Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 ARNAÐ HEILLA Ijósmynd/Gunnar Kristinn Hjónaband. Brúðhjónin Auður Ólafsdóttir og Hjörtur Stefánsson voru gefin saman í Fella- og Hólakirkju, 7. september sl. af séra Hreini Hjartarssyni. Heimili þeirra er í Orrahólum 7. Ljjósmynd/Jóhannes Long Hjónaband. Brúðhjónin Þórey Guðmunds- dóttir og Leifur Eiríksson voru gefin saman í Akraneskirkju, 24. ágúst sl. af séra Birni Jónssyni. Heimili þeirra er í Vesturbergi 118, Rvík. Ljósmynd/Jóhannes Long Hjónaband. Brúðhjónin Guðrún Vala Elís- dóttir og Arnþór Gylfi Árnason voru gefin saman í Kópavogskirkju, 24. ágúst sl. af séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Heimili þeirra er að Holtagerði 14, Rvík. yósinynd/Jóhannes Long Hjónaband. Brúðhjónin Anna Garðarsdótt- ir og Þorkell Garðarsson voru gefin saman í Bústaðakirkju, 17. ágúst sl. af séra Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er í Orrahólum 7. Úr norsku myndinni um Pelle og Proffen. Þýsk kvikmyndahátíð: IRUSTUNUM Norsk kvik- myndavika: Dauðinn á lestar- stöðinni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Dauðinn á lestarstöðinni („Döden pa Oslo S“). Sýnd í Háskólabíói á norskri kvik- myndaviku. Leikstjóri: Eva Isaksen. Handrit: Axel Hellste- nius. Aðalhlutverk: Havard Bakke, Tommy Karlsen, Helle Figenschow. Noregur. 1990. Opnunarmyndin á norskri kvikmyndaviku í Háskólabíói var spennumyndin Dauðinn á lestar- stöðinni eða „Döden pa Oslo S“) eftir Evu Isaksen. Hún byggir á sögu eftir Ingvar Ambjömsen, sem skrifað hefur a.m.k. fjórar sögur um aðalpersónurnar, vin- ina Pelle og Proffen, og margvís- leg ævintýri sem þeir lenda í. Isaksen, sem heldur áfram á braut sakamálamynda f sinni nýjustu mynd, Fullkomið morð, skapar sér norskan frískleika í Dauðanum á lestarstöðinni, sem er ágætt mótvægi við spennu- myndir frá Hollywood. Fram- leiðslan, þrátt fyrir að hún sé ódýr, er mjög vönduð, hraðinn í frásögninni er góður, myndataka frískleg og sagan kímin og harðneskjuleg í senn. Myndin greinir frá unglingum sem lent hafa öfugu megin við velferðar- samfélagið og hvernig félagamir Pelle og Proffen flækjast í þeirra mál. Unglingarómantíkin er heldur ekki langt undan. Hér er á ferðinni raunsæ og skemmtileg mynd, vel leikin og gerð. Og fyrir þá sem endilega vilja er meira að segja bílaeltingarleikur í Oslóamóttinni undir lokin - greinilega ómissandi þáttur í hverri spennumynd. Félagarnir Pelle og Proffen, sem þrá að lenda í dularfullum ævintýmm, taka að kynnast skuggahliðum stórborgarinnar þegar þeir hefja leit að kunningj- um sínum, Filla og Stein. Þeir em utangarðsstrákar sem gert hafa allt vitlaust á drengjaat- hvarfínu Voninni, stela pening- um af Pelle í leiðinni og ætla sér greinilega að flétta ofan af for- stöðumanni athvarfsins. í millitíðinni verður Pelle ástfang- inn af hinni dularfullu Lenu, sem hverfur sporlaust. í leit sinni að strákunum og Lenu kynnast þeir félagar skuggahverfí heimilis- lausra unglinga sem drepa sig hægt með límsniffi, útigangs- fólki á lestarstöðinni, dópneyslu og unglingavændi. Þetta er ljót lýsing á vemleik unglinga sem hvergi eiga höfði að halla og Isaksen er lagið að draga fram þennan heim í öngstrætum borg- arinnar sem blákaldan raunvera- leika. Sagan er einföld með skýran boðskap og hvergi er viðvanings- bragur á myndinni. Þrátt fyrir heldur myrkan efniviðinn er allt- af góður, Tiúmorískur andi í myndinni og allar em persónur hennar brakandi ekta í orðum og útliti. Foreldrar Pelle em einkar fijálslyndir og skemmti- legir síðhippar og það er engu líkara en unglingarnir séu teknir beint af götunni. Sem dæmi um gamansemina má nefna austur- lenskan leigubílstjóra sem hjálp- ar Pelle og Proffen eftir bílaelt- ingaleikinn þegar illmennið ræðst á Pelle. Sá austurlenski flýgur á illmennið í öflugri kar- atestellingu með orðunum: Þessi gutti er minn kúnni. - Gott mál. Myndin er ótextuð. - Vont mál. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á mörkum austurs og vesturs („Ostkreuz"). Sýnd í Regnbog- anum á þýskri kvikmyndahátíð. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi: Michael Klier. Aðalhlutverk: Laura Tonka, Miroslav Baka, Stefan Cam- mann. 1991. Ein af nýjustu myndunum á þýsku kvikmyndahátíðinni í Regnbogan- um er „Ostkreuz" eða Á mörkum austurs og vesturs, frá þessu ári. Höfundur, leikstjóri og framleið- andi er Michael Klier en myndin mun hafa unnið aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Múnc- hen. Og er vel að þeim komin. „Á mörkunum" er einkar nöpur og kaldranaleg lýsing á rótlausu lífi fjórtán ára gamallar stúlku í austurhluta Berlínar. Hún býr ásamt móður sinni í nk. gámi inn- réttuðum sem eins herbergis íbúð. Þær em að missa það auma hús- næði svo Elfie, en það heitir stúlk- an og er frábærlega leikin af Laura Tonka, fer að reyna að afla peninga. Þannig kemst hún í heldur auman félagsskap svarta- markaðsbraskarans Dariusar og flækist með honum í von um seðla. Strákurinn er samviskulaus vitleysingur. í einni af braskferð sinni langt inn í landið stekkur hann uppí bíl og keyrir burtu þeg- ar ráðist er á þau og skilur hana eftir til að bjarga sér sjálf. Sam- band Elfie við móðurina er sárah't- ið, hún skilur ekki að dóttir sín vill aðeins láta gott af sér leiða. Eins og gámurinn sé eina hal- dreipið sem eftir er. Á endanum flytur mamman burt úr eymdinni með manni sem hún er í tygjum við og skilur Elfie eftir á götunni enda neitar hún að fara með, fyr- irlítur karlinn og sambandið. Hún kynnist vini á sínum aldri, sem foreldrar hans eru einnig flúnir, og þau koma sér fyrir í yfírgef- inni byggingu í niðurníðslu, mun- aðarlaus börn í rústum kommap- aradísarinnar. Klier hefur gert einkar áhrif- aríka mynd á sínum lágstemmdu nótum. Hann dregur sannarlega upp eymdarlega mynd og sorg- lega af lífinu austurfrá. Það er engu líkara en allir séu flúnir. Götur em auðar og hús em tóm. Þetta er einskismannsland fullt af steynsteypu og risastómm blokkum þar sem líf fær ekki þrif- ist. Tómir, líflausir gluggar. Allt er grátt og guggið og niðurdrep- andi og óendanlega ljótt. Dauða- þefurinn í loftinu bergmálar sála- rástand mannfólksins, sambands- leysið og fírringuna. Með hlutverk Dariusar í „Á mörkunum“ fer Miroslov Baka en hann lék morðingjann í hinni þekktu boðorðamynd Krzysztof Kieslowskis, Stutt mynd um dráp. Baka minnir á að hið grámósku- lega útlit og eymdartilfinning í þessum tveimur myndum er svip-" uð um margt. Þysk nákvæmni í stuttmyndinni Skipulag hlut- anna frá 1988 gerir höfundurinn, Franziska Buch, heilmikið grín að hinum þrælskipulagða ogóend- anlega nákvæma Þjóðveija í lýs- ingu á manni sem hefur viður- væri sitt af að ydda blýanta. Allt í lífi hans er tímanum og ná- kvæmninni háð, alveg oní hálfell- efu fróunina fyrir háttinn. Á end- anum hlýtur kerfíð að bresta og kaosin tekur við. Skoplegt en varla fyrir viðkvæmar sálir. ■ PRÓFESSOR K.R. Rao, frá ríkisháskólanum í Texas, vel þekkt- ur sérfræðingur og fmmkvöðull í kóðun og þjöppun merkja, er stadd- ur hér á landi í boði Endurmenntun- arnefndar Háskóla íslands. Hann mun halda almennt erindi við Há- skóla íslands um stöðu þessa sviðs og þýðingu í náinni framtíð fyrir myndgeymslu, myndfjölmiðlun og símafjarskipti. Erindið, sem er öll- um opið, verður haldið þriðjudaginn 24. september ( stofu 157 í húsi verkfræðideildar Háskólans á Hjarðarhaga 2-6 í Reykjavík og hefst kl. 17.00. -----------x--------------------------- \ýll §krif§lofutækninám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. ' Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-68759Q \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.