Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
til að þeir sem njóta hennar borgi
þá líka fyrir hana. Það er ekki
mögulegt að „hagræða“ fyrir 14
milljarða króna, og það verður að
koma víða við til að ná þeim fjár-
munum saman. En hvernig bregst
þjóðin við, ef skerða á þjónustu sem
við höfum ekki lengur efni á?
Hvernig bregst hún við hugmynd-
um um gjaldtöku fyrir þjónustu?
Bændasamtökin mótmæla
skerðingu Framleiðnisjóðs og
skerðingu búvörusamnings. Þeir
vilja ekkert Ieggja til. Sjómenn
mótmæla skerðingu skattleysis-
marka. Þeir segja pass. Konur
hafa staðið vörð um fæðingarorlof.
Það má ekki snerta. Aldraðir hafa
mótmælt breytingum á aldurs-
mörkum ellilífeyris fyrir fullvinn-
andi menn. Þeir vilja sitt. Skóla-
menn og nemendur mótmæla
skólagjöldum, apótekarar og verk-
alýðsrekendur mótmæla breyting-
um á lyfjakostnaði og hrossaeig-
endur setja sig á háan hest, þegar
talað er um skatt á „breiðu bökin“.
Nýjasta uppákoman er svo mót-
mælaaldan varðandi breytingar á
rekstri nokkurra sjúkrahúsa úr
dýrari aðgerðaþjónustu í ódýrari
langleguhjúkrun. Nýkjörnir, ví-
greifir stjórnarþingmenn halda
ekki vatni. Þeir eru ekki komnir
til að breyta neinu í þessu þjóðfé-
lagi. Ómerkilegasta athugasemdin
kom þó úr röðum lækna. Að þeirra
sögn verður afleiðing þessa gjörn-
ings dauði fólks á biðlistum. Þó
var þagað þunnu hljóði yfir lengsta
biðlistanum í dag, biðlistanum fyr-
ir hjúkrun í langlegu. Og þar er
dáið. Unnvörpum.
Þetta er þó aðeins forsmekkur-
inn af því sem koma skal, því það
þarf margt að telja saman áður
en 14 milljörðum er náð. Og ekk-
ert véldur fögnuði. Ríkisstjórnin
hefur ekki tekið þjóðina með inn
í dæmið. Þjóðin vill ganga í víðu,
en ekki sníða sér stakk eftir vexti.
Nú á fimmta ári efnahagssam-
dráttar finnst henni loks kominn
tími til að hækka launin og auka
kaupmátt. Ef þessi ríkisstjórn ætl-
ar að stjórna, þá tekur þjóðin ekki
þátt, þ.e.a.s. þar sem ríkisstjórnina
ber niður, þá fær hún svarið: Ekki
benda á mig.
Höfundur er deildarhagfræiiingur
í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Husqvarna
SAUMAVÉLAR
• 7 GERÐIR •
• ALLIR NYTJASAUA4AR •
• MYNSTURSAUMAR •
• STERKUR MÓTOR •
• SÆNSK GÆÐI •
• FRÁBÆRT VERÐ •
• NÁMSKEIÐ •
' VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
• SÝNIKENNSLA •
• ALLT Á SAMA STAÐ •
Skrifstofutækni
Ekki benda
Jón Sæmundur Sigurjónsson
„Þá er ekkert eftir en
að láta reyna á, hvort
Islendingar hafa enn
þann dug í sér að herða
ólina í stað þess að sópa [
vandanum undir teppið.
Það þýðir val á milli |
þess að skerða þjónustu
eða að taka upp þj ón-
ustugjöld upp á 14 millj- *
arða króna. Það er
hart, en sennilega það
eina sem dugar.“
Það er peningur
i Egils gleri!
Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis:
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
ámig
eftir Jón Sæmund
Sigurjónsson
Ríkisstjórnin stendur frammi
fyrir því erfiða verkefni að setja
saman fjárlög, þannig að sem
minnst standi út af. Því miður virð-
ast efni ekki standa til þess að ná
saman endum öðruvísi en með
rúmlega 3ja milljarða króna halla.
En til þess að það megi takast
verður fyrst að sjá til þess að forða
ríkissjóði frá útgjöldum sem nema
rúmlega 14 milljörðum króna.
Nauðsyn niðurskurðar
Nú er senn fimmta árið að líða
sem Islendingar búa við efnahags-
legan samdrátt. Næsta kvótaár
verður það rýrasta í sögunni eftir
að kvótinn var settur á, þorskafli
skorinn niður, óvíst hvað verður
um loðnuveiðar og rækjuverð er
enn í lágmarki. Umræður um EES
gefa ekki tilefni til að ætla að sá
efnahagslegi ávinningur, sem
þeirri aðild fylgir, falli þjóðinni i
skaut í bráð. Einnig mun þó nokk-
ur tími líða áður en efnahagsleg
áhrif af framkvæmdum við virkj-
anir og álverksmiðju fara að auka
við hagvöxt.
Útgjaldakröfur á ríkissjóð eru
miklum mun hærri heldur en áætl-
að er að tollar, skattar og þjónustu-
gjöld muni færa í búið miðað við
óbreytt ástand. Möguleikarnir til
að mæta þeim vanda eru að hækka
skatta, hækka þjónustugjöld, skera .
niður þjónustu, taka erlend lán eða
innlend. Allt eru þetta atriði sem
hljóma ekki vel í eyrum og eru lítt
til vinsælda fallin. En ef jafnvægi
á að haldast á efnahagssviðinu,
þá er nauðsynlegt að ríkissjóður
komist hjá þessum útgjöldum.
Mismunandi afleiðingar
ísland er meðal þeirra þjóða,
sem hafa einna lægsta skatta mið-
að við aðildarþjóðir OECD. Ein-
hveijum fyndist því tilvalið að
hækka skatta. Tillögur hafa verið
um breytingar á sjómannafrá-
drætti, um fjármagnsskatt o.fl.
Þetta dregur allt mjög stutt þegar
haft er í huga að upphæðin, sem
spara á, er jafnhá öllum tekjum
ríkisins af tekjuskatti. Sú tilfinning
er einnig mjög rík meðal almenn-
ings að skattbyrðin sé þegar nógu
há.
Erlendar lántökur hafa oft verið
hin þægilega undankomuleið
flestra ríkisstjórna í gegnum tíð-
ina. Þá hefur verið treyst á batn-
andi afkomu í náinni framtíð og
blóm í haga. Afleiðingin hefur of
oft verið mun hærra verðbólgustig
en sæmilegt getur talist, verðból-
gustig sem afskræmt hefur allt
efnahagslíf í landinu.
í síðustu ríkisstjórn var mörkuð
sú stefna, m.a. af Ólafi Ragnari
Grímssyni, að hverfa sem mest frá
erlendum lántökum og freista gæf-
unnar með sölu ríkisskuldabréfa á
innlendum markaði. Afleiðingin
varð sú að spenna skapaðist á inn-
lendum lánsfjármarkaði með til-
heyrandi vaxtahækkunum. Þeir
sem undrast t.d. háa ávöxtunar-
kröfu á húsbréfum, mega vita að
auðvitað er samhengi á milli þess
að firnastór lántakandi eins og rík-
issjóður þurrkar upp lánamark-
aðinn og þess að vaxtastigið spenn-
ist upp alls staðar vegna minnk-
andi framboðs á lánsfé. Háir vext-
ir verða hins vegar til þess að koma
öllu atvinnulífi úr skorðum og
hækka kostnað við alla almenna
lántöku. Þetta er afleiðing af póli-
tík Ólafs Ragnars, sem hann hefur
verið að skoða vítt og breitt um
landið að undanförnu.
Þá er ekkert eftir en að láta
reyna á, hvort Islendingar hafa enn
þann dug í sér að herða ólina í
stað þess að sópa vandanum undir
teppið. Það þýðir val á milli þess
að skerða þjónustu eða að taka
upp þjónustugjöld upp á 14 millj-
arða króna. Það er hart, en senni-
lega það eina sem dugar.
Ríkisstjórn án þjóðar
íslendingar vilja eyða meiru en
þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir.
Þeir vilja ekki hærri skatta, ekki
fleiri erlend lán, ekki hærri vexti
innanlands og því grípur ríkis-
stjórnin til þeirra úrræða sem eftir
eru, en þau eru að skerða þjón-
ustu, sem við viljum ekki borga
fyrir eða að setja á þjónustugjöld,
Allar glerflöskur frá Ölgerðinni eru
margnota með 10 króna skilagjaldi.
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
Verslunarreikningur
Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára.
Tölvuskóli Islands
Ekki henda verðmætum, taktu tómt Egils gler
meðferðis þegar þú endurnýjar Egils birgðirnar
í næstu verslunar- eða sjoþþuferð.
Það er drjúgur peningur!
$ Aftur og aftur og aftur!
FRÁBÆR HÖNNUN
Blöndunartækin frá damixa
tryggja rétt vatnsmagn og
hitastig með einu handtaki.
Veljið aðeins það besta
- veljið damixa biöndunartæki
fyrir eldhúsið og baðherbergið.
damixa
III
Fæstíhelstu
umlandallt.
Umboösmaður óskast
Útgáfufyrirtæki leitar að
hæfum umboðsmanni til að
kynna og sjá um dreifingu
á nýjum og nýstárlegum
póstkortum. Verður að tala
ensku. Sendið svör inn á
auglýsingadeild Mbl. merkt:
„U - 9816“