Morgunblaðið - 19.09.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 19.09.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Bijótast útlendingar inn í sjávarútveginn með dómi? eftir Hjörleif Guttormsson Eftir að Evrópudómstóllinn kvað upp sinn dóm gegn Bretum 25. júlí 1991, þar sem dæmd voru ómerk bresk lög sem takmarka áttu skrán- ingu erlendra fiskiskipa og aðgang þeirra að veiðum í breskri lögsögu („kvótahopp"), fjölgar vísbendingum um að með samningi um Evrópskt efnahagssvæði (EES) væru EFTA- ríkin að kalla hið sama yfir sig. Þannig yrðu íslensk lög, sem tryggja ættu okkur gegn fjárfestingum út- lendinga í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla, lítils virði. Þremur norskum lagaprófessor- um, sem hafa tjáð sig um þetta efni opinberlega á síðustu mánuðum, ber saman um að þessi hætta sé yfirvof- andi. Um er að ræða lögfræðingana Torstein Eckhof, Karl August Fleischer og Peter 0rebech. Sá síð- asttaldi komst raunar að þessari nið- urstöðu í álitsgerð, sem hann sendi frá sér í júní sl., meira en mánuði áður en EB-dómurinn féll gegn Bret- um. Röksemdir þeirra eru m.a. þær, að ákvæði „fjórfrelsisins", sem eru kjarninn í EES-samningnum, nái einnig inn á svið sjávarútvegsins að því er varðar fjárfestingar og rétt tii stofnunar fyrirtækja. Þetta gildi ekki síst eftir að veiðirétturinn sé orðinn framseljanlegur í formi kvóta, sem gangi kaupum og sölum á mark- aði. Enginn fyrirvari enn í EES-samningi Það er álit margra í Noregi, að hið eina sem geti komið í veg fyrir að norskur sjávarútvegur verði opn- aður upp á gátt fyrir útlendingum, sé ótvírætt ákvæði í sjálfum EES- samningstextanum sem taki af öll tvímæli og útiloki dómsniðurstöðu á borð við þá sem féll 25. júlí sl. Þessu er hins vegar ekki til að dreifa enn sem komið er og ekki vitað um kröf- ur í þá átt að undanförnu af hálfu þeirra sem með samninga fara fyrir íslands hönd. Að því er Island varðar virðist sem „Það verður að teljast útilokað að íslendingar taki þá áhættu að fá á sig dóm af því tagi sem Bretar máttu þola af hálfu EB-dómstólsins fyrr í sumar. Því hljóta menn að spyrja, hvern- ig íslensk stjórnvöld ætla sér að halda á þessum þætti í EES-við- ræðunum á næstunni.“ utanríkisráðherra telji, að unnt sé að veija sjávarútvegssviðið, veiðar og vinnslu, með íslenskri löggjöf svo og með vísan til þess, að sjávar- útvegsmál séu ekki hluti af „fjór- frelsinu". Þessi málsmeðferð er afar varhugaverð út frá íslenskum hags- munum, ekki síst eftir það sem nú Handsaumaðir Timberland skór, jafnþægilegir í óbyggðum sem á teppinu heima. Og þeir batna með aldrinum. Öll förum við okkar eigin leiðir. Sumar leiðir liggja upp metorðastigann í viðskiptalífinu, aðrar út í óbyggðir. En hvert sem þínar leiðir kunna að liggja þá lærist þér fljótt aö meta vandaða skó úr völdu leðri, handsaumaða Timberland skó sem láta vatn og veður ekkert á sig fá og skeyta álíka mikið um stokka og steina, hraún og harðfenni og fjallageit. Leðurskór sem eru handsaumaðir til að endast ár eftir ár í öllum veðrum en jafnþægilegir og jafnfallegir og þeir voru þegar þeir komu upp úr kassanum. Þessa getur þú vænst af sígildu handsaumuðu Timberland skónum okkar - jafnvel þótt leiðir þínar liggi aðeins um teppalagða sali. Timberland, því vegleysurnar eru víðar en í óbyggðum. Handsaumaðir, lágir,háir,, vatnsþolnir, Gori tex, standast tímans tönn. HANZ K R N G L U N N I liggur fyrir. Það verður að teljast útilokað að íslendingar taki þá áhættu að fá á sig dóm af því tagi sem Bretar 'máttu þola af hálfu EB-dómstólsins fyrr í sumar. Því hljóta menn að spyija, hvernig ís- lensk stjómvöld ætla sér að halda á þessum þætti í EES-viðræðunum á næstunni. Margir hafa eflaust haldið, að Islendingar stæðu ekki frammi fyrir slíku vegna samninga um Evrópskt efnahagssvæði. Það væri fyrst með umsókn um aðild að Evrópubanda- laginu að við stæðum frammi fyrir slíkum spurningum. Því er hins veg- ar ekki að heilsa. Með EES-samn- ingi værum við að gangast undir lög og reglur EB á fjölmörgum sviðum, og fallið hefur verið frá kröfu um varanlega fyrirvara. Viðvaranir Stefáns Más Stefánssonar I viðtali í Morgunblaðinu nýlega (11. sept.) fjallaði Stefán Már Stef- ánsson lagaprófessor um lagakerfi Evrópubandalagsins og fiskveiði- hagsmuni íslendinga. Eftir Stefán kom fyrr á þessu ári út ítarlegt rit um réttarreglur og stofnanir Evr- ópubandalagsins (Evrópuréttur. Ið- unn 1991). I viðtalinu ræðir prófess- or Stefán um niðurstöðu EB-dóms- ins, sem féll Bretum í óhag 25. júlí sl. og eru ummæli hans mjög athygl- isverð. Hann segir m.a.: „Það eru einkum tvö atriði sem leiða má af niðurstöðu EB-dómstóls- ins. í fyrsta lagi að meginreglan um stofnsetningarréttinn sem m.a. felur í sér bann við mismunun vegna þjóð- ernis og væntanlega einnig svipaðar meginreglur um hina frelsisþættina gilda einnig í sjávarútvegi. I öðru lagi að áskilnaður í landslögum um ríkisborgararétt eða búsetu sem skil- yrði fyrir skráningu skipa er al- mennt andstæður EB-rétti því að slíkar reglur bijóta í bága við bann við mismunun sem þar er áskilið." Stefán leggur áherslu á að dómstóll EB hafi talið að ákvæði I samningum þurfi að vera alveg ótvíræð ef þau eigi að geta vikið ákvæðum Rómar- samningsins til hliðar. Þótt hann fjalli í grein sini fyrst og fremst um Hjörleifur Guttormsson stöðuna á sjávarútvegssviði ef til samninga kæmi af íslands hálfu um aðild að Evrópubandalaginu er ljóst að ályktunarorð hans eiga einnig við um EES-samning, nema sérstakur fyrirvari kveði á um annað. Ástæða er til að minna á, að kjarninn í við- ræðum um EES er að lögfesta „fjór- frelsið" svonefnda hér á landi. Utanríkismálanefnd kanni málið Fyrir nokkru kom ég á framfæri við utanríkismálanefnd Alþingis dómsorði EB-dómstólsins frá 25. júlí ásamt álitsgerðum norskra lög- fræðinga, sem áður er getið. Þess er að vænta að nefndin taki þessi mál til rækilegrar athugunar með það í huga að ráðleggja utanríkisráð- herra og samningamönnum hans um æskilega málsmeðferð. Hér er um' slíkt alvörumál að ræða, að Alþingi má ekki spara fé eða fyrirhöfn til að leggja mat á stöðuna og í því sambandi að Ieita eftir bestu sérfræðiaðstoð sem völ er á. Því miður hefur ekki verið vandað til undirbúnings á fyrri stig- um samningaviðræðnanna um Evr- ópskt efnahagssvæði og margt hefur farið öðru vísi en skyldi af þeim sökum. Á þessu verður að ráða bót, þótt seint sé. Viðvaranir norskra og íslenskra sérfræðinga, sem hér hefur verið yísað til, ber að taka alvar- lega. í því efni hafa utanríkismála- nefnd og Alþingi verk að vinna. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í A usturlandskjördæmi. Fimleikadeild Fylkis Innritun í dag, fimmtudaginn 19. sept., kl. 18.30-20.00 í leikfimihúsi Árbæjar- skóla og í síma 685850. Æfingar hefjast laugardaginn 21. september. HOFUM OPNAÐ 0?ontt-'7fý VERSLUN í HESTHÁLSi 2-4, SÍMI 672110. Úrval af kertastjökum, borðum, blómasúlum, kertum o.fl. Sjón er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.