Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
41
SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU
VOLKSWAGEN
NU A FRABÆRU VERÐI A ISLANDI
FRÁKR. 982.000
5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRCÐ
HVARFAKUTUR
MINNl MENGUN
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI 695500
■ » Einkaumboð á íslandi:
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 29 ■ Raykjavík • Simi 3S640
Barna- og unglinga
starf kirkjunnar
eftirRagnheiði
Sverrisdóttur
Nú er að heflast barna- og ungl-
ingastarf kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastsdæmum. Það er íjölbreytt
og allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi sem vilja taka þátt í
starfi kirkjunnar. En sjón er sögu
ríkari.
Barnaguðsþjónustur eru í ölium
kirkjum og eru þær almennt á sunnu-
dögum. í þeim er lögð áhersla á að
kenna börnunum undirstöðu kris-
tinnar trúar og trúariðkun. Með öðr-
um orðum eru börnunum kenndar
bænir og þær beðnar með þeim. Þau
kynnast helgihaldi og læra mörg
þannig utan að ýmislegt sem tilheyr-
ir guðsþjónustunni. Umfram allt er
lögð áhersla á að þau upplifi þessa
guðsþjónustu sem stund með Guði
og að nærvera hans sé með þeim og
okkur öllum úti í daglega lífinu. Mik-
ið er sungið af sálmum og léttari
söngvum og eru hreyfisöngvar sérs-
taklega vinsælir hjá yngstu börnun-
um.
Fræðsluefni hefur verið útbúið af
Fræðsludeild kirkjunnar og útgáf-
unni Skálholti fyrir þetta starf og
er reynt að vanda það eins og kostur
er. Efni þessa árs ber yfirskriftina
„Lífið er ævintýri“. Þar er Biblían
aðalnámsefnið en það er útbúið þann-
ig að auðvelt er fyrir böm að skilja
það. Sú nýbreytni var tekin upp að
nota þekktá barnabók til að tengja
boðskap kirkjunnar og hversdagsleg
vandamál allra barna. Bókin sem var
valin er Emil og Skundi eftir Guð-
mund Ólafsson. Flestar kirkjur bjóða
börnum möppur annað hvort ókeypis
eða gegn vægu gjaldi. í þessar möpp-
ur safnast svo eitt blað á hvetjum
sunnudegi. Á plastpoka sem börnin
fá utan um möppuna sína stendur
„Lífið er ævintýri — þú kynnist því
í kirkjunni".
Við hvetjum foreldra sem látið
hafa skíra börn sín að koma með
þeim í barnastarfið og þannig styrkja
trúarlíf sitt og barnanna. I sumum
kirkjum fer barnastarfið fram sam-
tímis guðsþjónustu sunnudagsins.
Þegar börnin okkar eldast vaxa
þau upp úr barnaguðsþjónustunni og
það geta liðið mörg ár áður en þau
koma aftur til kirkjunnar í ferming-
arfræðslu. Þess vegna bjóða margar
kirkjur börnum frá 10 ára aldri upp
á starf af ýmsu tagi. Sumar kirkjur
eru með kóra og má nefna barna-
kóra, tvo bjöllukóra, og einn drengja-
kór. Þá er svokallað 10-12 ára starf
í nokkrum kirkjum. Þar eru samver-
ur einu sinni í viku þar sem skemmt-
un, fræðsla og helgihald fer saman.
Kirkjan býður unglingum sem
ganga til spurninga og fermdum
unglingum að taka þátt í starfi æsku-
lýðsfélaga safnaðanna. Nú eru starf-
andi æskulýðsfélög við ellefu söfnuði
og Ten-Sing-starf (tónlistarstarf í
samstarfi við KFUM og KFUK) verð-
ur í einum eða tveimur söfnuðum.
Almennt hittast unglingarnir til sam-
veru einu sinni í viku og er boðið
upp á ýmiskonar dagskrá. Málin eru
rædd og það eru auðvitað mál sem
unglingarnir velta fyrir sér. Þau hafa
tækifæri til að móta starfið sjálf og
mynda oft stjórn með leiðtoga sínum.
Kork*o*Plast
Sænsk gæðavara
KORK-gólfflísar
með vinyl-plast-áferð
Kork-o-Plast
í 10 gerðum
Veggkork
í 8 gerðum.
Ávallt til
á lager
Aðrar korkvörutegundir á lager:
Undirlagskork í þremur þykktum
Korkvélapakkningar í tveimur þykktum
Gufubaðstofukork
Veggtöflu-korkplötur í þromur þykktum
Kork-parkett venjulegt, f tveimur þykktum
Á hverri samveru fer fram helgihald.
Þá eru ferðalög og mót mikilvægur
þáttur unglingastarfsins. Æskulýðs-
samband kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastdæmum (ÆSKR) sér um
ýmis sameiginleg verkefni þessara
félaga. Má hér nefna menntun leið-
toga og sameiginleg verkefni æsku-
lýðsfélaganna sem eru m.a. með tvö
mót á ári og samverur á sumrin.
Árlega er haldinn Æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar. Hann verður næst
sunnudaginn 1. mars 1992. Yfir-
skrift þess dags og starfsins í vetur
verður Á krossgötum með Kristi.
Unglingar eru á krossgötum í lífinu
og kirkjan vill benda þeim á leið með
Jesú og hún vill einnig benda þeim
á vímulausa leið og skapa umræðu
um vímuvarnir. Þess vegna er sam-
starf hafið við Vímulausa æsku.
Kirkjan vill skapa unglingum verðug
verkefni í frístundum og þannig
stuðla að betra mannlífi.
Höfundur er djákni og
framkvæmdastjóri
Æskuiýðssambands kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmum.
fullorflinsfræfislan
Guðsþjónusta undirbúin á Landsmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar
í sept. sl.
laugavegi 163, 105 Reykjovík,
simi 91-11170.
Alltaf til staðar alla daga
Öll kvöld allt árið
Þegar þú þarft á okkur að halda
Námskeið og námsaðstoð fyrir alla
• Grunn- og framhaldsskólagreinar
Námskeið að hefjast
ENSKA - SPÆNSKA - ÍTALSKA - SÆNSKA - ÍSLENSKA - ÍSLENSKA FYRIR
ÚTLENDINGA - ÞÝSKA - STÆRÐFRÆÐI - EÐLISFRÆÐI - EFNAFRÆÐI -
bæði dag- og kvöldtímar.
i
'
BINDIN
stelton
□F denmark
/rá Múlalundi...
.. þar eru gögnin á góðum stað.
hackmanö
n
Mulalundur
SÍMI: 62 84 50