Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 38

Morgunblaðið - 24.09.1991, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 Hrafnaspark í Hamrahlíðínm eftir Benedikt Hjartarson Þann 10. september birtist í Morgunbláðinu grein eftir Hrafn Sveinbjarnarson, skólafélaga mipn úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. í greininni kveður við ýmsan tón, þó megininntak tónaflóðsins sé óánægja skólafélaga míns yfir hinu nýja áfangakerfi, sem innleiða átti í MH öllum nemendum til hags- bóta. Þetta hefur þó eitthvað snúist fyrir Hrafni, og á yfírreið sinni hefur hann týnt til taumlausan fjölda rangra forsenda, og þær for- sendur hans sem stóðust í upphafi hafa snúist upp í andhverfu sína í höndum hans. Vonast ég eindregið til þess að mér takist nú að leið- rétta allan þann misskilning sem fram kemur í grein hans og varpa réttu ljósi á atburðina í MH. Fornmálabraut Hrafn segir í upphafl greinar sinnar um kerfísbreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð: „Þó fór nú svo að liður í þessu aukna valfrelsi var að leggja niður fornmálabraut...“ Þetta er rangt. Hið rétta er að með nýja kerfinu voru nýmálabraut og fornmála- braut sameinaðar í eina braut, svo- kallaða málabraut. Þessi nýja braut hefti að engu leyti þann möguleika nemenda að leggja áfram stund á fög eins og latínu og grísku, sem eru félaga minum svo mikið hjart- ans mál. Þvert á móti hefði nem- endum með nýju kerfi gefíst kostur á að taka mun fleiri valáfanga, sem leitt hefði til þess að ásókn í þessa áfanga hefði aukist stórlega. Svo dæmi sé tekið, geta þeir sem hyggja á háskólanám í læknisfræði ekki tekið eins mikla latínu og þeir kysu vegna þess hversu stór kjarn- inn er á náttúrufræðibraut. Að auki skal Hrafni bent á að þau fög sem urðu fyrir mestri fækkun nem- enda þegar horfíð var aftur í gamla kerfið voru fög innan fornmála- brautar, svo sem iatína og gríska. Sá ótti Hrafns að fögin hans þurrk- ist út úr Námsvísi MH er því að öllu leyti ástæðulaus. Það segir sig sjálft að nemandi sem hefur 33 einingar til að ráðstafa sjálfur á mun meiri möguleika, og er mun líklegri til að skrá sig í áfanga í latínu eða grísku en sá sem situr á braut sem hefur aðeins 3 valein- ingar eins og er á gömlu tónlistar- brautinni hans Hrafns. Þetta hefði þýtt miklar úrbætur fyrir þessa fímm nemendur skólans sem skráð- ir eru á fornmáiabraut og skýtur því nokkuð skökku við að einn þeira fimmmenninga skuli vaða í blöðin til að þenja sig gegn eigin hag. Það hefði verið mun eðlilegra að kynna sér málin betur og skoða þá nýju möguleika sem nýja kerfið átti að gefa nemendum á fornmálabraut, svo og öðrum, kost á. Einingarnar 140 Hrafn fer mikinn í umfjöllun sinni um stúdentsprófið. Þó þykir mér keyra um þverbak er hann heldur því fram að sá kostur að taka fleiri einingar en þær 140 sem þarf til stúdentsprófs, sé fýsilegur. Hrafn segir: „... hefur aldrei heyrst um takmarkanir á því að taka einingar í fijálsu vali umfram þær 140 lágmarkseiningar sem þarf til stúdentsprófs, svo framar- lega sem tímarnir rúmast í stunda- töflu. Á átta önnum geta umfra- meiningar orðið allmargar. Og þeir sem hafa gaman af að veija og nægir ekki fullskipuð stundatafla í 4 ár geta þá bara bætt við sig einni önn eða tveimur." Og hvað skyldi þetta þýða? Svar- ið er einfalt. Hrafn Sveinbjarnarson álítur að það fólk sem hefur geng- ið svo langt að gera framtíðaráform þegar á framhaldsskólaskeiði sínu, geti einfaldlega tekið afleiðingum ákvarðana sinna og setið allt að ári lengur í menntaskóla. Þetta tel ég mjög varhugavart viðhorf, enda hlýtur það að vera hagur allra að- ila að fá út úr menntaskólanum fólk með ákveðnar hugmyndir um framtíð sína. Með því móti myndi draga stórlega úr þeim fjölda náms- manna sem ráfa í eigin tilgangs- leysi á milli deilda í Háskóla Is- lands, án þess að skila nokkrum árangri. Það er því ljóst að með nýju kerfi mætti draga verulega úr því streymi fjár sem rennur úr lánasjóðnum, eða í það minnsta mætti með þessu móti hagræða kerfinu á þeim vígstöðvum allveru- lega. Þetta virðist hafa týnst í umfjöllun Hrafns, og þó svo vissu- lega sé erfitt að meta nám til fjár, hlýtur að verða að huga að þessum þætti. Hrafn sér hins vegar hag sinn í því að viðhalda núverandi kerfí með tilheyrandi bruðli á al- mannafé og til að bæta gráu ofan á svart ætlar hann að láta ríkisvald- Benedikt Hjartarson „Það er því ljóst að inn- antómt hjal um að Menntaskólinn við Hamrahlíð sé að út- skrifa illa menntaða stúdenta í fjölfræði er úr lausu lofti gripið.“ ið halda þeim nemendum sem vita hvað þeir ætla sér, allt að ári leng- ur en nauðsyn er. Það hlýtur að vera réttborin krafa okkar nem- enda að við getum innan marka okkar 140 eininga undirbúið okkur fyrir framtíðina, eins vel og auðið er. Helsti styrkur hins nýja kerfis er sá, að í því geta nemendur hag- að námi sínu eins og best hentar háskólanámi þeirra. Þetta eru ko- stirnir sem nýja kerfið hefði haft umfram það kerfi sem ríkir í öðrum framhaldsskólum íslands. Það sést best á því að þegar könnun á veg- um kennslumálanefndar Háskóla íslands er skoðuð, kemur í ljós að nær 60% nemenda HI telja undir- búning sinn fyrir háskólanám ekki nægilega góðan. Það vekur því undrun og furðu þegar sama nefnd og stóð að könnuninni stöðyar til- raunir til að bæta þennan undirbún- ing. íslenskan Sá misskilningur hefur af mörg- um verið túlkaður ,sem heilagur sannleikur, að draga ætti úr kröf- unum í íslenskudeild skólans. Reyndar hefur öll röksemdafærsla og málflutningur þessara aðila ver- ið byggður upp á eintómum mis- skilningi. Þær forsendur að draga eina ákveðna deild innan skólans út úr öllu rökréttu samhengi brauta og fjalla um hana þannig, gefa al- gerlega ranga mynd af kerfinu í heild sinni. Þannig getur íslensku- deildin aldrei skoðast öðruvísi en sem lítið brot af mun stærra máli. Hrafn minntist í grein sinni á íslenskuna. Hann segir: „Talað er um að taka meira en skylduna í grunngreinum eins og íslensku. En það breytir ekki þeirri staðreynd að gildi stúdentsprófsins hefði rýrn- að. Einfaldlega vegna þess að þetta var ekki skylda og margir hefðu ekki nýtt sér þennan möguleika." Þetta er hin undarlegasta rök- semdafærsla og greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér mál íslensku- deildarinnar til fulls, áður en hann ritaði grein sína. Sannleikur máls- ins er sá að á síðustu vorönn höfðu allir sem útskrifuðust tekið a.m.k. einn áfanga umfram þá sem bundn- ir voru í kjarna í íslensku. Það seg- ir sig sjálft að þegar menn hafa meiri möguleika á að bæta ís- lenskukunnáttu sína, getur ásókn í íslenskuáfangana ekki minnkað. Þykir mér undarlegt og í raun ekki hægt að sjá hvers vegna mat hans er svo brenglað, nema þá helst að það sé vegna þess að Hrafn á því að venjast að brautir skólans sam- anstandi af fimm nemendum, eins og tilfellið er með fornmálabrautina hans. Greiðsluerfiðleikar - vegna greinar Garðars Björgvinssonar eftir Guðbjörn Jónsson Það er einkar athyglisvert þegar fram á ritvöllinn koma menn með brennandi áhuga á einhveiju mál- efni. Af þeim sökum er ég þakklát- ur fyrir grein Garðars, þó ég sé ekki nema að litlu leyti sammála því sem fram kemur þar. Ekki veit ég hvort það er af skorti á yfírsýn, eða takmarkaðri reynslu, en af ein- hveijum ástæðum nefnir Garðar ekki nema einn hóp fólks sem í erfiðleikum eiga, en það eru þeir sem sagt er að hafi sóað góðærinu og lifa um efni fram. í grein Garð- ars er ekki orð um þá sem lenda í vandræðum vegna slysa og veik- índa, svika í viðskiptum, yfírtöku ábyrgða, eða misgengis launa og lánskjara, ásamt fjölmörgum öðrum ástæðum sem eiga sér rætur utan bruðls, óráðsíu, eða skorts á ábyrgð. Hvers vegna lendir fólk í vandræðum? Þegar maður veltir fyrir sér hvers vegna svo margir lenda í vandræð- um vegna lánsfjár, verður að hafa í huga alla þá þætti er hafa áhrif á umhverfi lántaka og lánveitanda. Þá vaknar einnig spumingin um -áhrif skuldsetningar á jafnvægi í þjóðfélaginu. Eg er þeirrar skoðun- ar að skuldsetningar vegna ónauð- synlegrar eyðslu sé einn af höfuð- þáttum óstöðugleika í okkar þjóðfé- lagi. Það gerir einstaklinga og at- vinnulíf vanhæfari til þess að tak- ast á við óhjákvæmilegar sveiflur í afkomugrundvelli okkar, þar sem við byggjum ekki afkomu okkar á föstum tekjustofnum, heldur af- komu sjávarútvegsins. Grundvöllur þess að skuldsetningar, eins og þær hafa gerst hér á landi, gangi áfalla- lítið, er að allir aðilar málsins, þ.e. lántaki, lánveitandi, og ábyrgðarað- ilar, sannfæri sig um að í afkomu- grunni lántaka sé svigrúm til lán- tökunnar, ásamt svigrúmi til þess að mæta óhjákvæmilegum sveiflum í afkomunni. Sé þessa ekki gætt, lendir aðilinn í erfiðleikum við fyrstu niðursveiflu í afkomu. Nú er það svo að ekkert af þessum öryggisþáttum er virkt hér á landi. Lánastofnanir lána alltof háar upp- hæðir til of stutts tíma, viðskiptalíf- ið tælir fólk í gildru skuldsetningar með afborgunarviðskiptum. Allir þessir aðilar lýsa sig svo saklausa af ástandinu, og skella allri skuld- inni á lántakann. Með nákvæmlega sömu rökum má segja að það fylgi því engin ábyrgð að eitra mat fyrir mann og egna hann til þess að borða hann. Maðurinn borðaði jú matinn, og hann er ábyrgur fyrir því sem hann lætur ofan í sig. Ef við ætlum að ná árangri í baráttu við þessi vandamál hjá okkur verð- um við að skoða ábyrgðina frá báð- um hliðum. Enginn bankastjóri er að lána sína eigin peninga. Hann er með peninga annarra í ávöxtun, og honum ber skylda til þess að sannfæra sig um raunhæfa mögu- leika á endurgreiðslu fjármagnsins sem hann lánar út. Eg hef ekki trú á því að nokkur söluaðili, sem selur með greiðslukörum, sé að selja hluti sem eru hans skuldlausa eign. Hann er að ráðstafa hlutum hann hefur fengið með lánsfé, til þess að geta haft þá í sölu, og treystir á að lána- stofnunin taki skuldabréfin vegna sölunnar, sem greiðslu á sínum skuldum. Nú spyr ég: Hvar er að- haldið, ábyrgðin, og öryggisþáttur- inn í öllum þessum þáttum ferlis- ins? Berum við, ég og þú, ábyrgð á meðferð allra þessara aðila á verð- mætum? Bera þeir ekki sjálfir ábyrgð á ráðstöfun sinni á verð- mætum, að sama hluta og þú berð ábyrgð á skuldsetningu þinni? Eðli- lega skiptist ábyrgðin þarna jafnt á milli. Þetta eru viðskipti á jafn- réttisgrundvelli, án allra þvingana. í leit að hamingju Öll erum við í leit að hamingju, og gengur misjafnlega að finna hana. Þetta er nokkuð undarlegt, þegar þess er gætt hve margir eru tilbúnir að vísa þér á hamingjuna. Þú kemst ekki hjá því að heyra, að þú verðir að eignast þetta eða hitt og þú jgetir fengið það án út- borgunar. Ut frá þessu gæti maður haldið að hægt væri að fara, út í búð, á ferðaskrifstofu, eða skemmt- istað, og sótt þessa hamingju, og meira að segja borgað hana með afborgunum. Þegar alls þessa er gætt spyr maður, hvers vegna ekki hafi komið upp einhver leiðbeinandi sem hjálpar fólki að átta sig á öllum þessum áróðri. Er hægt að segja að kirkjan hafi brugðist? Er hægt að segja að fræðsla í framhaldsskól- um hafi brugðist? Er hægt a<3 segja að stjórnvöld hafi brugðist? Ég held að það megi færa rök fyrir því að allir þessir aðilar hafi sofið á verðin- um, og því sé ástandið eins og það er. Það hefur verið ljóst frá upp- hafi vega, að hina varanlegu ham- ingju mælir þú ekki í því magni fjármuna sem þú kemst yfir að láta fara um hendur þínar, en þar veður oftast rót hinnar mestu óhamingju sem á leið manna verður. Hina einu sönnu hamingju finnum við í fólkinu Guðbjörn Jónsson „Þó nokkuð hafi áunn- ist í átt til jafnvægis á undanförnum tveim árum, verðum við að gæta okkar á því að enn er ekki komið á raun- hæft jafnvægisástand.“ sjálfu í kringum okkur, en ekki þeim hlutum sem það hefur í kring- um sig. Hamingjuna fínnum við t.d. í ijölskyldu okkar. Samvistum við börn og ættingja, en vegna þess hve við höfum látið leiðast út í miklar skuldsetningu, og látið selja okkur mikið af tilbúnum þörfum, höfum við ekki tíma til þess að sinna þessum undirstöðuþáttum varan- legrar hamingju, því við erum megnið af þeim tíma sem við getum vakað, að vinna fyrir afborgunum af því sem okkur var sagt að væri hamingja. Jafnvægi og hamingja Mikinn hluta hörmunga þeirra sem yfir samfélagið okkar hafa gengið undanfarinn áratug, má rekja til mistaka í stjórnun efna- hagsmála, skorti á virkum reglum í virku lýðræði, sem aftur leiðir af sér óreiðu og ábyrgðarleysi. Ef við ætlum okkur að ná valdi á ástand- inu, og sigla samfélaginu markvisst í átt til jafnvægis og hamingju, verða sem flestir einstaklingar að vera virkir, og finna( til ábyrgðar sinnar gagnvart heildinni. Hver ein- staklingur sem skuldsetur sig, af ráðnum hug, umfram greiðslugetu sína, hver lánveitandi sem ekki sannfærir sig um greiðslugetu lán- taka, og hver stjórnmálamaður sem samþykkir stórar breytingar á um- hverfi heimila og fyrirtækja. Allir þessir aðilar eru að vinna gegn jafn- vægi og hamingju í landinu. Þó nokkuð hafí áunnist í átt til jafn- vægis á undanförnum tveim árum, verðum við að gæta okkar á því að enn er ekki komið á. raunhæft jafnvægisástand. Raunhæft jafn- vægisástand kemst ekki á fyrr en vanskilalisti lánastofnana er að mestu tæmdur, og greiðslubyrði lántakenda, einstaklinga og fyrir- tækja er orðinn innan greiðslugetu þeirra, og nýfjárfestingar byggðar á raunverulegri arðsemi. Þegar öll- um þessum þáttum hefur verið náð, getum við farið að tala um raunver- ulegt jafnvægisástand. Ef okkur auðnast að stýra þessu verkefni í höfn, án stökkbreytinga, en með virkri leiðbeiningu fyrir al- menning í samfélaginu, þá þarf þetta ekki að taka langan tíma, eða verða kostnaðar- eða áhættusamt. Höfuðatriði allra þessara þátta er að setjast ekki í dómarasætið og segja, ástandið er svona af því að þú tókst lán. Það eru svo margir þættir sem spila inni í að það er ekekrt eitt sem er „bara“ ástæðan. Höfundur veitir ráðgjafarþjónustunni Nýrrí framtíð forstöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.