Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 58

Morgunblaðið - 10.09.1991, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Þrekraun þó að við hefð- uni forystu allan tímann — sagði Finninn Hasse Kallström, annar signrvegari alþjóðarallsins „ÞETTA var þrekraun þó að við værum í forystu allan tímann, keppn- in var erfið en skemmtileg. Þegar við lukum síðustu sérleiðinni við Þingvelli, þá klökknaði ég og táraðist af gleði. Það var mikil sæla að vinna þessa keppni,“ sagði Hasse Kallström aðstoðarökumaður Saku Viierima, en saman unnu þeir alþjóðarall Kumho um fielgina. Hasse var í sinni fyrstu rallkeppni og vann í þessari frumraun í rallbíl, en Viierima sýndi yfirvegun eftir að hann náði öruggu for- skoti á Lancia Delta Integrale og varð tólf mínútum á undan næsta bíl í mark. Það var Ford Escart Páls Harðarsonar og Witeks Bog- danski, sem skaust framúr Finnunum Peter Geitel og Kaj Hakkinen á Mazda 323 44, en þeir unnu flokk óbreyttra bíla. dags. Eftir þetta áttu þeir sér ekki viðreisnar von og sprengdu þeir níu sinnum í keppninni, á dekkjum sem þeir voru að prófa í fyrsta skipti. Eftir tvo fyrstu dagana virtist því allt stefna í það að Finnarnir yrði í tveimur fyrstu sætunum, en á Kaldadal sprengdi Peter Geitel og skekkti síðan afturfjöðrunina, þannig að hann tapaði miklum tíma. Hann lenti einnig í vandræðum með bremsukerfið eftir þetta og varð að slaka á undir lokin, sem varð til þess að Páll og Witek skutust fram- úr á síðustu sérleiðinni, en þeir höfðu ekið af öryggi og festu alla keppnina. „Ég naut margra sérleiða vel, en það verður að fella grófustu leiðirn- ar út fyrir Norðurlandamótið á næsta ári. Ég kem aftur að ári, lík- lega á nýjum keppnisbíl, sem ég er að vonast eftir,“ sagði sigui’veg- arinn Saku Viierima í samtali við Morgunblaðið. „Margir íslensku ökumannanna virtust fljótir, en til að ná árangri á alþjóðamælikvarða verða þeir að eignast öflugri keppnisbíla og kynn- ast vegum annars staðar. Þeir verða að bera sig saman á fleiri stöðum en á íslandi, til að sjá hvernig þeir standa gagnvart erlendum öku- mönnum. Það er ekki nóg að aka hratt á sömu vegum í tíu ár, það er ekki raunhæfur mælikvarði á getu manna, vilji þeir bera sig sam- an við þá fljótustu erlendis, eins og virðist ríkt í þeim í dag,“ sagði Saku. Lokastaðan í Kumho rallinu: Refs./mín. 1. Saku Viierima/Hasse Kallström, Lancia Deita 44 260.11 2. Páll Harðarson/ Witek Bogdanski, Ford Escort 272.05 3. Peter Geitel/ Kaj Hakkinen, Mazda 323 44 272.40 4. Birgir Vagnsson/ Halldór Gíslason, Chevette 274.01 5. Sigurður B. Guðmundsson/ Rögnvaldur Pálmason, Ford 286.54 6. Tómas H. Jóhannesson/ Elías Jóhannesson, Mazda 323 44 293.42 Sigurvegarar í gengi N, Peter Geitel/Hasse Kallström, gengi X Páll Harðarson/Witek Bogdanski, gengi A Saku Viierima/Hasse Kallström. Flokkasigurvegarar, Óskar Ólafsson/Jóhannes Jóhann- esson Lada, Alasdair Smith/Ari Arnórsson VW Golf, Aðalsteinn Þ. Jónsson/Elvar Magnússon Toyota, Hermann Þorláksson/Þórsteinn Jó- hannsson, Birgir Vagnsson/Halldór Gíslason, Páll Harðarson/Witek Bogdanski. ■ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sambandi ungra framsóknarmanna: „Þjóð- málanefnd Sambands ungra fram- sóknarmanna dáist að dugnaði og frumleika ráðherra Alþýðuflokks við leit að nýjum skattstofnun. Þjóð- málanefndin telur að fyrst ráðherr- arnir séu komnir niður á aðferð til að skattleggja dýrastofna á Islandi beri að snúa sér að fijósamari stofn- um en hrossastofninum. Þjóðmála- nefnd SUF vill vekja athygli ráð- herra Alþýðuflokksins á skattlagn- ingu á hamstra, ketti, kanínur. Verði býflugnarækt í framtíðinni stunduð að einhveiju marki á ís- landi má gera ráð fyrir að ráðsnilld Alþýðuflokksins hafi bjargað ríkis- sjóði í eitt skipti fyir öll.“ NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð kr. 1.600. ORÐABÓKAÚTGÁFAN < • |> t ( Ul m* * l* *111'11 ‘ V* P ‘ ‘ li. I 1,; I ->, I p\', I|-.I O.'I i Aldrei hafa fleiri lokið alþjóða- rallinu, sem nú var haldið í tólfta skipti, 29 keppendur lögðu af stað, en 18 þeirra komust á leiðarenda. Finnarnir höfðu strax nokkra yfir- burði í keppninni, en tvær íslenskar áhafnir áttu hvað mesta möguleika á að veita þeim verulega keppni. Steingrímur Ingason og Guðmund- ur B. Steinþórsson á Nissan 240RS voru í öðru sæti eftir fyrsta dag af þremur, en drifbúnaðurinn í bíln- um bilaði fljótlega á öðrum degi og þeir urðu að hætta keppni. íslands- meistararnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323 44 áttu ekki sjö dagana sæla. Fyrst töpuðu þeir miklum tíma vegna bilaðrar bensíndælu og voru í síðasta sæti, síðan sprakk hjá þeim og felgubolti forskrúfaðist, þannig að þeir gátu ekki skipt um dekk. Urðu þeir að aka tugi kílómetra á felgunni, sem var orðinn jafnlítil og súpudiskur þegar þeir komu í endamark fyrsta Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kampakátir Finnar fagna sigri fyrir utan Hjólbarðaböllina sem styrkti keppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Hasse Kallström var í sinni fyrstu rallkeppni og keppnin var því mikil upplifun fyrir hann, við hliðina á einum besta ökumanni Finnlands. 0* NÍeV& ^ á BU^TArELL Bíldshöfða 14,112 Reykjavík, símar 91 -672545/676840.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.