Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991 Spánverjar eru sáttir við EES Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara CARLOS Westendorp, aðalsamn- ingamaður Spánar í viðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA), hefur sagt að samning- urinn um Evrópska efnahags- svæðið sé viðundandi fyrir Spán- verja. Bandaríkín: Minnkandi fylgi við forsetann Washington. Reuter. SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun fer fylgi George Bush, forseta Bandaríkjanna, minnk- andi, einkum vegna efnahags- samdráttarins í landinu. Könnunin var gerð fyrir dagblað- ið Washington Post og sjónvarpið ABC. 47% aðspurðra kváðust ætla að kjósa Bush í forsetakosningun- um á næsta ári en 37% þann fram- bjóðanda sem demókratar velja. Þetta er í fyrsta sinn sem Bush fær minna en 50% fylgi í skoðana- könnun þessara fjölmiðla frá því hann var kjörinn forseti. Mestur var stuðningurinn við hann í mars, eft- ir að stríðinu fyrir botni Persaflóa lauk, eða um 68%, en þá hugðust aðeins 20% kjósa demókrata í for- setaembættið. Könnunin bendir einnig til þess Bandaríkjamenn séu almennt óá- nægðir með efnahagsástandið í landinu og talið er að það sé helsta ástæðan fyrir minnkandi fylgi for- setans. Talsmenn hans gerðu þó lítið úr mikilvægi könnunarinnar og vildu ekki tjá sig um hvort hann hygðist grípa til aðgerða til að blása nýju lífi í efnahaginn. Þá töldu margir að forsetinn legði of mikla áherslu á utanríkismál. Bretland: Lögsækja má karla er nauðga kon- um sínum Lundúnum. The Daily Telegraph. Lávarðadeild breska þingsins, sem er æðsta dóms- vald Bretlands, hefur úr- skurðað að hægt sé að sækja karlmenn til saka fyrir að nauðga eiginkonum sínum. „Litið er á hjónabandið á okkar tímum sem lögformlegt samband jafningja og eiginkon- an þarf ekki lengur að vera undii'gefin þræll eiginmanns- ins,” sagði Keith lávarður, einn af fimm sem úrskurðuðu í mál- inu. Þeir voru sammála Lane lávarði, forseta deildar krún- unnar í breska yfirréttinum, sem sagði nýlega að það væri móðgun við konur að halda því fram að ekki sé hægt að lög- sækja karlmenn fyrir að nauðga konum sínum. Karlmenn hafa í aldir verið taldir friðhelgir gagnvart siík- um lögsóknum og Keith lávarð- ur minnti á yfirlýsingar sir Matthews Hales, fyrrverandi forseta krúnudeildarinnar í yf- irréttinum, sem birt var árið 1976. Þar hélt hann þvi fram að með því að ganga í hjóna- band játuðust konur undir kynmök við eiginmenn sína og við það yrðu þær að standa. Morgunblaðsins. „Við fengum allt sem við gát- um,” sagði Westendorp. „Þetta er viðunandi samningur fyrir okkur Spánveija, þótt við höfum í upphafi farið fram á mun meira. Líklega voru það mistök af okkar hálfu að biðja jólasveininn um stórar gjafir en þó má líta svo á að það sé líka ágætis aðferð til að ná einhveiju fram í samningaviðræðum.” Spánveijar höfðu krafist þess að fá að veiða 90.000 tonn af þorski á miðum Norðmanna, en EB-ríkin fengu aðeins 16.300 tonna þorsk- kvóta þar, auk 3.000 tonna af karfaígildum á íslandsmiðum. Spænsku dagblöðin hafa lítið fjallað um samninginn. Eina blaðið sem hefur séð ástæðu til að birta um hann forystugrein er El País, stærsta dagblaðið. Þar er samn- ingnum fagnað en þó er honum fundið það til foráttu að sameigin- legt efnahagssvæði EB með ríku EFTA-þjóðunum í norðri kunni að leiða til aukins misvægis milli Norð- ur- og Suður-Evrópu, norðrinu í hag. Miðausturlönd: Vændiskonur mótmæla Reuter Um 9.000 vændiskonur efndu til mótmælagöngu í gær í borginni Narayanganj, skammt fra Dhaka í Bangladesh. Var það tilefnið, að heittrúaðir múslimar vildu rífa vændiskvennahúsin og uppræta þannig spillinguna en konurnar sögðu, að þær hefðu margar verið seldar eða neyddar út í vændi og ættu ekki afturkvæmt út í þjóðfélagið. Vændið væri þeirra atvinna og án hennar gætu þær ekki lifað. Arabar ætla að hafa sam- ráð á ráðstefnuiini í Madrid Shamir hyggst sjálfur vera í forsvari fyrir sendinefnd ísraela Jerúsalem, Damaskus, Amman. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR arabaríkjanna, sem taka munu þátt í frið- arráðstefnunni í Madrid í næstu viku, og fulltrúar Frelsissamtaka Palestínu (PLO) luku tveggja daga fundi í gær með yfirlýsingu um að þeir myndu móta sameiginlega stefnu gagnvart Israelum í viðræð- unum. Einnig myndu þeir ráðgast við er tvíhliða viðræður milli Isra- ela og hvers deiluaðila hæfust en fyrirhugað er að það gerist nokkr- um dögum eftir að búið er að setja ráðstefnuna. „Meginmarkmiðið er að tryggja að Israelar hverfi frá öllum hernumdum svæðum araba, þ. á m. Jerúsalem, stöðvi þegar í stað landnám ísraela á hernumdu svæðunum og tryggi lögleg réttindi palestínsku þjóðarinnar,” sagði í sameiginlegri yfirlýsingu sem Farouk al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands las upp að loknum fundinum. Fulltrúar PLO hvöttu til þess að í gær að haldið yrði áfram andófi gegn Israelum á hern- umdu svæðunum. Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra Israels, kom mjög á óvart á miðvikudagskvöld er hann sagðist myndu veita sendinefnd ísraela á ráðstefnunni í Madrid forystu. Búist er við því að hann tilnefni suma nánustu ráðgjafa sína í samninga- nefndina og líkur eru á því að þar verði einnig landnemi úr röðum gyðinga á hernumdu svæðunum auk harðlínumanna úr flokki ráð- herrans, Likud, en nöfnin hafa enn ekki verið látin uppi. Landnámið á hernumdu svæðunum hefur verið talinn einn af helstu ásteytingar- steinunum í samskiptum araba og ísraela en Shamir hefur látið and- mæli araba jafnt sem Bandaríkja- manna sem vind um eyrun þjóta. Leiðtogar Palestínumanna sögðu að tilnefning landnemans væri ögr- un og sögðu hættu á að yrði Sham- ir sjálfur í forystuhlutverki á ráð- stefnunni myndu ísraelar ekki sam- þykkja neinar tilslakanir og viðræð- urnar gætu farið út um þúfur. Rétt áður en Shamir gaf út yfir- lýsingu sína sagði James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að utanríkisráðherrar viðkomandi ríkja myndu stjórna sendinefndun- um. Israelska útvarpið sagði í gær að bandarískir embættismenn reyndu nú að fá Hosni Mubarak Egyptalandsforseta til að taka þátt í ráðstefnunni en Egyptar hafa áður ákveðið að senda þangað áheyrnar- Úkraínumenn hafa rétt á að stofna sinn eigin her - segir Yaleríj Manílov, talsmaður sovéska hersins VALERÍJ Manílov, hershöfðingi og helsti talsmaður sovéska hers- ins, segir að Ukraína hafi rétt á að setja á stofn eigin her. Hins vegar komi ekki til greina að stjórnvöld þar ráði yfir kjarnorku- vopnum. Ummæli Manílovs virðast stang- ast nokkuð á við yfirlýsingar Mík- haíls Gorbatsjovs,. forseta Sovétríkj- anna, fyrr í vikunni þar sem hann sagðist myndi beita sér gegn því að lýðveldin stofnuðu eigin heri. Skömmu áður höfðu yfirvöld í Az- erbajdzhan lýst því yfir að þau hygð- ust þjóðnýta eigur sovéska hersins í lýðveldinu. Svo gerðist það á þriðjudag að þing Ukraínu ákvað að stofna sjálf- stæðan her þar sem yrðu 420.000 menn undir vopnum. Það er um þriðjungur af fjölda sovéskra her- manna í Iýðveldinu. Manílov sagði að ekki væri hægt að leggjast gegn þessu vegna þess að Úkraína væri fullvalda ríki. Hann spáði því að það tæki meira en áratug fyrir Úkraínu- menn að koma slíkum her á fót. Ekki er ljóst hvort úkraínsk stjóm- völd ætla að kveðja þegna sína sem nú gegna herþjónustu í sovéska hern- um til starfa í her Úkraínu. Um þriðjungur liðsforingja í sovéska hemum er frá Úkraínu þannig að slíkt myndi kalla á mikla endurskip- ulagningu Sovéthersins. Ibúar Úkraínu em 52 milljónir talsins. Landið er fijósamt og talað hefur verið um að það sé lykillinn að pólitísku samstarfi sovétlýðveld- anna í framtíðinnni. Þriðjungur mat- vælaframleiðslu Sovétríkjanna kom frá Úkraínu og fimmtungur iðnfram- Ieiðslunnar. Leiðtogar landsins hafa hins vegar verið tregir til að skrifa undir skuldbindingar um samstarf lýðveldanna. í desember verður þjóð- aratkvæðagreiðsla um sjálfstæðisyf- irlýsinguna frá 24. ágúst síðastliðn- um og virðast stjórnvöld í Úkraínu ekki vilja binda hendur sínar um of fram að því. Dimitríj Markov, fréttastjóri hjá útvarpinu í Kiev, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að almenningur í Úkraínu virtist hlynntur þeirri ákvörðun þingsins að stofna eigin her. „Mönnum fínnst í fyrsta lagi að það sé of dýrt fyrir Úkraínu að halda uppi sovésku hermönnunum sem hér eru hvorki fleiri né færri en ein og hálf milljón talsins. Það verði ódýrara að hafa minni eigin her. Fólk lítur í öðru lagi á herinn sem tákn um sjálfstæði. I þriðja lagi vakti frétt í vikublaðinu Moskvufrétt- um mikla reiði þar sem sagði að rússneska ríkisstjórnin hefði rætt möguleikann á kjamorkustríði Rúss- lands og Úkraínu. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti bar þessa frétt síðar til baka.” Reuter Sendiherra ísraels í Sovétríkjun- um, Arye Levin, dregur fána lands síns að hún í Moskvu i gær. Sovétmenn slitu stjórnmála- sambandi ríkjanna árið 1967 vegna sex daga stríðsins milli araba og Israela. Talið er að það hafi liðkað mjög fyrir því að stjórn Israels ákvað að taka þátt í ráðstefnu frið í Miðausturlönd- um er Sovétmenn samþykktu að taka upp stjórnmálasamband á ný. fulltrúa. Þeir sömdu frið við Israel árið 1979. Segir Levy af sér? David Levy, utanríkisráðherra ísraels, hafði búist við að hann myndi veita sendinefndinni forystu en Levy hefur stutt mjög tilraunir Bakers til að koma ráðstefnunni í höfn. Talsmaður ráðherrans sagði eftir yfirlýsingu Shamirs að Levy íhugaði afsögn, hann teldi að Sham- ir væri með ákvörðun sinni að reyna að gera lítið úr starfí utanríkisráðu- neytisins og Levys. Að sögn ísra- elska sjónvarpsins telur Levy ákvörðunina vera „vantraustsyfir- lýsingu gagnvart sér persónulega og jafnframt að öfgasinnar muni marka stefnu ísraels á ráðstefnunni frammi fyrir umheiminum”. Shim- on Peres, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, harmaði ákvörðunina og taldi að sendinefndin myndi ekki sýna hug meirihluta landsmanna. Skoðanakannanir sýna stuðning þorra Israela við ráðstefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.