Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
Geislamengrm í Sovétríkiunum:
Alþjóðalög brot-
in í Múrmansk?
Danadrottmngu hrósað fyrir sviðshönnun
Margrét Danadrottning hefur hlotið lofsamlega
dóma fyrir frumraun sína í búninga- og sviðshönn-
un - fyrir leikdans sem Anne Marie Vessel, eigin-
kona danska forsætisráðherrans, Pouls Schlúters,
setti upp. Ballettinn nefnist Þjóðsaga, er eftir Bo-
urnonville og var saminn árið 1854. Hann var sýnd-
ur í Konunglega danska leikhúsinu á föstudag í
nýrri sviðsetningu Franks Andersens og Vessel,
sem veitir Konunglega danska ballettflokknum for-
stöðu. í sunnudagsblaði Politiken segir að hönnun
drottningarinnar sé „smekkleg og hefðbundin".
Berlingske Tidende segir að hún hafi „lagt áherslu
á dönsk sérkenni ballettsins með dysjum, risastór-
um eikartijám, grænum engjum í bakgrunni,
grindmúruðum bændabýlum og bláum himni“. Á
myndinni sést drottning hneigja sig fyrir áhorfend-
um að lokinni sýningu. Lengst til hægri er Anne
Marie Vessel.
Moskvu. Reuter.
SOVÉSK yfirvöld létu fleygja
hylkjum með geislavirkum úr-
gangsefnum í hafið við borgina
Múrmansk á árunum 1963-1986
og brutu alþjóðlega samninga um
Georgía:
Sljórnarand-
stæðingar taka
sjónvarpshús
Tbilisi. Reuter.
ANDSTÆÐINGAR Zviads Gams-
akhurdia, forseta Georgíu, hvöttu
í gær til mótmæla við háskólann
í Tbilisi, höfuðborg lýðveldisins.
Honum hefur verið lokað vegna
andófs gegn forsetanum.
íjóðvarðliðar, sem styðja stjórnar-
andstöðuna, voru með mikinn við-
búnað í gær við sjónvarpsbyggingu
í höfuðborginni, sem þeir náðu á sitt
vald um helgina. Hafa þjóðarvarðlið-
arnir meðal annars stórskotavopn og
brynvarða bíla undir höndum. Stuðn-
ingsmenn forsetans hafa tekið sér
stöðu við stjómarbyggingar. Talið
er að mótmælin auki enn á spennuna
í höfuðborginni, sem hinar stríðandi
fylkingar virðast hafa skipt á milli
sín. Borgarbúar reyna að varast að
stíga fæti á svæði, sem eru á valdi
andstæðinganna.
Gamsakhurdia fyrirskipaði að há-
skólanum skyldi lokað í óákveðinn
tíma til að draga úr styrk stjórnar-
andstöðunnar, sem nýtur einkum
stuðnings menntamanna, náms-
manna og uppreisnarmanna á meðal
þjóðvarðliða. Forsetinn hefur reynt
að styrkja stöðu sína í höfuðborginni
með því meðal annars að taka frá
sæti fyrir stuðningsmenn sína í inn-
anlandsflugi og senda langferðabíla
eftir þeim. Hann nýtur einkum stuðn-
ings í dreifbýlinu. Hundruð fylgis-
manna hans sofa í rútum, sem eru
notaðar sem vegatálmar við stjórnar-
ráðið í Tbilisi til að veija forsetann
fyrir hugsanlegri árás stjómarand-
stæðinga.
Gamsakhurdia ræddi við leiðtoga
stjómarandstöðunnar á sunnudag en
fundurinn bar lítinn árangur.
losun úrgangsefna, að sögn þing-
mannsins Andrejs Zolotkovs á ráð-
stefnu á vegum Grænfriðunga í
Moskvu. Zolotkov starfaði lengi
hjá skipafélagi í Múrmansk og
segist hafa séð skjöl um málið og
einnig heyrt lýsingar sjónarvotta.
Zolotkov segir efnin hafa komið
úr kjarnaofnum ísbijóta og kafbáta
flotans. „Það voru tvö skip sem not-
uð voru við þessa iðju. Þau héldu
úr höfn og losuðu efnin rétt undan
ströndinni, það sást vel til þeirra úr
landi,“ sagði hann. Sovétríkin undir-
rituðu árið 1983 alþjóðasamning í
London sem kvað á um bann við los-'
un kjarnorkuúrgangs í hafíð.
Grænfriðungar segjast hafa komið
yfir sovéska skýrslu þar sem ljallað
sé um viðbrögð ef kjamorkuslys verði
á norðurhjara. Þeir segja að áætlað
sé að allt að 26.000 manns geti far-
ist ef kjarnaofn bráðni í hafi og
mengunin geti borist 1.000 km leið
frá slysstaðnum. Alls eru um 220
kjarnaofnar í herskipum og ísbrjótum
Sovétmanna á norðurhjaranum, flest
með bækistöð á Kólaskaga eða í
Múrmansk-borg. Oft var hylkjum
með úrgangi sökkt með því að bora
göt á þau, að sögn Zolotkovs.
EB og sjávarútvegsmálin í EES-viðræðum:
Fréttum um hótanir vísað á bug
Brussel. Frá Kristófer M: Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRÉTTUM um að Evrópubandalagið (EB) hygðist beita íslendinga
og Norðmenn hótunum til að ná fram hagstæðu samkomulagi um
sjávarútveg var vísað á bug af talsmanni bandalagsins í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði að unnið væri að því af alvöru að
semja við aðildarrríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) á grund-
velli þess umboðs sem ráðherraráð EB hefði veitt. Fréttir um hvað
tæki við ef samningar tækjust ekki væru því staðlausar vangaveltur.
I frétt frá Reuters-fréttastofunni búið að semja tvíhliða við þau ríki
á sunnudag sagði að EB hefði
ákveðið að krefjast þess af Norð-
mönnum og íslendingum að þeir
gæfu eftir í kröfum sínum varðandi
sjávarafurðir. Ef ekki næðist sam-
komulag milli EB og EFTA um
myndun Evrópsks efnahagssvæðis
(EES) væri EB líka einungis reiðu-
sem þegar hefðu sótt um aðild eða
gera það fyrir 1993, var haft eftir
embættismönnum.
Viðmælendur fréttaritara Morg-
unblaðsins vísa einnig á bug orð-
rómi þess efnis að lagt hafi verið
til að sjávarafurðum verði haldið
utan við samninginn til að greiða
fyrii' niðurstöðu. Af hálfu íslend-
inga yrði slíkt frágangssök, að sögn
heimildarmanna.
Samkvæmt heimildum í Brussel
hefur framkvæmdastjórnin lagt til
við Norðmenn að þeir láti bandalag-
inu í té sem svarar 20 þúsund tonn-
um af þorski í veiðiheimildum í
norskri lögsögu. Á samningafund-
um með Islendingum hafa veiði-
heimildir ekki verið ræddar til þessa
en tilboð íslendinga um jafngildi
2.600 tonna af þorski í skiptum
fyrir samsvarandi magn frá EB
stendur enn.
Framkvæmdastjórn EB hefur
sent dómstóli bandalagsins í Lúx-
emborg uppkast að samningi um
EES til umsagnar. Samningavið-
ræðunum um EES verður haldið
áfram í Brussel í dag en þá hittast
aðalsamningamenn EB og EFTA
til að freista þess að binda enda-
hnútinn á viðræðurnar. Það eru
fyrst og fremst um þau ákvæði
samningsins sem fjalla um úrskurð-
arvald og lögsögu dómstóla hins
sameiginlega efnahagssvæðis sem
óskað er umsagnar Evrópudóm-
stólsins á grundvelli 228. greinar
Rómarsáttmálans.