Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 31 Sigurveig Guttorms- dóttir - Minning Fædd 12. apríl 1897 Dáin 18. október 1991 Mikil sómakona, Sigurveig Gutt- ormsdóttir, er kvödd í dag. Hún lést á 95. aldursári á Reykjalundi hinn 18. október síðastliðinn. Sigurveig er fædd Austfirðing- ur, frá Finnsstöðum á Héraði þar sem föðurætt hennar hafði búið mann fram af manni, dóttir hjón- anna Guttorms Árnasonar og Sig- ríðar Sigurðardóttur sem ættuð var úr Skagafirði og Borgarfirði eystra. Sigurveig gekk í bama- skóla' á Seyðisfirði og í tvö ár í unglingaskóla. Þar reyndist hún svo skínandi nemandi að sögur fara af. Því til marks er að strax að þeirri skólagöngu lokinni var hún fengin til að kenna bömum grundvallarfræðin, lestur og skrift bæði á Borgarfirði eystra og uppi á Héraði. Hún hverfur okkur nú óðfluga, aldamótakynslóðin, sem hefur kunnað að segja svo mikla sögu af framfömm á íslandi, frá þeim kyrra kjöram sem fólkið í þessu landi bjó við allt fram á þessa öld til stórstígra framfara. Það hefur gert þjóðfélagið eins nútímalegt og tæknivætt og aðrar þjóðir sem af því hafa að státa. Sigurveig var níu ára, þegar sæsíminn var lagður sumarið 1906 frá Hjaltlandi um Þórshöfn í Fær- eyjum til Seyðisijarðar. Þá efndu Seyðfirðingar til fagnaðar. Óveðrið var slíkt að ráðherra Islands, Hannes Hafstein, komst ekki aust- ur, en fullvíst má telja að Sigur- veig hafí haft spurnir af þeim at- burði svo mjög sem hann skipti sköpum fyrir landið allt. Það var verið að breyta hugarheimi fólksins í sveitunum. Vegir litu dagsins Ijós. I september var opnað skeytasam- band við útlönd, ráðherra íslands og Kristján IX. konungur Dana skiptust á skeytum og Landssími íslands tók til starfa. Hátíð var haldin og skáldin ortu fegurstu ljóð. Það gerði þjóðina hugum- stærri að fá símann og það var uppeldisatriði allri þjóðinni, enda síminn einn þátturinn í iðnbyltingu íslendinga. Því er þessa getið hér, að Landssími íslands var starfs- vettvangur Sigurveigar frá því að hún tók þar til starfa innan við tvítugt og þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir eftir fímm ára- tuga farsæla starfsævi. Sigurveig byrjaði að vinna hjá símanum á Seyðisfírði árið 1916 og vann þá í nokkra mánuði kaup- laust. Það var í þá daga kallaður reynslutími. Árið 1917 var hún ráðin á „langlínuna” og lærði síðan símritun. í kjölfar þess varð hún símritari, eina konan, og vakti við símritann til jafns við alla karl- menn. í því starfi stóð hún sig með þeim ágætum að henni var brátt falið varðstjórastarf sím- stöðvarinnar og sá þá um að allar vaktir væra mannaðar. Ef einhver forfallaðist þótti henni eðlilegt að taka sjálf vaktirnar. Strax og varð- stjórastarfíð hækkaði í launum var þó skipaður í það karlmaður. Þá var Sigurveig flutt til í starfí og sett til aðstoðar gjaldkeranum, Gísla Lárassyni, bróður tónskálds- ins Inga T. Lárussonar, sem hún ávallt mat afar mikils. Þegar hann skyndilega féll frá kom það í henn- ar hlut að taka við starfi hans við að verðleggja öll símskeyti til og frá Iandinu. Þetta var í þá daga flókið nákvæmnisverk. Var það gert með gjaldmiðli viðkomandi lands, sem síðan var umreiknaður í alþjóða gjaldmyntina, sem var gullfrankinn. Um þetta var síðan gerður mánaðarlega svonefndur .journal” og sendur Stóra norræna ritsímafélaginu sem stóð að síma- sambandi við ísland. Þannig gekk lífið fyrir sig á sím- stöðinni á Seyðisfírði í áratugi fram eftir öldinni. Síðan skall á heimsstyrjöldin síðari, ísland var hernumið og mannlífið allt tók á sig nýja mynd. Umsvif jukust og þeim fylgdu mikið vinnuálag. Seyðisfjarðarstöðin var mikilvæg í öllum samskiptum við umheiminn; þar var þungamiðja loftskeyta til útlanda. Á mæðradaginn t.d. — sem þá var ekki uppfundinn á ís- landi undir öðru nafni en Mother’s Day — fóru í gegnum hendur Sigurveigar öll þau skeyti sem er- lendir hermenn staddir á íslandi sendu heim til sín og þau skiptu þúsundum. Það var þá á ábyrgð Sigurveigar að allt væri rétt af- greitt og fyrir það tekið tilskilið gjald. Það mun ekki hafa komið fyrir að ekki væri rétt „taxerað” eins og það var á þeim dögum kallað á Seyðisfirði, og aldrei mun þar neinu hafa skeikað nema að gjald hefði hækkað erlendis og Island hefði ekki fengið að vita um það. Sigurveig hafði aðstöðu sína á smáskrifstofu í námunda við tækin á símstöðinni á Seyðisfirði. Þar settust nú að hjá henni við hernám- ið erlendir hermenn og fylgdust •með dulmálsskeytum sem send voru út til stjórnstöðva hersins erlendis og tekið á móti löngum skeytastrimlum, — allt í tölum, eins og hún sagði löngu seinna. Það voru aðeins öðruvísi tölur en Sigurveig var vön að fást við. Eitt sinn settist hjá henni hermaður sem hafði með sér gríðarstóran, urrandi varðhund. Sigurveig gerði við það þá athugasemd að það væri „nóg að hafa þessa menn þó ekki fylgdi þeim þessi kvikindi”. Hún fékk sínu framgengt. Símstofnunarorðalag á þessum árum, þegar íslenskan var enn að fóta sig á áður óþekktum brautum tækninnar, var afar litskrúðugt og Fædd 9. maí 1911 Dáin 18. október 1991 I dag er Emilía Karlsdóttir, Drápuhlíð 29, Reykjavík, hæglát, hógvær og háttvís kona, kvödd hinstu kveðju. Emilía Sigurborg var fædd á Knútsstöðum í Aðaldal í S.-Þing. Sá bær er ekki síst kunnur vegna kvæðis Guðmundar Friðjónssonar: „Ekkjan við ána”. En sú mannlýs- ing, er þar birtist á vissa hliðstæðu hjá þeim, er síðar komu á vettvang þessa lífs. Foreldrar Emilíu vora þau Karl Sigurðsson, bóndi á Knútsstöðum og kona hans Herborg Sigríður Kristjánsdóttir, er þar bjuggu lengi. Karl var annálaður þrekmaður. Er Emilía vann á heimili Sigurð- ar Guðmundssonar, skólameistara á Akureyri, og konu hans Halldóra Ólafsdottur, lágu saman leiðir þeirra Steingríms Pálssonar, bróð- ur míns, er þar var við nám, saman og tengdust þau tryggðarböndum, er vöruðu traust og samfelld uns yfírlauk, þá er Steingrímur lést 1958. Þau eignuðust þijú börn, Sverri, húsasmið í Reykjavík, f. 17. nóv. 1930, hann er kvæntur Sveinborgu Símonardóttur og búa þau á Há- teigsvegi 1. Sigurgeir f. 2. okt. 1943, cand.mag. og starfsmann við Stofnun Árna Magnússonar. Hann var kvæntur Helgu Gunnarsdóttur, tónlistarfræðingi, en hún lést fyrr á þessu ári úr krabbameini. Á síð- asta ári dó tengdamóðir Sigur- geirs, Sigríður Einarsdóttir, af þessum sjúkdómi. Og nú féll móðir hans fyrir sama vágestinum. Er hér því fast höggvið í sama knérunn. Sigurgeir og Helga eign- uðust 4 börn. Þau eru: Steingrím- varla á færi annarra en innan- búðarfólks að skilja. Árið 1943 kom „Overdrag-apparatið” sem bjó yfir þeim töframætti að öll skeyti fóru að „renna yfír” Seyðisfjörð til Reykjavíkur. Þá hafði enginn í Reykjavík enn starfað við sérgrein Sigurveigar og henni bauðst að fylgja „apparatinu” til höfuð- staðarins með sérþekkingu sína. Hún tók því tilboði og yfírgaf heimahérað sitt, ekki síst með það í huga að veita einkadóttur sinni, Önnu Sigríði Gunnarsdóttur, hina bestu menntun sem völ væri á. Þær mæðgur fluttu suður, Anna Sigga settist í gagnfræðaskóla og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Ný vinabönd voru knýtt sem aldrei hafa síðan rofnað. í Reykjavík vann Sigurveig á ritsímanum frá 1943 til 1963 og hafði þá unnið við símaþjónustu landsins í 40 ár. Hún vann við sím- amál landsmanna mun lengur en henni bar, en kaus nú að helga krafta sína heimili dóttur sinnar og manns hennar, Magnúsar Pálssonar, myndlistarmanns, og dótturbarna sinna fimm. Minnumst við margra ánægjustunda á Sól- ur, Gunnur Sif, Solveig Ýr og Embla. Þriðja barn Emilíu og Stein- gríms er Sigríður, f. 2. mars 1953, kennari og húsfreyja í Reykjavík, í sambúð með Kristjáni S. Her- mannssyni, vélvirkja. Sigríður á 5 börn: Steingrím, Jóhann, Svan, Kristrúnu Emilíu og meybam fætt 18._okt. sl. Ég minnist þess gjörla, þá er Emilía kom að Olduhrygg í Svarfaðardal að vori 1931 með soninn, Sverri. Ég hafði aðeins litið hana augum einu sinni, en soninn aldrei. Þá kom nýtt líf í bæinn þann og nýir tímar hófust. Fyrsta barnabarn hjónanna á Ölduhrygg var komið á vettvang til afa og ömmu og átti með þeim langa dvöl. Um haustið 1931 hvarf Emilía ásamt Steingrími til Reykjavíkur, en þar hóf hann nám við Háskóla íslands. Þau bjuggu á ýmsum stöð- um. Eitt sinn í Unuhúsi, síðan á Barónsstíg, þvínæst Ljósvallagötu og síðast í Drápuhlíð 29. Steingrímur varð cand.mag í ís- lenskum fræðum og gerðist kenn- ari. Kenndi m.a. í MR og Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Emilía var manni sínum traust- ur, vökull og umhyggjusamur föru- nautur. Hún var sívinnandi. Verkin léku í höndum hennar einkum saumar. Hún tryggði því fjárhagsafkomu heimilisins mjög vel. Þá voru krepp- utímar og tími námslána ekki upp runninn. Emilía var hin gjörvilegasta að yfirbragði. Góð húsmóðir. Hélt heimili sínu vel til haga. Nærfærin móðir ug indæl amma. Hún var að jafnaði ekki ýkja skrafhreyfin en lék á als oddi ef svo bar undir. Hún unni manni sínum og mat hann mikils og bar hag hans og heill vallagötunni og á Hvarfi í Mosfells- sveit þar sem hlýlegt og smekklegt heimili þeirra stóð um árabil. Sigurveig bjó með dóttur sinni allt þar til heilsu tók að hraka og gekk í spor ungu stúlkunnar sem á árum áður beindi athygli ótal Austfjarðabarna að lesmáli. Barnabörn hennar minnast þess öll nú að hún kenndi þeim að lesa og sitthvað annað gagnlegt og skemmtilegt. Þau nutu þess öll að hún var á uppvaxtarárum þeirra ætíð heima, þegar foreldrar þeirra voru íjarri við vinnu. Nú er það orðið sjald- gæft að þrír ættliðir búi á sama heimilinu. Dótturbörnin áttu því láni að fagna að njóta handleiðslu og samveru ömmu sinnar í ríkum mæli. Þeir sambúðarhættir eru áreiðanlega mikilvægari en kann að virðast í fljótu bragði. Þeir tryggja samhengið milli kynslóð- anna og rækta samkennd sem er svo dýrmæt. Öll bera dótturbörnin merki góðs uppeldis og fylgir sá arfur þeim hvár sem þau fara. Þau eru öll hinir mætustu borgarar: Páll Magnússon, sálfræðingur við geðdeild barna á Dalbraut, Tumi Magnússon, myndlistarmaður, Pétur Magnússon, myndlistarmað- ur í Amsterdam, Guttormur Magnússon, arkitekt og listteikn- ari, og Anna Sigurveig Magnús- dóttir, verkfræðistúdent við Há- skóla íslands. Öll hafa börnin stofnað eigið heimili og fjölskyldu svo að hópurinn er orðinn stór og góður er hann og samhentur. Síð- ustu æviárin dvaldi Sigurveig á Reykjalundi við sérstaka um- hyggju starfsfólks alls. Við vinkonur dóttur hennar nut- um góðs af gestrisni Sigurveigar og einlægri gleði við að fá okkur heim til þeirra Önnu Siggu, glað- beittar stöllur, eftir síðdegistíma í skólanum. Við urðum allar hluti af áhugamálum hennar og um- hyggju; hún hafði metnað fyrir okkar hönd og henni var umhugað um velferð barna okkar og nú í hárri elli barnabarna. Hún var mjög fyrir bijósti. Þegar Steingrímur var að verða fimmtugur og ætlunin var að efna til afmælisfagnaðar af því tilefni, varð hann skyndilega fyrir hjarta- áfalli og var ekki hugað líf. Hann komst þó aftur heim í Drápuhlíð 29. Þann 15. febrúar 1958 fóra þau hjónin í bifreið niður á Landspítala. Hann til skoðunar. En áður en þangað var komið var saga hans öll. Hann lést í faðmi konu sinnar og fór vel á því. Sláttumaðurinn slyngi lauk þar með verki sínu að fullu hvað hann varðaði. Þetta var mikið áfall fyrir Emilíu. En hún tók þessu sem öðru af hetjulund. Hún hélt heimilinu í horfinu. Studdi börn sín með ráðum og dáð og Steingrímur sonur Sigríðar, dóttur hennar, átti þar traust og varanlegt skjól. Emilía hafði lengst af verið heilsuhraust og lítt leitað til lækna. Á þessu ári tók að sækja að henni vanlíðan. Haldið var upp á 80 ára afmæli hennar 9. maí. Én þá stóð uppörvandi og hvetjandi í senn, en ekki gagnrýnislaus. Við minnumst þess hve hnyttin hún var í orð- alagi, hafði gaman af að spauga, en framar öllu æðralaus og stillt. Við minnumst hennar með virðingu og mikilli hlýju, konu sem átti sinn þátt í að skapa framfarasögu ís- " lands. Vigdís Finnbogadóttir Bergljót Ingólfsdóttir Það var notalegt að skríða uppí hjá ömmu sinni á morgnana þegar maður var fímm ára og vaknaði snemma. Hún átti alltaf rúllur af pappír, sem var upplagður að teikna á. Svo fékk maður að skoða í ketilinn sem var inni í skáp og geymdi ýmislegt skrítið dót. Og maður lærði líka að lesa og skrifa í herberginu hennar sem var fullt af blómum, en þau spruttu vel hjá ömmu. Aganum hélt hún á okkur fimm systkinunum með lagni og ákveðni, og um eftirmiðdaginn fékk maður kannski lummur. Amma bjó alltaf heima hjá okk- ur, fyrst í Reykjavík og svo í Mos- fellssveitinni, nema síðustu árin, þá var hún í íbúðir aldraðra á Hlað- hömrum og síðan á Reykjalundi. Þangað heimsóttum við hana með barnabarnabörnin, sem hún úðaði í sælgæti þangað til þau stóðu á blístri. Hún ól okkur systkinin upp engu síður en foreldrar okkar og frá henni hlutum við ýmislegt gott veganesti. Tengingin við gamla tímann sem við fengum í gegnum hana var okkur ábyggilega öllum mikilvæg, og að sjá seigluna og þrautseigjuna, sem amma átti meira af en margur annar, var gott fordæmi. Við þökkum ömmu fyrir alla sokkana og vettlingana, buxurnar sem hún stytti og lengdi, víkkaði og þrengdi, lummurnar, áhyggj- urnar, umhyggjuna, lexíurnar, grautinn og allt annað. Palli, Tumi, Pétur, Gutti og Veiga til að hún færi til skoðunar á Landakotsspítalanum. Hún frestaði því fram yfir afmælisdaginn. Eftir það var ekki tilefni til dvalar á þeirri framkvæmd. Næsta dag fór skoðun fram. Þá var ljóst hvert stefndi. Spurningin aðeins hve lengi stríðið mundi standa. Emilía hélt velli lengur en efni stóðu til. En þann 18. þessa mánaðar gekk hún á vit feðra og mæðra inn á ný svið. En þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Þann dag slokknaði Ijós en á sama degi fagnaði lítil dótturdóttir birtu þessa heims. Lífið gefur og tekur. Ljós kvikn- ar og ljós deyr. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll Árdal.) Saga Emilíu Karlsdóttur hér er nú öll. Hún stóð fyrir sínu af mik- illi prýði. Vann langan vinnudag og hlífði sér hvergi. Var eigin- manni sínum, börnum og bama- börnum traust stoð og stytta. Og þeim vann hún allt sem hún gat meðan enn var vinnubjart. Emilía er í dag kvödd með þökk og virðingu og bestu óskum um farsæld á framtíðarvegum. Hún verðskuldar það sannarlega. Börnum hennar og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Eiríkur Pálsson frá Olduhrygg. IERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Minning: Emilía Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.