Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
25
Boðið fram gegn
stjórn Dagsbrúnar
Undirbúningshópur mótframboðsins í Dagsbrún hefur ákveðið að
stefna að því að bjóða aftur fram gegn sfjórn Dagsbrúnar í vetur, en
kosið er í byijun árs 1992. Hópurinn bauð fram í síðustu kosningum
og laut þá í lægra haldi með talsverðum atkvæðamun. Ekki hafði ver-
ið boðið fram gegn sitjandi stjórn Dagbrúnar í yfir 20 ár þegar mót-
framboðið kom fram. Á fundi á sunnudag var ennfremur samþykkt
ályktun þar sem meðal annars „árásir ríkisstjórnarinnar á mennta- og
heilbrigðiskerfið eru fordæmdar," eins og segir orðrétt.
Framboðið þarf að stilla upp í
120 manna trúnaðarráð Dagsbrún-
ar. Jóhannes Guðnason sem var
fulltrúi mótframboðsins í kjöri til
formanns og situr í laganefnd sem
skipuð var á síðasta aðalfundi til
að endurskoða lög félagsins sagði
í jsamtali við Morgunblaðið að laga-
nefndin hefði aldrei verið kölluð
saman til fundar. Mikil óánægja var
í mótframboðinu vegna kjörreglna,
Veskisþjóf-
ur eltur uppi
LÖGREGLAN elti uppi veskis-
þjóf í Gijótaþorpinu aðfararnótt
sunnudagsins. Honum hafði þá
tekist að losa sig við veskið sem
hann greip úr tösku stúlku í
Austurstræti.
Málsatvik voru þau að stúlkan
var á gangi eftir Austurstræti
ásamt vini sínum er piltur á tvítugs-
aldri kom aðvífandi og greip seðla-
veski úr tösku hennar. Nærstaddir
lögreglumenn brugðu skjótt við og
eltu piltinn sem kastaði frá sér vesk-
inu á hlaupunum. Barst eltingar-
leikurinn upp í Gijótaþorp þar sem
iögreglunni tókst að hafa hendur í
hári þjófsins.
þar sem tilnefna þyrfti í alit trúnað-
arráðið. Jóhannes sagði að í því
sætu trúnaðarmenn á vinnustöðum
að langstærstum hluta og ástæðu-
laust að bjóða fram gegn þeim þó
boðið væri fram gegn stjóminni.
Hann sagði að dýrmæt reynsla hefði
fengist í mótframboðinu í fyrra sem
myndi vonandi nýtast nú. Skipu-
lagsleysi hefði háð þeim í fyrra, en
nú yrðu vinnubrögðin markvissari,
þar sem þau vissu nú hvað þau
væru að fara út í.
í ályktun sem fundur mótfram-
boðsins samþykkti er verkalýðs-
hreyfingin hvött til þess að standa
vörð um árangur áratuga baráttu
fyrir jöfnum rétti til náms og heilsu-
gæslu óháð efnahag og verkalýðs-
hreyfingin vítt fyrir andvaraleysi í
þessum efnum. Þess er krafist að
laun verði vísitölutryggð og ríkis-
stjórnin leggi skatt á fjármagns-
tekjur. Lýst er yfir fullum stuðningi
við Sjómannafélag Reykjavíkur
vegna skráningu skipa erlendis og
brota vinnuveitenda á langtíma-
samningi við þá. Ennfremur segir:
„Fundurinn hvetur stjórn Dags-
brúnar til þess að halda almenna
• félagsfundi til að móta kröfugerð
fyrir komandi kjarasamninga. Því
aldrei hefur verið meiri þörf fyrir
virka og lýðræðislega verkalýðs-
hreyfingu.“
Leikarar halda
upp á afmæli
Félag íslenzkra leikara átti 50
ára afmæli s.l. sunnudag. Var
þess minnst með afmælishátíð
í Borgarleikhúsinu. Fjöldi gesta
sótti hátíðina og meðal þeirra
sem ávörp fluttu var Guðrún
Alfreðsdóttir, formaður félags-
ins.
Laugardalsvöllur miðvikudaginn 25. september kl. 17.15
ISLAND
SPANN
má
Komdu og
sjáðu spænsku
stjörnurnar
Butragueno og
Michel.
Dómari: Bakker
frá Hollandi.
SIÐASTISTORLIIKUR ARSINS!
FORSALA aðgöngumiða er á
Laugardalsvelli 24.-25. sept. frá kl. 10.00.
Fyrstu 100 kaupendurnir fá SPORT WILLIAMS
rakspíra að gjöf frá Stefáni Thorarensen hf.
FVfst''®ands-
SOO^’
£\Í9S
FLUGLEIDIR
Sigurður
Eyjólfur
williams
<&>
FJARFESTINGARFELAGIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík
móiK
Fcrskur ilniur
fvrir
triska mcnn
BRIMB0RG
Ólympíuliö íslands og Spánar leika þriðjudaginn 24. sept.
á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 17.1 5.