Morgunblaðið - 24.09.1991, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
Almenningur tekur þátt í smölun hrossa á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu:
Vona að ég sjái fólk
hér aftur á næsta ári
-segir Valgarður Hilmarsson oddviti Engihlíðarhrepps
Tuttugu og tveggja manna hópur fjölmiðlafólks og hesta-
áhugafólks tók þátt í smölun hrossa á Laxárdal síðastliðinn
laugardag. Daginn eftir tóku gestirnir þátt í réttastörfum í
Skrapatungurétt. Skipuleggjendur og þátttakendur í þessari
fyrstu tilraun til þess að bjóða almenningi að taka þátt í
smölun hrossa eru á einu máli um að afar vel hefði til tek-
ist. Tilgangurinn með þessari nýbreytni er að laða að ferða-
fólk og leyfa sem flestum að upplifa göngur og réttir. Ekki
er talið ólíklegt að boð sem þessi verði gerð að árlegum við-
burði.
Smölunin 'hófst við Kirkju-
skarð í Laxárdal þar sem gestum
voru afhentir reiðskjótar og reið-
tygi. Flestir virtust þaulvanir og
lögðu fumlaust á þann klár sem
þeim hafði verið úthlutaður. Aðr-
ir urðu dálítið vandræðalegir
þegar þeir tóku við beisli og
hnakk. Svipurinn varði þó ekki
lengi því áður en hendi var veif-
að var komin hjálparhönd til
þess að spenna gjörðina eða stilla
ístöðin.
Margt var spáð og spekúlerað
við réttina. Menn vildu fá að vita
nánari deili á hestinum og eigin-
leikum hans. Svörin voru flest á
reiðum höndum en einhveijir
urðu þó að sætta sig við að fá
ekki að vita nöfn reiðhesta sinna.
Samferðarfólkið kom þá óðara
til hjálpar og fundin voru ný
nöfn sem þóttu við hæfi. Vinsæl-
ast reyndist þá að sækja hug-
myndir í lit klársins eða eigand-
ann.
Þegar lagt hafði verið á reið-
skjótana var stigið á bak og rið-
ið fram dalinn í fylgd fjögurra
heimamanna. Menn riðu nokkuð
greitt af stað en fljótlega þurfti
að staldra við og skima eftir
gangnamönnum af fjalli. Biðin
lengdist en skyndilega kom i ljós
maður á þeysireið sem nálgaðist
hópinn. Þar var kominn Ævar
Þorsteinsson bóndi í Enni sem
falaðist eftir hjálp í fyrirstöðu
upp í fjalli. Hópurinn lét ekki
segja sér þetta tvisvar og Ævar
hélt aftur með nokkuð fleiri reið-
menn en hann hafði beðið um.
Afram var haldið og skimað eft-
ir hrossum sem fljótlega Ijölgaði
á fjallinu. ,
Stórkostlegt ævintýri
A eftir hrossunum komu
gangnamenn sem lagt höfðu af
stað í býtið um morguninn. Á
meðal þeirra var þýska blaða-
konan Uschi Entemann, sem
skrifað hefur fyrir tímaritið
Stern, og ljósmyndari með henni.
Uschi hefur nokkrum sinnum
komið til íslands áður til þess
að heimsækja bróður sinn sem
er bæklunarskósmiður og vann
um tíma hjá Gísla Ferdinantssyni
skósmið í Lækjargötu. „í gegn-
Valgarður Hilmarsson oddviti
Engihlíðarhrepps og bóndi á
Fremstagili í Langadal.
um hann kynntist ég Jóhönnu
sem á skyldfólk á Sölvabakka,"
sagði Uschi. „Þangað fór ég með
henni og tók þátt í göngum og
réttum í fyrrahaust. Þá skrifaði
ég grein sem ég sendi Stern en
þeir vildu ekki birta hana vegna
þess að myndir úr göngunum
vantaði. Núna er ég komin hing-
að með ljósmyndara til þess að
bæta úr þessu.“ Uschi lét engan
bilbug á sér finna þó hún viður-
kenndi að hún hefði ekki mikla
reynslu af útreiðum á íslenskum
hestum. „Dagurinn hefur verið
stórkostlegt ævintýri. Við vökn-
uðum kl. 4 í nótt og höfum ver-
ið á hestbaki síðan. Göngunum
fylgir alveg sérstök stemmning
sem helst mætti líkja við haust-
verkin í Suður-Þýskalandi þar
sem ég á heima. Þar framleiða
menn vín og rækta til þess vín-
ber sem þarf að tína á haustin.
Þá er mikið að gera en fólk er
ánægt og lýkur gjarnan deginum
á því að bragða á léttvíni.“ Usc-
hi sagðist búast við að liðið gætu
2 til 3 mánuðir þangaði til grein-
in hennar birtist í Stern.
Sameiginlegt áhugamál
Þegar gangnamenn höfðu
blásið mæðinni við Vesturá var
haldið til baka að réttinni í Kirkj-
uskarði. Gestirnir fylgdu á eftir,
fóru hægt og nutu þess að virða
fyrir sér grösugan dalinn þar
sem áður voru blómleg bú. Nú
voru flestir búnir að kynnast
reiðskjótum sínum og fólk bar
saman bækur sínar. Má þá segja
að hópurinn hafi smám saman
„hristst saman“ og átti sameig-
inlegt áhugamál þeirra sem
þarna voru komnir stærstan þátt
í því.
Við réttina fékk fólk sér bita
á meðan bændur tóku nokkur
hross úr stóðinu. Þá var haldið
af stað að nýju og stóðið rekið
að Skrapatungurétt. Meiri
mannskapur hafði þá bæst í hóp-
inn og flestir voru léttir í lundu.
Einstaka maður heyrðist raula
fyrir munni sér en flestir létu sér
nægja að dreypa á söngvatni og
ræða við meðreiðarfólk sitt.
í Skrapatungu var staldrað
við til þess að hvíla hestana en
síðan voru þeir skyldir eftir á
Njálsstöðum sem eru skammt frá
réttinni. Um kvöldið var snæddur
hátiðarverður á Hótel Blöndósi
en daginn eftur hófust réttar-
störf í Skrapatungurétt uppúr
hádegi.
Tilraunin tekist vel
Gestirnir úr Reykjavik létu sig
ekki vanta í réttina þrátt fyrir
að seint hefði verið gengið til
náða kvöldið áður. Þeir sögðust
ekki finna fyrir eymslum eftir
fyrri daginn en hrósuðu reiðhest-
um sínum. Þeir voru sammála
um að afar vel hefði tekist til
með þessa fyrstu tilraun til að
bjóða almenningi að taka þátt í
smölun hrossa og tóku fram að
þeir hefðu mætt mikilli velvild
hjá heimamönnum.
í réttinni náði blaðamaður tali
af Valgarði Hilmarssyni, oddvita
í Engihlíðarhreppi, sem ásamt
fleirum bar hitann og þungann
af þjónustu við gestina. Hann
sagði að hugmyndin að boðinu
hefði orðið til í vor þegar rætt
hefði verið um eflingu ferða-
mannaþjónustu á svæðinu. Hefði
þá komið upp sú hugmynd að
nýta göngur og réttir en
skemmst væri frá að segja að
svörunin hefði verið afar góð.
„Tilgangurinn með þessu er í
raun tvíþættur," sagði Valgarð-
ur. „Við viljum með þessum
hætti fá fleira fólk inn í héraðið
en auk þess viljum við gefa fólki
tækifæri til þess að kynnast
göngum og réttum.“ Valgarður
sagði að sérlega vel hefði tekist
til við þessa fyrstu tilraun en nú
yrði sest niður og staðan metin.
„Sjálfur tel ég að þetta sé þess
virði að skoða betur og vona að
ég sjái fólk hér aftur á næsta
ári.“ Hann sagðist afar ánægður
með hópinn sem tók þátt í til-
rauninni. „Við fengum fólkið sem
við vonuðumst eftir. Við fengum
fjölmiðlafólk og við fengum
áhugafólk um hesta,“ sagði Val-
garður. Hann tók fram að heima-
fólk hefði verið afar jákvætt og
fúst að lána allt sem til þurfti
til þess að gera tilraunina að
veruleika.
Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir.