Morgunblaðið - 25.10.1991, Side 2

Morgunblaðið - 25.10.1991, Side 2
2 M0RGUNÍ5EÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 Sakadómur Reykjavíkur: I fangelsi fyrir að ota byssu að fólki Skot hljóp úr byssunni í átökum við lögreglu 35 ARA gamall maður hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi, helminginn skilorðsbundið, fyrir að hafa á ófyrir- leitinn hátt stofnað lífi eða heilsu þriggja lögreglumanna og fjög- urra annarra manna í stórhættu með því að beina í átt að þeim og sveifla um sig hlaðinni haglabyssu. Lögreglumönnum tókst að af- vopna manninn og hljóp þá skot úr byssunni án þess að nokkurn sakaði. Byssan var hlaðin með sjö haglaskotum og hafði henni að mati sérfræðings verið breytt til að unnt væri að hlaða hana 3-4 fleiri skotum en framleiðendur gerðu ráð fyrir. Maðurinn var í ákæru sérstaklega sakaður um að hafa ógnað einum lögreglumannanna með byssunni en það taldi dómarinn ekki sannað. Atburður þessi átti sér stað í fjöl- býlishúsi í Reykjavík í september á síðasta ári. Þar var maðurinn bú- settur og ruddist ölvaður inn í íbúð nágranna sinna, sem einnig voru að drykkju ásamt gestum. Þar var honum vísað á dyr og lenti þá í handalögmálum við mann sem þar var gestkomandi. Kallað var á lögreglu og um það leyti sem hún kom á staðinn kom maðurinn með byssuna og sló um sig byssunni. Fólkið og lögreglan hrökkluðust undan en lögreglu- menn sættu færis að ráðast að manninum, beina hlaupinu í gólf og afvopna hann. Við það hljóp skot úr byssunni og sáust ummerki þess í gólfí og vegg á forstofu íbúð- arinnar. mánaða fangelsi, að helmingi skil- orðsbundnu til þriggja ára, var byssa hans gerð upptæk. Brotist inn á þremur stöðum á Snæfellsnesi INNBROT voru framin í þrjá sölu- skála Olíufélagsins á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Á öllum stöðunum var tóbaki stolið, auk ýmislegs annars, en litlar skemmdir voru unnar. Rannsókn stendur yfír. -Alfons. Ijósmynd/Yann Kolbeinsson Fundu helli í Engey Hellir fannst í klettum við sjóinn á vesturenda Engeyjar nýlega. Hellirinn fannst í rannsóknarferðum 12 ára nemenda grunnskólanna í Reykjavík. Það var bekkur úr Grandaskóla sem fann hellisopið sl. mánu- dag, síðan könnuðu nemendur úr Vogaskóla hellinn á þriðjudag og næsta dag mældi hann annar 12 ára bekkur úr Grandaskóla. Hellirinn er misbreiður, um 12 metra langur og 2-4 metrar á hæð. Hann er neðarlega í sjávarhömrum skammt frá vitanum en þarna hefur augsýnilega orðið mikið landbrot af völdum sjávar síðustu 40-50 árin. Námsferðir 12 ára grunnskólanemenda í Reykjavík hafa verið famar í haust að tilhlut- an Náttúruvemdarfélags Suðvesturlands í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Reykjavíkurhöfn, Slysavamafélag íslands og Hafstein Sveinsson. Reykjavíkurborg, eigandi Engeyjar, hefur leyft afnot af eynni til þessara hluta. Um 300 nemendur úr sjö skólum tóku þátt í þessu en síðasta ferðin að sinni var farin sí. miðvikudag. Hjörtur 0. Aðalsteinsson saka- dómari kvað upp dóminn. í niður- stöðiím hans segir að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að maðurinn hafí undir áhrifum áfeng- is beint hlöðnu skotvopni að hópi manna og þannig hafí stafað aug- ljós háski af atferli hans. Auk þess sem manninum var gert að sæta 6 Greiðslu- stöðvun hjá GuðjóniÓ Prentsmiðju GuðjónsÓ hf. hef- ur verið veitt greiðslustöðvun til eins mánaðar til að endurskipu- leggja fjárhag félagsins og rekst- ur þess og systurfyrirtælga. í fréttatilkynningu frá Tryggva Agnarssyni hdl, aðstoðarmanni fé- lagsins á greiðslustöðvunartíman- um, segir að reynt verði að afla nýs hlutafjár og lánsíjár auk samninga- umleitana við lánardrottna um skuldaskil. U_m 40 manns starfa hjá Guð- jóniÓ og segir í fréttinni að vandi félagsins eigi rætur að rekja til skuldbindinga tengdra fyrirtækja en næg verkefni liggi fyrir hjá Prentsmiðju GuðjónsO hf. Slippstöðin hf. á Akureyri: Um 60 starfsmönnum verður sagt upp störfum um mánaðamót Umtalsvert tap vegna nýsmíðaverkefna undanfarin misseri UM SEXTIU starfsmönnum Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót, en stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að endurskipuleggja' allan rekstur þess. Mannahald verður skorið niður um 30%, en nú starfa um 170 manns hjá Slipp- stöðinni. Draga á úr stjórnunarkostnaði hjá fyrirtækinu um 30 millj- ónir króna á ári. Slippstöðin hefur tapað miklum fjármunum á nýsmíðaverkefnum að undanförnu, eða vel á annað hundrað milljón- um króna vegna raðsmiðaskipsins og um 40 milljónum vegna smiði Þórunnar Sveinsdóttur VE. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, formaður stjómar Slippstöðvarinn- ar, sagði að óhjákvæmilegt hefði verið annað en gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum að hagræða í rekstrin- um, fyrst og fremst með því að minnka yfírbyggingu fyrirtækisins. Verkefnastaða fyrirtækisins eftir áramót er mjög óviss þannig að þetta eru aðgerðir til að koma í veg fyrir að við höfum mikinn mann- skap sem ekkert verður fyrir að gera,” sagði Hólmsteinn. Draga á verulega úr stjórnunar- kostnaði hjá Slippstöðinni, en áætl- að er að skera niður útgjöld um 30 milljónir króna. Öllu starfsfólki á skrifstofu verður sagt upp, en hluti þess verður endurráðinn. Þá verður allt að 40 manns sem starfa við framleiðslu sagt upp störfum, en þeir koma úr hinum ýmsu deildum fyrirtækisins. „Ástæðan fyrir þessu er að við reiknum ekki með neinum nýsmíða- verkefnum á næstunni. Eftir niður- skurð á kvóta er útgerðin ekki í þeim hugleiðingum að fara út í nýsmíði. Við teystum því ekki á nein nýsmíðaverkefni, en fram til þessa hefur mannskapur verið mið- aður við slík verkefni. Það verður ekki lengur. Þetta er sárt, því hjá Slippstöðinni hafa unnið afbragðs- starfsmenn,” sagði Hólmsteinn. Slippstöðin hefur tapað umtals- verðu fé á nýsmíðum undanfarin misseri, en reiknað er með að tap vegna raðsmíðaskipsins, B-70, verði hátt á annað hundrað milljónir króna og þá varð um 40 milljóna króna tap vegna smíðar Þórunnar Sveinsdóttur VE. „Við ætlum að snúa vörn í sókn og með því að minnka umsvifín þá teljum við okkur vera komin með traustan grunn sem síðar verður hægt að byggja á. Við munum leggja áherslu á viðgerðarverkefni og jafnframt að vera tilbúin að rífa fyrirtækið upp aftur þegar betur árar,” sagði Hólmsteinn. Fnndu 345 kg af kjöti í Drangey Greiðslustöðvun Flug- fax ekki framlengd Flugfaxi hf. var í gær synjað um tveggja mánaða framlengingu á greiðslustöðvun í skiptarétti Reykjavíkur. Guðmundur Óli Guð- mundsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að stjórnarfundur yrði haldinn eftir helgi, þar sem ákveðið yrði hvert framhaldið yrði af fyrirtækisins hálfu. í gær lauk þriggja mánaða greiðslustöðvun sem félagið hafði haft og var sótt um framlengingu en Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi borgarfógeta, kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa synjað beiðninni þar sem ekki hefðu verið taldar nægar líkur á því að framlenging skilaði tilætluðum árangri. Innlendar skuldir Flugfax eru um tíu milljónir króna, en stærsti lánar- drottinn félagsins er bandaríska flugfélagið Pan American, sem á um 25 milljóna króna kröfu á félag- ið Guðmundur Óli segir að enn standi vonir til að Pan Am felli nið- ur hluta af skuldunum og unnt verði að bjarga fyrirtækinu. Einnig sé von um niðurfellingu fleiri skulda erlendis. Fyrirliggjandi eru skilyrt hluta- fjárloforð upp á 21 milljón króna, sem upphaflega voru bundin við að Flugfax fengi ríkisstyrk. Nú liggur fyrir, að sögn stjómarformannsins, að sá styrkur fæst ekki. „Ef kröfur Pan Am falla niður má segja að hluthafar geti endurmetið stöðuna. Það er ljóst að ríkisstyrkurinn, ásamt nýju hlutafé, hefði farið í að greiða skuldir,” sagði Guðmundur Oli. Eignir Flugfax eru litlar, einkum skrifstofubúnaður og viðskiptavild hjá hjá Pan Am og Federal Express. FLOKKUR tollvarða úr Reykja- vík, „svarta gengið” svokallaða, leitaði að smygli í togaranum Drangey á Sauðárkróki í allan gærdag. Seint í gærkvöldi hafði verið lagt hald á 345 kg af kjöti og því verið eytt en talið var að meira af smygli væri í togaran- um. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki bámst boð frá þýskum yfírvöldum um að tölu- vert væri af smygli um borð í Drangey en togarinn var að koma úr söluferð frá Bremerhaven. Morg- unblaðið fékk ekki nákvæmar upp- lýsingar um hve mikið magn væri að ræða en var sagt að það væri töluvert, nokkrir tugir kassa af bjór og nokkrir tugir kartona af sígar- ettum. Drangey lagði að bryggju á Sauðárkróki kl. 4.30 í gærmorgun og var „svarta gengið” þá mætt til að taka á móti togaranum. Skip- stjórinn á Drangey var yfirheyrður, en bar af sér alla sök á smygli. Seint í gærkvöldi hafði fyrrgreint magn af kjöti fundist um borð en búist var við að leit stæði áfram í alla nótt. Þingvallavegur: Meiddust er vörubíll valt VÖRUBÍLL með tengivagni valt á Þingvallavegi í gær- kvöldi og voru bílstjóri hans og farþegi fluttir á slysa- deild. Við bílveltuna mun planki úr farmi bílsins hafa farið í gegnum stýrishúsið, en að lík- indum framhjá mönnunum. Ekki var vitað í gærkvöldi hversu alvarleg meiðsl þeirra voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.