Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 21. SEPTEMBER 1991 Jk Kvótinn er 3.600 tonn af þorskígildum eða helmingur af kvóta Þorlákshafnar VIÐRÆÐUR eru nú hafnar milli eigenda að meirihluta hlutafjár Morgunblaðið/Rax Eiríkur Gunnarsson við uppbrot- inn peningaskápinn á skrifstofu Gunnars Guðmundssonar hf. Brutu upp pen- ingaskáp og stálu 50-100 í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Utgerðarfélags Dalvíkinga hf. um kaup útgerðarfélagsins á hlutafénu. Um er að ræða tæp- lega 52% hlutafjár í eigu Útvegs- félags samvinnumanna, Olíufé- lagsins og annarra samvinnufé- laga. Útgerðarfélag Dalvíkinga er í eigu KEA og mun ætlunin ef af kaupunum verður að flytja kvóta Meitilsins norður á Dalvík en kvótinn nemur nú 3.600 tonn- um af þorskígildum og er um helmingur af kvótaeign Þorláks- hafnar. Útgerðarfélag Dalvíkinga gerði í vor tilboð í hlutafé Hlutafjársjóðs í Meitlinum en sjóðurinn er stærsti hluthafinn með um 48,5% hlutafjár. Tilboði Útgerðarfélagsins var hafn- að. Nafnverð hlutafjár í Meitlinum er nú 246 milljónir króna. Er hug- myndir voru uppi um sameiningu Glettings og Meitilsins var Lands- bréfum falið að leggja mat á hluta- bréf Meitilsins. Það mat nam um þreföldu nafnverði bréfanna en þetta mat var gert áður en kvóta- skerðingin kom til. Marteinn Friðriksson stjómar- formaður Meitilsins segir að hér sé um að ræða viðræður einstakra hluthafa um sölu á bréfum sínum og að stjórn fyrirtækisins komi þar ekki við sögu. „Það er ekki launung- armál að Ötgerðarfélag Dalvíkinga er á höttunum eftir kvóta’ Meitils- ins,“ segir Marteinn. „Forráðamenn útgerðarfélagsins hafa raunar sagt að það sé grundvöllurinn fyrir áhuga þeirra á hlutafjárkaupun- um.“ Marteinn telur að kaupin á meirihluta hlutafjár geti vart farið fram án samráðs við Hlutafjársjóð þar sem þau kalli á breytingu á lögum félagsins og slíkar breyting- ar er aðeins hægt að framkvæma með samþykki % hluta hluthafa. Magnús G. Gautason kaupfélags- stjóri KEA, sem á Útgerðarfélag Dalvíkinga, vildi ekkert tjá sig um málið er Morgunblaðið hafði sam- band við hann. Hann staðfestir þó að viðræður um kaupin á meirihluta hlutafjárins séu hafnar og að KEA sé að skoða þessi mál af alvöru. Einar Sigurðsson oddviti í Þor- lákshöfn sagðist hafa töluverðar áhyggjur af þessum þreifingum, sérstaklega ef þær kostuðu það að plássið missti helming af kvóta sín- um. „Ef af þessum hugmyndum verður er það rothögg fyrir byggð- arlagið," sagði Einar. Morgunblaðið/Finnur Magnússon Tollerað í MR Nýnemar í Menntaskólanum í Reykjavík voru tolleraðir í vikunni að gömlum sið til að bjóða þá velkomna í skólann. Að sögn Guðna Guðmundssonar rektors fóru tolleringarnar vel fram og gengu hnökralaust fyrir sig. Inga Jóna Þórðardóttir formaður útvarpsráðs segir sig úr ráðinu: Viðræður um kaup Útgerðarfélags Dalvíkinga á meiri- hluta hlutafjár Meitilsins í Þorlákshöfn: Kvóti Meitilsins fluttur norður ef kaupin verða Samskipti við menntamála- ráðherra ollu tninaðarbresti INGA JÓNA Þórðardóttir sagði í gær af sér sem formaður útvarps- ráðs og sagði sig jafnframt úr ráðinu. Hún segir ástæðuna vera trúnaðarbrest sem hafi myndast milli sín og Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra í tengslum við skipan í embætti útvarpsstjóra nú í sumar. Inga Jóna sat sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu. þúsund kr. BROTIST var inn á skrifstofu Gunnars Guðmundssonar hf. I Dugguvogi í fyrrinótt, stór pen- ingaskápur brotinn upp og úr honum teknar 50-100 þúsund krónur í reiðufé og greiðslukort. Að sögn Eiríks Gunnarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins er ekki ljóst hvernig þjófamir komust inn í húsið en talið er að þeir hafi brotist inn á verkstæði. Eiríkur sagði að svo virtist sem þjófamir hefðu vitað vel að hveiju þeir væm að leita. Þeir hefðu brotið upp tvær hurðir á leið að skrifstofunni og þar ráðist beint til atlögu við peninga- skápinn með kúbeini eða spenni- járni en látið ýmsa aðra muni óhreyfða, svo sem töivu, kíki, ávís- anir og stimpla. Peningaskápurinn er ónýtur að sögn Eiríks. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Þetta kom fram á fyrri degi námsstefnu um hálsáverka af völdum hnykks í Háskólabíói í gær. Námsstefnan er haldin á vegum Borgarspítalans, Félags ísienskra sjúkraþjálfara og Sjó- vár-Almennra. Fjallað er um tíðni, einkenni og orsakir þessara slysa og meðferð við þeim. Þá er einnig fjallað um leiðir til að fækka þess- um slysum. Inga Jóna Þórðardóttir tilkynnti afsögn sína bréflega til forseta Alþingis og menntamálaráðherra i gær. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði tekið ákvörðun um afsögn í sumar, en viljað ljúka ákveðnum verkefnum, m.a. við árlega mótun vetrardagskrár Rík- Hálshnykksáverkar eru tognun á hálsliðum. Að sögn Gunnars Þórs Jónssonar prófessors í slysa- lækningum, kom fram að um 400 manns voru skráðir með háls- hnykksáverka á Siysadeild Borg- arspítalans árið 1980 en árið 1990 voru rúmlega 1.200 manns skráð- ir með slíka áverka. Tíðni þessara áverka hé'rlendis er meiri en tvö- föld miðað við rannsóknir í Noregi isútvarpsins, áður en hún léti verða af því að segja af sér. Hún vildi ekki segja nánar til um ástæður afsagnarinnar en að í tengslum við veitingu embættis útvarpsstjóra nú í sumar hefðu samskipti hennar og menntamála- ráðherra verið með þeim hætti að og Danmörku. Talið er að aukning áverkanna tengist aðallega aukinni bílbelta- notkun en við hana verða hálslið- imir hreyfaniegasti og jafnframt óvarðasti hluti líkamans við árekstur. Fjölgun þessara áverka helst einnig í hendur við þéttingu umferðar og fjölgun aftaná- keyrslna. Flestir hálshnykkir í bílslysum verða vegna slíkra árekstra eða 56%. Um það bil helmingur hálshnykkssjúklinga er í bílum sem eru kyrrstæðir eða því sem næst þegar slysið verður og um 60% þeirra eru konur. í flestum tilvikum er um fremur léttvæga áverka að ræða og að- eins 0,5% hálshnykkssjúklinga af þeim sem koma á slysadeild þarf orðið hefði trúnaðarbrestur og hún gæti því ekki starfað lengur í umboði hans sem fulltrúi flokks síns. Inga Jóna var í hópi umsækj- enda um starf útvarpsstjóra. Hún tók fram, að þessi trúnaðarbrestur stafaði ekki af því hver varð fyrir valinu sem útvarpsstjóri. Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík tekur við formennsku í útvarpsráði þar til menntamálaráðherra skipar nýj- an formann. Þá mun Friðrik Frið- riksson taka sæti Ingu Jónu í út- að leggja inn á sjúkrahús vegna áverkanna. Að sögn Benedikts Jóhannes- sonar, stærðfræðings hjá Talna- könnun, er tjón af völdum háls- hnykksáverka metið á 800 þúsund krónur á hvern sjúkling. Heildar- útgjöld tryggingafélaga vegna þessara áverka eru um 600 millj- ónir á ári og eru þá miskabætur meðtaldar. Við bætist kostnaður vegna læknisskoðunar en áætlað er að hann sé um 23 til 30 milljón- ir alls. Auk þess má gera ráð fyr- ir óbeinu tapi vegna minni af- kasta í vinnu og á heimili og seg- ir Benedikt að væntanlega sé heildarkostnaður vegna háls- áverka af völdum hnykks um 700 miiljónir króna árlega. varpsráði sem fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í ráðinu þar til Alþingi kýs nýjan aðalmann í ráðið. Aðrir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsráði eru Magnús Erlendsson og Davíð Stefánsson. Inga Jóna Þórðardóttir hefur setið í útvarpsráði frá 1983 og verið formaður ráðsins frá ársbyij- un 1985. Skipun hennar var end- umýjuð nú í vor. Hún sagði við Morgunblaðið að þessi tími hefði verið afskaplega skemmtilegur, lærdómsríkur og viðburðaríkur. Hún sagði að samstarf við starfs- fólk Ríkisútvarpsins hefði verið með miklum ágætum og hún ætti aðeins óskir um bjarta framtíð stofnuninni til handa^ Ekki náðist tal af Ólafi G. Ein- arssyni menntamálaráðherra í gærkvöldi. ------♦ ♦ ♦ ... Guðmundur og Laufey bestu leik- mennirnir í LOKAHÓFI knattspyrnu- manna á Hótel íslandi í gær- kvöldi var Víkingurinn Guð- mundur Steinsson valinn besti leikmaðurinn í 1. deild karla. Laufey Sigurðardóttir, ÍA, var valinn besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. Efnilegustu leikmennirnir voru valin Elísabet Sveinsdóttir og Arn- ar Grétarsson, en þau leika bæði með Breiðablik. Leikmenn 1. deild- ’ár stöðu áð þessu kjöri A Averkar af völdum hálshnykks kosta 700 milljónir króna á ári Aftanákeyrslur algengasta orsökin í FYRRA leituðu rúmlega 1.200 manns læknisaðstoðar á Slysa- deild Borgarspítalans vegna áverka af völdum hálshnykks og hefur tíðni þeirra þrefaldast á tíu árum. Áætlað er að kostnaður tryggingafélaga og heilbrigðiskerfisins vegna þessara áverka sé í kringum 700 milljónir á ári. Flestir verða fyrir slíkum áverkum í umferðarslysum og þá aðallega í aftanákeyrslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.