Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐljD LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 11 Dagur heyrnarlausra 22. sept.: Táknmál verði viðurkennt sem móðurmál heymarlausra eftir Hauk Vilhjálmsson Á morgun, 22. september, er al- þjóðlegur dagur heyrnarlausra, bar- áttudagur fyrir heyrnarlausa um all- an heim. Að því tilefni verður hér á íslandi haldin guðsþjónusta í Hallgr- ímskirkju kl. 14.00 og verður messað á táknmáli. Eftir messu verður opið hús í félagsheimili Félags heymar- lausra á Klapparstíg 28. Félag heyrnarlausra vinnur að menningar- og hagsmunamálum fé- lagsmanna og er mjög mikilvægt félag fyrir heyrnarlausa, heyrnar- skerta og jafnvel heyrandi. Félagið var stofnað 11. febrúar 1960 og eru félagsmenn um 250 talsins. Á ís- landi eru alls um 7.000 manns sem teljast heyrnarskertir samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og tal- meinastöð íslands. I upphafi þessa árs var Samskipt- amiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra stofnuð og verður nánar íjall- að um hana í annarri grein síðar. Textasímamiðstöð fyrir heyrnar- lausa var opnuð 17. júlí sl. Markmið- ið með henni er að heyrnarlausir geti haft samband við hinn heyrandi heim eftir þörfum, og þá einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Undanfarin ár hafa heymarlausir alltaf þurft að hlaupa til nágranna eða fjölskyldu og treysta á þá til að hringja fyrir sig. Slíkar aðstæður eru skiljanlega óþægilegar fyrir alla aðila, sérstak- lega ef um einkamál er að ræða. Með tilkomu textasíma miðstöðvar- innar öðlast heyrnarlausir á íslandi því meira persónufrelsi en áður, jafn- framt því sem heimur okkar verður aðgengilegri fyrir heyrandi. Þjónusta þessi er í gegnum ritsíma Pósts og síma og er númerið hjá þeim 91- 677322. Leikskólinn Fálkaborg opnaði ný- verið deild fyrir heyrnarlaus börn. Markmiðið með þessari deild 'er að heyrnarlaus börn fái tækifæri til að ná góðu valdi á móðurmáli sínu, táknmáli. Erlendar rannsóknir sýna, að því fyrr sem heyrnarlaus börn læra táknmál, því meiri möguleika hafa þau á að riá góðu valdi á öðru máli, í okkar tilfelli íslenskunni. Mjög mikilvægt er að heymarlaus böm nái fljótt valdi á móðurmáli sínu, svo uppeldi þeirra geti gengið jafn eðli- lega fyrir sig og hjá heyrandi börn- um. Ef þau ná ekki valdi á því nógu snemma, er meiri hætta á erfiðleik- um í uppeldinu. Mikið hefur verið rætt um sjón- varpsmál heyrnarlausra. Þann 4. apríl sl. skipaði menntamálaráðherra starfshóp til að fjalla um þjónustu Ríkissjónvarpsins við heyrnarlausa og heyrnarskerta. Vinnuhópurinn fundaði samtals fímm sinnum og kom hann sér saman um þær tillögur til úrbóta sem hér birtast. Fyrstu fímm tillögurnar verða fljótlega framkvæmanlegar, en þær tvær síð- TEXTAVARP Á 25 ára afmæli Ríkisútvarpsins 30. september nk. mun Sjónvarpið hefja formlegar tilraunaútsendingar á textavarpi. En hvað er textavarp? í stuttu máli má segja að textavarp sé upp- lýsingamiðill sem veitir notendum sínum á fljótlegan og auðveldan hátt aðgang að margvíslegum upplýsing- um. Sem dæmi má nefna almennar fréttir, veðurfréttir, upplýsingar um dagskrá, íþróttaúrslit, fjármál o.fl. Ekki er unnt að taka á móti texta- varpi í öllum sjónvarpstækjum heidur þurfa notendur að vera með sjón- varpstæki með sérstökum móttöku- búnaði fyrir textavarp. í stuttu máli er textavarp byggt upp á þann hátt að upplýsingarnar eru sendar út á svokölluðum síðum og slær notandinn númer þeirrar síð- ur sem hann hyggst lesa inn á fjar- stýringu sjónvarpsins. Eftir skamma stund birtist síðan og notandinn get- ur lesið hana. Þetta er því nokkurs konar rafeindadagblað. Stefnt er að því- að fyrst um sinn verði sent út innlent og erlent frétta- yfirlit, veðurfréttir og dagskrárskilti. I undirbúningi er einnig að senda m.a. út íþróttaúrslit, gengi gjaldm- iðla, uppiýsingar um færð á vegum, helgidagavörslu apóteka o.fl. Það er ánægjulegt til þess að vita að með þessari viðbótarþjónustu Rík- isútvarpsins eykst til muna þjónusta við heyrnardaufa, þar sem þeir geta hvenær dagsins sem er lesið fréttir, skoðað veðurfréttir o.fl. Þetta getur því verið mikilvægt öryggistæki fyrir þennan hóp t.d. ef alvarlegir atburð- ir gerast. Ríkisútvarpið stefnir enn fremur að því að vera með sérstaka þjón- ustu fyrir heyrnarskerta. Ákveðinn flöldi af síðum verður tekinn frá þar sem Félagi heymarlausra verður boðið uppá að koma á framfæri til- kynningum um fundi, samkomur og fleira þess háttar. Að lokum er rétt að minnast á þann tæknilega möguleika sem textavarp getur boðið uppá þar sem íslenskir skýringartextar við valda dagskrárliði geta verið hluti af texta- varpi. Þessi tækni býður upp á að notendur velji í textavarpi hvort þeir sjái skýringartextann eða ekki. Því miður er þessi tækni mjög dýr og er það háð því fjármagni sem stjórn- völd veita Ríkisútvarpinu hvenær mögulegt verður að koma þessari þjónustu á og hversu öflug hún get- ur orðið. Víða erlendis hefur textavarp náð miklum vinsældum og er það von Ríkisútvarpsins að þessi nýja þjón- usta eigi eftir að festast í sessi hér á landi sem öflugur sjálfstæður upp- lýsingamiðill sem veitir landsmönn- um góða þjónustu. Geir Magnússon, umsjónarmaður texta- varps Ríkisútvarpsins. Kirkja heyrnarlausra Kirkja heyrnarlausra er söfnuður heyrnarlausra manna, kvenna og barna hér á landi. Hún er því ekki bundin við ákveðið byggðarlag eða hverfí eins og sóknarkirkjur landsins heldur nær til landsins alls og þjónar öllu heyrnarlausu fólki hvar sem það býr á landinu, þó að flestir heyrnar- lausir séu búsettir í Reykjavík og nágrenni. Einnig má segja að kirkja heymarlausra sé söfnuður karla, kvenna og barna hér á landi sem nota íslenskt táknmál, sem sitt „móðunnál". Messugjörðir og aðrar kirkjuat- hafnir fara fram á táknmáli. Tákn- málskórinn sem starfað hefur frá upphafi stofnunar kirkju heyrnar- lausra flytur sálma á táknmáli og ustu verða teknar í áföngum yfir næstu ár. Tillögurnar eru svohljóð- andi: 1. Allt innlent efni verði textað í endursýningu. Sjónvarpið greiði all- an kostnað við textun. 2. Tími táknmálsfrétta verði auk- inn í allt að 10 mínútur daglega. 3. Laun táknmálsfréttaþula og vinnuaðstaða verði lagfærð í sam- ræmi við það sem gerist hjá öðrum sambærilegum starfsmönnum sjón- varpsins. 4. Laun aðstoðarmanna táknmáls- fréttaþula verði greidd af hinu opin- bera. (Félag heyrnarlausra hefur greitt aðstoðarmönnum laun síðastl- iðin 10 ár og gerir enn.) 5. Að fréttastofa Sjónvarps haldi áfram á þeirri jákvæðu braut að auka skýringartexta við fréttir þar sem því verður við komið. 6. Heymarlausir fái vikulega út- sendingartíma fyrir unninn 20 mín- útna þátt, sem yrði utan venjulegs dagskrártíma. 7. Með tilkomu textavarps verður hægt að texta innlent efni á sér text- asíðum sem sendar eru út með sjón- varpsmerkinu. Það er síðan fijálst val áhorfenda hvort þeir kalli. fram texta eða ekki. Oll nýleg sjónvarps- tæki með fjarstýringuu geta nýtt sér þessa tækni. Fljótlega verður allur tækjabúnaður til hjá Sjónvarpinu til að hefja útsendingar á textavarpi. Stefnt er að því að hefja tilraunaút- sendingar með textavarpi á 25 ára afmæli Sjónvarpsins þann 30. sept- ember. Ef nægt fjármagn fæst má búast við því að hægt verði að hefja reglulegar útsendingar textavarps haustið 1992. Vinnuhópurinn skilaði skýrslu þann 22. apríl. Þessi mál eru nú til umfjöllunar hjá menntamála- ráðuneytinu og Sjónvarpinu. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin í þessu sambandi. Ny ríkisstjóm tók við völdum nýlega. Við hjá Félagi heyrnarlausra vonum að við munum eiga ánægjulegt samstarf við Sjón- varpið og menntamálaráðuneytið í framtíðinni. í dag eru heyrnarlausir ellilífeyris- þegar 5 talsins, á aldrinum 76-91 árs. Af þeim búa tveir á stofnunum, aðrir ýmist einir eða hjá ættingjum. Því miður er þetta fólk mjög einangr- að og hefur fá tækifæri til sam- skipta við heyrandi jafnt sem heyrn- arlausa, þar sem fáir heyrandi kunna táknmál. Þetta fólk hefur þekkst frá blautu barnsbeini og á margt sameig- inlegt, svo sem að hafa búið saman á hejmavistinni. Undanfarið hefur Félag heyrnarlausra staðið í viðræð- um við heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið í tengslum við að stofna sambýli fyrir aldraða heymarlausa. Heilbrigðismálaráðu- neytið hefur verið mjög jákvætt í þessari umfjöllun og er tilbúið til að hefja rekstur,’ef ekki væri fyrir skort á húsnæði. Nú hefur komið upp sú hugmynd að nýta eitt húsanna í heimavist heyrnleysingjaskólans undir sambýli fyrir aldraða heyrnar- lausa. Eins og kunnugt er mun þetta misseri vera síðasta starfsár heima- vistarinnar vegna fækkunar nem- enda, og er heimavist heyrnleysingja- skólans því í raun laus. Félag heyrn- arlausra og heilbrigðisráðuneytið hafa rætt við menntamálaráðuneytið um leigu á viðkomandi húsnæði, en eins og er er húsnæðið enn í höndum menntamálaráðuneytisins. Til við- bótar við ofangreind rök er einnig sú staðreynd að þetta fólk hefur flest átt fremur erfíða ævi, sem einkennst hefur af einangrun og litlum skiln- ingi samfélagsins. Það er því okkar von að skuld samfélagsins til þeirra verði greidd með því að gera þeim kleift að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Víða á Norðurlöndum hafa um árabil verið rekin sérstök dvalar- heimili og sambýli fyrir aldraða Haukur Vilhjálmsson heyrnarlausa, og er ekkert nema gott um þau að segja. Það er von okkar að við munum mæta jákvæðu hugarfari ráðamanna sem annast málefni aldraðra og að menntamála- ráðuneytið muni láta okkur í té hús- ið góða. Aðalverkefni félags heymarlausra á næstunni eru að fá opinbera viður- kenningu á táknmáli sem móðurmáli heymarlausra. Táknmál er fyrsta málið sem heymarlausir læra og þeirra aðal tjáningarmál, enda full- komið mál í sjálfu sér, þar sem heyrn- arlausir geta fullkomlega tjáð sínar skoðanir og tilfínningar, sungið, sa- mið sögur og jafnvel ljóð. íslenska er aftur á móti annað mál heyrnar- lausra, en ekki móðurmál. Álþingi þarf að viðurkenna að táknmál er móðurmál heyrnarlausra, líkt og hef- ur verið viðurkennt í allflestum öðr- um Evrópulöndum. Hægt væri að tala um ótal fleiri baráttumál heyrnarlausra, en þetta verður látið nægja að sinni. í tilefni af degi heyrnarlausra óska ég öllum innilega til hamingju með daginn. Allir eru velkomnir að sækja guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju kl. 14.00 á sunnudag. Eftir messu verður boð- ið upp á kaffí og kökur í félagsheim- ili Félags heyrnarlausra á Klapp- arstíg 28, 2. hæð. Höfundur er heyrnarlaus og framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Textasímaþjónusta Ritsímans í Reykjavík við heyrnarlausa Þann 17. júlí sl. fluttist miðstöð fyrir textasímaþjónustu heyrnar- lausra frá skrifstofu Félags heyrnar- lausra á Ritsímann í Reykjavík, að Ármúla 27. Eftir flutninginn komst það bar- áttumál heyrnarlausra í höfn að hafa sólarhrings símaþjónustu, því að fyr- ir breytinguna var aðeins um síma- þjónustu á skrifstofutíma að ræða. Fyrmefnd miðstöð gerir heyrnar- lausum kleift að hafa samband við þá, sem heyrandi eru, í gegnum milli- lið (miðstöð). Þetta gerist þannig að sá heyrnarlausi þarf að hafa yfír að ráða sérstökum síma tengdum skjá og lyklaborði og þegar hann hringir í númer miðstöðvar fyrir text- asímaþj., 91-677322, þá er viðkom- andi kominn í samband við samsvar- andi síma á Ritsímanum í Reykjavík. Framhaldinu má svo líkja við að tvær ritvélar talist við, þar sem textinn kemur fram á skjám beggja aðil- anna. Eftir að samband er komið á gefur hinn heyrnarlausi upp það sí- manúmer, sem hringja á í, og starfs- maður Ritsímans ber síðan á milli þau skilaboð (samtal), sem á eftir fyigja. Textasímaþjónusta Ritsímans er fyrst og fremst öryggisþjónusta. Með þessari þjónustu á hinn heyrnarlausi að geta treyst því að geta náð til lækna, lögreglu, slökkviliðs og svo framvegis. En sem betur fer eru flestar afgreiðslur í textasímaþjón- ustunni fólgnar í almennri þjónustu eða skilaboðum. Vinna starfsmanna Ritsímans við textasímaþjónustuna er notendum að kQstnaðarlausu, þ.e.a.s. Póstur og sími greiðir kostnaðinn. Það er rétt og skylt að það komi fram að fyrrnefnd þjónusta nær ekki eingöngu til félagsmanna í Félagi heymarlausra heldur til allra þeirra heyrnarlausu, sem á annað borð eiga rétt tæki til að nýta sér þjónustuna. Um leið og ég óska heyrnarlausum til hamingju með daginn sinn (22. september), þá vona ég að þeim nýt- ist textasímaþjónusta Ritsímans sem best í framtíðinni. F.h. Ritsímans í Reykjavík, Oli Gunnarsson, yfirdeild- arstjóri. er þessi táknmálskór sá eini sinnar tegundar á öllum Norðurlöndunum. Almenn guðsþjónusta er haldin í Hallgrímskirkju. Önnur safnaðar- störf eins og kirkjuskóli fyrir börn, biblíulestur fyrir aldraða og opið hús fyrir aldraða fara aðallega fram í félagsheimili heymarlausra á Klapp- arstíg 28 í Reykjavík. Kirkja heymarlausra var stofnuð 13. desember 1981 og á hún þess vegna 10 ára afmæli á þessu ári. Það er von mín og bæn að heyrn- arlaust fólk þurfí ekki að bíða mjög lengi eftir því að eignast prest úr sínum eigin hópi. Miyako Þórðarson, heyrnleysingjaprestur. Ibúðar- og sumarhús í sérflokki. S.G. Einingahús hf. Eyravegi 37 - Selfossi - Sími 98-22277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.