Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 34
Bj örgunarsveitirnar; Landssamband stofn- að um næstu helgi LANDSBJORG, landssamband björgunarsveita eru ný samtök, sem formlega verða stofnuð á Akureyri um næstu helgi. Það eru Landssam- band flugbjörgunarsveita og Landssamband hjálparsveita skáta sem ákveðið hafa að sameina krafta sína í hinu nýja félagi. Flæðilínan hjá Útgerðarfélagi Akureyringa: Bónusgreiðslur hafa hækkað og nýting og afköst aukist BÓNUSGREIÐSLUR til starfsfólks frystihúss Útgerðarfélags Akur- eyringa hafa hækkað umtalsvert frá því flæðilína var sett upp í vinns- lusal frystihússins fyrir rúmum þremur mánuðum. Afköstin hafa aukist um 20% og nýting hráefnisins er einnig betri. Auk aðildarsveita þessara sam- taka hafa Björgunarsveitin Stakk- ur í Keflavík og Björgunarfélag Vestmannaeyja, elsta björgunar- sveit landsins, sótt um aðild að Landsbjörg. Alls er því um að N orðurlandamót grunnskóla í skák: Danska sveit- in vann mótið DANSKA sveitin fór með sigur af hólmi á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák sem haldið var í Gagnfræðaskólanum á Akureyri um helgina. Sex sveit- ir tóku þátt í mótinu, þar af tvær frá Islandi. Mótið tókst í alla staði vel og þó nokkuð af áhorfendum, einkum af yngri kynslóðinni, fylgdist með tafl- mennskunni, að sögn Þórs Valtýs- sonar hjá Skákfélagi Akureyrar, en hann sagðist vona að mótið myndi vekja áhuga akureyrskra skák- manna. Úrslit á Norðurlandamótinu urðu þau, að sveit Danmerkur vann með 12'/2 vinning, Svíar urðu í öðru sæti með 12 vinninga, B-sveit ís- lands, sveit Æfingadeildar Kenn- araháskólans, varð í þriðja sæti með 11'/2 vinning, Finnar urðu í fjórða sæti með 9'/2 vinning, A-sveit ís- lands, sveit Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, varð í fimmta sæti'með Vh vinning og Norðmenn urðu í sjötta sæti með 7 vinninga. í dönsku sveitinni voru þrjú systkin, tveir piltar og stúlka og var faðir þeirra fararstjóri sveitar- innar. Skákstjórar voru Albert Sigurðs- son, Akureyri og Ólafur H. Ólafs- son, Reykjavík, en þeim til aðstoðar var Ingimar Friðfinnsson. SAMTÖK framsóknarkvenna í Norðurlandskjördæmi eystra voru stofnuð á Hótel Húsavík laugardaginn 21. september. Stofnfélagar voru um 50 konur víðs vegar að úr kjördæminu. Formaður er Anný Larsdóttir. ræða þrjátíu björgunarsveitir víðs vegar að af landinu. Formlegt stofnþing Landsbjarg- ar — iandssambands björgunar- sveita verður laugardaginn 28. september í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Boðað hefur verið til sérstaks hátíðarfundar að viðstöddum for- seta Islands, biskupi íslands og dómsmálaráðherra. Hátt í 700 björgunarsveitarmenn hafa boðað komu sína norður til að taka-þátt í þessum merku tímamótum í sögu björgunar- og hjálparstarfs á Is- landi. Mikið verður um að vera þennan dag á Akureyri, en dag- skránni lýkur með flugeldasýningu á Pollinum um miðnætti. Varðskip- ið Týr skýtur upp flugeldunum. Formaður undirbúningsstjórnar hinna nýju samtaka er Ólafur Proppé. Framkvæmdastjóri er Björn Hermannsson. Ásgeir Arngrímsson útgerðar- tæknir hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa sagði að hópbónus hafi verið tekinn upp í stað einstakl- ingsbónus í kjölfar þess að flæði- línan var sett upp í frystihúsinu í byjun júní. Áður hafi verið algengt að bónus til starfsmanna hafi verið Markmið samtakanna er að efla samstöðu kvenna og auka þátt- töku þeirra í stjórnmálastarfi. í stjórnmálaályktun sem sam- þykkt var á fundinum er lýst ýfir áhyggjum og ótta „vegna árásar rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar á ís- á bilinu 90 til 100 krónur ofan á greitt tímakaup. í síðustu viku fór bónusinn í rétt rúmlega 200 krón- ur á tímann, en að meðaltali hefur hann verið um 175 krónur á um- ræddu tímabili. í síðustu viku var verið að vinna karfa og ufsa í frystihúsinu og lenskt velferðarþjóðfélag. Varla líður sá dagur að ekki berist fréttir af niðurskurði og stórkostlegum bylt- ingum í ríkisrekstri og virðist ávallt vera ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur," segir í ályktuninni. Þá segir að fundurinn óttist að þeir stjórnunarhættir sem viðhafðir hafi verið í höfuðborginni, þar sem bruðlað hafi verið með almannafé og því veitt í óþörf stórhýsi á sama tíma og velferðarmálum sé lítið sinnt, hafi nú verið yfirfærðir á stjórnun þjóðfélagsins. „Sú gjaldþrotastefna sem birst hefur í gerfí atvinnustefnu lýsir skilningsleysi stjórnvalda á undir- stöðum íslensks þjóðfélags og því hvar raunveruleg verðmæti verða til. Fundurinn krefst þess af ríkis- stjórninni að hún sýni framleiðsluat- vinnuvegunum þann skilning og þá virðingu sem þeir verðskulda." Einnig segir að samtökin sjái ekki lengur grundvöll til samninga um Evrópskt efnahagssvæði, fyrii-varar fyrrverandi forsætisráðherra virðast hafa verið þurrkaðir út og hluti EFTA-þjóðanna hafí þegar ákveðið að gerast hluti af Evrópubandalag- inu. (Úr fréttatilkynningu.) sagði Ásgeir að svo virtist sem þær tegundir kæmu einna best út hvað bónusinn varðar. Þær breytingar urðu einnig samhliða flæðilínu- kerfinu, að starfsfólk fær greiddan bónus fyrir allan vinnutímann, en áður var bónus einungis reiknaður fyrir þann tíma sem unnið var, þ.e. kaffítímar og pásur voru und- anskilin. Flæðilínukerfið hefur því að sögn Ásgeirs skilað starfsfólki umtalsverðum kaupauka. Nýliðar fá 25% af bónusgreiðsl- unni eftir fyrstu vikuna, síðan 50%, þá 75% og fullur bónus er greiddur eftir fjögurra vikna vinnu. Ásgeir sagði að þó svo fyrirtæk- ið greiddi hærri laun efir að flæði- Iínan kom til sögunnar, teldu menn hana borga sig, því á móti kæmi mun betri nýting á mannskap og hráefni. Afköst í fyrirtækinu hafa aukist um 20% á þremur mánuðum Þijár rúður voru brotnar í mið- bænum um helgina, steinhellu var fleygt í klukku á Ráðhústorgi og hún brotin, þá var salernisskál brot- in í Sjallanum og afgi'eiðsluborð á Uppanum. „Helgin einkenndist af þrasi og menn voru hundleiðinleg- ir,“ sagði Matthías Einarsson varð- stjóri. Umferðaróhapp varð er bíl var ekið út af veginum skammt frá brúnni yfír Þverá í Eyjafjarðarsveit um kl. 22 á sunnudagskvöld. Öku- maður skrámaðist lítillega, en fékk að fara heim að lokinni skoðun á slysadeild. Þrír aðrir voru í bílnum, og nýtingin er allt að 2% meiri en áður var, en Ásgeir sagði erfitt að segja nákvæmlega til um nýtingu, þár sem stærð og samsetning þess hráefnis sem unnið væri með hveiju sinni skiptu miklu. Áður var fyrirkomulag þannig, að fiskurinn var flakaður á lager og geymdur í flakakæli, en nú fer hann beint inn á borð til starfsmanna í snyrt- ingu. Við það tapar hann mun minna vatni og nýting verður því betri. „Ég held að fólk sé almennt ánægt með þetta, bæði starfsfólk í vinnslusal og stjórnendur fyrir- tækisins," sagði Ásgeir. Skólafólk fer óðum að hætta vinnu hjá fyrirtækinu og sagði Ásgeir að ^ef aflabrögð héldust áfram þokkaleg myndi eflaust þurfa að bæta við starfsfólki í vinnsluna. en þeir sluppu án meiðsla. Bíllinn er töluvert skemmdur, en hann lenti á stórum steini og sagði Matthías að það hefði sjálfsagt bjargað því að hann lenti ekki ofan í djúpu gili við ána. Tveir voru teknir réttindalausir á bifhjólum um helgina, einn vegna gruns um ölvun við akstur og fjórir óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Eftir dansleik í Víkurröst á Dal- vík fengu tveir að njóta aðhlynning- ar lögreglunnar þar, annar fékk sér sundsprett í höfninni, en hinn vildi slást. Morgunblaðið/Uúnar I’ór UNNIÐ í SLIPPNUM Norðurland eystra: Samtök framsóknarkvenna stofnuð Skemmdarverk og þras einkenni helgarinnar NOKKUÐ bar á skemmdarverkum ölvaðrá manna á Akureyri um helg- ina, sem og almennu þrasi og leiðindum, að sögn varðstjóra lögreglunn- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.