Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 16

Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Til vamar kennaramenntun hægt að ætlast til, ef ekki er tryggt að kennaramenntun í landinu þróist í takt við breytta tíma og aukna þekkingu á öllum ofangreindum eftir Hjalta Hugason Þær meginhugsjónir, sem lengi hafa sameinað Islendinga og mynda í raun grundvöll að samfélagi þeirra og löggjöf, eru hugsjónir lýðræðis og jafnréttis allra þegna landsins að minnsta kosti til andlegra og menningarlegra gæða. Það þarf hins vegar ekki lengi að skyggna íslenskt þjóðfélag á líðandi stundu, til að gera sér grein fyrir, að meira orkar tvímælis, hvort hér á landi njóti hugsjón um jafnrétti til verald- legra gæða mikils fylgis. í hinu fyrrnefnda á íslenska þjóðin sam- leið með öðrum þjóðum hins vest- ræna heims og í raun sívaxandi hluta mannkyns. íslendingar eiga jafnframt því láni að fagna, að búa í þeim heims- hluta, þar sem best hefur tekist að gera ofangreindar hugsjónir að ver- uleika og einna lengst hefð er fyrir að framkvæma þær á þann hátt, að þær nái til þjóðarinnar allrar. Þegar skýringa er leitað á því, með hveijum hætti ísland, hin Norður- löndin og fáein önnur lönd Evrópu hafa náð þessum árangri, verður vart fyrir nema eitt svar: Samfélag jafnstöðu,' velferðar og lýðræðis verður ekki byggt upp öðru vísi en með menntun. Þess ber þó alvarlega að gæta í þessu sambandi, að sú menntun, sem hér skiptir mestu máli, er ekki hámenntun fámennrar stéttar landsfeðra og -mæðra, er ráða ráðum þjóðarinnar, eða lítið eitt ijölmennari stéttar sérfræð- inga, er annast hin sérhæfðari málefni hennar. Sú menntun, sem er undirstaða lýðræðissamfélags, hendur við bætta menntun sér- hæfðra starfsstétta. Á enga slíka stétt tel ég að sé hallað, þó því sé haldið fram, að menntun kennara skipti mestu í þéssu sambandi og þá einkum og sér í lagi menntun grunnskólakennara. Kennurum landsins er ætlað það margbrotna hlutverk, að byggja upp, skipuleggja og gera að veru- leika þá ijölbreyttu menntun, sem við viljum að börn okkar á hveijum tíma fái hlutdeild í og ætlað er að búa þau undir verðugt líf í síbreyti- legu samfélagi.Til þessa viljum við öll að þau séu sem best nestuð. Að leiðarljósi skulu kennarar hafa grunnskólalög, námskrár og fáein önnur almenn stjórntæki. löggjafa og yfirvalda menntamála í landinu. Lítið- yrði þó gildi þeirra háleitu markmiða, sem þar eru sett fram, ef ekki kæmi til faglegt sjálfstæði kennarans, er gerir honum fært að hrinda þeim í framkvæmd. í allt of stórum tvísetnum skólum, í allt of fjölmennum - en sem betur fer oftast blönduðum bekkjum - og við sífelldan skort á kennslugögnum og kennslutækjum, er íslenskum grunnskólakennurum ætlað að búa börn okkar undir störf í samfélagi, sem við vitum enn harla lítið um, hvernig verður, þegar þau taka við stjórn þjóðarskútunnar. Það eina, sem við vitum er það, að það næg- ir ekki að kenna þeim það sama og við lærðum (þótt kennslubæk- urnar séu að hluta til enn hinar sömu) og það nægir heldur ekki að kenna þeim, eins og okkur var kennt. Börn líðandi stundar þurfa að læra að afla sér eigin og stöðugt nýrra þekkingar, þau þurfa að öðl- ast jákvæða gagnrýni og sjálf- stæði, þau þurfa að vera búin und- ir ný viðhorf og nýja tækni, nýjar aðstaeður í atvinnulífi og frístund- um. Sú menntun, sem íslenskum grunnskólum er ætlað að miðla, „Sú menntun, sem ís- lenskum grunnskólum er ætlað að miðla, felst heldur ekki í fræðslu eingöngu, heldur skal hún einnig fela í sér félagslegt uppeldi og alhliða þroska hvers einstaklings út frá for- sendum hans sjálfs. - þetta þarf þó vart að taka fram. Menntun án félagsvitundar og þroska er ekki til.“ felst heldur ekki í fræðslu ein- göngu, heldur skal hún einnig fela í sér félagslegt uppeldi og alhliða þroska hvers einstaklings út frá forsendum hans sjálfs. - Þetta þarf þó vart að taka fram. Menntun án félagsvitundar og þroska er ekki til. Eigi kennarar landsins að vera í stakk búnir til að rækja þetta hlut- verk þurfa þeir sjálfir að vera menntaðir í þess orðs bestu merk- ingu. Þeir þurfa að búa yfír stað- góðri þekkingu á þeim greinum, sem í grunnskólum skulu stundaðar en þó miklu frekar búa yfir þjálfun til að afla sér slíkrar yfirsýnar í takt við breyttar kröfur. Þeir þurfa að hafa þekkingu og þjálfun á sviði fjölbreyttrar miðlunar og tjáskipta, Hjalti Hugason þeir þurfa að hafa alhliða þekkingu á uppeldis- og sálfræðilegum for- sendum náms og kennslu. Þeir þurfa að búa yfir haldgóðri skólun, sem gerir þeim kleift að greina persónulegar forsendur sérhvers nemanda til náms og til að haga kennslu sinni í samræmi við það. Loks eigum við að krefjast þess af þeim, að þeir hafi djúpan og grund- aðan skilning á mannlegu eðli og kjörum og áhrifum þessara þátta á tímanlega og eilífa velferð ungra einstaklinga í mótun. Einskis af þessu gr þó í raun sviðum. Er hér átt við allt í senn hina sameiginlegu grunnmenntun kennara, endurmenntun þeirra og framhaldsmenntun fyrir þá, sem óska að auka þekkingu sína og færni á afmörkuðu sérsviði. Þessa þróun verður að tryggja með stöð- ugri endurskoðun á þeirri menntun, sem í boði er, og lengingu hennar og aukningu, þegar slíks er þörf. / raun er það frumskylda yfir- valda menntamála í landinu, að tryggja að þessi þróun geti átt sér stað. Þetta er skylda þeirra - ekki til að tryggja faglega þróun þeirrar stofnunar eða stofnana, sem ætlað er að mennta kennara - ekki til að auka faglegan metnað og áhuga þeirra, sem þar starfa - heldur til að tryggja áframhaldandi virkt lýð- ræði í landinu. Skilyrði þess að kennaramenntun þróist meðfagleg- um hætti hljóta hins vegar að vera, að til hennar sé veitt nauðsynlegum fjármunum og um hana ríki sá frið- ur, að mögulegt sé að skipuleggja hana til lengri tíma en fárra vikna í senn. Að lokum skal sú ósk látin í Ijós með hagsmuni uppvaxandi kynslóðar í huga, að löggjafi, fjár- veitingarvald, menntamálaráðu- neyti og aðrir þeir, sem um þessi mál fjalla á komandi vikum og mánuðum, megi vera alvara og þjóðhagslegt og þjóðmenningarlegt gildi máls þessa ljós, áður en fleiri skyndiákvarðanir verða teknar um málefni kennaramenntunar í land- inu. Höfundur er dósent við Kennaraháskóla íslands. er þvert á móti vönduð og breið almenningsmenntun, sem er sam- eign þjóðarinnar í heild. í hverju þessi dýrmæta eign þjóð- arinnar er og á að vera fólgin, er breytilegt eftir aðstæðum. I upp- hafi var fyrst og fremst um lestrar- kunnáttu að ræða og ef til vill er okkur hollt að minnast þess, að sú krafa var fyrst fram sett af kirkj- unni. Sérhveijum fullveðja einstakl- ingi bar að ráða yfir þeirri þekkingu og menntun að geta tileinkað sér boðskap kirkjunnar og miðlað hon- um, ef svo stóð á. Með almennri lestrarkennslu var síðan grundvöll- ur skapaður fyrir mun víðfeðmari miðlun þekkingar og boðskapar en nokkru sinni fyrr. Krafan um lestr- arkennslu er því eitt stærsta fram- lag kirkjunnar til almennrar þjóð- félgsþróunar á síðari öldum. Síðar bættist kennsla í skrift og reikningi við alþýðumenntunina og alla þessa öld hefur gætt örrar þróunar í þessu efni, sem hefur falið í sér kröfu um stöðugt fjölbreyttari og meiri menntun almenningi til handa. Breytingar þessar má lesa út úr því, sem mörgum kann að virðast felast í „gengisfellingu" eða „verð- bólgu“ á sviði menntunar og lýsir sér í því, að stöðugt lengra nám og „æðri“ próf þarf til að fullnægja kröfum atvinnulífs og samfélags. Þó svo almenningsmenntun sé það, sem öllu skiptir, þegar um já- kvæða þjóðfélagsþróun er að ræða, má ekki gleyma því, að hér verður menntun almennings að haldast í Samkeppnin og skólameistarinn eftirÞorvarð Elíasson Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi hefur skrifað villandi grein um Verzlunarskóla íslands sem birtist í Mbl. 20. sept. sl. Þar segir skólameistarinn að Verzlunar- skóli íslands sé rekinn af ríkinu og spyr hvort skólagjöld VÍ séu ekki notuð til leynilegra yfírborgana. Ennfremur segir skólameistari MK að álögð skólagjöld og ráðstöfun þeirra sýni forréttindi sem VÍ hafi. Ekki verður hjá því komist að svara skrifum þessum og verður það gert hér bæði efnisiega og með því að fjalla um þær raunverulegu orsakir sem liggja að baki grein skólameistara MK og koma ekki fram í skrifum hans. Um þau efnisatriði sem fram koma í grein skólameistara MK er þetta að segja: Verzlunarskóli íslands er rekinn af skólanefnd og skólastjóra en ekki ríkinu. Það er stjórn Verzlunar- ráðs Islands sem skipar meirihluta skólanefndar (4 af 5) og ræður skólastjóra, skv. skipulagsskrá skólans, sem birt hefur verið í B- deild Stjómartíðinda, útgefin af dómsmálaráðherra 3. desember 1962. Að segja að Verzlunarskólinn skv. Iögum. Það em ekki forréttindi að leggja á skólagjöld. Skólanefnd MK gæti gert slíkt skv. gildandi lögum um framhaldsskóla. Telji skólameistari skólagjöld forréttindi vill hann væntanlega fá slík réttindi fyrir sinn skóla og þá snýr hann sér til sinnar eigin skólanefndar og ráð- herra með beiðni þar um. Hvað varðar ráðstöfun skóla- gjalda VÍ er það eitt að segja að þau renna í Húsbyggingarsjóð VÍ sem annast rekstur allra eigna skól- ans og ber ábyrgð á skuldum hans og vaxtagreiðslum. Ennfremur jafnar Húsbyggingasjóður halla af rekstri VÍ og gerir honum þannig kieift að halda uppi góðri þjónustu við nemendur, t.d. með rekstri bók- asafns og fjölgun kennslustunda í stundaskrá. , Spurt er hvort skólagjöldin séu ekki notuð til „leynilegra yfirborg- ana“. Ekki liggur ljóst fyrir hvað felst í þessari spurningu. Að sjálf- sögðu er allt keypt til reksturs skól- ans á eins hagkvæmu verði og unnt er. Skólanefnd og skólastjóra er ætlað að vinna þannig en ekki að yfirborga. Ef verið er að spyija hvort skólagjöldin séu notuð til þess „Það eru ekki forrétt- indi að leggja á skóla- gjöld. Skólanefnd MK gæti gert slíkt skv. gild- andi lögum um fram- haldsskóla.“ að yfirborga kennara, þá má upp- lýsa að laun kennara eru greidd skv. kjarasamningi skólans við HÍK og þar er ekki um yfirborgunar- ákvæði að ræða. Það er ekkert launungarmál að samkeppni hefur verið veruleg milli VÍ og MK um nemendur. MK hefur þurft að horfa á eftir mörgum góð- um námsmönnum úr grunnskólum Kópavogs yfir í VÍ þrátt fyrir skólagjöldin. Ekki er óalgengt að stjórnendur fyrirtækja, sem finnst þeir fara halloka, bregðist við með því að dreifa villandi og röngum upplýs- ingum um keppinaut sinn. Undirrit- aður vill benda kollega sínum í Kópavogi og keppinaut á, að vilji hann fá fleiri og betri nemendur inn í skóla sinn en hann fær nú, sé Þorvarður Elíasson vænlegra að fara þá leið að bæta rekstur og orðstír skóla síns fremur en að ráðast í ræðum og riti á keppi- nautana. Höfundur er skólastjóri Verzlunarskóla íslands. sé rekinn af ríkinu vegna þess að ríkið kaupi þjónustu hans samrým- ist ekki merkingu orða í íslenskri tungu. Ingólfur A. Þorkelsson rekur ekki Hagkaup þótt hann versli þar. Menntamálaráðuneytið rekur ekki þau verktakafyrirtæki sem byggja skólahús eða veita nemendum þjón- ustu sem ríkissjóði ber að kosta Rányrkja á grunnmiðum? eftirÞórarin St. Sigurðsson LAUSBIAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... . þær duga sem besta bók. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Þann 18. þ.m. var umræðuþáttur á Stöð 2 þar sem rætt var við þá Jakob Jakobsson, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar, og Kristján Ragnarsson, form. LÍÚ. Tilefnið var lélegt hryggningarár botnfísktegunda 6. árið í röð. Þessi samtalsþáttur var að því leyti sérstakur að formaður LÍÚ vakti máls á snurvoðarþættinum sem nú er stundaður víða við land- ið. Forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar tók jákvætt undir með því að tjá nauðsynlegt að skoða þessi mál uppá nýtt. I Morgunblaðinu á föstudag seg- ir í frétt frá Vestmannaeyjum, að áskorun fjölda Vestmanneyinga um kröfu til fjögurra mílna „fiskveiði- lögsögu“ í kringum eyjarnar, þar sem eingöngu verði leyft að veiða með netum, línu og handfærum, verði lögð fyrir sjávarútvegsráð- herra á fundi i kvöld með sjómönn- um og útgerðarmönnum í Vest- mannaeyjum. Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Sumarið 1990 sendum við 24 smábátaeigendur og sjómenn, bú- settir á Suðurnesjum, áskorun til þáverandi sjávarútvegsráðherra, um að banna allar dragnótaveiðar innan línu, sem hugsast dregin frá Stafnesi í önglabijótsnef á Reykja- Þessari áskorun fylgdi samþykki hreppsnefndar Hafnahrepps við hugmyndina ásamt og blaðaúr- klippum, þar sem sagt var frá í máli og myndum gengdarlausum mokstri af þorski sem tekinn var á fiskislóð skammt undan landi. Svar við þessari áskorun hefur ekki borist enn, hvað þá viðbrögð. Hugmynd Vestmanneyinga um fjögurra mílna fiskveiðilögsögu er athyglisverð. Hún gefur tilefni til margi-a spurninga t.d. er ekki kom- inn tími til að setja slíka lögsögu í kringum allt landið? f » ► : p \ nesi. Höfundur er smábitaeigandi í Höfnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.