Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
lK
Éq t/il efdti a& köruan. mirv kzynist c&
þi/i exé'eg d bankará/cninghbr."
I
>
Með
morgunkaffínu
.. . spurnmgm.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved
® 1991 Los AngelesTimesSyndicate
Höldum okkur að þráhyggj-
unni um að þú kaupir allt
og kaupir þó svo Selvogs-
banki sé ekki til sölu ...
SETA?
Fyrirspurn til ritstjórn-
ar Morgunblaðsins
Mig langar til að spyija hvort
að ritstjórn Morgunblaðsins sé
kunnugt um að það er búið að
leggja niður bókstafinn z í íslensku
ritmáli? Það virðist ekki skipta
neinu máli hvort það er inni í miðri
málsgrein eða í fyrirsögn en þessi
„ólöglegi" stafur er farinn að sjást
oft og víða í Morgunblaðinu í dag
og þá finnst mér nú full langt geng-
ið. Ungir krakkar sem eru að byrja
að lesa þekkja ekki þennan staf því
það er fyrir löngu hætt að nota
hann í íslenskum kennslubókum.
• Það hlýtur því að vera svo, að
Morgunblaðið sé fullt af stafsetn-
ingarvillum upp á hvern einasta
dag, en eins og flestir vita þá var
z kippt út úr ritmálinu með löggjöf
sem verður að teljast alveg einstakt
og að mínu mati hið besta mál. Eg
vonast eftir svari hið fyrsta.
Leifur
Itrekun:
Hvar er Snúlla?
Öðru sinni lýsa áhyggjufullir að-
standendur eftir læðunni Snúllu.
Snúlla er fimm og hálfs árs gömul.
Vörpuleg kisa, stórvaxin, blágrá og
hvít á feldinn. Snúlla var með rauða
hálsól. í ólinni voru tvær bjöllur en
merkispjald var farið í sundur.
Snúlla hvarf frá heimili sínu, Þúfu-
seli 4 í Breiðholti, um kl. 9 sunnu-
dagskvöldið 8. september. Þeir sem
hafa séð til Snúllu eru vinsamlega
beðnir um að hringja í síma 77644.
Fólk vestast í Seljahverfi og í Kópa-
voginum við Reykjanesbraut er sér-
staklega beðið um að leita á neðri
hæðum og í bílskúrum.
Þessir hringdu ...
Sakna „Jakans“
Snjólaug hringdi: Ég sakna
bókarinnar „Jakans“, þ.e.a.s.
endurminningar Guðmundar J.
Guðmundssonar. Þetta eintak
sem ég á er merkt mér með
nafni og símanúmeri. Ég lánaði
Lilju bókina þegar hún lá á
Landakotsspítala í fyrrasumar á
stofu 104 í rúmi út við gluggann.
Þessi bók er mér mjög kær
vegna þeirra atvika og aðstæðna
sem urðu þess valdandi að ég
eignaðist hana. Mér þætti vænt
um að henni yrði skilað. Vinsam-
legast hafið samband í síma
612163.
Hundur gefins
10-11 mánaða gömul tík fæst
gefins. Tíkin er af skoskum og
íslenskum og einnig labrador
uppruna. En nánari upplýsingar
gefur Ingibjörg í síma 96-51381.
Villur í
Morgunblaði
Húsmóðir í Austurbænum
hringdi. Hún vildi benda á
nokkrar misfellur f Morgunblað-
inu. Þar hefði nýlega verið sagt
að „Jóhanni langaði til“. Einnig
hafði konan orðið fyrir því að
ekki væri hægt að leysa kross-
gátur í blaðinu öðruvísi heidur
en að breyta þátíð í nútíð. Lausn,
„var til ama“ ætti að vera angr-
aði, ekki angrar.
Vondir yegir
Leó M. Jónsson hringdi og
vildi vekja athygli á ástandi vega
syðst á Reykjanesskaga. Þetta
svæði er kallað Reykjanesfólks-
vangur og Náttúruverndarráð
hefur réttilega bent fólki á þetta
svæði til útvistar og reynt að
bæta aðstöðu fólks, t.d. komið
upp almenningssalernum við
Reykjanesvíta. Þetta væri vel
gert. - En það væri ekki vel að
vegunum staðið. Afleggjarinn
að Reykjanesvita væri illfær
fólksbílum og viðhald vegarins
hefði sjáanlega ekkert verið. Hið
sama verði að segjast um veginn
frá Grindaivík til Krýsuvíkur.
Þetta væri falleg og skemmtileg
leið og umferð því mikil og vax-
andi. Þess vegna væri ástand
þessarar leiðar óskiljanlegt.
Vonandi yrði bætt úr þessum
ósköpum sem fyrst.
Góður matur
Ásta J. Barker hringdi: Hún
er ánægð með veitingastaðinn
„Mamma Rósa“ í Hamraborg-
inni. Maturinn væri mjög góður
og vel útilátinn. Það væri ódýrt
að borða á þessum veitingastað
og síðast en ekki síst, starfsfólk-
ið veitti persónulega og góða
þjónustu sem væri til eftir-
breytni.
Hurðaskellir
Rúmliggjandi kona hringdi:
Konan vildi taka undir þær að-
finnslur sem birst hafa í Morg-
unblaðinu vegna slæmrar um-
gengni og sóðaskapar borgar-
anna. En það væri sýnt tillits-
leysi á fleiri sviðum. Hún byggi
í fjölbýlishúsi og hún fengi ekki
betur heyrt en að sá leiði jóla-
sveinaháttur að skella hurðum
væri orðinn alsiða. Heyrðist sér
og sýndist að foreldrar væru
ekkert betri en börnin í þessum
efnum. Þetta væri óskaplegt til-
litsleysi sem þar að auki færi
illa með hurðirnar.
V ífilsstaðavegur
Einar Vilhjálmsson vill vekja
athygli á mishæð við gatnamót
Vífilsstaðavegar og Stekkjaflat-
ar. Það væri greinilegt að Vífils-
staðavegurinn lægi lægra en
Stekkjaflötin. Þetta væri til lýta
og einnig væri hætt við að þarna
yrði snjókista í vetur. Spurning
væri hvort þarna hefðu átt sér
stað verkfræðileg mistök við
kostnaðarsama vegafram-
kvæmd. Ef svo væri, hver bæri
þá ábyrgðina?
Svefnlyfin
Ragnar Halldórsson hringdi
til að svara fyrirspurn Júlíusar
í Velvakanda um hvaða svefnlyf
hann og kona hans nota. „Það
er að sjálfsögðu mat heimilis-
læknis á hverjum stað, hvað
hann ráðleggur hveijum og ein-
um varðandi svefnlyf. Við hjónin
notum ekki sömu tegund.“
HÖGNI HREKKVÍSI
,, EF þÚ HEYRIR í þBSSOAI AlhLMGJOLLUAl,
þypiR Þae> að hann þwRFTvwsr hjAlpar."
Víkverji skrifar
Eftir viku sýnir íslenzka Óperan
Töfraflautuna eftir Mozart.
Það verður spennandi að sjá, hvern-
ig til tekst að þessu sinni en þetta
er í annað sinn, sem óperan sýnir
Töfraflautuna. Eins og fram kom í
menningarblaði Morgunblaðsins sl.
laugardag sýndi óperan þetta sama
verk haustið 1982 og þá söng Ólöf
Kolbrún Harðardóttir hlutverk
Pamínu eins Og hún gerir nú.
Raunar var það ekki fyrsta sýn-
ing á Töfraflautunni hér á landi.
Þjóðleikhúsið setti þessa óperu upp
um jólin 1956 og þá söng Þuríður
Pálsdóttir það hlutverk, sem Ólöf
Kolbrún hefur nú með höndum. í
þeirri sýningu kom við sögu sænska
óperusöngkonan Stina Britta Me-
lander, sem var I hlutverki Nætur-
drottningarinnar. Minnist Víkveiji
þess að hafa heillast mjög af söng
hennar á þeim tíma. Hún hafði
raunar sungið á sviði Þjóðleikhúss-
ins tveimur árum áður og kom svo
aftur við sögu nokkrum árum síðar
í hlutverki Gildu í Rígólettó.
Ánægjulegt er, að óperan skuli
fara af stað með slíkum krafti
snemma á þessu hausti og lofar það
góðu um framhaldið.
xxx
Af blaðafréttum mætti ætla, að
forystumenn hins nýja hægri
flokks í Svíþjóð, sem vann umtals-
verðan sigur í kosningunum um
daginn, séu hálfgerðir trúðar. Varla
á það þó við um annan þeirra,
Wachtmeister að nafni. Hann var
nefnilega aðalforstjóri sænska ál-
fyrirtækisins Granges, sem við ís-
lendingar eigum m.a. í samninga-
viðræðum við um byggingu álvers
í Keilisnesi, ef marka má fréttir
bandaríska dagblaðsins Wall Street
Journal. Wachtmeister lét af þessu
starfi um miðjan síðasta áratug og
skrifaði þá nokkrar bækur um
sænska velferðarkerfið jafnframt
því, sem hann stóð í fyrirtækja-
rekstri. Bækur hans urðu met-
sölubækur ogsegir bandaríska dag-
blaðið, að hann hafi um skeið leitað
leiða til þess að nýta sér vinsældir
sínar til að koma á fót nýrri stjórn-
málahreyfingu. Það hefur bersýni-
lega tekizt býsna vel.
xxx
Yíkverji sér ástæðu til að hafa
orð á skemmtilegu sjónvarps-
viðtali við Harald Matthíasson, sem
sýnt var í ríkissjónvarpinu sl. laug-
ardagskvöld. Þar kom glögglega í
ljós, að enn eru til sérstæðir og
sterkir persónuleikar í þessu landi.
Haraldur Matthíasson er mikill
fjallamaður og hefur ferðast um
landið allt svo að segja. Þótt hann
sé nú háaldraður eru ekki mörg ár
síðan hann gekk í kringum Lang-
jökul til þess að undirbúa árbók um
það svæði. í viðtalinu kom fram,
að hann hefur aldrei til útlanda
komið vegna þess, að hann hefur
jafnan kosið að kynnast sínu eigin
landi betur.