Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 Tll '!T- :1P ■4* Athugasemd frá Pétri Ein- arssyni flugmálastj óra Vegna þeirrar umræðu, sem farið hefur fram um atvinnuflug- kennslu hérlendis og vegna yfir- lýsinga Vestuflugs hf., sem birtist á síðu 33 í Morgunblaðinu laugar- daginn 14. september sl., vill flug- málastjóri taka fram eftirfarandi: Fagleg umfjöllun Atvinnuflugnám hérlendis er í afar frumstæðum farvegi ef miðað er við það besta, sem gerist í Vestur-Evr- ópu. Það ástand hefur valdið öllum þeim, sem til þekkja, áhyggjum um árabil. Fyrirrennari minn Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri gerði tilraun til þess að bæta námið árið 1978 með því að taka bóklega nám- ið úr höndum þáverandi flugskóla og færa það til Fjölbrautaskóla Sur- nesja. Eftirá að hyggja var það tví- mælalaust þörf aðgerð, sem hefur skilað sér í betri undibúningi þeirra atvinnuflugmanna, sem þaðan hafa útskrifast. Eftir sat hinsvegar verk- legi þáttur námsins, sem hefur verið í höndum ýmissa misvel útbúinna skóla. Vandinn, sem við blasir nú, er að ekki hefur gengið of vel með rekstur á atvinnuflugkennslu ríkisins m.a. vegna þess hve lágt kennarar hafa verið launaðir. og að nauðsynlegar umbætur á verklegri flugkennslu hafa ekki komist til framkvæmda, þó ýmsar tilraunir hafi verið gerðar í þá átt bæði af ríkisvaldinu og einka- aðilum. Þá má ekki gleyma því að atvinnuflugnám er mjög dýrt nám, sem aðeins er að litlu leyti styrkt af ríkissjóði og er þó um lögverndaða atvinnugrein að ræða. Ennfremur er rétt að vekja athygli á að atvinnu- flugnám er nú menntun á háskóla- stigi. A þessu ári gekk Flugmálastjóm í staðalsamband Flugmálastjórna í Evrópu (Joint Aviation Authorities), sem m.a. leiðir af sér að ísland verð- ur í framtíðinni að uppfylla alla sam- evrópska öryggisstaðla í flugi. Fram- undan eru t.d. sameiginlegar kröfur um hæfni atvinnuflugmanna því gert er ráð fyrir að flugmenn allra aðildar- þjóðanna uppfylli sömu skilyrði og séu gjaldgengir til verka á öllu svæð- inu. Svo er ekki í dag með íslenska flugmenn og þurfa þeir að undir- gangast ýmiss konar próf til þess að til greina komi að þeir hljóti full- gildingu viðkomandi lands á réttind- um sínum. Reikna má með að þessar reglur hafi tekið gildi innan tveggja ára, en þá verða væntanlega atvinnu- flugnemar ársins 1991 hérlendis til- búnir til þess að sækja um atvinnu. Því er bráðnauðsynlegt að færa at- EUQO-HAIR á Islandi Lausnin er: Enzymol ^Í^Nýtt í Evrópu { J§ BEngin hárígræðsla ''-*■ A BEngin gorfíhár ,-Jjf BEngin lyfjameðlerð 1 BEinungis tímabundin notkun Eigid hár með hjáip lífefna-orku ®91 -676331e.kM6.oo Fagmenn biðja um (D DEITERMANN flísalímið, því það er ÖRUGGT og þjált í notkun. Fúgusement í litum. ÁIFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755 vinnuflugnámið strax í það horf hér- lendis að nýir íslenskir atvinnuflug- menn verði jafnstiga stéttarbræðrum sínum frá staðalsambandsríkjunum, en sitji ekki uppi með annars fiokks menntun og tveggja ára dýrt nám - að mestu til ónýtis. Til þess að svo megi verða þarf að gefa atvinnuflugnemum kost á reglubundnu, vönduðu og öguðu námi í vel útbúnum flugskóla, og ef . einhver kostur er, ódýrara en nú er. Þær leiðir, sem færar eru til að ná ofangreindu markmiði: 1. Að viðurkenna vandaðan skóla í Bandaríkjunum, og færa námið úr landi, sem er að mínu mati slæmur kostur. 2. Að stofna atvinnuflugskóla rík- isins, er útskrifaði t.d. 10 nema á ári, þeim að kostnaðarlausu. Sá kost- ur krefst mikils stofnkostnaðar, lík- lega um 50-60 milljónir króna auk árlegs rekstrarkostnaðar, sem að lík- indum yrði um 10-15 milljónir króna. 3. Að leita til einhvers núverandi flugskóla, sem uppfyllir öryggis- og fjárhagskröfur Flugmálastjórnar og fela honum rekstur bóklegs atvinnu- flugnáms með möguleika á skipu- lögðu verklegu námi samfléttuðu við bóklega hlutann. Þessi kostur hefur mér og ýmsum öðrum, sem um þessi mál hafa íjallað, fundist vænlegastur og hefur undanfarið verið unnið að könnum á áhuga núverandi flug- skóla, sem kennt hafa atvinnuflug- mönnum sl. 5 ár til þess að taka það verkefni að sér. Unnið er að þessari könnun nú, en því miður hefur umræðan snúist um allt aðra þætti, sem engu máli skipta um framtíð nýrra íslenskra atvinnuflugmanna og kemur nú að því. Annars konar umfjöllun í yfirlýsingu frá Snorra Páli Ein- arssyni framkvæmdastjóra Vestur- flugs hf. hér í blaðinu laugardaginn 14. september kennir margra grasa, og verð ég stöðu minnar vegna að gera nokkrar athugasemdir, og fylgja þær hér eftir: I yfirlýsingunni segir: „Pétur flug- málastjóri hverfur af hluthafaskrá Flugtaks miðað við dagsetninguna 2. júní 1980.“ Athugasemd mín: Nokkrir ungir flugmenn, sem ofbauð ástand flug- kennslu hérlendis, stofnuðu Flugtak hf. og ég var einn þeirra. Hlut minn í félaginu seldi ég 1980 er ég fór í fast starf hjá Flugmálastjórn og hef engin afskipti haft af stjóm þess félags síðan. Frá þeim tíma hafa að minnsta kosti orðið þrisvar sinnum eigendaskipti að félaginu. Ennfremur segir í yfirlýsingunni: „Sumarið 1990 seldi Pétur Einarsson flugmálastjóri Flugtaki hf. skulda- bréf Sverris Þóroddssonar með afföll- um.“ Athugasemd mín: Skuldabréfið, sem var í vanskilum og ekkert útlit fyrir að yrði greitt, var ekki selt með afföllum, heldur á fullu verði. Enn segir í yfirlýsingunni: „Árið 1990 fékk Pétur Einarsson Mitsubis- hi Pajero bifreið frá Höldi.“ Athugasemd mín: Ég keypti í byijun árs 1991 notaða bílaleigubif- reið af umræddri gerð af bílaleigu Akureyrar. Þau viðskipti voru að öllu leyti eðlileg og á engan hátt tengd flugmálum. STORFELLD VERÐLÆKKUN ÁNOTUÐUM BÍLUM. Hefst í dag og stendur til 26. september. Dæmi: Saab 900 Turbo '87 Pajero SW. langur '87 Söluverð: 1100 þús. kr. Söluverð: 1450 þús. kr. Sæluverð: 850 þús. kr. Sæluverð: 1200 þús. kr. Globusn Lágmúla 5, sími 681555 Opið frá 9 - 22 daglega!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.