Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D
243. tbl. 79. árg. ________________________________FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kosningabarátta íPóllandi
Kosið verður til þings í Póllandi á sunnudaginn og verða það fyrstu algjörlega fijálsu þingkosningar sem
haldnar hafa verið í landinu. Alls bjóða 120 flokkar fram í kosningunum og. heyja þeir nú harða baráttu
sem birtist ekki síst á húsveggjum í pólskum borgum. Sannkallað „veggspjaldastríð” er í gangi og veigra
menn sér ekki við að rífa niður veggspjöld anstæðinganna eða líma sín eigin yfir þau. Skoðanakannanir
benda til þess að kjósendur séu almennt óánægðir með frammistöðu ríkisstjórnar Samstöðu í efnahagsmál-
um og ekki er búist við því að þátttaka í kosningunum verði meiri en 50%.
Bardagarnir við Dubrovnik:
Varðlið Króata
lætur undan sfea
Zagreb. Reuter.
SVEITIR úr landher og flota Júgóslavíu héldu áfram hörðum árás-
um á hafnarborgina Dubrovnik í Króatíu í gær og tókst að hrekja
þjóðvarðliða Króata út úr suðurhluta borgarinnar. Flotinn setti á
land hermenn á ferðamannaströndinni við bæinn Kupari, sem er
um sex km suðaustan við Dubrovnik og hrakti þar einnig lið Kró-
ata á brott. Stríðsaðilar samþykktu vopnahlé í bardögunum um
Dubrovnik síðdegis í gær en ólíklegt var talið að það yrði traust-
ara en fyrri vopnahlé.
Sambandsherinn beitir skrið-
drekum, sprengjuvörpum og eld-
flaugum gegn léttvopnuðum sveit-
um Króata og eru skemmdir sagð-
ar miklar í Dubrovnik sem er afar
forn og fræg fyrir miðaldamann-
virki sín. Eftirlitsmenn Evrópu-
bandalagsins segja að sprengjur
hafi fallið á gamla borgarhlutann
í gær en skýrðu ekki frá því hvort
tjón hefði orðið þar. íbúar voru um
50.000 áður en umsátrið um borg-
ina hófst fyrir þrem vikum en talið
er að þar sé öllu fleira fólk núna
vegna flótta þangað frá byggðum
Króata í nálægum héruðum. Á
hinn bóginn hafa 12.000 manns
fengið leyfi til að yfirgefa hana
með feiju. Ekki er vitað um mann-
tjón meðal óbreyttra borgara og
þjóðvarðliða en sambandsherinn
segist hafa misst um 50 manns
við Dubrovnik frá því átök hófust
þar.
Skýrt var frá skothríð sam-
bandshersins á Vukjovar, Osijek
og Vincovci í austurhluta Króatíu
í gær en þar hefur umsátrið staðið
í tvo mánuði. Einnig var barist við
borgimar Karlovac, Novska, Sisak
og Nova Gradiska.
Serbar og bandamenn þeirra í
forsætisráði Júgóslavíu, valda-
stofnun er Króatar og bandamenn
þeirra hundsa, segjast vilja stofna
nýtt sambandsríki þeirra þjóða
Júgóslavíu er vilji taka þátt í slíkri
ríkisstofnun. Þeir hafna tillögu EB
um að myndað verði laustengdara
sambandsríki upphaflegu lýðveld-
anna sex en samt er talið að
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu,
muni taka þátt í viðræðum deiluað-
ila í Haag sem hefjast eiga í dag
um tillöguna.
Skoðanakönnun
Le Monde:
Rúm 30%
sammála
LePen
París. Reuter.
HÆGRI öfgamaðurinn Jean-
Marie Le Pen hefur, ef marka
má skoðanakönnun, sem birt
var í gær, tvöfaldað fylgi við
skoðanir sínar á einu ári. Sam-
kvæmt könnuninni, sem gerð
var fyrir dagblaðið Le Monde,
segjast 32% Frakka vera sam-
mála skoðunum hans en fyrir
einu áru var sú tala í sambæri-
legri könnun 18%.
Le Monde segir að ekki megi
túlka þessar tölur sem svo að 32%
franskra kjósendu séu reiðubúnir
að kjósa Le Pen í kosningum þó
svo þeir séu sammála skoðunum
hans. Flestir séu þetta kjósendur
hinna hefðbundnu hægriflokka.
Raunar sögðu 76% aðspurðra í
sömu skoðanakönnun að þeir
vildu ekki að flokkur hans, Þjóð-
arfylkingin, kæmist í ríkisstjórn
og í nýlegum könnunum hqfur
fylgi flokksins mælst í kringum
15%.
Meginuppistaða stefnu Le
Pens er að stöðva verði straum
innflytjenda og senda heim eins
marga og hægt er af þeim fjórum
milljónum innflytjenda sem nú
búa í Frakklandi. Þeir séu rótin
að flestum þeim vandamálum
sem Frakkland eigi við að stríða.
Sem skýringu á hinu aukna
fylgi við skoðanir Le Pens nefnir
Le Monde að margir virtir stjórn-
málamenn, s.s. Valéry Giscard
d’Estaing, fyrrum forseti, hafi að
undanförnu viðrað skoðanir þess
efnis að gera verði grundvallar-
breytingar á stefnu Frakka gagn-
vart innflytjendum.
Þing Ukraínu:
Ætla ekki að afhenda
Rússum kjamavopnin
Stjórnvöld segjast vilja tryggja að vopnunum verði eytt
ÞING Úkraínu krafðist þess í gær að fá að ráða yfir kjarnavopnum
í lýðveldinu ásamt sovéskum yfirvöldum. Georgíj Tsjernevskíj, blaða-
fulltrúi forsætisnefndar Æðsta ráðs Úkraínu, sagði í simaviðtali við
Morgunblaðið í gær að stefnt væri að því að landið yrði kjarnorku-
vopnalaust. Hins vegar vildu yfirvöld tryggja að kjarnavopnin sem
nú eru í lýðveldinu, bæði langdræg og skammdræg, lentu ekki í hönd-
unum á Rússum heldur að þeim yrði eytt. Ef Sovétherinn hygðist fjar-
lægja vopnin þá yrði gripið til aðgerða á grundvelli stjórnarskrárinn-
ar tii að hindra það.
Tsjernevskíj minnti á að Úkraína
hefði lýst yfir sjálfstæði 24. ágúst
síðastliðinn. „Afstaða okkar til
kjarnorkuvopnanna sem hingað til
hafa verið í Úkraínu, er að þau séu
ekki komin til að vera. Núna eru
þau undir stjórn stofnana Sovétríkj-
anna fyrrverandi. Stjórnvöld í Úkra-
inu vilja ráða yfir vopnunum með
þessum stofnunum. Stefna okkar er
að eyða öllum kjarnavopnum í Úkra-
ínu. Við ætlum að reyna að ná þessu
fram á sem skemmstum tíma. Við
höfum samþykkt áætlun um endur-
skipulagningu hergagnaiðnaðarins.
Við viljum að hann þjóni efnahags-
legri og þjóðfélagslegri þróun. Við
munum hlíta START-sáttmálanum
sem George Bush Bandaríkjaforseti
og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, gerðu í sumar. Hann snert-
ir hluta af kjarnavopnunum á okkar
landsvæði. Við erum reiðubúnir að
hefja viðræður við Hvíta-Rússland,
Kazakhstan og Rússland og stofnan-
ir Sovétríkjanna fyrrverandi um eyð-
ingu vopna sem falla undir þennan
sáttmála. Við ætlum einnig að grípa
til aðgerða til að eyða öllum öðrum
kjarnavopnum í Úkraínu. En við
erum með það í athugun hvort við
teljum okkur bundna af yfirlýsingum
Gorbatsjovs frá því í haust um þau
vopn. Við munum ennfremur grípa
til aðgerða til að tryggja öryggi þess-
ara vopna þangað til þeim hefur
verið eytt. Við viljum skrifa undir
alþjóðlega sáttmála sem kjarnorku-
vopnalaust ríki. Við viljum einnig
gerast aðilar að Alþjóðlegu kjarn-
orkumálastofnuninni.” Tsjemevskíj
sagði að eyðing kjarnavopnanna
væri dýr og e.t.v yrði beðið um að-
stoð alþjóðlegra stofnana við eyð-
ingu þeirra.
Blaðafulltrúinn var spurður hvort
til greina kæmi að afhenda Rússum
kjarnavopnin. „Nei, það er grund-
vallaratriði að þessi vopn hverfa
ekki af úkraínsku landsvæði nema
til eyðingar. Við erum sjálfstætt ríki,
við höfum stjórnarskrána okkar og
á grundvelli hennar gætum við grip-
ið til aðgerða til að koma í veg fyr-
ir að Sovétherinn fjarlægði kjarna-
vopnin án okkar samþykkis.”
Sjá nánar bls. 22
Hollensk fjölskylda:
ítrekaðar klósettsprengingar
Amhem. Reuter.
MJOG óþægilegt vandamál
tröllríður nú borginni Arnliem í
Hollandi. Eiga menn þar á hættu
að klósett, jafnt í hcimahúsum
sem annars staðar, springi í loft
upp fyrirvaralaust.
Fjölskylda, sem býr í grennd við
iðnaðarsvæði, varð fyrir því að
koma heim og finna heimilisklós-
ettið í molum í þriðja sinn á þijá-
tíu mánuðum. „Það gjöreyðilagð-
ist,” sagði fjölskyldufaðirinn.
Eftirlitsmaður frá borgaryfir-
völdum í Arnhem, sem kom og
kannaði aðstæður, sagði að líklega
væri mengun í jörðu og lekum píp-
um um að kenna.