Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
V estmannaeyjar:
Tillaga um landhelgi
lögð fyrir bæjarstjóm
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja að störfum í Vogum á sunnudaginn.
Eldur í íbúð í Voafum
Voinim. ^ *
Vo^um.
SLOKKVILIÐ Brunavarna Suðurnesja var kvatt að Hafnargötu
3 í Vogum kl. 12.28 á sunnudag. Eldur hafði komið upp í eldhúsi
á efri hæð. Þrír íbúar voru í húsinu, tveir fullorðnir og sofandi
barn og komust þau öll út. Sjónarvottar sáu eld standa út um
eldhúsglugga og reyk leggja út um aðra glugga á efri hæðinni.
'Þegar slökkviliðið kom á stað- sem slökknaði, en kom upp aftur.
inn var dálítill eldur í eldhúsinu, Þegar húseigandi ætlaði að nota
en húseigandi hafði í tvígang þriðja tækið á eldinn, komst hann
tæmt úr handslökkvitæki á eldinn ekki inn vegna þess að íbúðin inni.
hafði fyilst af reyk.
Eldurinn byijaði út frá potti á
eldavél og náði ekki út fyrir eld-
húsið. Óttast var að eldurinn hefði
komist upp á loft yfir eldhúsinu,
en svo var ekki. Skemmdir urðu
vegna elds í eldhúsinu og
skemmdir af völdum reyks í íbúð-
- E.G.
Vestmannaeyjum.
Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarsljórn Vest-
mannaeyja lögðu fram tillögu í bæjarráði í gær þar sem óskað er
eftir því við sjávarútvegsráðherra að komið verði á landhelgi kring-
um Vestmannaeyjar.
í tillögunni er óskað eftir að sett
verði reglugerð sem kveður á um
landhelgi kringum Vestmannaeyjar
og jafnframt er óskað eftir því við
sjávarútvegsráðherra að komið
verði á virkri 3 mílna landhelgi við
suðurströnd landsins. Vitnað er til
þess að við suðurströndina sé eggj-
aklasi hrygningarfisks mestur og
því sé nauðsyn að þau fái að klekj-
ast út í friði.
í tillögunni er óskað eftir tillög-
um um nánari útfærslu á þessari
landhelgi frá Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Verðandi, Vélstjór-
afélagi Vestmannaeyja, Útvegs-
bændafélagi Vestmannaeyja, Sjó-
mannafélaginu Jötni, Félagi smá-
bátaeigenda í Eyjum og útibúi
Þorlákshöfn:
Mótmæla
lokun á
Hafrannsóknar í Eyjum og eiga
tillögur þessara aðila að liggja fyr-
ir í októberlok.
Sigurður Einarsson, formaður
bæjarráðs, sagði í samtali við
Morgunblaðið að tillaga þessi væri
fram komin vegna þeirrar miklu
umræðu sem fram hefði farið að
undanförnu um friðun fiskistofn-
anna. „Fólk hefur greinilega
áhyggjur af hversu gengið hefur á
fiskistofnana "óg ég held að flestir
séu sammála um að ein leiðin sem
við höfum til að ná þeim upp sé
að auka friðun með lokun hrygn-
ingarsvæaða. Við viljum leggja
okkar af mörkum til að auka þessa
friðun með því að leggja til lokun
svæða sem næst okkur eru. Hér
við Vestmannaeyjar og suður-
ströndina er mikið hrygningar-
svæði og með lokun hér fær fiskur-
inn griðland til hrygningar. Við
óskum eftir tillögum frá hags-
munaaðilum hér í Eyjum um nán-
ari útfærslu á þessari landhelgi og
vonum að víðtæk sátt náist um
þessar aðgerðir,“ sagði Sigurður.
Grímur
grunnslóð
Þorlákshöfn.
Utgerðarstjóri Utgerðarfélags Dalvíkinga:
Á FUNDI sem Útvegsmannafélag
Þorlákshafnar efndi til í Dugg-
unni í Þorlákshöfn á laugardag
var mótmælt harðlega þeim hug-
myndum sem fram hafa komið um
lokun grunnslóðar fyrir Suður-
landi. Kristján Ragnarsson for-
maður LIÚ sat fundinn en hann
er hlynntur þessum hugmyndum
sem ætlað er að vemda hrygingar-
stofn þorsksins.
í ályktun sem samþykkt var á
fundinum koma m.a. fram hörð mót-
mæli gegn þerim hugmyndum að
loka grunnslóðinni frá þremur ver-
stöðvum, þ.e. Þorlákshöfn, Eyrar-
bakka og Stokkseyri en rökin fyrir
lokuninni séu veiðar á stórþorski.
Bendir fundurinn á að veiðar á smá-
fiski hafi hingað til verið vandamál
en ekki veiðar á físki með 7-10 kg.
meðalvikt.
Fundurinn benti á hvemig þróunin
hefur verið í fiskveiðum frá upphafí
kvótakerfis með árminnkandi veiðum
á hrygningarfíski á sama tíma og
veiðar á ókynþroska físki hafa aukist
í sama hlutfalli í tonnum talið, þ.e.
um 60% á undanförnum 7-8 árum.
Virðast tillögur um stjómvaldsað-
gerðir til að hraða þessari þróun
hreint óskiljanlegar.
J.H.S.
Samráð verður haft við Hluta-
fjársióð um kaup á Meitlinum
Grundvallarstefna sjóðsins að halda fyrirtækjum
í heimabyggð, segir forstjóri Byggðastofnunar
VIÐRÆÐUM um hugsanleg kaup Útgerðarfélags Dalvíkinga á meiri-
hlutanum í Meitlinum í Þorlákshöfn verður haldið áfram i þessari
viku. Valdimar Bragason útgerðarstjóri á Dalvik segir að ef jákvæð
niðurstaða komi úr þessum viðræðum muni þeir hafa samráð við Hlut-
afjársjóð um kaupin enda er sjóðurinn stærsti hluthafinn í Meitlinum
með rúmlega 48% hlutafjár. Guðmundur Malmquist forsljóri Byggða-
stofunar segir að hann viti af þeim viðræðunum sem í gangi eru en
stjórn Hlutafjársjóðs hafi ekki verið tilkynnt um þær formlega. Hann
bendir hinsvegar á að það sé grundvallarstefna Hlutafjársjóðs að hjálpa
mönnum við að halda fyrirtækjum sínum gangandi í heimabyggð.
Fundur með þing-
mönnum í dag
Eftir að fréttir birtust um þær
þreifíngar sem í gangi eru um kaup-
in á Meitlinum og flutning kvóta
fyrirtækisins norður ef af kaupunum
verður hefur þetta mál verið mjög
til umræðu í Þorlákshöfn og hafa
Ríkisstjórnin kemur illa út í skoðanakönnun DV:
SUj órnarflokkarnir misstu
meiríhluta ef kosið yrði nú
RÍKISSTJÓRNIN hefur misst talsvert fylgi frá því í vor samkvæmt
skoðanakönnun Dagblaðsins Vísis. Af þeim sem afstöðu tóku sögð-
ust 42% styðja stjórnina en 58% kváðust andvíg henni. Samsvarandi
tölur úr könnun DV í maimánuði eru 53% fylgi og 47% andstaða
við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Könnun DV bendir til að vinsæld-
ir Framsóknarflokksins myndu aukast mest ef kosið yrði nú og að
stjórnarflokkarnir misstu meirihluta á þingi.
Sjálfstæðisflokkur hlyti nú tæp- kosningaspá blaðsins, eða 26%.
lega 35% fylgi í kosningum, sam-
kvæmt spá sem byggð er á könnun
DV frá því um helgina. Það er
nærri 4% minna en eftir að kosið
var í vor. Alþýðuflokkurinn myndi
missa ívið meira fylgi eftir spánni,
milli 4 og 5%, og hlyti nú atkvæði
um 11% kjósenda. Fylgi Framsókn-
arflokksins yrði hins vegar 7%
meira nú en í vor ef marka má
Aðrir flokkar í stjómarandstöðu
bæta einnig við fylgi sitt eftir
spánni, Alþýðubandalagið tæpum
3% og hefði 17% fylgi en Kvenna-
listinn rúmu prósentustigi og fengi
9,5% fylgi.
Sé þingsætum skipt í samræmi
við kosningaspá DV hefði Sjálf-
stæðisflokkur 22 þingmenn og Al-
þýðuflokkur 7. Alþýðubandalag
hefði 11 menn, Framsókn 17 og
Kvennalisti 6 þingmenn.
Hringt var í 600 manns í könnun
DV og skiptist hópurinn jafnt milli
kynja og milli höfuðborgarsvæðis
og landsbyggðar. Rúm 38% að-
spurðra sögðust óákveðnir hvaða
lista þeir veldu ef kosið yrði nú.
Þetta er 12% fleira fólk en í maí-
könnun blaðsins. Þeir sem neituðu
að svara um helgina voru 5,5% og
eru það heldur fleiri en í vor.
Þegar spurt var hvort menn væru
fylgjandi eða andvígir ríkisstjórn-
inni sögðust 34% fylgjandi henni,
47% andvíg en 17% óákveðin. Loks
neituðu ríflega 2% aðspurðra að
heimamenn miklar áhyggjur af þró-
un málsins. Sökum þessa hefur
sveitarstjórn Þorlákshafnar óskað
eftir fundi með þingmönnum kjör-
dæmisins og verður hann haldinn í
dag. Guðmundur Malmquist mun
sitja þennan fund enda fer Byggða-
stofnun nú með stjóm Hlutafjár-
sjóðs.
Ámi Johnsen einn þingmanna
Suðurlandskjördæmis segir að þegar
sú staða komi upp að byggðalag
eigi á hættu að missa helming kvóta
síns hljóti menn að staldra við og
segja hingað og ekki lengra. „Þetta
er ekki bara hlutur sem snertir Þor-
lákshöfn eina út af fyrir sig heldur
allt þéttbýlið í Ámessýslu," segir
Árni Johnsen. „Það er hollt að menn
velti því fyrir sér sem hlut eiga að
máli í þessum viðræðum um sölu
Meitilsins og eru þjónustuaðilar á
Suðurlandi öllu, á ég þar við Olíufé-
lagið og Vátryggingarfélag íslands,
hvort ekki yrði erfítt fyrir þá að
halda áfram sem þjónustuaðila í
kjördæminu ef þetta dæmi gengi
eftir sem að er stefnt. Annað er að
á síðustu árum hafa orðið ákveðnar
kvótatilfærslur frá Suðurlandi og til
Norðurlands og það er alvarlegt mál
ef þeim sem best hefur gengið að
sanka að sér aflaheimildum geti svo
leeyft sér að leika á kerfið’."
Valdimar Bragason útgerðarstjóri
Útgerðarfélags Dalvíkinga segir að
ekki hafí enn verið gert ákveðið til-
boð í meirihluta hlutafés Meitilsins
og raunar sé ekkert að frétta af
málinu annað en að viðræðum verð-
ur haldið áfram. „Þó við næðum
meirihluta í fyrirtækinu er það ekki
ætlun okkar að stjórna því í and-
stöðu við IUutafjársjóð sem er
stærsti eignaraðilinn og við myndum
hafa samráð við sjóðinn,“ segir
Valdimar. „Við gerum okkur líka
ljóst að samkvæmt starfsreglum
Hlutafjársjóðs eru honum ætlað inn-
an ákveðins tíma að bjóða starfs-
fólki og öðrum hluthöfum sitt hlut-
afé til sölu, það er þessir aðilar hafi
forgang að kaupum.“
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar segir að hann geti
ekki á þessari stundu tjá sig um
málið í heild enda hafí stjórn Hluta-
fjársjóð ekki fylgst með viðræðum
um kaupin á meirihluta í Meitlinum
nema með óformlegum hætti. Hins-
.vegar minni hann á grundvallar-
stefnu sjóðsins í málefnum þeirra
fyrirtækja sem hann á aðild að, það
er að fyrirtækjunum sem haldið
gangandi í heimabyggð og segir
jafnframt að málið muni kom til
umræðu á fundi í stjóm Byggða-
stofnunar þann 30. september n.k.
Gífurlegt áfall
Þórður. Ólafsson formaður Verk-
aslýðsfélagsins Boðinn í Þorlákshöfn
segir að það sé hreint útilokað dæmi
að af þessum kaupum verði og heim-
amönnum ekki gefínn kostur á að
koma þar inn í. „Svonalagað á ekki
að geta átt sér stað í þessu þjóðfé-
lagi því með sölu á kvótanum væri
verið að leggja allt í rúst hér í pláss-.
inu,“ segir Þórður. „Atvinnuástand
hér í Þorlákshöfn hefur verið með
þokkalegasta móti undanfama mán-
uði en ef kvótinn fer yrði það gífur-
legt áfall. í Meitlinum vinna nú á
annað hundrað manns fyrir utan
áhafnir á togurunum tveimur en þar
að auki myndi salan á kvótanum
hafa miklu víðtækari afleiðingar.
Sem dæmi má nefna að 8 manna
löndunarflokkur missti vinnu sína
og þetta hefði áhrif hjá ísverksmiðj-
unni, vélsmiðjunni, kaupfélaginu og
hjá öðrum þjónustuaðilum. Og það
sem verst er, í augnabikinu er ekki
sjáanlegt hvað ætti að koma í stað-
inn. Það er ekkert sem getur komið
í staðinn fyrir kvótann."