Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR' 21. SEPTEMBER 1991 ■ LJÓSMYNDASTOFA Sigríð- ar Bachmann verður 2 ára sunnu- daginn 22. september. Af því tilefni býður Sigríður öllum þeim börnum sem hún hefur myndað á árinu í afmælisveislu. Ýmsar uppákomur verða, m.a. verða verðlaunamyndir til sýnis og fyrirsætur ársins fá óvæntan glaðning. (Fréttatilkynning) m SEÐUBANKI KOLAPORT L a r ÖLL AÐKEYRSLA AÐ AKRABORG FER UM LJÓSASTÝRÐ GATNA- MÓT VIÐ SÆBRAUT Bréfkom til ábyrgra sjálfstæðismanna Það er peningur i Egils gleri! eftir Pál Pétursson Ég tel mig tilneyddan að snúa mér til ykkar með mikilvægt erindi. Að loknum kogningum í vor tók flokkur ykkar við stjórn landsins. Forysta Alþýðuflokksins óskaði fremur eftir því að starfa með ykk- ur en vinna áfram með okkur fram- sóknarmönnum og alþýðubanda- lagsmönnum. Við því var út af fyr- ir sig ekkert að segja, þetta var þeirra val. Það var mér og öðrum þingmönn- um Framsóknarflokksins nýlunda að vera komnir í stjórnarandstöðu eftir nær óslitna tveggja áratuga aðild að ríkisstjórnum. Okkur er ljóst að hlutverk stjórnarandstöðu er mikilvægt í þingræðisskipulagi og við einsettum okkur að reka hófsama og ábyrga stjórnarand- stöðu og forðast óbilgirni og háv- aða. Ég óskaði nýjum valdhöfum velfarnaðar í mikilvægum störfum. Ég hef átt gott samstarf við alla ráðherra sjálfstæðismanna, hef á þeim mætur og tel þá til kunningja - minna eða jafnvel vina. Ég hef á undanförnum arum séð margt skynsamlegt til þessara manna og taldi því ekki sérstaka ástæðu til kvíða. Nú er þó svo komið að ég er orðinn hræddur og þess vegna skrifa ég ykkur þetta bréf. Svo virð- ist sem grillur er frændi minn Hann- es Hólmsteinn og nokkrir aðrir strákar hafa verið að halda á lofti á undanförnum árum, og ég hélt að aðallega væru til að storka heil- brigðri skynsemi, hafi því miður orðið leiðarljós annars mætra ráð- herra sjálfstæðismanna. Þeir eru hvað eftir annað slegnir þvílíkri blindu að engu er líkara en þeir hafi gleymt íslenskum raunveru- leika og þeim þjóðfélagsaðstæðum sem við búum við. Islandi verður ekki stjórnað eftir kokkabók Hannesar Hólmsteins öðruvísi en það leiði til hins mesta ófarnaðar. Viðskilnaður síðustu ríkisstjórnar var að flestu leyti góður. Atvinnulíf- ið var að mestu í lagi, verðbólga nær hjöðnuð og þjóðarsátt með gagnkvæmu trausti aðila vinnu- markaðar, bænda og ríkisvalds ríkj- andi. Ríkisfjámiiál höfðu þó farið nokkuð úrskeiðis einkum á síðustu vikum fyrir kosningar. Að ljúga uppá fortíðina Ný ríkisstjórn hefur reynt að svertá verk hinnar fyrri á allan hátt. Þar hafa ráðherrar sjálfstæð- ismanna farið mjög offari og er það mjög miður. Ríkisstjórn Davíðs Páll Pétursson „Sú er bón mín til ykkar að þið beitið áhrifum ykkar af alefli til þess að koma vitinu fyrir ykkar menn í ráðherra- stólunum.“ Oddssonar greip til þess úrræðis sem óhyggilegast var, hún hækkaði vextina samkvæmt fijálshyggju- bókinni. Þetta átti að laga stöðu ríkissjóðs, sem það auðvitað gerði ekki, heldur varð til þess að hleypa verbólguskriðu af stað og stofna til stórvandræða hjá fjölmörgum fýrir- tækjum og einstaklingum sem skulduðu fé. Þegar vaxtasprenging- in varð, leiddi hún af sér skriðu gjaldþrota sem ekki sér fyrir end- ann á. Samkvæmt fijálshyggjubók- inni tók ríkisstjórnin þá stefnu að reyna ekki að stöðva eða draga úr gjaldþrotaskriðunni. Ráðherrar, sérstaklega forsætisráðherrra og ijármálaráðherra, töluðu af miklu þekkingarieysi og angurgapahætti um rekstur þeirra fyrirtækja sem í örðugleikum áttu. Forráðamenn þeirra væru asnar og sukkarar sem yrði að blæða fyrir ákvarðanir sín- ar, ríkisvaldið færi ekki að hjálpa þessháttar liði. Álafoss og fleiri fyrirtæki voru rekin í gjaldþrot gjaldþrotsins vegna, jafnvel þótt ríkið hefði beðið verulega minna tjón af því að aðstoða þau við áframhaldandi rekstur, heldur en að taka á sig rikisábyrgð á launum og gera eignahluti tengda ríkinu að engu. Forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafa ráðist méð fá- dæma óbilgirni á Byggðastofnun og Atvinnutryggingadeild hennar svo og Hlutaíjársjóð. Stjórnendur þessara stofnana hafa verið bornir hinum verstu sökum af þessum ráð- herrum, en standa þó flestir jafn- réttir eftir. Það er engu líkara en ríkisstjórnin hafi ýmigust á atvinnu- lífinu í landinu. Fiskeldi er banns- ungið, ullariðnaður og rækjuiðnað- ur sömuleiðis og svona mætti lengi telja. Þannig má ríkisstjórn á Is- landi ekki haga sér. Ríkisstjórn á Islandi ber á hveijum tíma að hafa heildaryfirsýn yfir atvinnulíf lands- manna og henni bera að stuðla að því að jafna út sveiflur og má ekki baka atvinnulífinu ónauðsynlega erfiðleika. Ég er ekki að mæla því bót að setja fé í vonlausan atvinnu- rekstur en ekki má af eintómri kenningaþjónkun rústa atvinnufyr- irtæki í landinu jafnvel þótt þau eigi í tímabundnum erfiðleikum. Það er ekki sama hver stjórnar Ríkisendurskoðun lagði nýtt mat á ijárhagsstöðu sjóðanna og gaf þá skýringu á því að matið væri annað ogjakara en hún hafði greint frá fyrir nokkrum mánuðum vegna þess að ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar ætlaði ekki að aðstoða atvinnu- fyrirtækin í landinu, stefnubreyting hefði orðið frá tíð síðustu ríkis- stjómar. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar stuðlaði að eflingu at- vinnulífs og þess vegna bjó þjóðin við atvinnuöryggi og þjóðarsátt á síðari hluta valdaskeiðs hennar. Það eru nógu slæmar horfur ef atvinnulífmu verður unnið óbætan- legt tjón með fáránlegri þjónkun við kenningar fijálshyggjustrák- anna, fleira kemur þó til sem vekur ugg minn. Vegið að velferðar- þjóðfélaginu Heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, hefur farið hamför- um í kjöltu Davíðs Oddssonar gegn sjúkum og öldruðum og heilbrigði- skerfinu í landinu. Vissulega þarf margt að lagfæra í heilbrigðiskerf- inu. Það er þó viturlegra að byggja á grunni þeim er Guðmundur Bjarn- ason lagði heldur en vaða fram í krossferð gegn öllu og öllum eins og Sighvatur og gera allt öfugt. Heilbrigði, læknisþjónusta og fé- lagslegt öryggi á ekki að vera bara fyrir þá ríku. Menntun á ekki held- ur að vera forréttindi þeirra sem eiga efnaða aðstandendur. Það er kaldranleg kenning hjá Vilhjálmi Egilssyni að þá langi ekki mikið til að lærá sem veigri sér við að borga skólagjöld. Síðasta flánið eru hugmyndirnar um að binda gengi krónunnar við Evrópumyntina. Þar með mundum við afsala okkur endanlega öllum möguleikum á að geta stjórnað efnahagslífi okkar sjálfír. Þar með væri útgerð og fiskvinnslu stefnt í bráðan háska eins og Kristján Ragnarsson hefur réttilega bent á. Ábyrgir Sjáífstæðismenn, sú er bón mín til ykkar að þið beitið áhrif- um ykkar af alefli til þess að koma vitinu fyrir ykkar menn í ráðherra- stólunum. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru margnota með 10 króna skilagjaldi. Ekki henda verðmœtum, taktu tómt Egils gler meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar í nœstu verslunar- eða sjoþþuferð. Það er drjúgur peningur! %ils IIS Aftur og aftur og aftur! ■ FYRSTI fræðslufundur Migr- ensamtakanna í vetur verður hald- inn að Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavík, þriðjudaginn 24. september kl. 20.30. Að þessu sinni verða grasa- lækningar til umfjöllunar og mun Einar Logi Einarsson ræða um nýtingu ís- lenskra jurta, Einar er sonur Ástu Erlingsdóttur sem er löngu lands- þekkt af störfum sínum sem grasa- læknir. Hann var fyrsti formaður Migrensamtakanna sem stofnuð voru í febrúar 1978. Fundurinn er öllum opinn og eru nýir félagsmenn boðnir sérstaklega velkomnir. V i i \ \ < í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.