Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1991 2S JMtogtmttbifefí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakið. Kjarasamningar, verðlagsþróun og kaupmáttur 011 viðreisnarárin, 1959- 1971, mældist verðbólga hér á landi með éins stafs tölu. Hún var sum árin vel innan við 10%. Engu að síður var hún að jafnaði nokkru hærri en í grannríkjum. Það var ekki fyrr en við upphaf áttunda áratugar- ins sem óðaverðbólgan hóf inn- reið sína í samfélagið með hörmulegum afleiðingum fyrir þorra þjóðarinnar. Óðaverðbólgan, sem hér reið húsum í nær tvo áratugi, rekur meðal annars rætur til ógæti- legrar stjórnar í ríkisfjármálum og peningamálum sem og til óraunhæfra kjarasamninga, sem ekki tóku mið af efnahags- legum veruleika í þjóðarbú- skapnum. Launahækkanir um- fram vöxt framleiðni, umfram það sem verðmætasköpunin í þjóðarbúskapnum og/eða við- skiptakjör út á við stóðu undir, komu einfaldlega fram í sam- svarandi verðbólgu, m.a. með gengissigi og auknu peninga- magni í umferð. „Þannig má glöggt sjá,“ seg- ir Baldur Pétursson viðskipta- fræðingur í grein hér í Morgun- blaðinu á dögunum, „að hækk- un atvinnutekna 1971-1974 leiðir til samsvarandi verðbólgu u.þ.b. ári síðar.“ Lærdómsríkt er að virða fyrir sér staðhæfíngu í greininni, sem fylgir í kjölfarið: „Þessi verðbólga hefur senni- lega valdið meiri skaða fyrir flesta launþega og hagkerfið í heild en nokkurn órar fyrir. Færa má gild rök fyrir því að kaupmáttur væri að öllum líkindum 20% hærri í dag, en raun ber vitni, ef þessi verð- bólga og skaðsemi hennar hefði ekki ríkt þennan tíma. Þetta sést vel ef skoðaður er hinn margvíslegi skaði sem verðbólg- an hefur valdið einstaklingum sem fyrirtækjum, í fjárfesting- um, framleiðslu og sparnaði." Bitur reynsla síðustu tveggja áratuga í framvindu kaupmátt- ar og verðlags - og nokkur varnarsigur 1990-1991 - færa heim sanninn um, að við stigum mikilvægt skref til réttrar áttar með þjóðarsáttarsamningum í upphafí næstliðins árs. Það skiptir meginmáli nú að treysta þann árangur í sessi sem þá náðist. Þetta gildir bæði um stöðugleika í verðlagi og at- vinnulífí. Það er í raun forsenda þess, að okkur takist að vinna okkur út úr ríkjandi efnahags- lægð, treysta stöðu atvinnulífs- ins á ný og stuðla að aukinni framleiðni, þ.e. aukinni verð- mætasköpun, sem er eini gildi aðgöngumiðinn að varanlegum kjarabata, með og ásamt hag- stæðum viðskiptakjörum við umheiminn. Verði komandi kjarasamn- ingar á hinn bóginn innistæðu- laus ávísun á „verðmæti“, sem ekki eru til í þjóðarbúskapnum, eins og gerðist t.d. við upphaf áttunda áratugarins, leiða þeir óhjákvæmilega til samsvarandi verðbólgu, verði þeim enn sem fyrrum mætt með gengissigi og auknu peningamagni í umferð. Verði hugsanlegum launahækk- unum umfram framleiðnivöxt ekki mætt með þessum hætti, getur niðurstaðan á hinn bóginn orðið aukið atvinnuleysi. Verðbólga myndi, sem fyrr, bitna harðast á láglaunafólki. Hún veikir í senn samkeppnis- stöðu atvinnuveganna og at- vinnuöryggi almennings. Hún myndi og stórauka fjármagns- kostnað skuldsettra launþega, t.d. vegna húsnæðis. Að því leyti hefði hún hliðstæð áhrif og hallarekstur og lánsfjárhungur ríkisins, sem halda uppi háu vaxtastigi. Forsendur aukins kaupmátt- ar eru meiri framleiðni, aukin verðmætasköpun og/eða við- skiptakjarabati, það er, stærri skiptahlutur á þjóðarskútunni. Hrikalegur ríkissjóðshalli auð- veldar ekki vegferðina að því marki - né fyrirséður afla- samdráttur gjöfulasta nytja- fisksins, þorsksins. En þeim mun mikilvægara er að fara með löndum í stjórn ríkisfjár- mála, í stjóm peningamála og við gerð kjarasamninga: í þess- um efnum verða heildarhags- munir að ráða ferð, ef við ætlum að treysta atvinnuöryggi, kaup- mátt og velferð til frambúðar. Það eru ótvíræðir heildar- hagsmunir að íslenzkum at- vinnuvegum verði búin hliðstæð rekstrar- og samkeppnisskilyrði og fyrir hendi eru í grannríkjum. Það eru óumdeilanlegir al- mannahagsmunir að ná hag- stæðum viðskiptakjörum við umheiminn. Það eru ekki sízt hagsmunir heildarinnar að fylgja fram meginmarkmiðum þjóðarsáttarinnar um stöðug- leika, bæði í verðlagi og at- vinnulifi. Við megum undir eng- um kringumstæðum hverfa á nýjan leik að verðbólgusamn- ingum. Reynslan frá árum óða- verðbólgunnar þarf að vera okk- ur víti til varnaðar. Opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð: Framkvæmdir taka um þijár vikur Hitalögn er óvissuþáttur í kostnaðaráætlun. Búast má við mótmælaaðgerðum gegn framkvæmdum Svona gæti Austurstræti litið út eftir að umferð ökutækja hefur aftur ver- ið leyfð þar sem nú er göngugata. Stuðst er við hugmyndir Borgarskipu- lags. FRAMKVÆMDIR við breytingar á austurhluta Austurstrætis fyrir opnun á bílaumferð munu standa í um þrjár vikur. Menn frá gatnamál- asljóra eru byrjaðir að undirbúa framkvæmdirnar en ákvörðun um upphaf þeirra mun liggja fyrir á allra næstu dögum. Kostnaður við framkvæmdirnar er á bilinu 5-6 milljónir króna. Helsti óvissuþáttur er hitalögn sú sem nú er undir götunni og hvort skipta þarf um hana að hluta eða öllu leyti. Vitað er að lögnin er orðin léleg. Hópur sá sem stóð að undirskriftasöfnun gegn opnun götunnar fyrir bílaumferð hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og fyrirhugar mótmælaaðgerð- ir gegn framkvæmdunum. Morgunblaðið/Andrés Magnússon Sjálfstæðismenn ekki sammála um opnun Austurstrætis: Legg áherslu á að þetta hafí ekki áhrif á áframhaldandi samstarf -segir Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar AFSTAÐA meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn skiptist í tvö horn við atkvæðagreiðslu um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn sex og þar af voru sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks heimi fylgj- andi en fjórir mótfallnir. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, lýsti á fundinum yfir áhyggjum sínum yfir þvt að í ljósi samstöðu hluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks og nokkurra fulltrúa minnihlutans væri mynd- aður nýr meirihluti í borgarstjórn. Sigurður Skarphéðinsson aðstoð- argatnamálastjóri segir að opnun Austurstrætis til reynslu í sex mán- uði sé ódýrasti valkosturinn sem fyr- ir lá og muni embættið vinna úr hon- um á eins hagkvæman hátt og unnt er. „Við vitum að hitalögn sú sem er undir götunni er orðin léleg og því spurning að hve miklu leyti þarf að endurnýja hana,“ segir Sigurður. „Þetta er helsti óvissuþátturinn í kostnaðaráætluninni svo og hvert ástandið er á yfirborðslagi því sem núverandl hellulögn hvílir á.“ í máli Sigurðar kemur einnig fram að menn frá Gatnamálastjóra munu strax í dag í kanna ástand götunnar og undirbúa framkvæmdir. Hvort mikið rask verði af framkvæmdum þessum eða ekki segir Sigurður að fari eftir ástandi yfirborðslagsins en kappkost- að verði við að hafa allt rask í lág- marki. Sú þriggja vikna framkvæmda- áætlun sem unnið verður eftir mun nokkuð ráðast af því hve vel gengur að sérpanta efnivið þann sem notaður verður eins og stálpolla og ljósa- staura þá sem setja á upp í götunni. Sigurður segir að þetta geti ráðið nokkru lokapunkti framkvæmda þar sem þessir hlutir séu ekki til á lager. í þeim tillögum að opnun götunnar sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir einni akgrein eftir Austurstræti miðju og á henni fímm bílastæðum við veitingastaðinn Hressó. Eftir ak- greininni báðum megin verði komið fyrir stálpollum eins og nú eru neðst á Laugarveginum, ljósastaurum og við upphaf götunnar verði komið fyr- ir 4 metra háu hliði. Samhliða þessu hefur verið ákveðið að gera Vallar- stræti að göngugötu. Rök með og á móti Eins og kunnugt er af fréttum urðu heitar umræður um málið á fundi borgarstjórnar í vikunni er framkvæmdimar voru samþykktar með 9 atkvæðum gegn 6. Á fundinum voru afhentir undirskriftarlistar með 1.300 nöfnum þar sem opnun götunn- ar fyrir bílaumferð var mótmælt. Þau sem stóðu að undirskriftasöfnuninni er hópur fólks sem kemur aðallega úr Grænu framboði sem bauð fram til alþingiskosninga í fyrsta sinn í ár. Sá hópur hyggur á frekari aðgerð- ir gegn framkvæmdunum. Kjartan Jónsson, einn af forsvarsmönnum hópsins, segir að hann muni fylgjast grannt með framvindu málsins og jafnvel gera eitthvað áður en málið verið tekið til endurskoðunar að sex mánuðum liðnum. Þeir sem einkum hafa knúið á um að fá Austurstræti opnað fyrir bí- laumferð eru aðilar sem standa að Þróunarfélagi Reykjavíkur. í greinar- gerð frá félaginu um mál þetta kem- ur fram að aðrir sem eru málinu hlynntir eru m.a. Miðbæjarfélagið, Laugavegssamtökin, sjö fasteigna- eigendur og forráðamenn fyrirtækja við Aðalstræti, verslunareigendur við Austurstræti, Kaupmannasamtökin, Skrifstofa viðskiptalífsins og Sam- starfsráð verslunar. Rök þau sem lögð hafa verið til grundvallar eru einkum síminnkandi verslun í miðbæ Reykjavíkur og sú skoðun að opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð myndi glæða þá verslun. í greinargerðinni segir m.a. að upphafleg ákvörðun um að gera Austurstræti að göngugötu byggði á þeirri skoðun að það hefði ekki neikvæð áhrif á verslun í göt- unni. Viðskipti við götuna hafi hins- vegar farið minnkandi ár frá ári og verslunum fækkað þótt umdeilanlegt sé af hvaða orsökum það er. Síðan segir: „Þeir aðilar sem óska eftir opnun Austurstrætis telja að forsend- ur hafi breyst og ekki lengur sama þörf á að takmarka umferð um mið- borgina með þessum hætti. Lokun Austurstrætis hafí neikvæð áhrif á viðskipti í miðborginni sérstaklega Austurstræti og Aðalstræti." Kjartan Jónsson einn af forsvars- mönnum þeirra sem mótmæla opn- unni segir að það fái ekki staðist að minnkandi verslun í miðborginni sé göngugötunni að kenna. Nærtækari skýring Iiggi í þeim stórmörkuðum sem byggðir hafa verið eins og Kringlunni og Mjóddinni. „Eins og við lítum á málið eru engin rök af viti sem mæla með opnun Austur- strætis fyrir bílaumferð," segir Kjart- an. „Og tillaga Nýs vettvangs sem samþykkt var um að gera Vallar- stræti í staðinn að göngugötu er hlægileg. Þar er yfírhöfuð engin umferð af neinu tagi enda gatan notuð sem bílastæði hingað til.“ Göngugata í 18 ár Austurstræti hefur verið göngu- gata í 18 ár eða frá því borgarstjóm samþykkti í nóvember 1973 að stefna að því að gera götuna að göngugötu til frambúðar. Áður, eða dagana 12. ágúst til 15. nóvember, hafði götunni allri verið lokað fyrir bílaumferð í tilraunaskyni. Á þeim árum sem liðin eru hafa verið gerðar tilraunir með að koma tijám, blómum, borðum, bekkjum og listaverkum fyrir í göt- unni en slíkt hefur ekki gefist vel vegna slæmrar umgengni og skemmdarverka. Þrátt fyrir áhuga sinn á því að opna Austurstræti fyrir bílaumferð telur Þróunarfélag Reykjavíkur fulla þörf fyrir göngugötu í miðborginni og vill að staðfest skipulag af Vallar- stræti sem göngngötu komi sem fyrst til framkvæmda. Raunar vill félagið að Austurstræti verið lokað fyrir bí- laumferð á góðvirðisdögum og þegar aðrar ástæður þykja til eins og skemmtanir og útisamkomur. Þegar hefur verið opnuð gönguleið um Vall- arstræti milli Hallærisplans og Thor- valdsenstrætis. Fyrirhugað sé opnun gönguleiðar frá Hallærisplani bakvið Aðalstræti 9 og úr Áusturstræti (Hressingarskálanum) í gegnum bafe- garð Lækjargötu að Tjöminni. Magnús L. Sveinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðis- menn þegar sex borgarfulltrúar af tíu kysu að taka upp samstarf við hluta af minnihlutaflokkunum og mynda þannig meirihluta í borgarstjóm til að knýja ákveðið mál í gegn. „Það hefur verið lögð áhersla á það fram að þessu af hálfu Sjálfstæðismanna að ef þeir hafa ekki meirihluta fyrir málum í borgarstjórn þá láti þeir það vera að flytja slík mál og knýja þau í gegn með atbeina minnihlutans,“ sagði Magnús. Hann sagðist vonast til þess að þetta atvik ætti ekki eftir að hafa áhrif á áframhaldandi samstarf borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokks og leggja áherslu á að svo yrði ekki þar sem styrkur sjálfstæðismanna í borgar- stjórn hefði verið samheldni og sam- staða. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagðist einnig gegn tillögunni um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð. í bókum sem hún lagði fram á fundinum eftir að at- kvæðagreiðsla hafði farið fram sagð- ist hún harma þá niðurstöðu sem lægi fyrir. „Sex félagar mínir úr Sjálf- stæðisflokknum hafa látið undan há- værum þrýstihópi örfárra manna og gengið þar með gegn hagsmunum Reykvíkinga almennt og annarra sem halda vilja í einu göngugötuna í mið- bænum,“ segir í bókún Katrínar. Markús Orn Antonsson, borgar- stjóri, lagði áherslu á það í ræðu sinni á fundinum að opnun Austurstrætis væri þverpólitískt mál þar sem allir borgarfuljtrúar hefðu skoðanir óháð flokkslínum. Borgarendurskoðun faíið að kanna fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur TILLÖGU Nýs vettvangs um skipun rannsóknarnefndar til að kanna kostnað vegna Perlunnar á Öslguhlíð var vísað frá á fundi borgarstjórnar í fyrrinótt með tíu atkvæðum borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks gegn fimm atkvæðum fulltrúa minnihlutaflokkanna. TiIIögunni var vísað frá á þeim grundvelli að borgarsljóri hefði þegar falið borgarendurskoð- un að hafa forgöngu um að fram fari úttekt á stjórnsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkurborgar, þar sem m.a. verði kannaðar verklagsregl- ur sem viðhafðar séu við úrvinnslu einstakra verkefna hjá Hitaveitunni og fjármálalegt eftirlit innan hcnnar. Tillaga borgarfulltrúa Nýs vett- vangs sem vísað var frá á fundinum fól í sér að skipuð yrði fimm manna rannsóknarnefnd til að kanna og veita borgarstjórn svör við því hvemig stað- ið var að ákvörðunum og fjárstreymi til einstakra verkþátta Perlunnar frá upphafi. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, sagði m.a. að borgarstjórn gæti ekki látið hjá líða að rannsaka hvernig fjárstreyminu hefði verið háttað og hvernig staðið hefði verið að ákvarðanatöku við byggingu útsýnishússins þar sem kostnaður við það hefði farið ríflega 100% fram úr upphaflegum áætlun- um. Hún sagði að nauðsynlegt væri að upplýsa svo óyggjandi væri hvort tilteknir aðilar hefðu farið út fyrir valdsvið sitt og hvar ábyrgðin lægi. Markús Öm Antonsson, borgar- stjóri, tók undir það að breytingar á kostnaðaráætlunum við gerð Perlunn- ar kölluðu á viðbrögð og sagðist þeg- ar hafa gert ráðstafanir þess efnis. Hann benti auk þess á að um leið og fréttist af því í sumar að áætlanir stæðust ekki hefðu framkvæmdir ver- ið stöðvaðar og skýringa krafíst. Markús Örn sagðist hins vegar ekki telja það rétt að pólitísk rannsóknar- nefnd, sem haga myndi störfum sínum eftir pólitískri forsögn og nokkram leiðandi spumingum tillögumanna, yrði skipuð til að fara yfír ákvarðana- ferli og fjánnálalegar skuldbindingar vegna Perlunnar. I frávísunartillögu hans sem samþykkt var á fundinum sagði að eðlilegur úttektaraðili í tilviki sem þessu væri borgarendurskoðun, sem starfaði í umboði borgarstjórnar með aðild kjörinna fulltrúa meirihluta og allra fyrirtækja og stofnana hans, þannig að þess væri gætt sérstaklega, að fylgt væri samþykktum fjárhagsá- ætlunum borgarstjómar og borgar- ráðs og að sparnaðar og hagsýni hefði verið gætt við ráðstöfun fjármagns. Með hliðsjón af þessum og öðram atriðum í samþykkt um hlutverk borg- arendurskoðunar hefði borgarstjóri þegar falið borgarendurskoðun að hafa forgöngu um að fram fari úttekt á stjórnsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur. í úttektinni muni m.a. felast athugun á stjórnskipulagi fyrir- tækisins, aðild hinnar kjömu stjórnar veitustofnana að ákvörðunum um stefnumörkun og rekstrarmálefni vei- I Vallarstræti verour gert að göngugötu út a& Hallærisplani. Framtíoarskipulag gerir rá& fyrir að seinna verði Veltusund opnað fyrir gangandi vegfarendur út að Kirkjustræti og síðan áfram í gegn um bílastæðin á Alþingis- reit út að Vonarstræti. Austurstræti verður opnað á milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, en aðeins verður ein akrein líkt og gerist á Laugaveáinum neðan- verðum. Fimm bílastæði verða á nýja kaflanum fyrir framan Ey- mundsson og Hressingarskálann —m— tunnar, svo og samskipti við yfirstjórn borgarinnar. Ennfremur verði skoðað- ar verklagsreglur, sem viðhafðar séu við úrvinnslu einstakra verkefna hjá Hitaveitunni og fjármálalegt eftiríit innan hennar. Niðurfærsla fullvirðisréttar: Flatri skerðingn verður beitt á 13 búmarkssvæðum Reykjavíkurkvartettinn. \ Litháen: þ SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri vegna fyrri niðurfærslu á fullvirð- isrétti í sauðfjárframleiðslu verður að beita flötum niðurskurði á 13 af alls 23 búmarkssvæðum. Samtals verður skorið niður um 6.665 ærgildi, en mest verður skorið niður á N-Vesturlandi og á Ströndum. Frjáls sala fullvirðisréttar var mest á suðvesturhorni landsins, eð». um 24%, en það er um helmingi meira en selja þurfti til að forðast flatan niðurskurð. Samkvæmt nýja búvörusamn- ingnum var að því stefnt að minnka fullvirðisrétt sauðfíárbænda um 60.800 ærgildi, eða tæp 11% af virk- um fullvirðisrétti á lögbýlum. Ann- ars vegar er þetta gert með fijálsum uppkaupum ríkissjóðs og hins vegar flötum niðurskurði, en honum verð- ur að beita þar sem settu marki verður ekki náð með fijálsum upp- kaupum innan hvers búmarkssvæð- is. Hveiju búmarkssvæði vart gert að minnka fullvirðisrétt innan þess um 12%, en á hreinum sauðfjár- ræktarsvæðum var þó veitt undan- þága, þannig að þar varð að minnka fullvirðisréttinn um 7,2% eða 9,6% eftir aðstæðum. Að meðaltali var niðurskurður fullvirðisréttarins 11% yfír allt landið. Sala á fullvirðisrétti var afar mi- sjöfn eftir búmarkssvæðum, en alls hafa selst um 60.600 ærgildi. Þrátt fyrir það verður að beita flötum niðurskurði innan einstakra svæða og skera niður um 6.665 ærgildi til viðbótar. Ástæða þess er sú að á 10 búmarkssvæðum hefur verið selt umfram það sem þurfti í haust til þess að komast hjá flötum niður- skurði, en á 13 búmarkssvæðum hefur salan verið undir settu marki, og á þeim verður fullvirðisréttur sauðfjárbænda skertur um þau 6.665 ærgildi sem á vantar. Skerð- ingin verður misjöfn eftir búmarks- svæðum og fer eftir því hve mikið hefur verið selt af fullvirðisrétti inn- an hvers svæðis. Sendiherra Islands í Lit- háen afhendir trúnaðarbréf INGVI S. Ingvarsson, sendi- herra íslands í Danmörku, afhenti P. Kuzmickas, vara- forseta Litháen, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Is- lands í Litháen þann 18. september sl. Ingvi er fyrsti sendiherra íslands í Eystrasaltsríkjunum sem afhendir trúnaðarbréf sitt. Sigríður Snævarr, sendi- herra íslands í Stokkhólmi, verður sendihen-a íslands í Eistlandi og Lettlandi og mun hún afhenda trúnaðarbréf sín innan skamms. Reykjavíkurkvartett- inn fékk góðar viðtökur Reykjavíkurkvartettinn er nýkominn heim frá Litháen þar sem hann tók þátt í hátíð strengjakvartetta. Kvartettinn lék meðal annars við opnun hátíðarinnar 14. september. Tónleikarnir voru teknir upp af litháíska sjónvarpinu og útvarpinu. Viðstaddir opnunina voru menntamálaráðherrar íslands og Litháens. Aðrir tónleikar kvartettsins voru í borginni Marijampolé á sunnudags- kvöldið, í Birzai-höll í samnefndri borg á mánudagskvöldið og borginni Siaululiai á þriðjudagskvöldið. Rut Ingólfsdóttir, fíðluleikari, sagði að tónlistarfólkið hefði fengið frábærar mótttökur þar sem það kom. Sagði hún að þar hefði sín áhrif að tónlist- arfólk hefði verið með fyrstu lista- T mönnum sem sóttu Litháa heirn eftir sjálfstæðið. Einnig hefði aðstoð ís- lendinga við Litháa haft sín áhrif. Kvartettarnir á hátíðinni léku allir í Vihníus en var síðan skipt niður á hinar ýmsu borgir í Litháen. Reykja- víkurkvartettinn skipa auk Rutar, Zbigniew Dubik, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, og Inga Rós Ingólfsdóttir, selló. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.