Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 Eyjafjörður: Biskup vísiterar allar 22 kirkjur prófastsdæmisins Morgunblaðið/Rúnar Þór Hér tefla Finnar og Danir, en í dönsku sveitinni eru m.a. þrjú systk- in, tveir piltar og stúlka. Norðurlandamót grunnskólasveita í skák: Tvær íslenskar sveit- ir taka þátt í mótinu Norðurlandamót grunnskólasveita í skák hófst í Gagnfræðaskólanum á Akureyri í gær, en mót þetta er haldið árlega til skiptis á Norður- löndunum. Fyrst var slíkt mót haldið árið 1964, en íslendingar tóku fyrst þátt árið 1977. VÍSITASÍA biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, i Eyja- fjarðarprófastsdæmi hefst á morgun, sunnudaginn 22. sept- ember. Biskup mun skoða allar kirkjur prófastsdæmisins, 22 að tölu, predika við messur og ræða við sóknarbörn. Tilhögun vísitasíu herra Ólafs Skúlasonar biskups í Eyjafjarðar- prófastsdæmi: Sunnudagur 22. september: Messa í Möðruvallakirkju kl. 11.00. Messa í Glæsibæjarkirkju kl. 14.00. Messa í Glerárkirkju kl. 21.00. Mánudagur 23. september: Messa í Kaupangskirkju kl. 14.00. Messa í Munkaþverárkirkju kl. 21.00. Þriðjudagur 24. september: Stund á Kristnesspítala kl. 10.30. Messa í Grundarkirkju kl 14.00 Helgistund í Lögmannshlíðarkirkju kl. 18.00. Miðvikudagur 25. september: Helgistund á Hólum kl. 10,30. Messa í Möðruvallakirkju kl. 14.00. Herra Ólafur Skúlason, biskup. Helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 21.00. Fimmtudagur 26. september: Messa í Bægisárkirkju kl. 14.00. Stund í Skjaldarvík kl. 17.00. Messa í Bakkakirkju kl. 21.00. Föstudagur 27. september: Messa í Miðgarðakirkju kl. 14.00. Messa í Vallarkirkju kl. 21.00. Laugardagur 28. september: Messa í Stærri-Árskógskirkju kl. 11.00. Messa í Hríseyjarkirkju kl. 20.30. Sunnudagur 29. september: Helgistund að Kvíabekk kl. 10.30. Messa í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14.00. Messa í Akureyrarkirkju kl. 20.30. Mánudagur 30. september: Messa í Tjamarkirkju kl. 14.00. Messa í Urðarkirkju kl. 21.00. Miðvikudagur 2. október: Helgistund í Dalbæ kl. 16.30. Messa í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 3. október: Stund í Menntaskólanum á Akureyri kl. 10.30. Helgistund á Hlíð kl. 16.30. -------------------- Stjórnin og GCD á tónleikum Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, efnir til tónleika í íþrótta- höllinni næstkomandi laugar- dagskvöld, 28. september, og standa þeir frá kl. 18-3. Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Stjórnin, GCD, Svörtu kaggarnir og Helgi og hljóðfæraleikararnir, en tvær þær síðarnefndu eru akureyskar. Blásið verður til leiks kl. 18 með unglingatónleikum sem standa til kl. 21 um kvöldið. Ekkert aldurs- takmark verður á þá tónleika. Al- mennir tónleikar hefjast síðan kl. 22 og standa til kl. 3 um nóttina. Sex sveitir taka þátt í mótinu, þar af tvær frá íslandi, sveit Gagnfræða- skóla Akureyrar, sem vann íslands- mót grunnskólasveita sl. vor og sveit Æfmgadeildar Kennaraháskóla ís- lands, sem varð í öðru sæti. Færey- ingar sáu sér ekki fært að senda sveit til keppni og því eru íslensku sveitirnar tvær. í sveit Gagnfræðaskólans eru Þorleifur Karlsson, Ævar Amgríms- son, Páll Þórsson, Helgi P. Gunnars- son og Pétur Grétarsson og í sveit Æfíngadeildarinnar eru Kjartan Maack, Arnar Gunnarsson, Páll Arn- ar Þórarinsson, Bragi Þorfínnsson og Bjöm Þorfinnsson. Fyrsta og önnur umferð voru tefldar í gær, þriðja umferð hefst kl. 10 í dag, laugardag, og sú fjórða kl. 17, en síðasta umferðin hefst kl. 10 á morgun, sunnudag. íslendingar hafa sjö sinnum unnið Norðurlandamót grunnskólasveita, árið 1978 og 1979 og síðan á ámn- um 1983 til 1987. -----M-t----- Fornskáld í spéspegli Doktor Hermann Pálsson prófess- or frá Edinborg flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri næstkom- andi mánudagskvöld, 23. september, kl. 20.00. Fyrirlesturinn, sem nefnist Fomskáld í spéspegli, verður fluttur í stofu 24 á annarri hæð skólans og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Akureyrarbær augtýsir deiliskipulag í Giljahverfi Tillaga aó deiliskipuiagi 3. og 5. áfanga íbúðar- byggðar í Giljahverfi, uppdrættir, líkan og grein- argerð, liggur frammi almenningi til sýnis í skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar, Hafnarstræti 88b, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 18. október 1991, þannig að þeir sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulags- reglugeró. Skipulagsstjóri Akureyrar. Norsk kvikmynda- og menningarvika NORSK kvlkmynda- og menningarvika verður í Norræna húsinu og Háskólabiói dagana 21.-30. september næstkomandi. Að vikunni standa Norræna húsið, norska sendiráðið og Háskólabíó. Að sögn Lars-Áke Engblom, forstjóra Norræna hússins, er þetta í fyrsta sinn sem norsk menningarvika er haldin hérlendis. Dagskráin hefst í dag kl. 16.30 með því að opnuð verður sýning í anddyri Norræna hússins á vatns- lita- og olíumyndum eftir norska listamanninn Borghildi Bredeli. Á morgun kl. 17 mun Bente Erichsen menningarmálastjóri og kvikmyndaframleiðandi kynna menningardagskrá vetrarólympíu- leikanna sem verða í Lillehammer árið 1994. Á mánudag kh 17.15 mun Kjell ■ NÚ FER hver að verða síðastur að hlusta á harmonikuleik Karls Jónatanssonar í Árbæjarsafni. Sunnudaginn 22. september mun Karl leika við Árbæ og Dillonshús á milli kl. 15 og 16.30. Kaffiveiting- ar fást í Dillonshúsi en í Árbænum verður hægt að gæða sér á gómsæt- um lummum. Þar verður einnig fengist við tóvinnu og í Efstabæ verður sýnt hvernig á að vefa. Krambúðin verður opin og allar sérsýningar safnsins svo sem ljós- myndasýningin „Bær í gær“ og sýningin á fornminjum sem fundist hafa við uppgröftinn í Viðey. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Sandvik skáld frá Finnmörk segja frá rithöfundaferli sínum en hann hefur skrifað skáldsögur, ljóðabæk- ur, barnabækur og ýmsar frásagn- ir. Laugardaginn 28. september kl. 21 verða haldnir vísnatónleikar með Sinikku Langeland, norskri þjóðlagasöngkonu, sem spilar auk þess á „kantele." Gísli Helgason kynnir og leikur á flautu. Sunnudaginn 29. september og mánudaginn 30. mun norska leik- konan Juni Dahr flytja einleiksýn- inguna „Konur Ibsens“ sem er sam- in af henni sjálfri. Danskur flautu- leikari, Chris Poole, leikur með frumsamda tónlist á flautu. Alls verða fimm norskar kvik- myndir sýndar í Háskólabíói á meðan menningardagskráin stend- ur yfir. Sú fyrsta, „Dauðinn á lest- arstöðinni" verður sýnd í dag klukkan fimm en hinar myndirnar eru „Tvennir tímar,“ „Orionsbelt- ið,“ „Umrenningar,“ og „Leiðsögu- maðurinn.“ Allir viðburðir menningarvik- unnar verða í Norræna húsinu að undanskildum kvikmyndunum sem verða sýndar í Háskólabíói. Norska leikkonan Camilla Strom Henriksen í myndinni „Tvennum tímum“ sem sýnd er í Norskri kvikmyndaviku. Leiga hækk- ar um 1,9% LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði hækkar um 1,9% frá og með 1. október næstkom- andi, og reiknast hækkunin á þá leigu sem er í september. Samkvæmt samningum fylgir leiga vísitölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í nóvember og desember. ------------ Leiðrétting í texta undir mynd á baksíðu Morgunblaðsins í gær var ranglega sagt að myndin væri tekin í stóð- réttum í Staðarrétt í Skagafirði, en hið rétta er að myndin var tekin í Skarðarétt í Skagafirði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. MálverkasÁn- ing í NLFI BJÖRN Ólafsson opnaði mál- verkasýningu í nýju viðbygg- ingu Heilsuhælisins hjá NLFI, Hveragerði, föstudaginn 19. september. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-21. Á sýningunni eru 18 olíu- málverk og er myndefnið sótt í íslenska náttúru. Björn Ólafsson við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.