Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
Starf kirkjunnar verð-
ur sífellt fjölbreyttara
Þessi mynd var tekin við opnun skrifstofu prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestara. Frá vinstri:
Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, herra Olafur Skúlason biskup, og
ritarar á skrifstofum Reykjavíkurprófastsdæma, Margrét Bragadóttir og Esle Petersen.
Rætt við sr. Jón
Dalbú Hróbjarts-
son prófast
Ný skrifstofa prófasts í Reykja-
víkurprófastsdæmi vestara var
opnuð fyrir nokkru en með
nýjum lögum um starfsmenn
Þjóðkirkjunnar sem samþykkt
voru á síðasta ári varð sú breyt-
ing að Reykjavíkprófastsdæmi
var skipt í tvennt, eystra og
vestara prófastsdæmi. Séra
Guðmundur Þorsteinsson sókn-
arprestur í Arbæjarsókn er
prófastur í eystra prófasts-
dæminu en sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prestur Laugarnes-
sóknar var kjörinn prófastur
hins nýja prófastsdæmis. Morg-
unblaðið átti stutt spjall við sr.
Jón Dalbú af þessu tilefni og
var hann fyrst beðinn að greina
frá ástæðum þess að sóknum í
Reykjavík er nú skipt í tvö próf-
astsdæmi.
-Helstu ástæðurnar eru einfald-
lega fólksfjölgunin á höfuðborgar-
svæðinu síðustu árin og það
síaukna og fjöibreytta starf sem
fram fer innan kirkjunnar. Það
er orðið of umfangsmikið fyrir
einn mann sem auk þess að vera
prófastur gegnir starfí sóknar-
prests. Því var lögum breytt á
síðasta ári og skiptingin er þannig
að undir Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra falla Grafarvogur,
Árbær og Breiðholtið allt og
Kópavogur eða alls 9 sóknir. Und-
ir vestara prófastsdæmið falla 10
sóknir, Langholtssókn og Bústað-
asókn og aðrar sóknir í vesturátt
svo og Seltjarnames. Ýmis sér-
þjónusta kirkjunnar fellur einnig
undir það.
Sum málefni verða sameiginleg
svo sem starfsemi Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastsdæmum sem hefur aðset-
ur í Laugameskirkju og starf elli-
málaráðs kirkjunnar en aðsetur
þess er í Árbæjarkirkju. Þá er fjöl-
skylduþjónusta kirkjunnar að sjá
dagsins ljós en hún er sameigin-
legt verkefni Reykjavíkurpróf-
astsdæma svo og Árnes- og Kjal-
arnesprófastsdæma.
Tengiliður presta og biskups
Hver eru helstu störf prófasta?
-í lögunum um starfsmenn
kirkjunnar segir: „Prófastur er
fulltrúi biskups í prófastsdæminu
og trúnaðarmaður hans og hefur
í umboðr hans almenna umsjón
með kirkjulegu starfi þar. Hann
er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið
að því er varðar sameiginleg mál-
efni þess, gagnvart stjórnvöldum,
stofnunum og einstaklingum."
Af þessu sést að starf prófasts
er mjög yfirgripsmikið og þessu
til viðbótar get ég nefnt sem
dæmi um helstu verkefni að hann
á að hafa eftirlit með starfi presta,
eignum kirkjunnar, setja nýjan
prest í embætti, ganga eftir því
að starfsskýrslum og reikningum
’sé skilað og til prófasts má vísa
ágreiningi sem kann að rísa milli
prests, sóknarnefndar og safnað-
ar. Prófastur er einnig formaður
héraðsnefndar prófastsdæmisins
og í sem einföldustu máli má segja
að undir verksvið hans falli öll
sameiginleg mál sóknanna í próf-
astsdæminu og að hann sé tengi-
liður presta og biskups.
í þessu sambandi nefnir sr. Jón
Dalbú að hann hafi síðustu mán-
uði setið fundi með allmörgum
sóknarnefndum til að kynna sér
nánar starf þeirra og um þessar
mundir er verið að skipuleggja
sameiginlegt vetrarstarf sókn-
anna. Prestar í Reykjavík hafa í
mörg ár hist mánaðarlega yfír
veturinn á óformlegum fundi og
verður svo áfram en þar fyrir
utan kalla prófastar presta á sín-
um svæðum til skrafs og ráða-
gerða með regluíegu millibili.
Hyggst sr. Jón Dalbú þannig boða
presta til fundar mánaðarlega til
að ræða um starfið og til upp-
byggmgar.
Hvernig hefur ljölbreytni auk-
ist í starfí kirkjunnar á undanförn-
um árum?
-Síðustu 10 árin hefur hver
söfnuðurinn á fætur öðrum tekið
upp ýmis konar nýjungar í starf-
inu og er það á öllum sviðum: í
barna- og unglingastarfi, hinu
almenna safnaðarstarfi og þjón-
ustu við aldraða. Presturinn gegn-
ir því ýmsum öðrum störfum en
þeim að syngja messur á sunnu-
dögum.
Ef við lítum fyrst á barnastarf
þá er það yfirleitt í formi sunnu-
dagaskóla oft í tengslum við sjálfa
guðsþjónustuna, en á síðari árum
hefur aukist að 10 til 12 ára börn-
um sé sinnt sérstaklega t.d. eitt-
hvert síðdegið í miðri viku og við
nokkrar kirkjur eru nú starfandi
barnakórar og bjöllukórar. Ungl-
ingar á fermingaraldri fá sína
venjubundnu fermingarfræðslu en
síðan starfa æskulýðsfélög við
margar sóknir og hafa þau eflst
mikið síðustu árin.
Mæðramorgnar og
hádegissamverur
-Meðal nýjunga í almennu
starfi safnaðanna má nefna opið
hús fyrir heimavinnandi foreldra,
svokallaðir mæðramorgnar. Þetta
er að mínu viti mjög þarft starf
og þarna er oft um að ræða dríf-
andi fólk sem hefur ef til vill ekki
áður vanið komur sínar í kirkju
en verður til þess að veita safnað-
arstarfí liðsinni sitt. Hópurinn sem
hittist í Laugarneskirkju stóð til
dæmis fyrir Ijölskylduferð sl. vor.
Nýjasta verkefnið sem gekk vel í
fyrravetur var kirkjuskjólið en það
er fyrir 6 til 10 ára börn.
Þá hafa nokkrir prestar boðið
upp á samverur í hádeginu, annað
hvort stutta helgistund eða biblíu-
fræðslu þar sem fólk kemur sam-
an til að lesa og fræðast í Biblí-
unni. Og ekki má gleyma hinu
fjölbreytta tónlistarlífi. Ég hef
þegar minnst á barnakórana og
sumir almennu kirkjukórarnir eru
að ráðast í sífellt stærri verkefni
með flutningi ýmissa stórra kór-
verka.
Samtökin Ný dögun, samtök
um sorg og sorgarviðbrögð hafa
líka tengst kirkjunni náið og hafa
nú fasta fundi sína í Laugarnes-
kirkju. Þetta eru mjög góð og
nauðsynleg samtök og fólk er
þakklátt fyrir að komast í kynni
við þau. Þeir sem misst hafa ást-
vini sína þurfa að ræða um það
við aðra, kannski miklu lengur en
ættingjarnir hafa þrek til að taka
þátt í og þess vegna er gott að
geta hitt aðra sem svipað er ástatt
um og við prestarnir reynum að
liðsinna þessu starfi eftir mætti
ásamt sérfræðingum á ýmsum
sviðum. Ég get líka nefnt starf
samtakanna Einsemd, sem er fyr-
ir einmana fólk og hefur fengið
inni í Bústaðakirkju og ýmis fleiri
samtök og félög starfa í mismun-
andi miklum tengslum við kirkj-
una svo sem AA-samtökin, Kristi-
legt félag heilbrigðisstétta, ýmsar
deildir KFUM og KFUK og Ungt
fólk með hlutverk.
Ég held að menn sjái af þess-
ari upptalningu að hlutverki kirkj-
unnar í daglegu lífi er síður en
svo lokið.
Sami boðskapur - nýjar
aðferðir
Þú segir þetta hafa þróast
svona síðustu 10 árin eða svo -
er það eftir eitthvert sérstakt átak
eða meira og minna af tilviljun?
-Kirkjan vill í auknum mæli
mæta fólki við ólíkar aðstæður
og að því leyti má kannski segja
að hér sé um ákveðna sókn eða
átak að ræða. Þjóðfélagið hefur
tekið breytingum og starfsemi
kirkjunnar verður að gera það
líka. Boðskapurinn er alltaf hinn
sami en aðferðirnar taka breyt-
ingum og möguleikar á fræðslu
og boðun ná nú langt út fyrir
hefðbundnar guðsþjónustur og
sunnudagaskóla.
Fundirnir sem ég hefi átt með
sóknarnefndum hafa verið sérlega
ánægjulegir því þar er víða ungt
fólk sem er að láta safnaðarstarf-
ið taka æ meira til sín og kemur
þá oft með reynslu og aðferðir
úr atvinnulífínu, úr sínu daglega
starfí, sem geta komið að góðu
gagni í safnaðarstarfi.
jt
Mbl/Ámi Sæberg
Markús Örn Antonsson borgarstjóri, afhendir Vali Óskarssyni skóla-
stjóra, skólalykilinn.
Hamrahverfi:
Nýr skóli tekinn í notkun
Á FÖSTUDAG var nýr skóli formlega tekinn í notkun í Grafarvogs-
hverfi í Reykjavík. Skólinn heitir Hamraskóli og er ætlaður fyrir börn
á aldrinum sex til ellefu ára. I vetur verður 250 börnum í tólf bekkjum
kennt í skólanum en á næstu árum er búist við mikilli aukningu nem-
enda á þessum aldri i Hamrahverfi.
Hamraskóli er tæplega 3000 fer- skólann er einnig íþróttahús, heilsu-
metrar að stærð og þar eru tólf gæsla, bókasafn og setustofa nem-
kennslustofur auk smíðastofu, mynd- enda.
menntarstofu og kennslueldhúss. Við Kostnaður við byggingu skólans,
Hamraskóli
húsbúnað, tæki og frágang lóðar
stefnir í að verða um 310 milljónir
króna á núgildandi verðlagi og er
það ellefu milljónum króna lægra en
gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun.
Hönnun skólans hófst haustið 1989
en hafíst var handa við byggingu
hans í júlí í fyrra
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri, tók Hamraskóla formlega í
notkun við hátíðlega athöfn á föstu-
dag en kennsla hófst í skólanum hinn
13. september. Gat borgarstjóri þess
í ræðu sinni að skólinn væri einkar
vistlegur og bjartur og greinilegt
væri að vel hefði verið staðið að verki
við byggingu hans. Við vígsluna
barst skólanum að gjöf biblía frá
Safnaðarfélagi Grafarvogssóknar og
tók Valur Óskarsson skólastjóri við
gjöfínni úr hendi Valgerðar Gísla-
dóttur formanns félagsins.