lagi eftir fyrstu umferð. Lalli var mjög hlédrægur og ekkert var fjær honum en að trana sér fram, þannig að þeir voru ekki margir sem náðu því að kynn- ast honum vel, en þeir sem áttu því láni að fagna vissu hve leiftr- andi fyndinn hann var og hvernig hann gat beitt hárfínu háði þegar því var að skipta. Einnig fékk mað- ur að kynnast stríðnispúkanum sem Lalli gat ekki stillt sig um að leyfa að njóta sín á stundum. En allt var það græskulaust, ekki var hægt að hugsa sér heiðvirðari mann en Lalla, engan vildi' hann særa vilj- andi og mörg eru þau orðatiltæki og setningar, sem maður notar og eru komin beint frá honum. Náttúruunnandi var Lalli og hafði þó sérstaklega gaman af fu- glaskoðun og var búinn að safna mikilli vitneskju um líferni þeirra margra þótt aldrei hafí hann skráð neitt þar um, til þess var hógværð- in alltof mikil. Þó var mjög gaman að fylgjast með hve vel hann gat sinnt þessum fræðum eftir að þau Gróa fluttu að Kríunesi fyrir u.þ.b. ári síðan. Nú kveðjum við góðan og sér- stæðan dreng, sem lést alltof fljótt einmitt þegar þau Gróa voru búin að búa svo vel um sig á Kríunesi við Vatnsenda en þeim stað fannst manni Lárus alltaf tiiheyra. Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Gestur Einarsson Sunnudagurinn 1. september sl. var að kvöldi kominn er mér barst sú harmafregn, að minn góði vinur og frændi Lárus Hjaltested væri allur. Kom dánarfregn haijs mjög óvænt og varð okkur hans nánustu verulegt áfall. Reyndar vissum við að Lárus hafði glímt við sjúkdóm hin síðari árin, en ekkert okkar bjóst við því að svona skjótt yrði um hann. Lárus heitinn var fæddur í Reykjavík 24. janúar 1945, sonur hjónanna Guðrúnar Ófeigsdóttur Hjaltested og Péturs Hjaltested, Brávallagötu 6 í Reykjavík. Stóðu að Lárusi sterkir stofnar, móðurfor- eldrar hans voru hjónin Valgerður Guðmundsdóttir frá Hólakoti í Hrunamannahreppi og Ófeigur Jónsson frá Eystra-Geldingaholti í Gnúpveijahreppi. Föðurforeldrar Lárusar voru hins vegar Sigríður Guðný Jónsdóttir og eiginmaður hennar Lárus Pétursson Hjaltested frá Sunnuhvoli í Reykjavík, en þau eru einnig afi og amma undirritaðs. Afí Lárus og amma Sigríður bjuggu mestallan sinn búskap á Vatnsenda við Elliðavatn. Þar í sveitinni lágu saman fyrstu spor okkar Lalla frænda eins og Lárus heitinn var oft nefndur. Þar lifðum við áhyggjulausa bernsku og áttum mjög góða daga, en Pétur og Rúna foreldrar Lalla reistu sumarhús þar efra er þau nefndu Kríunes og var það næsta hús við æskuheimili mitt Fagranes. Þau hjónin á Brávalla- götunni komu á vorin eins og far- fuglamir og settust að í Kríunesi með sinn bjarta bamahóp en auk Lalla heitins áttu þau synina Ófeig og Pétur og dótturina Valgerði. Var svo dvalist sumarlangt við leiki og störf og stóð Lalli oftast okkar fremstur enda íþróttamaður góður. Lék hann knattspyrnu með yngri flokkum KR og Þróttar og þá ávallt sem sóknarmaður. Á þessum árum hóf Lalli skóla- göngu við Melaskólann og sóttist honum námið vel. Fór hann síðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og þaðan lá leið hans í Verslunarskóla Islands og lauk hann prófi þaðan 1964. Það var einmitt á unglingsár- unum, sem ég kynritist Lalla frænda betur en margur annar. Ég bjó þá um eins árs skeið á heimili foreldra hans á Brávallagötu 6. Urðum við Lalli upp frá því eins og bestu bræður og þykir mér vænt um að geta sagt í dag að það var .bræðravinátta sem aldrei bar skugga á. Þetta ár mitt á heimili Péturs og Rúriu var um margt ógleymanlegt, ekki síst fyrir þann kærleik sem þar ríkti. Móðurforeldrar Lalla voru þá á lífi og þar að auki bjuggu í húsinu Stefanía móðursystir hans og hennar maður Eiríkur. Fór Lalli ekki varhluta af velvild þessa sóma- fólks. Margt var auðvitað brallað á unglingsárunum. Við strákarnir stunduðum böll og aðrar skemmt- anir eins og gengur og fórum í ævintýraferðir austur í sveitir á sumrin. Lalli þekkti vel til í Hruna- mannahreppi þar sem hann var í sveit nokkur sumur hjá móðurfólki sínu í Dalbæ en ég var um svipað leyti á Fjalli á Skeiðum. Sóttum við því mikið í sveitirnar fyrir austan Fjall. í einni slíkri ævintýraferð í Þjórs- árdal hittum við ágæta stúlku, + Stjúpa okkar og föðursystir, PETRÍNA KRISTÍN JAKOBSSON, Fossöldu 5, Hellu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. september kl. 13.30. Aðstandendur. + Eiginmaður minn, INGÓLFUR EIDE EYJÓLFSSON, Garðbraut 74, Garði, lést aðfaranótt 7. september. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, * Erla Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLBORG GUNNARSDÓTTIR frá Reyðarfirði, Einarsnesi 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. septem- ber kl. 15.00. Gunnar Þorkelsson, Erna Grétarsdóttir, Erlendur Á. Erlendsson, Vilborg Nikulásdóttir, Ingi S. Erlendsson, Rannveig Gisladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Vinur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN DANÍELSSON fyrrv. skipstjóri frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 11. sept- ember kl. 13.30. Anna Marta Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hartmann Jónsson, Sveinbjörg Helgadóttir, Ásta Jónsdóttir, PállJónsson, Eva Jónsdóttir, Björk Jónsdóttir, Leifur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. í + Ástkær eiginkona min og móðir okkar, HELGA SÆMUNDSDÓTTIR, Miðbraut 26, Seltjarnarnesi, sem lést 2. september sl., verður jarðsett frá Seltjarnarneskirkju í dag, þriðjudaginn 10. september, kl. 15.00. Karl Þórðarson, Guðný Kristjánsdóttir, Páll Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, Anna Katrín Kristjánsdóttir. + Bróðir okkar, JÓN PÁLSSON, Seljaiandi i Fljótshverfi, lést 26. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega alla veitta aðstoð og samúð. Guð blessi ykkur öll. Systkinin. Unni Magnúsdóttur úr Kópavogi. Lalli vann um þær mundir við fyrir- tæki foreldra sinna, Málningaversl- un P. Hjaltested, og varð það hans aðal starfsvettvangur að námi loknu. Mál þeirra Unnar þróuðust þannig næstu árin að þau giftu sig og stofnuðu heimili. Áttu þau sam- an synina Pétur og Magnús, sem nú sjá á eftir kærleiksríkum föður. Já, Lalla þótti innilega vænt um drengina sína og þó þau Unnur slitu samvistum reyndist hann þeim allt- af sérlega vel. Lalli tók skilnaðinn nærri sér. Þó ekki flíkaði hann til- finningum sínum vissum við, sem þekktum hann best, að þetta var tími þungu sporanna. Eigi að síður var samband þeirra Unriar ávallt gott. Lífíð brosti líka við honum á ný þegar hann kynntist Gróu Sigur- jónsdóttur. í henni fann hann kær- leiksríka konu og góðan félagsskap. Þau Gróa hófu sambúð og giftu sig síðan. Gekk Lalli ungum syni henn- ar Arnari í föður stað og var sam- band þeirra mjög kært og báðum mikilvægt. En það lýsir Lalla mjög vel að eitt það síðasta sem hann sagði við mig var: „Arnar litli verð- ur að skilja, að hann á tvo pabba.“ Þessi orð lýsa Lalla frænda einmitt mjög vel. Hann var tilbúinn að gefa Amari litla alla föðummhyggju en vildi þó engan veginn skyggja á fyrri mann Gróu. Og þannig var Lárus frændi minn alla tíð. Hann hafði gaman af að gleðjast með glöðum, en kærði sig ekki um það að vera í sviðsljósinu. Þó var hann mannblendinn á sinn hátt. Einkum gagnvart gömlum vinum og ættingjum. Kom það ber- lega í ljós í sumar, er hann sagði mér frá ættarmóti móðurfólks síns. Þar hitti hann marga úr Hreppun- um og hafði mikla ánægju af. Með- al annarra sem Lalli hitti þá var Dalbæjarfólkið, sem alla tíð reynd- ist honum afar vel. Föðurættin kom líka saman fyrir rúmum mánuði. Var það góður mannfagnaður og Lalli lék við hvern sinn fingur. Þau Gróa höfðu nýlega lokið end- urbótum á Kríunesi, þar sem þau höfðu búið um eins árs skeið. Þar uppfrá undu þau hag sínum vel. Þar gat Lalli verið með hestana sína, en við frændurnir stunduðum hestamennsku hin síðari árin. Héld- um við hópinn nokkrir saman á þeim vettvangi og var Lalli þá í essinu sínu. Og þannig lætur mér vel að muna kæran vin, glaðan og reifan í góðra vina samfylgd. Ég veit að söknuður hans nán- ustu er mikill: Eiginkonunnar Gróu, sonanna Péturs, Magnúsar og Arn- ars litla, systkinanna Völu, Offa og Péturs og þeirra fjölskyldna, svo og Stebbu móðursystur hans. Allt þetta fólk og margir fleiri eiga nú um sárt að binda. Söknuður for- eldra Lárusar er mikill. Öll árin sem hann stóð með þeim í verslunar- rekstrinum batt þau böndum sem voru óvenju sterk. Veit ég að þau þakka honum sérstaklega alla tryggðina gegnum árin. Og ég veit að hann vill einnig þakka þeim, sem aldrei brugðust. Blessuð sé minning Lárusar Hjaltested. Óli frændi Blómostofa Fridfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.