Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 48
VÁTRYGGING SEM BRÚAR BILIÐ SJOVA lALMENNAR FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stöð varfj örður: Sameining við HBB samþykkt Breiðdalsvík. Frá Önnu G. Ólafsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. HLUTHAFAFUNDUR í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar samþykkti í gærkvöldi sameiningu fyrirtækisins við Hraðfrystihús Breiðdælinga á Breiðdalsvík. Sameiningin tekur gildi 1. nóvember næstkomandi, að því tilskildu að Breiðdælingar samþykki hana einnig, en hluthafa- fundur á Breiðdalsvík stóð fram eftir kvöldi í gær. Á hluthafafundinum á Stöðvar- firði var lögð fram tillaga um sam- Tekjur af sóknar- og kirkjugarðsgjöldum: Tvöföldun á átta árum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ á- ætlar að tekjur af sóknar- og kirkjugarðsgjöldum einstaklinga verði 1.210 milljónir króna á næsta ári og hækki um 9% á milli ára en gjöldin miðast við breytingar á meðaltekjum skatt- greiðenda. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að þessi gjöld hafi rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Ríkið heldur eftir 20% af innheimtum kirkju- garðsgjöldum og segir ráðherra þá skerðingm óhjákvæmilega eins og nú horfir í afkomu þjóðarbús- ins en hann segir að ríkisstjórnin stefni að því að falla frá þessari skerðingu við fjárlagagerð fyrir árið 1993. í yfirliti fjármálaráðuneytisins yfir sóknar- og kirkjugarðsgjöld einstaklinga síðustu átta ár kemur fram að þau hafa hækkað úr 526 millj. kr. árið 1984 í 1.140 millj. í ár reiknað á föstu verðlagi. Á næsta ári er áætlað að^ skatturinn nemi 1.210 millj. kr. Á þessu átta ára tímabili hafa skatttekjur ríkissjóðs aukist um þriðjung að raungildi. Þá kemur fram í útreikningum ráðuneytisins að álagning kirkju- garðsgjalds á fyrirtæki á þessu ári nemur 75 milljónum kr. og hefur hún hækkað um tæp 60% á tveimur árum. Skerðing kirkjugarðsgjalds er áætluð 80 millj. kr. á þessu ári og 90 millj. kr. á næsta ári. Sjá nánar frétt á bls. 21. einingu, þar sem gert er ráð fyrir að uppgjör á rekstri og efnahag félaganna miðað við 31. október verði viðmiðun um eign hluthafa í hinu sameinaða félagi. Frá og með 1. nóvember og þar til innköllun hafi farið fram, verði sameinað fé- lag rekið undir sjö manna starfs- stjórn. Á fundinum voru hluthafar, sem ráða alls 14.115 atkvæðum. Já sögðu 13.206, en nei 907. Þar af óskuðu handhafar 880 hluta eft- ir innlausn hlutabréfa, að andvirði átta milljónir króna. Byggðastofnun og Sambandið hafa samanlagt ráðstöfunarrétt 70% hlutafjár í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga. Byggðastofnun hef- ur lofað að lána frystihúsunum tveimur alls 50 milljónir króna, með því skilyrði að þau sameinist. Ætl- unin er að þeim fjármunum verði farið til kaupa á togaranum Patreki frá Patreksfirði, að sögn Jónasar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar. Vinátta í Grafarvogi Morgunblaðið/KGA Fermingarbörn í Grafarvogi heimsóttu í gær börn á leikskólanum Klettaborg og færðu þeim kerti að gjöf. Ástæða þess er sú, að félagasamtök, skólar, leikskólar, félagsmiðstöðin Fjörgyn, Ungmennafélagið Fjöln- ir, skátarnir, kirkjan og allir sem vinna að félagsmálum í Grafarvogi hafa ákveðið að gera átak í félagsmál- um undir yfirskriftinni Vinátta ’91. Fyrsti þáttur hátíðarhalda vegna þessa verður á sunnudag. Tilkynnt um heimild til loðnuveiða í dag: Búist við ákvörðun um 240 þúsund tonna loðnukvóta HAFRANNSÓKNASTOFNUN lagði í gær til við sjávarútvegs- ráðherra að heimiluð verði til bráðabirgða veiði á 240 þúsund tonnum af loðnu. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að ætla mætti að ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins um loðnuveiðarnar yrði á svipuðum nótum og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til. Jakob Jakobsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að rannsóknaskipin hafi farið yfir svæði sem loðnuskipin höfðu afmarkað. Mæld hefðu verið 650 þúsund tonn af loðnu og þar af væri reiknað með 400 þúsund tonnum til hrygningar. Jakob sagðist ekkert geta sagt um hvort aukið yrði við kvótann þegar liði á vertíðina. „Leiðangrin- um er ekki lokið. Stofnmælingarnar afmörkuðust við leitarsvæði loðnu- skipanna en rannsóknaskipin eiga eftir að fara yfir svæði út af norð- austurlandi og Austfjörðum,” sagði Jakob. Að sögn hans voru einnig gerðar tillögur til ráðherra um svæðalokanir vegna mikils magns Samningar um evrópskt efnahagssvæði: af smáloðnu. „Samkvæmt skuldbindingum í samningum er okkur rétt og skylt að taka þessa ákvörðun sameigin- lega með Norðmönnum og Græn- lendingum og við erum að vinna í því máli núna. Ákvörðun verður tekin um leið og það liggur fyrir,” sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Hann hefur boðað forystu- menn hagsmunaaðila á sinn fund kl. 10 í dag. Tollar falla niður af bíl- um og rafmagnstækjum Hægt að leggja á önnur fjáröflunargjöld í staðinn ÍSLENDINGAR verða að afneina fjáröflunartolla af evrópskum iðn- aðarvörum, þegar samningar um evrópskt efnahagssvæði taka gildi. Fjármálaráðuneytið hefur þó heimild til að leggja á önnur gjöld, svo sem vörugjald, á vörur sem ekki eru í samkeppni við íslenska iðnað- arframleiðslu svo ríkið verði ekki fyrir tekjutapi. Er þarna aðallega um að ræða bíla, bæði notaða og nýja, rafmagnstæki og vélar. Guðrún Ásta Sigurðardóttir, deildarstjóri í tolladeild fjármála- ráðuneytisins, sagði við Morgun- blaðið, að inni í fríverslunarsamn- ingi Islands við Evrópubandalagið væri listi yfir iðnaðarvörur sem ekki eru framleiddar á íslandi og íslendingar jnættu halda fjáröflun- artollum á. Islendingar hefðu kraf- ist þess að fá að halda þessum lista inni í samningum um evrópskt efna- hagssvæði, en fallið hefði verið frá þeirri kröfu á síðustu stigum samn- ingaviðræðnanna. Því þyrfti Jænt- anlega til dæmis að falla frá 10% tolli af notuðum og nýjum bílum sem nú er í gildi. Guðrún Ásta sagði, að íslending- ar gætu tekið upp önnur gjöld í staðinn, sem teldust ek-ki ígildi tolla. Þar mætti nefna vörugjald og sér- stakt bifreiðagjald. Ákvörðun um það hefði ekki verið tekin enn. Ekki hefði heldur verið ákveðið hvort iðnaðarvörur frá efnahags- svæðinu myndu njóta betri kjara en samsvarandi vörur utan þess. Þótt samningurinn um evrópskt efnahagssvæði gerði í sjálfu sér ráð fyrir því, byndi það ekki hendur íslendinga að neinu leyti hvað varð- aði viðskipti við aðila utan efna- hagssvæðisins. Eins og áður sagði er nú 10% tollur á bifreiðum, en 30% tollur á vörubifreiðum. Að auki leggst sér- stakt bifreiðagjald á fólksbifreiðar, frá 16% til 66% eftir vélarstærð. Samkvæmt upplýsingum frá Bíl- greinasambandinu, má áætla að útsöluverð fólksbíla gæti lækkað um 5% éf tollurinn yrði felldur nið- ur og ekkeit kæmi í staðinn. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. fiskimjölsframleiðenda, segir að hlutur íslendinga í loðnu- kvótanum sé 78% og ef reiknað sé með að við fáum einnig um helming þess kvóta sem fellur í hlut Græn- lendinga geri það samanlagt um 200 þús. lestir. Segir hann að skv. því megi gera ráð fyrir að framleidd vei'ði 35 þús. tonn af loðnumjöli og tæplega 30 þús. tonn af lýsi. Út- flutningsverðmæti þess miðað við afurðaverð í dag sé um 1.700 millj- ónir króna. „Ég lít svo á að þetta sé aðeins upphafskvóti og tel að við eigum eftir að sjá hærri tölur þegar líður á haustið og ekki síst eftir lokaleið- angur rannsóknaskipanna sem væntanlega verður farinn í janúar. Allt bendir því til að þetta verði þolanlegasta vertíð,” sagði Jón. Síðustu tvær haustvertíðir voru með lélegustu vertíðum frá upp- hafí. Á haustvertíðum árin 1987 og 1988 voru hins vegar veidd 311 þús. tonn hvort árið um sig og 600 þús. tonn á vetrarvertíðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.