Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Albanía - Júgó-
slavía
að hefúr fjarað hratt undan
sósíalismanum í A-Evr-
ópu. Ör atburðarás hefur kom-
ið flestum á óvart, ekki sízt í
Sovétríkjunum. Þar er hins
vegar ekki á vísan að róa um
lýðræðisþróun. Ýmis ljón eru á
leið þeirra til lýðræðis og mark-
aðsbúskapar. Tilraun harðlínu-
manna til vajdaráns, þjóðern-
isátök, sem víða hafa brotizt
út, og efnahagsleg ringulreið,
með tilheyrandi óvissu um af-
komu fólks, tala sínu máli þar
um.
Albanía var það ríki A-Evr-
ópu, sem lengst hélt fullum
trúnaði við „ómengaða“ þjóðfé-
lagsgerð og sósíalismann. En
svo bregðast krosstré sem önn-
ur tré. Albanía hefur nú hrak-
ist inn í hagkerfis- og hug-
sónagjaldþrot sósíalismans í
þessum heimshluta. Sören
Rassmussen segir í fréttaskýr-
ingu hér í blaðinu síðastliðinn
sunnudag:
„Þjóðbyltingar í gömlu sós-
íalistaríkjunum í Mið- og
Austur-Evrópu komu mjög illa
við efnahag Albaníu þegar á
síðasta ári. Fram að þeim tíma
hafði gamaldags vöruskipta-
verzlun verið rekin við ýmis
ríki á þeim slóðum, svo sem
Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu og
Rúmeníu. Þaðan fékkst lífs-
nauðsynleg matvara, auk hrá-
efna og véla. Þegar eðlileg við-
skiptalögmál fijálsrar verzlun-
ar fóru að gilda í þessum lönd-
um, tók fyrir þessi vöruskipti
... Þjóðarbú Albana stóð áður
óstyrkum fótum, og nú hneig
það enn meira saman ... Hið
miðstýrða herbúða-hagkerfi
hrundi eins og spilaborg ...“
Fólksflótti frá ríkjum sósíal-
ismans er ekki nýr af nálinni,
hvorki í A-Evrópu né Asíu.
Raunar á flóttamannavandinn
í veröldinni í ríkum mæli rætur
í þessari þjóðfélagsgerð.
Straumur flóttamanna frá Alb-
aníu til Italíu, sem fréttir
síðustu vikna hafa tíundað,
staðfestir aðeins, að „sagan
endurtekur sig“ að þessu leyti.
Sören Rassmussen segir í til-
vitnaðri fréttaskýringu:
„Ungir Albanir eru ráðvilltir
og örvæntingarfullir. Þeim
líður illa í landi sínu, búast við
að ástandið versni enn og vilja
koma sér burtu áður ... Allir
þessir ungu og vonsviknu
flóttamenn eru alveg vissir um
eitt; Albanía hefur ekkert að
bjóða þeim, ekkert. Atvinnu-
leysið nær til fleiri og fleiri með
miklum hraða. Verzlanir,-sem
hafa verið hálftómar af vörum
hingað til, eru nú að verða
galtómar. Fulltrúar Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna í landinu segja, að „of-
boðsleg hræðsla um framtíð-
ina“ hafí gripið um sig meðal
allra landsmanna."
Júgóslavía var, öfugt við
Albaníu, í hópi þeirra Mið- og
Austur-Evrópuríkja, sem hvað
fyrst losaði dulítið um alræðis-
og miðstýringarhöft. Júgó-
slavía steig hins vegar skrefið
til fijáls markaðsbúskapar
aldrei nema til hálfs. Þessvegna
náði hún skemmra í almennum
kjarabata en efni stóðu að öðru
leyti til. Vandi Júgóslavíu er
og að stærstum hluta annarrar
gerðar en Albaníu.
I Júgóslavíu búa um margt
ólíkar og sundurlyndar þjóðir,
sem haldið hefur verið saman
í skjóli valdbeitingar. Þær
krefjast nú sjálfstæðis, sumar
hveijar, í skjóli breyttra kring-
umstæðna og þeirrar grund-
vallarreglu alþjóðaréttar, að
virða beri rétt þjóða til sjálfs-
stjórnar. Stríðsástand hefur
ríkt í Júgóslavíu. Meginátökin
hafa verið milli Króata og
Serba, sem beitt hafa sam-
bandsher Júgóslavíu í átökun-
um. Vopnahlé, sem Evrópu-
þjóðir hafa knúið fram, hafa
reynzt skammvinn.
Ekki hefur náðst samstaða
um það að Vestur-Evrópusam-
bandið sendi her inn í Júgó-
slavíu til að binda enda á blóð-
ug átök þar. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, hefur sterklega gefið til
kynna fyrir hönd íslenzku ríkis-
stjómarinnar, að hún sé „líkleg
til að styðja samræmdar að-
gerðir Evrópuþjóða um að við-
urkenna sjálfstæði þjóða Júgó-
slavíu, að því tilskyldu, að ekki
yrði látið sitja við orðin tóm,
heldur yrði því þá fylgt eftir
með aðgerðum, þá á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og Ör-
yggisráðsins, með þeim hætti
að friðargæzlusveitir SÞ komi
nægilega öflugar til að stöðva
blóðbaðið“.
Atburðarásin í Albaníu og
Júgóslavíu er hluti af fjörbrot-
um sósíalismans í Austur- og
Mið-Evrópu. Vonandi fær hún
farsælan endi fyrir viðkomandi
þjóðir og álfuna í heild. En trú-
lega verður því seint haldið
fram hér á landi að allir vildu
þá Lilju kveðið hafa, sem varp-
ar fram spurningunni „Sovét-
ísland, óskalandið, hvenær
kemur þú?“-.
Sækjandi krefst a.m.k. 6 ára fang-
elsisvistar yfir Pétri og Armanni
Segir Avöxtunarmálið stærsta fjársvika- og fjárdráttarmál íslenskrar afbrotasögu
í RÆÐU sinni í Ávöxtunarmálinu í sakadómi Reykjavíkur í gær krafð-
ist Atli Gíslason, hrl skipaður sækjandi, þess að Ármann Reynisson og
Pétur Björnsson, eigendur Avöxtunar, yrðu dæmdir í þyngstu refsingar
sem lög leyfa fyrir brot þau sem þeir eru ákærðir fyrir og ekki til
skemmri fangelsisvistar en 6 ár. Sækjandinn kvaðst telja efni til að
dómurinn neytti lagaheimildar til að fara út fyrir refsiramma auðgunar-
brota sem kveður á um 6 ára hámarksfangelsi með því að bæta allt að
helmingi þeirrar hámarksrefsingar við þá refsingu sem Ármanni og
Pétri verði gert að sæta, þannig að refsingin gæti orðið allt að 9 ára
fangelsi.
Atli Gíslason sagði að Ávöxtunar-
maiið væri stærsta fjársvika- og fjár-
dráttarmál sem komið hefði fyrir
íslenska domstóla, ekki aðeins varð-
andi þá fjárhæð, 104 milljónir króna,
sem þeir Pétur og Ármann væru
sakaðir um að hafa dregið sér, held-
ur vegna þess hve umfangsmiklar
blekkingar þeir hefðu stundað gagn-
vart almenningi í kynningu á starf-
semi sinni og þess að stór hópur
manna hefði glatað sparifé sínu
vegna þess. Hann gerði einnig kröfu
um að Reynir Ragnarsson og Hrafn
Bachmann yrðu dæmdir til refsingar
og að Reynri yrði sviptur réttindum
löggilts endurskoðanda og að Pétur
Bjömsson yrði sviptur leyfi til verð-
bréfamiðlunar.
Forhertur ásetningur
Sækjandinn kvaðst telja að for-
hertur ásetningur hinna ákærðu ætti
að koma til þyngingar refsingar, sem
og það að þeir hefðu sammælst um
brot. Til málsbóta væri að þeir hefðu
ekki áður sætt refsingum og hvað
Pétur Bjömsson varðaði bæri að taka
tillit til þess að hann hefði greint
hreinskilnislega frá. Það ætti hvorki
við um Reyni Ragnarsson né Ármann
Reynisson en hann hefði reynt að
varpa allri ábyrgð á sínum verkum
á meðákærða eða lögmenn og aðra
sérfræðinga eða gefið ósennilegar
og óskynsamlegar skýringar. Upp-
lýst væri að Ármann hefði vitað allt
um málið og óábyrg afstaða hans
breytti því einu að hún gæti orðið
honum til refsiþyngingar.
Atli Gíslason rakti ítarlega að
Pétur Bjömsson og Ármann Reynis-
son hefðu gerst brotlegir við skýr
ákæði laga um banka og sparisjóði
með því að afla fjár með því að taka
við innlánsfé til greysmlu og ávöxt-
unar. I lögum um sparisjóði og við-
skiptabanka væri öllum öðrum aðil-
um bannað að stunda þá starfsemi
án lagaheimildar. Sækjandi kvaðst
telja engan vafa á ólögmæti þess að
taka við fé og gera sérstaka ávöxtun-
arsamninga um það, enda vitnuðu
samþykktir Ávöxtunar sf og fram-
burður eigenda þess, Armanns og
Péturs, um það. Lægi vafi á ásetn-
ingi til að bijóta lög á áranum 1983-
1985 væri enginn vafi eftir laga-
breytingu um áramót 1986 og eftir
bréf frá lögmanni Ávöxtunar í sept-
ember 1986 þar sem lofað væri að
hætta gerð ávöxtunarsmaninga væri
ekki unnt að tala um annað en for-
hertan ásetning jafnvel þótt dregið
hefði eitthvað úr gerð slíkra samn-
inga en þegar rekstur Ávöxtunar
stöðvaðist námu innistæður á slíkum
samningum nær 90 milljónum króna.
Ákvæði sem sett hefðu verið í iög
vegna hagsmuna neytenda og skyld-
uðu verðbréfamiðlara til að halda
fjármunum hvers reikningsenganda
aðgreindum þannig að ekki væri
unnt að ráðstafa fjármunum án
umboðs eiganda hefðu verið virt að
vettugi. Þessi ákvæði væru til þess
að tryggja mikilvæga hagsmuni eins
og sæist best af því hve viðamiklar
afleiðingar af brotastarfsemi Ávöxt-
unar hefðu verið.
„Áhyggjulaus ávöxtun á
óöruggum tímum“
Atli Gíslason sagði að eitt þýðing-
armesta atriði málsins væri sá kafli
ákærannar þar sem Pétri og Ár-
manni er gefið að sök að hafa stund-
að blekkingar gagnvart ótilteknum
fjölda manna gegnum auglýsingar.
Hér væri lagt próf fyrir dómskerfið
sem margoft hefði staðið frammi
fyrir því að taka afstöðu til blekkinga
og fjársvika sem bitnað hefðu á ein-
stökum aðilum -en ekki áður-svo al-
mennum og víðtækum blekkingum í
gegnum fjölmiðla. Þetta væri þung-
amiðja málsins, í þessum auglýsing-
um hefði starfsemi Ávöxtunar birst
almenningi en á milli þess sem aug-
lýst var og þess veruleika sem bók-
hald fyrirtækisins hefði leitt í ljós
hefði verið svo mikil órafjarlægð að
það gæti ekki verið refsilaust.
Auglýst hefði verið óhyggjulaus
og öragg ijárfesting til lengri og
skemmri tíma með hæstu ávöxtun
sem þekktist. „Áhyggjulaus ávöxtun
43% og 46% af nafnvirði greiddust
til eigenda bréfa í Verðbréfasjóði og
Rekstrarsjóði Ávöxtunar.
í köflum ákærannar sem fjalla um
ársreikninga Ávöxtunar sf og Verð-
bréfasjóðs Ávöxtunar hf fyrir árið
1987 er Ármanni, Pétri og Reyni
Ragnarssyni gefið að sök að hafa
ofmetið tekjur og eignir Ávöxtunar
sf þannig að reikningurinn sýndi
eignir upp á um 139 milljónir króna
þegar þær eru í raun 10-35 milljóna
króna virði og ofmetið eigur Verð-
bréfasjoðsins um 100 milljónir króna.
Meðal annars hafi 26 milljóna króna
vextir verið tekjufærðir á kröfur, sem
lítt eða ekki voru tryggðar og marg-
ar í vanskilum og þar af hafi 12
milljónir beint verið raktar til þess
sem virðist vera klaufaleg villa en
sú villa hafí endurtekið sig þijú ár í
röð í reikningsskilunum. Þá hafi
eignarhluti í Kjötmiðstöðinni verið
á óöruggum tímum,“ hefði verið texti
einnar auglýsingarinnar. Sagt hefði
verið að ávöxtun umfram verðbólgu
væri 14%, án fyrirvara. Því hefði
verið haldið fram að bréf verðbréfa-
sjóðsins bæru gengið 1,9901 og álíka
tölur sem auglýstar hefðu verið
reglulega. Talað hefði verið í auglýs-
ingu um reglulegt eftirlit með sjóðn-
um en hámarki hefðu auglýsingarnar
náð 1. september 1988 þegar aug-
lýst var að öryggi væri í fyrirrúmi.
Þessar auglýsingar hefðu verið
beinlínis rangar en þetta hefðu við-
skiptamenn mátt ætla að væru stað-
reyndir. Sækjandinn rakti skýrslur
þess fólks sem teldi sig hafa verið
blekkt í viðskiptum við Ávöxtun
bæði með auglýsingum fyrirtækisins
og einnig í viðtölum, oftast við Ár-
mann Reynisson, sem fullvissað
hefðu fólk um að allt væri í himna-
lagi. Meðal þessara kærenda væru
ekkjur og ellilífeyrisþegar. Þessu
fólki hefði Ármann Reynisson lofað
að allt væri í lagi, sögur um fyrirtæk-
ið væru ekki sannar, allar innistæður
væru bankatryggðar. Hinn bitri
raunveruleiki væri að ekki hefði ver-
ið farið að samþykktum félagsins við
útreikninga og upplýst væri að
Ávöxtunarmenn hefðu gefið sér það
að þeir byðu 14% raunávöxtun og
síðan hefði dæmið veijð reiknað út
frá því á hveiju sem gekk. Til
grandavilar hefðu legið huglægar
forsendur en ekki hlutlægar byggðar
á grundvelli bókhalds. Engin við-
hlítandi gögn hefðu legið að baki.
Stofnun sem starfað hefði eins og
banki hefði ekkert innra eftirlit haft
með fjármunum sem aðrir áttu og
höfðu treyst fyrirtækinu fyrir, þvert
á móti hefði bókhaldið verið í rúst
og gjörsamlega ómarktækt eins og
sæist af því að skiptum í þrotabúi
Ávöxtunar sf lyki með því að 2%
greiddust upp í almennat' kr-öfur og
endurmetinn og uppfærður um millj-
ónir króna án nokkurs tilefnis eða
tillits til ársreiknings þess fyrirætkis
og bókfært verð fasteigna í eigu
Ávöxtunar verðbætt miðað við bygg-
ingavísitölu. Ekki hafi verið sundurl-
iðaður listi jrfir skuldunauta í því
skyni að leyna því hve stóram hluta
flárins Pétur og Ármann höfðu veitt
til eigin illra stæðra fyrirtækja.
Atli Gíslason sagði að í viðurkenn-
ingu Ármanns og Péturs um að þeir
hefðu aldrei lánað óskyldum aðilum
fé á opinn viðskiptareikning án full-
nægjandi trygginga jafngilti játn-
ingu á því hve óeðlilega hefði verið
að verki staðið.
Löggiltur endurskoðandi með
þessa afstöðu á að snúa sér að
öðru
Með þessu hafi afkoma Ávöxtunar
sf verið sýnd sjö sinnum betri en
efni hafi staðið til. Þegar ársreikn-
ingur hefði sagt tap félagsins 4,7
milljónir og eigið fé neikvætt um 4
miljónir hefði tapið í raun verið 30,7
milljónir og eigið fé neikvætt um
30,6 milljónir. Ársreikningurinn hafi
verið marklaus og verði þáttur Reyn-
is Ragnarssonar talinn refsilaus og
löggiltir endurskoðendur gerðir
stikkfrí þá sé það hættulegt og rýri
traust á löggiltum endurskoðendum.
Atli sagði að skýrsla Reynis fyrir
skiptarétti væri grundvallargagn í
málinu. Hann hefði meðal annars
sagt að auðvitað hefðu viðskipti
Ávöxtunar við Hjört Nielsen hf, sem
Ármann og Pétur áttu að öllu leyti
og Reynir annaðist reikningsskil fyr-
ir, ekki verið í lagi en hann hefði
ekki gefið álit á ársreikningi fyrir-
tækisins enda hefði ekki viðgengist
hjá löggiltum endurskoðendum að
gefa neikvætt álit á ársreikningum
og að hann þekkti þess engin dæmi
í praxís. „liiggiltur endurskoðandi
sem hefur þessa afstöðu á að snúa
sér að öðru,“ sagði Atli Gíslason.
Með því að Reynir hefði talið sér
útilokað að setja Pétri og Ármanni
stólinn fyrir dyrnar hefði öryggis-
ventill brugðist sem almeningur,
bankaeftirlit og skattstofa hefðu tre-
yst á. Reynir hefði borið að hjá
Ávöxtun hefðu nánast öll önnur störf
verið látin ganga fyrir bókhaldi.
Reynir hefði gefið áritun á ársreikn-
inginn sem gefið hefði tilefni til að
ætla að hann gæfi glögga mynd af
rekstrinum þegar hann hefði í raun
verið markleysa. Áritun með áliti á
stöðu fyrirtækisins þýði að endur-
skoðun hafi farið fram á þeim liðum
sem ekki sé gerð athugasemd við.
Atli Gíslason sagði að að brot þau
sem fyrrum löggiltur endurskoðandi
Hafskips var sakfelldur fyrir í Haf-
skipsmálinu væru hreinir smámunir
í samanburði við það sem Reynir
hefði gerst sekur um í Ávöxtunar-
málinu. Sækjandi sagði brot endur-
skoðandans enn ótvíræðari varðandi
reikningsskil Verðbréfasjóðs Ávöxt-
unar hf þar sem hann hefði engan
fyrirvara gert um tryggingar á bak
við kröfur, slaka stöðu fyrirtækja í
viðskiptum við sjóðinn, ástand bók-
haldsmála, brot Ármanns og Péturs
við stjómarsamþykkt um að lána
ekki meira en 5% til eins aðila þegar
um 30% sjóðsins hefðu verið bundin
í fyrirtækjum þeirra. Skuldabréfa-
eign hefði ekki verið sundurliðuð en
allir í viðskiptalífinu hefðu kippst við
hefðu þeir vitað að glötuð fyrirtæki
eins og Kjötmiðstöðin, Hjörtur Niels-
en og fleiri væra þar ofarlega á blaði.
30% sjóðsins í eigin
fyrirtækjum
í 4. kafla ákærunnar er Ármanni
og Pétri gefið að sök að hafa ráðstaf-
að 86,9 milljónum króna_ úr verð-
bréfasjóði á rekstrarsjóði Ávöxtunar
til ýmissa eigin fyritækja án trygg-
inga. Þetta hefði verið ansdstætt
markmiðum sjóðanna og öllum sam-
þykktum stjórna þeirra. Samþykktir
félagsins hefðu gert ráð fyrir að lán-
að væri með sem minnstri áhættu,
fjárfestingu yrði dreift í öruggar
auðseljanlegar eignir. Þeir Pétur og
Ármann hefðu í heimildarleysi notað
fé sjóðanna til að IJármagna eigin
rekstur. Farið hefði verið á bak við
formann sjóðsstjórnarinnar og í
mörgum tilfellum þvert á tilmæli
hans. 30% af fé sjóðsins hefði verið
bundið fyrirtækjum Ármanns og
Péturs og það léti nærri að það væri
einmitt sú upphæð sem sjóðimir
hefðu tapað. Ekki séu til stærri mál
þessarar tegundar í íslenskri afbrota-
sögu.
Auk þess sem rakið hefur verið
að framan krafðist Atli Gíslason refs-
ingar fyrir 5. kafla ákærunnar þar
sem Pétri Björnssyni er einum gefið
að sök að hafa dregið 17,1 milljón
króna ýmist til eigin þarfa eða fyrir-
tækja í eigin eigu, 6. kafla þar sem
Ármann og Pétur eru ákærðir fyrir
fjársvik eða skilasvik með því að
taka undir sig 900 þúsund króna
söluandvirði lausaíjár Hughönunar
hf, ijórum dögum fyrir gjaldþrot
Ávöxtunar og tæpum 2 mánuðum
fyrir gjaldþrot þess fyrirtækis. Hann
taldi sannað í 8. kafla ákærunnar
væru Pétur, Ármann og Hrafn Bac-
hmann sannir að því að hafa svikið
kaupendur Veitingamannsins, deild-
ar í Kjötmiðstöðinni, með því að leyna
að hiuti lausaijár sem fylgdi í kaup-
unum væri ekki eign fyrritækisins
heldur bundið kaupleigusamningum.
í 7. kafla hefðu Pétur og Ármann
tilkynnt hlutafélagaskrá um 11,1
milljóna króna innborgun hlutaijár í
Brauðgerð Suðurnesja þegar ekkert
hafði verið greitt. Þá hefði Ármann
gerst sekur um skilasvik með því að
fela 37 málverk sem selst hefðu fyr-
ir 1,2 milljónir kóna fyrir skiptaráð-
anda og reyna að skjóta þeim undan
skiptum í búi sín.
I dag og á morgun munu veijend-
ur sakborninga flytja ræður sínar í
sakadómi en að því loknu verður
, málið tekið í dóm.
Reuter
Jón Baldvin Hannibalsson flytur ræðu sína á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Utanríkisráðherra á allsheijarþingi SÞ:
Nauðsynlegt gæti reynst
að viðurkenna sjálfstæði
bæði Slóveníu og Króatíu
JON Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sem
hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að ekki
væri hægt að halda Júgóslavíu saman gegn vilja þeirra þjóða sem
byggðu landið og menn kynnu að þurfa að horfast í augu við
þá staðreynd að þeir yrðu að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og
Slóveníu. I ræðu sinni sagði utanríkisráðherra einnig að hann
teldi þörf á nýrri Marshall-áætlun fyrir Mið- og Austur-Evrópu
og að nauðsynlegt væri að koma á nýju öryggiskerfi sem næði
til heimsbyggðarinnar allrar.
Jón Baldvin sagði ástandið í
Júgóslavíu vera víti til að varast.
Það minnti óneitanlega á að þjóð-
ernisdeilur er ekki lengur hægt
að iíta á sem málefni er varða
einungis þau ríki sem í hlut eiga.
Afleiðingar slíkra deilna gætu
verið víðtækari og verið ógnun
við frið og öryggi í heiminum.
Það væri greinilegt að í Júgó-
slavíu hefðu menn ekki skilið
grundvallaratriði umskiptanna í
Evrópu. Stjórnskipan sem byggði
á kúgun væri ekki hægt að við-
halda gegn vilja fólksins. „Stað-
reyndin er sú að vilji þjóðir Júgó-
slavíu ekki halda landinu saman
þá verður það ekki gert. Alþjóð-
legt samfélag getur þurft að horf-
ast í augu við þessa staðreynd og
verða við óskum Króatíu og Sló-
veníu um viðurkenningu,“ sagði
utanríkisráðherra.
Núverandi aðstæður í Evröpu
sagði hann um margt minna á
árin eftir síðari heimsstyijöldina.
Þá hefði þörfin verið brýnust á
að reisa Vestur-Evrópu úr rústum
stríðsins. Nú væri þörfin brýnust
að reisa Austur-Evrópu við úr
rústum óstjórnar og miðstýringar.
Endurreisnin á eftirstríðsárunum
hefði verið árangursrík vegna ein-
stæðs framtaks í sögu alþjóða-
samskipta - Marshall-áætlunar-
innar - sem hefði borið vott um
óvenjulega stjórnvisku. Þetta ein-
staka framtak hefði veitt ör-
magna efnahagslífi Evrópuríkja
bolmagn til að endurheimta fyrri
styrk. I áætluninni hefði jafnframt
falist siðferðilegur stuðningur við
þjóðir Evrópu sem skipti þær ekki
síður máli. Ríkin í Mið- og
Austur-Evrópu sagði Jón Baldvin
þurfa á hvoru tveggja að halda.
„Við þurfum á nýrri Marshall-
áætlun að halda,“ sagði hann.
Utanríkisráðherra sagði nauð-
syn á að koma á víðtæku sameig-
inlegu öryggiskerfi sem næði til
heimsbyggðarinnar allrar. Norð-
urlöndin væru nú þegar að koma
sér saman um sameiginlega
stefnu í þessum málum. Fyrr en
síðar yrðu öll aðildarríki SÞ að
koma sér saman um viðeigandi
farveg fyrir umræður og ákvarð-
anir þar að lútandi. Willy Brandt,
fyrrum kanslari Þýskalands, hefði
haft forystu fyrir hópi manna sem
unnið hefði mikilvægt starf í
þessu máli og lagt fram hugmynd-
ir og tillögur um umbætur á skipu-
lagi Sameinuðu þjóðanna. „Ríkis-
stjórn íslands styður þá tillögu
hópsins að stofnsett verði sjálf-
stæð Alþjóðanefnd um alheims-
stjórnskipan, sem undirbúi alþjóð-
legan leiðtogafund til að taka á
þessu verkefni,“ sagði Jón Bald-
vin.
Hann vék einnig í máli sínu að
ráðstefnu SÞ um umhverfi og
þróun sem kölluð verður saman í
Rio de Janeiro á næsta ári. Jón
Baldvin sagði það valda ríkisstjórn
Islands áhyggjum að tilraunir
hefðu verið gerðar til að innleiða
tillögur um hvalveiðistjórnun í
Rio-ferlið. „Þessar tillögur byggja
á vafasömum siðferðilegum
vangaveltum og eru í reynd ekki
umhverfismál. Jafnframt stang-
ast þær á við grundvallarhug-
myndina um sjálfbæra þróun. Það
eykur á vandann ef ríki hyggjast
beita viðskiptaþvingunum vegna
ágreinings um stefnu í umhverfis-
málum.“
Ríkisstjórn Islands væri þeirrar
skoðunar að Rio-ráðstefnan ætti
að leggja fram framkvæmdaáætl-
un sem tæki til allra þátta sem
hefðu áhrif á tengslin milli um-
hverfis og efnahagslífs. Sérstak-
lega þyrfti að grípa til skjótra
aðgerða til að takmarka og hafa
eftirlit með losun á geislavirkum
úrgangi, þungamálmum og var-
anlegum lífrænum efnurn í höfin
eða undir sjávarbotni.
„Við höfum ekki síst áhyggjur
af hinni stöðugu hættu á geisla-
virkri mengun hafanna. Sú hætta
á ekki síst upptök sín í kjarnorku-
verum sem staðsett eru við
strandlengju ýmissa ríkja. Við það
verður ekki unað að ríki áformi
að reisa slíkar stöðvar, eins konar
tímasprengjur gagnvart umhverf-
inu, við aðstöðu þar sem minni-
háttar slys geta haft meiri háttar
umhverfisslys í för með sér -
umhverfisslys sem bitna harðast
á öðrum, en þeim sem ábyrgðina
bera. Okkur stafar einnig ógn af
kjarnakljúfum í sjó. Ríkisstjórn
íslands mun halda áfram að vinna
að alþjóðlegri viðurkenningu á
þeim hættum sem geta stafað af
slysum þar sem kjarnakljúfar á
höfunum koma við sögu,“ sagði
utanríkisráðherra.
Eina af höfuðástæðum þess að
efnahagsástandið í meirihluta
þróunarlandanna hefði versnað á
síðasta áratug sagði Jón Baldvin
vera haftastefnu sumra iðnvæddu
ríkjanna. íslensk stjórnvöld gerðu
sér ljósa grein fyrir þeirri stöðu
sem mörg þróunarlandanna væru
í, enda byggði efnahagslíf lands-
ins nær eingöngu á einni auðlind
og útflutningsafurð. Raunar væru
fá ríki eins háð utanríkisviðskipt-
um eins og ísland. Vandamál þau
sem haftastefnan skapaði ættu
raunar ekki eingöngu við um sam-
skipti iðnríkjanna og þróunarríkj-
anna heldur settu þau einnig
mark sitt á samskipti iðnríkjanna
innbyrðis. „íslensk stjórnvöld hafa
sem aðili að Fríverslunarsamtök-
um Evrópu - EFTA - tekið virk-
an þátt í samningaviðræðum við
evrópska nágranna sína og hafa
þá oft rekist á sömu pólitísku
nærsýnina, og hindrar aðgang
þróunarríkjanna að mörkuðum
Evrópu. Sú stefna Evrópubanda-
lagsins að tengja viðskipti og að-
gang að auðlindum er algerlega
óviðeigandi og óásættanleg. Hún
er þröskuldur í vegi fyrir frekari
samruna í Evrópu," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Bakkafjörður;
Miklir rekstr-
arerfiðleikar
hjá Útveri hf.
Bakkafirði.
MIKLIR erfiðleikar steðja að
fiskvinnslufyrirtækinu Utveri
hf., að sögn Samúels Guðniunds-
sonar framkvænidastjóra. Rekst-
ur var stöðvaður 15. ágúst og
öllu lausráðnu fólki, alls tíu
manns, sagt upp störfum og sent
heim. Rafmagnið var tekið af
fyrirtækinu fyrir rúmri viku.
Unnið er að framtíðarlausn.
Ein helsta ástæða fyrir þessum
miklu erfiðleikum hjá fyrirtækinu
er stopult liráefni í of langan tíma.
Því var tekin ákvörðun um að
stöðva reksturinn eftir að milliupp-
gjör fyrir 1991 lá fyrir þar sem
ekki var talinn rekstrargrundvöllur
miðað við núverandi skuldastöðu
og síminnkandi veiðiheimildir.
Samúel Guðmundsson hóf störf
hjá Útveri hf. 15. júní í sumar en
hann útskrifaðist frá Háskóla Is-
lands sl. vor sem viðskiptafræðing-
ur. - ÁHG
Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur;
Óskað eft-
ir tilboðum
í 30 íbúðir
HÚSNÆÐISNEFND Reykjavík-
ur leitar eftir tilboðum hjá bygg-
ingaraðilum í 30 fullbúnar íbúðir
sem eiga að koma til afliendingar
í lok ársins 1992 eða byijun árs
1993.
Ríkharður Steinbergsson hjá
Húsnæðisnefndinni sagði að nefnd-
in hefði óskað eftir fjárveitingu til
byggingar og kaupa á 190 íbúðum.
Fjárveiting hefði fengist fyrir 150
íbúðum og væru þessar 30 hluti af
þeim, en að auki væru 113 íbúðir
í byggingu við Laufengi og það sem
á vantaði yrði keypt en alltaf væri
eitthvað um að eldri verkamanna-
bústaðir kæmu á fijálsan markað.
Ríkharður sagði að nefndin hefði
áður keypt íbúðir af byggingaraðil-
um fyrir félagsiega kerfið en þetta
væri í fyrsta skipti sem óskað væri
eftir tilboðuni. Engin sérstök skil-
yrði væru sett varðandi stærð íbúða
eða annað heldur vildu þeir fá að
sjá hvað í boði væri hvað varðaði
verð og gæði.
Myglusveppur í
kartöflum:
Agæti hefur
hætt að taka
við kartöflum
tímabundið
ÁGÆTI hf. hefur tímabundið
hætt að taka við kartöflum frá
framleiðendum á Suðurlandi
vegna myglusvepps, sem vart
hefur orðið þrátt fyrir að bændur
hafi gert ráðstafanir í sumar til
að koma í veg fyrir hann. Að
sögn Matthiasar Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra Ágætis,
verður væntanlega farið að taka
á móti kartöflum á nýjan leik í
næstu viku eftir að bændur hafa
flokkað þær og þvegið.
„Menn voru að vonast til þess
að ekki yrðu um myglu í kartöflun-
um að ræða þar sem faramleiðend-
urnir gátu úðað, en ég held að það
hafi verið gert of seint og kannski
ekki nógu oft. Þetta er þó misjafnt
milli framleiðenda, en það sleppur
að ég tel enginn alfarið við þetta,“
sagði Matthías.