Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ LAUGMRDAGUR 21. SRPTEMBEIjlp$91 Eldurinn logar glatt í kestinum og sýslumaður, prestur og að- standendur fylgjast með. Á17. öld var 21 galdramaður brenndur á ís- landi, þar af ein kona. Sjö brenn- ur voru í Arnar- firði, eða þriðj- ungur af öllum brennunum. Galdrabrennur kvik- myndaðar í Amarfírði Bíldudal. Á 17. öld var 21 maður brenndur á báli á íslandi fyrir galdra. Fyrsta galdrabrennan fór fram árið 1625. Síðustu brennurnar í Arnarfirði voru í kringum 1670. Valdimar Ottósson vinnur nú að gerð heimildarmyndar um sögur úr Arnarfirði. Myndin fjallar um þjóðsögur, huldu- og álfasögur, galdrafárið, skrímslasögur og draugasögur. Fyrsti hluti myndarinnar var tekinn inn á Fossi í Amarfirði, á stað þar sem galdrabrennur voru á 17. öld. Valdimar fékk í lið með sér Leikfélagið Baldur á Bíldudai til að leika athöfn við eina galdra- brennu. Meiningin er að sögumaður verði með myndinni og segir hann frá á þeim stöðum þar sem atburð- imir áttu að hafa gerst, en að hluta til verður myndin leikin. Framhaldið verður svo í vetur og næsta vor. Þá fara fram tökur á draugasögum, skrímslasögum og fleiru. Að sögn Valdimars tókust tökumar af galdrabrennunni mjög vel. Brennan var leikin eins og áður sagði og böðullinn leiddi galdramanninn að brennunni og sýslumaður, prestur og aðstand- endur voru viðstaddir. Búið var að safna miklu hrísi og stór staur sett- ur fyrir aftan köstinn. Vegfarendur sem leið áttu hjá Fossi ráku upp stór augu., því þarna fór fram galdrabrenna eins og þær tíðkuð- ust á 17. öldinni. R. Schmidt Morgunblaðið/Róbert Schmidt Tveggja mán- aða fangelsi fyrir að smygla 350 g af hassi 45 ÁRA gamall maður hefur ver- ið dæindur til 2 mánaða fangels- isvistar og 60 þúsund króna sekt- argreiðslu fyrir að flytja inn til landsins 350 grömm af hassi. Maðurinn var handtekinn á götu i borginni í desember 1988 vegna gruns um fíkniefnasölu. Hann smyglaði hassinu til lands- ins frá London í byijun desember 1988. Þegar hann var handtekinn hafði honum tekist að selja ýmsum aðilum um 140 grömm af efninu en lögregla lagði hald á afganginn. -----H-*----- Smygluðu vörum fyr- ir 4,5 millj. TOLLGÆSLAN hefur upplýst smygl á fatnaði fyrir um 4,5 milijónir króna til landsins. Fatn- aðurinn var falinn í sætisgrind- um leðurhúsgagna sem komu til landsins i gámum sem sendir voru til landsins frá Tælandi. Tveir menn, starfsmaður og eig- andi fyrirtækis í bænum, hafa játað aðild að málinu. Við leit í gámum, sem komu til landsins í byijun september og í voru 126 einingar af leðurhúsgögn- um, fundust 396 buxur, merktar Levi’s, 199 silkibindi, 109 silki- skyrtur, 20 sett af jakkafötum, 26 þráðlausir símar og 25 straum- breytar. Komið á stórglæsilegan haustlaukamarkað. Allir geta sett niður haustlauka. Haustlaukar, loforð um litríkt vor. Garðyrkjumeistarar okkar verða á staðnum og leiðbeina um meðferð laukanna. HAUSTLAUKAR-MAGNTILBOÐ 50 Tálípanar_____________'____749.- 50 Krókusar___________________749.- 35-40 Páskaliljur (blóm)- 499.- LÍFRÆN RÆKTUN Grænmeti, komvara, brauð og uppskriftir. Faglegar leiðbeiningar og góð ráð. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.