Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 Stofnendur Drafnar hf. Myndin er tekin þegar Dröfn var 20 ára. Fremri röð frá vinstri: Bjarni Erlendsson, Böðvar Sigurðsson, Gísli Guðjónsson, Vigfús Sigurðsson, Sigurður Valdimarsson og Haukur Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Emil Jónsson, Páll V. Daníelsson, Sigurbjartur Vilhjálmsson, Kristmundur Georgsson, Siguijón Einarsson og Árni Sigurjónsson. Skip í dráttarbrautinni. Myndin tekin í haust. Skipasmíðastöðin Dröfn hf. 50 ára eftir Pál V. Daníelsson Skipasmíðastöðin Dröfn hf. var stofnuð laugardaginn 25. október 1941, sem var fyrsti vetrardagur. Stofnendur voru 12, allir búsettir í Hafnarfirði og tíu þeirra voru iðnað- armenn. Flestir þeirra höfðu unnið hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar um lengri eða skemmri tíma bæði við skipasmíði og skipaviðgerðir. Júlíus V. J. Nyborg, eigandi Skipa- smíðastöðvar Hafnarijarðar, sótti um að fá að byggja dráttarbraut á lóð sinni sem var hafnarmegin við Strandgötu 4. Hann fékk synjun við þeirri beiðni en var vísað á lóð þá sem Dröfn hf. er nú staðsett á, en á þeim slóðum reisti Bjami Sívertsen riddari skipasmíðastöð sína í upp- hafi 19. aldar. Júlíus taldi of kostn- aðarsamt að byggja þar og of langt frá bryggju, svo að hann hætti við að leggja í slíkar framkvæmdir. Þeg- ar starfsmönnum Skipasmíðastöðvar Hafnarfjarðar voru ljós þessi mála- iok kom upp sá ótti að atvinna við skipaviðgerðir gæti orðið ótrygg. Þeir þekktu mjög vel ástand nýlið- inna kreppuára og vildu gjarnan geta tryggt sér öruggari vinnu því atvinnuleysið var það böl, sem þeir vildu forðast. Var þetta m.a. hvatinn að stofnun Drafnar. Ákveðið var að allir hluthafar Drafnar skyldu eiga jafnan hlut. í upphafi var ákveðið að hlutaféð yrði alls 48.000 krónur, það er hver hlut- ur 4.000 krónur. Lóð var fengin og starfsemin hófst í mars 1942 á smíði báts auk fleiri verkefna og var nóg að gera. Iðnlærðu hluthafarnir komu allir fljótlega til starfa, auk fleiri manna sem ráðnir voru. Fyrstu árin var, auk skipaviðgerða og fleiri verk- efna, alla jafna töluvert um nýbygg- ingar skipa og báta. Það var árið 1976 að síðasta nýsmíðin var afhent en þá höfðu verið smíðuð 36 skip stærri og smærri en stærsta skipið sem byggt var var m.s. Edda, 184 rúmlestir að stærð og með stærstu skipum sem þá höfðu verið smíðuð hérlendis. Bygging dráttarbrautar hófst árið 1944 og var hún tekin í notkun 1946. Hún tók allt að 200 rúmlesta skip, þ.e. var nægjanlega stór fýrir öll fískiskip á þeim tíma nema tog- ara. Síðar var brautin stækkuð og tekur hún nú allt að 300 rúmlesta skip. Á hliðargörðum rúmast 7-8 skip og hægt er að taka allt að 70 rúmlesta skip inn í hús sem byggt var og tekið í notkun árið 1970. Dröfn hóf starfsemi sína í bráða- birgðahúsi sem reist var, en árið 1946 var hafin smíði verksmiðju-, verslunar og skrifstofuhúss við Strandgötu 75. Húsið er um 7.000 rúmmetrar á þremur hæðum. Það var tekið í notkun á árunum 1950-51 og bráðabirgðahúsnæðið þar með aflagt. Trésmíðaverkstæði tók til starfa árið 1950 á annarri hæð nýja húss- ins en verkstæði skipasmíðinnar var á fyrstu hæð þar til árið 1960 að reist var nýtt hús neðan Strandgötu fyrir verkstæði skipaþjónustunnar. Fyrstu árin voru fiskiskipin tréskip að miklum meirihluta en það breytt- ist og stálskipin ruddu sér til rúms. Þá var talið nauðsynlegt að koma upp vélsmiðju og tók hún til starfa 1968. Árið 1951 var opnuð verslun með skipa- og byggingavörur og hefur hún verið starfrækt síðan. Uppbygging Drafnar kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Hluthaf- amir bættu á sig mikilli aukavinnu og það án launa, bæði við byggingu dráttarbrautarinnar og verksmiðju- hússins. Fyrstu árin voru ekki veð fyrir hendi til að setja fyrir nauðsynlegum lánum og gengu þá. hluthafamir í persónulegar ábyrgðir eftir því sem þörf var á. Hlutafé var aukið smátt og smátt en ávallt áttu allir jafnan hlut og sömu menn áttu fyrirtækið og breytingar urðu ekki nema fyrir erfðir þar til félagið var gert að al- menningshlutafélagi árið 1989. Fyrr á árum var mikið um bygg- ingaverktöku í samvinnu við dóttur- fyrirtæki Drafnar, Byggingafélagið Þór hf., en það félag hefur ekki starf- að hin síðari ár. En alla tíð hefur á vegum Drafnar verið unnið við inn- réttingar og viðgerðir á húsum og nú er, auk skipaþjónustu og tré- smíðaverkstæðis, hafmn aftur hvers konar verktaka í byggingariðnaði. Starfsmenn í öllum greinum eru um 60. Skipasmíðastöðin Dröfn hf. og Byggingafélagið Þór hf. hafa tekið iðnnema í skipasmíði, húsasmíði og málmsmíði. Alls hafa útskrifast milli 60 og 70 iðnnemar. Um 10% þeirra hafa farið í framhaldsnám í tækni- skólum. Verkefni í skipaþjónustunni be- rast víðs vegar að og margir eru fastir viðskiptavinir. Hin síðari ár hafa verið erfið atvinnulífí lands- manna og hefur það sett sitt mark á starfsemi Drafnar. Fyrstu stjórn Drafnar skipuðu: Haukur Jónsson formaður, Gísli Guðjónsson og Siguijón Einarsson. Varamaður var Páll V. Daníelsson. Núverandi stjórn skipa: Páll V. Daní- elsson formaður, Guðleifur Kristmundsson, Magnús Bjarnason, Skúli G. Böðvarsson og Vigfús Sig- urðsson. Varamenn eru: Þórður Valdimarsson og Sigrún Sigur- bjartsdóttir. Framkvæmdastjórar hafa verið: Páll V. Daníelsson, Vig- fús Sigurðsson, Guðjón Tómasson og Rúnar Sigurðsson frá 1988. Dröfn hf. hefur myndað hlutafé- lagið ísbolta í samvinnu við hol- lenska fyrirtækið Borslap, sem versl- ar með hvers konar festingar. Isbolt- ar hf. eru með verslun sína í hús- næði Drafnar að Strandgötu 75. Fyrirhugað er að minnast afmæl- isins með ýmsum hætti á afmælis- árinu. Kasparov er langefstur í Tilburg Skák Margeir Pétursson GARY Kasparov er langefstur á hinu árlega Interpolis stór- móti sem hófst í Tilburg í Hol- Iandi á föstudaginn. Heims- meistarinn hefur hlotið þrjá og hálfan vinning af fjórum mögu- legum, en í einu jafnteflisskák sinni við hinn 17 ára gamla Gata Kamsky, var hann hætt kominn. Kamsky, sem sigraði óvænt á mótinu í fyrra, vann skiptamun af heimsmeistaran- um, sem bjargaði naumlega fyrir horn með þráskák. Tilburgmótið mun vera öflug- asta skákmót með átta keppend- um sem nokkru sinni hefur verið haldið. Meðalstigin eru 2.667. Þau hefðu þó getað verið enn hærri ef Vasflí ívantsjúk hefði ekki hætt við þátttöku eftir tapið í ein- víginu fyrir Júsupov í ágúst, móts- höldurunum til sárra vonbrigða. Kasparov hefur ekki tekið þátt á móti síðan á minningarmótinu um Euwe í Hollandi í vor og hef- ur varið dijúgum hluta tíma síns síðustu mánuði í stjórnmálaaf- skipti. Það virðist ekki hafa kom- ið að sök. Byijun hans er frábær, ekki sízt þegar litið er til þess að hann hefur haft þrisvar sinnum svart í íjórum fyrstu skákunum. Staðan eftir 4 umferðir: 1. Kasparov 3'/i v. 2. Short 2Vi v. 3. Anand 2 v. og biðskák 4. Karpov 2 v. 5. -6. Kamsky og Timman IV2 v. 7. Korchnoi 1 v. og biðskák 8. Bareev 1 v. Það er greinilegt að Karpov er ekki eins ferskur og í upphafí heimsbikarmótsins hér í Reykjavík. Hann 0g Timman höfðu aðeins fjóra daga til að hvíla sig eftir mótið hér, sem er of stutt hlé. Anand hefur hins vegar byijað vel. Indveijinn undirbjó sig hér í Reykjavík með því að fylgjast með heimsbikarmóti Flugleiða. Hann hefur peði meira og vinningslíkur í biðskákinni við Korchnoi. Undrabarnið Gata Kamsky er afar mistækur. Eftir hinn óvænta sigur í Tilburg í fyrra varð hann langneðstur í Linares í febrúar. Hann hefur þó komist yfir það áfall og er m.a. nýbakaður Bandarikjameistari. Hann lagði laglega gildru fyrir Kasparov í þriðju umferðinni: Svart: Gary Kasparov Hvítt: Gata Kamsky 34. Re4!? - Dd3 35. Hgl - Hxe4! Líklega var þetta bezt, „að falla í gildruna” og missa skiptamun. Annars yrði hvíti riddarinn stórveldi á d6. 36. Dc8 - Kf8 37. Dc5+ - Kg8 38. De7! Nú virðast öll spjót standa á svarti, drottning hans getur ekki bæði gætt mátsins í borðinu og hróksins á e4. Kasparov verður að gefa skiptamun, að því er virðist bótalaust. 38. - g6 39. Dxe8+ - Kg7 40. Bxe4 — Dxe4 Það er með ólíkindum en vinning er ekki að hafa á hvítt í stöðunni. Svarta drottningin og riddarinn ná að pijóna upp fullnægjandi mótspil. 41. Hfl - Rd3 42. Db5 42. Dd8 dugði ekki heldur til vinnings vegna 42. — De2 43. Hbl - Rf2+ 44. Kgl - Rh3+! 45. gxh3 - De3+ 46. Kfl - Df3+ o.s.frv. 42. - De3 43. h3 - Rf2+ 44. Kh2 - Dxf4+ 45. Kgl - Rxh3+! og samið jafntefli. Nigel Short byijaði mótið með tapi fyrir Anand, en síðan hefur hann unnið bæði Jan Timman og fímmta stigahæsta skákmann heims, Evgeny Bareev, sem er í fyrsta sinn í svo sterkum félagsskap og virðist óöruggur. Það var þó mikill heppnisbragur yfír þeim sigri Short, en fyrir einvígið við Gelfand hefur hann greinilega tekið þá stefnu að tefla sem allra frumlegast gegn nýjustu kynslóð sprenglærðra rússneskra meistara. Hvítt: Nigel Short Svart: Evgeny Bareev Frönsk vörn 1. e4 — e6 2. d4 — d5 3. e5 — c5 4. Rf3!? Hér er næstum alltaf leikið 4. c3. Hér áður fyrr höfðu sóknarskákmennirnir Aljekín og Keres dálæti á leiknum, auk þess sem Nimzowitsch og Tartakover beittu honum. 4. - cxd4 5. Bd3 - Re7 6. 0-0 - Rg6 7. Hel - Rc6 8. a3 - Bd7 9. b4 - Dc7 10. De2 - Be7 11. b5?! - Ra5 12. Bg5 Short tekst með þessari fruntalegu árás að fá andstæðinginn til að láta hrókunarréttinn af hendi, en það kostar tvö peð sem er of hátt verð. 12. - Rc4 13. Bxe7 - Kxe7 14. g3 Bxb5 15. h4 - Hfc8 16. Rbd2 - Rxd2 17. Dxd2 - Bxd3 18. cxd3 - Dc3 19. Dg5+ - Kf8 20. h5 - h6 21. Dg4 — Re7 22. Rxd4 — Rc6 23. Rb5 - Dxd3 24. Rd6 - Hc7 25. Hadl - Da6 26. Hxd5!? Með tvö peð undir duga engin vettlingatök. Nú væri 26. — exd5 svarað með 27. Rf5 og hvíta drottningin kemst í návígi við svarta kónginn. Það er hins vegar ekki annað að sjá en 26. — Rxe5! hefði nú tryggt svarti unnið tafl. T.d. 27. De4 — exd5 28. Dxe5 — Dc6. En svartur drepur of seint á e5. 26. - Hd8?! 27. Hddl - Rxe5?? 28. Rf5! og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.